Stúdentablaðið - 01.12.1966, Page 36
Tillögur hafa komið fram um.
að námslánakerfið nái til Tækni-
skóla íslands, en það þýddi, að
ekkj væri hægt að neita stúdent-
um á 1. námsári um lán, þar sem
möguleikar til tekjuöflunar eru
yfirleitt minni hjá menntaskóla-
nemum. Ekki hefur enn verið far
ið fram á lán til stúdenta á 1.
námsári, enda mundi það skerða
nýtingu lána.ma, þó svo það e.
t. v. örvaði menn til náms. —
Lánin eru ekki vísitölufcundin,
og má því líta á þau að nokkru
leyti sem óbeina styrki. Hörður
taldi ekki rétt að ríða á vacið með
vísitölutindingu námslána, þvi
að Alþingi hefur nú til meðferð-
ar frumvarp um vísitölubindingu
lána til langs t.'ma. — Styrkir
hafa verið vcittir til ísl. stúdenta
erlendis en ekfci heima. Sú hug-
mynd kom fram hjá nefndinni,
að afnema styrki til stúdenta er-
lendis og fella þá inn í námslána-
kerfið, en taka tillit til hærri
náms- og ferðakostnaðar. Ekki
hefur verið tekið tillit til efna-
hags umsækjenda, enda erfitt i
framkvæmd, þó að æskilegt væri.
— Um 30$ allra stúdenta sækja
um lán, þess ber þó að gæta, að
stúdentar á fyrstu þrem misser-
um fá ekki lán, en þessi lága tala
tendir þó til, að ekki sé mikið um
lán sótt af þeim, sem hafa enga
. mframfjárþörf.
Að loknu þessu yfirliti, sem
fjallaði aðeins um nokkrar stað-
reyndir og hugmyndir, sem uppi
eru, þar sem enn vantaði álit
1 eirra aðila, er úrslitaáhrif hafa,
kvað hann það ljóst vera, að
draga yrði úr því misræmi, er
Fró Háskólahátíð
Frá Háskólahátíð. Próf. Sigurður Nordal hefur tekið við heiðursdoktorsbréfi. Frá vinstri á
myndinni sjást: Háskólarektor, Armann Snœvarr, dr. Halldór Halldórsson, prófessor og dr.
Sigurður Nordal, prófessor.
ríkti milli einstakra deilda í út-
hlutunarmálum. Það mætti þó
teljast furðulítið miðað við, að,
engar upplýsingar hliðstæðai
þeim, er nú lægju fyrir, hefðu
verið til staðar, þegar reglurnar
voru settar.
Einnig taldi hann óhætt, þc
ekki sjálfsagt, að hækka lánin
nokkuð miðað við 15 ára greiðslu
frest. — Sem dæmi um, hversu
þungbær greiðslubyrðin gæti
orðið mönnum, nefndi hann að
ef læknanemi tæki lán fyrir öll-
um námskostnaðinum yrðu það
300.000.00 kr. Læknanemi þessi
þyrfti að greiða rúmar 20.000.00
kr. á ári, þegar komið væri að
skuldadögur. Að þessu athuguðu
vaknar sú spurning, hvort eigi sé
tímabært að taka upp námsstyrki
enda þótt þeir yrðu e. t. v. ekki
almennir í náinni framtíð, held-
ur miðaðir við námsárangur eða
efnahag eða hvorttveggja.
Að lokum minntist hann á
auknar umræður um ástæður
fyrir hlutfallslega lágum stúd-
entafjölda miðað við nágranna-
lönd okkar. Einnig drap hann á
hlutfallslega lága tölu stúdenta,
er háskólaprófi lykju. Einn okk-
ar vanda kvað hann þann, að or-
Stúdentar á 1. námsári
— - 2. —
— - 3. —
— - 4. —
— - 5. —
— - 6. —
Taldi hann erfitt að samræma
lán til stúdenta og tækniskóla-
nema vegna ólíkrar aðstöðu, þai
sem tækniskólanemar væru á
kaupi, meðan iðnnám þeirra var-
aði. Ennfremur taldi hann, að
veita bæri stúdentum á 1. ári lán,
væru einhverjir, sem ekki hæfu
nám vegna fjárhagslegra á-
stæðna. Að lokum kvað hann allt
starf þessarar nefndar bundið aí
fjárveitingavaldinu.
Að máli Þóris loknu voru tekn-
ar upp hringborðsumræður. —
Kom þar fram, að tiltölulega dýr-
ara væri að búa á Görðunum en
víða utan þeirra, þess ber þó að
gæta að margir utan Garða njóta
ýmissa hlunninda hjá skyldfólki
og venzlamönnum. Þá kom það
fram, að stúdentar töldu réttara
að huga meira að styrkjaleiðinni
sakirnar væru okkur ókunnar og
úrræðin sæjust því síður. Þar
af leiðandi værum við á eftir í
menntunar- og lífskjarakapp-
hlaupinu. Síðan varpaði Hörður
fram nokkrum spurningum um
þessi mál, sem hann kvað menn
hafa gott af að velta fyrir sér.
Er landsprófið of þungt? Hví
er stúdentafjöldinn svo lítill?
Vantar menntaskóla eða e. t. v.
fullkomnari menntaskóla? Ber
að flytja námslána- og styrkja-
kerfið yfir í menntaskólana?
Hvað veldur því, að svo fáir
stúdentar ljúka háskóilanámi?
Þarf að fjölga greinum við H. 1.?
Eru kjör háskólamenntaðra
manna of léleg? Hlutlæg svör
fást ekki við þessum spurning-
um án ítarlegrar rannsóknar.
Frá sjónarhóli þjóðarheildar-
innar virðist hið raunverulega
vandamál vera það, að íslenzku
þjóðina vantar fleira menn^tað
fólk á fleiri sviðum. — Síðari
framsögumaður, Þórir Bergsson
cand. act., kvaðst vera að mestu
sammála Herði. Talaði hann um
vandkvæði þess að semja viðhlít-
andi úthlutunarreglur, þar eð
enn vantaði upplýsingar frá
stúdentum. Þó hafði honum dott-
ið í hug eftirfarandi:
fengju 30% af umframfjárþörf
— 40% - —
— 50% - —
— 60% - —
— 70% - —
—' 80% - —
— 90% - —
og vekja athygli á henni. Enn-
fremur kom fram sú hugmynd,
hvort ekki væri möguleiki á að
fá aðgang að öðrum lánastofn-
unum, með hagstæðari kjörum
en almennt gerist.
í lok fundarins sættust menn á
að vísa málinu til einstakra
deilda, þar eð svo mikið skorti al
fullnægjandi upplýsingum, og
var eftirfarandi tilliaga Vésteins
Ólasonar samþykkt:
„Hr i ngborðsráðstefna stúdenta
um lánamál stúdenta samþykkir
að vísa því til deildarfélaga og
stúdentaráðs að gera nákvæmar
skriílegar athugasemdir við Hag-
könnunina og koma þeim á fram-
færi við nefnd þá, er starfar að
undirbúningi nýrra tillagna um
skipan lánamála.“
STÚDENTABLAÐ
36