Stúdentablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 3
stúdenta
1. tölublað 48. árg. 1971.
2. blað starfsárið 1970-71.
Útgefandi: Stúdentafélag Háskóla
íslands.
Ritnefnd: Benedikt Ólafsson, stud. jur.,
ritstj. og ábyrgðarm.
Gunnar Þorsteinsson, stud. oecon,
Björn Magnússon, stud. jur.,
Eiríkur Brynjólfsson, stud. sociol.,
Kári Stefánsson, stud. med.
Aósetur blaðsins: Herbergi Stúdenta-
félags, íþróttahúsi Háskólans, Sími
25570.
Filmusett og prentað:
Lithoprent hf.
Bókband:
Félagsbókbandið hf.
frá ritnefnd
GÓÐIR SAMSTÚDENTAR.
Þá eru jólin gengin um garð, gamla árið runnið í tímans haf og árið
1971 heilsar okkur öllum, sem hvítt óskrifað blað. Blað sem við
smárn saman fyllurn út með verkum okkar og annarra.
Mér varð hugsað til þess um jólin, hví þau væru svo stutt.
Þessi hátíð ljóss og friðar sem tengir flesta tryggðarböndum um
stundarsakir og blæs þeim vinarþeli í brjóst. Byssur þagna á víg-
völlunum, hermenn kasta. frá sér vopnum sínum og skríða upp úr
skotgröfunum. Óvinir takast í hendur og drekka vinarskál. Milljónir
manna ganga í kringum jólatré sín og syngja: „Heims um ból
helg eru jól . . . friður á jörðu því faðirinn er fús þeim að líkna sem
tilreiðir sér“; meðan vopn þeirra kólna af hita bardagans og bíða
þess að þeim verði beitt á ný. Hví eru jólin svo stutt ? — Megi jólin
ríkja sem lengst í hugum okkar allra.
Þetta er nú annað blaðið sem út kemur í vetur. Um fyrra blaðið
skal sem minnst sagt, enda var það ekki sem bezt uppsett og ákaf-
lega rýrt að efni. Meira mun reynt að vanda til frágangs þessa blaðs,
þó efni sé enn í rýrara lagi, enda fæstir skrifað í það af eigin frum-
kvæði. Innan .Háskólans er gefinn út fjöldi annarra blaða, sem ef
til vill gleypir ritsmíðar stúdenta og dregur auk þess stórlega úr
sölu auglýsinga. Við þetta vaknar óneitanlega sú spurning hvort
útgáfa Stúdentablaðs sé ekki óþörf, eða þá hvort ekki megi fækka
hinum blöðunum. Er ekki komin tími til að taka útgáfumál innan
Háskólans til rækilegrar endurskoðunar? Vona ég að sem flestir
láti til sín heyra um þetta mál.
Ben. Ólafsson.
3