Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1971, Síða 6

Stúdentablaðið - 01.02.1971, Síða 6
VIÐTAL VIÐ HELGA SKÚLA KJARTANSSON Venja hefur verið að birta 1. des. ræð- una i Stúdentablaðinu. Þar sem ræða Helga Skúla Kjartanssonar hefur þegar verið birt, sá ritnefnd ekki ástæðu til að gera það. Var því brugðið til þess ráðs að taka viðtal við Helga og voru Kári Stefánsson og Eiríkur Brynjólfs- son valdir til þess starfa. Var Eiríki falið að ná samræðum á segulband, en þegar til kom reyndist hann ekki kunna meðferð þvílíkra tækja. Náðist því ekkert á segulbandið og var því reynt rifja upp samtalið og glefsur af þvi ritaðar niður eftir minni. Leit Helgi Skúli síðan yfir glefsurnar og aðgætti að engu væri á sig logið. Birtist hér árangurinn. Helgi Skúli, þú varst meðmælandi B-listans 1968 og 1969, en nú í ár varstu meðmælandi Vökulistans. Hvað veld- ur? Það stafar aðallega af trausti mínu og góðum kynnum af Baldri Guðlaugs- syni. Hitt er svo annað mál, að mér fannst Verðandimenn sýna nokkuð annað andlit fyrir kosningar nú en áður. Það hafði samt ekki áhrif á val mitt; Ég var búinn að ákveða mig áður. Og hefur Baldur reynzt traustsins verður? Já, svona yfirleitt, þó hefur hann reynzt meiri „flokksmaður“ en ég átti von á. Hvernig leizt þér á afstöðu hans til opnunar stjórnar stúdentafélagsins? Ég hef nú ekkert heyrt um það mál. En mér finnst fráleitt að opna fundi kjörinnar stjórnar, þannig að hver sem er geti tekið þátt í störfum hennar. Þá væri nær að hætta alveg við stjórnar- fundi en halda í staðinn almenna félags- fundi, sem væru þá sómasamlega aug- lýstir, en fundarsókn og meirjhluti ekki alveg háð tilviljunarkenndri smölun, eins og væri á „opnum“ stjórnarfundi. Hitt finnst mér vel geta komið til álita, að menn gætu fengið að hlusta á stjórnarfundi. Nú héldu Verðandimenn sérstaka 1. des. hátíð. Hvernig leizt þér á? Ég get ekki annað en harmað það, að ekki skyldi verða eining um há- tíðarhöldin 1. desember. Annars fannst mér lítil klofningsgleði hjá Verðandi- mönnum að hafa ekki sína samkomu sama tíma og hina. Það er eins og þeir hafi verið eitthvað hikandi við þetta. En þó ég harmi klofninginn var sitt hvað á vinstri samkomunni, sem ég vildi siður hafa misst af, t.d. ræða Þrastar. í 1. des. ræðu þinni talaðir þú um stúdentaóeirðir, ofbeldi o.s.frv. Hvaða álit hefur þú á hertöku sendiráðsins í Stokkhólmi. Ja — ef ég hefði verið þarna, þá hefði ég ekki viljað taka þátt í þessu. Og það sem S.Í.N.E.-menn og fieiri hafa sannfærzt um, að sendiráðstakan hafi haft mikil áhrif á gang lánamál- anna, það er a.m.k. ekki eins víst og sumir vilja vera láta. Og eiginlega finnst mér nú koma þarna til það sjónarmið, að svona lagað á maður bara ekki að gera. Nú mætti segja að námsmenn er- lendis hafi verið beittir ofbeldi af rík- inu. Það er sjónarmið, jú. En ég er bara á því að það sé nokkuð sniðugt, að ríkið hafi einkarétt á ofbeldi og að það sé til sérstök stofnun eins og lögreglan sem kemur til skjalanna, þegar vald- beiting er nauðsynleg. En Laxárvirkjunarmálið ? Ég þékki ekki nógu vel til þess til að geta sagt mikið um það.Ég hneigist nú til þess að hneykslast á aðgerðum bænda, en ég viðurkenni að afstaða mín getur mótast af því að ég veit ekki nógu vel, hverju þeir hafa áður orðið fyrir. Þekkirðu Einar Ólafsson ? Já. Eitthvað að lokum? Síðast þegar var tekið svona viðtal við mig, það eru nokkur ár síðan, þá var ég spurður að lokum, hvort ég vildi finna að einhverju í Háskólanum. Ég sagði að klukkan í anddyrinu seink- aði sér. Nú er loksins, tveimur árum seinna búið að taka klukkuna niður. Segi menn svo, að hógvær og málefna- leg gagnrýni sé ekki tekin til greina á endanum. (Ath.! Núna er klukkan komin upp aftur.) 6

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.