Stúdentablaðið - 01.02.1971, Side 8
HAGSMUNIR
OG PÓLITÍK
Um nokkurt skeið hefur verið fremur
hljótt um starfsemi Sambands íslenzkra
námsmanna erlendis, en á fyrra ári
vöktu félagsmenn þess nokkrum sinn-
um á sér athygli með ýmis konar að-
gerðum og yfirlýsingum. fins og oft
vill verða sýmist þó sitt hverjum um
stefnu og starfsaðferðir, enda væri
annað næsta kynlegt.
Þröstur Ólafsson, sem unnið hefur
við starfsmat B.S.R.B. og ríkisins, er
enn formaður S.Í.N.E. Undir forystu
Þrastar hefur starfsemi S.Í.N.E. breytzt
í verulegum atriðum frá því sem áður
var. Því er oft haldið fram, að samtök-
in séu nú fyrst og fremst stjórnmálalegs
eðlis, en miklu síður sé um að ræða
bein hagsmunasamtök námsmanna.
Þröstur Ólafsson svarar þessari spurn-
ingu:
— Ja, við lítum nú á okkur sem
hagsmunasamtök; hins vegar skilgrein-
um við hagsmunasamtök ef til vill á
annan veg en Stúdentaráð gerir og al-
mennt hefur verið gert hingað til. Við
lítum ekki á hagsmuni sem hærri lán
og ódýrari ferðir milli landa. Þetta
kemur fram í þeirri stefnu, sem við
mörkum; óneitanlega kemur pólitík
þar inn í, því að öll hagsmunamál eru
pólitísk. Pólitíkin er ekkert feimnismál
fyrir okkur; hún er okkar daglega um-
hverfi.
— Grundvallast stuðningur ykkar
við töku sendiráðsins í Stokkhólmi á
þessari skilgreiningu á hagsmunabar-
áttu?
— Bæði það og eins þær aðgerðir,
sem við höfum ráðgert í öðrum borg-
um. Við gáfum félagsmönnum okkar
nokkuð lausan tauminn, og þetta hefði
getað endað með yfirlýsingum, sem
almennt hefðu verið meira pólitísks eðl-
is. Þess vegna var það varhugavert
fyrir okkur að draga úr stuðningi við
Stokkhólmsaðgerðirnar.
Yfirlýsingin og taka sendiráðsins
höfðu geysimikla þýðingu. Þessi „takt-
ikk“ hjálpaði okkur mikið; bæði í til-
raunum okkar til þess að fá yfirvöldin
til þess að kippa við sér og eins til þess
að vekja upp stúdenta, þetta hafði
áhrif í þá átt- að pólitísera stúdenta,
Hitt er svo annað mál, hvort okkur
hefur tekizt að halda þessari hreyfingu
vakandi.
— Var stuðningur ykkar bundinn við
öll atriði þessarar svonefndu Stokk-
hólmsyfirlýsingar ?
— Nei, við tókum ekki fram, hvort
við værum sammála öllu í yfirlýsing-
unni; við tókum til að mynda ekki af-
stöðu til krafna um úrsögn úr Nato,
þó að einstaklingar í stjórninni hafi
verið hlynntir því. Við studdum þessa
töku almennt, þegar það kom í ljós,
að þetta var okkar fólk og angi af
okkar gerðum.
— Það sýnist vera ykkar skoðun,
að tveggja ára starf stúdenta hér heima
við kynningu á Háskólanum og kjörum
stúdenta hafi engin áhrif haft í þá átt,
að námslánin voru hækkuð, heldur
einungis þessar aðgerðir ykkar?
— Ég hygg að það sé almenn skoð-
un okkar félaga, að þessi háskóla-
kynning hafi fremur verið eins konar
uppákoma; þar hafi verið sýndar fal-
legu hliðar Háskólans. Það kann vel
að vera, að ráðamenn hafi velt fyrir
sér vandamálunum í einn dag, en í al-
vöru hafa þeir ekki reynt að taka á-
kvarðanir. Það sem réði úrslitum var
það „sjokk“, sem valdhafarnir fengu
Rætt við Þröst Ólafsson
um kjarabaráttu S.Í.N.E.
og nýtt og „betra“
þjóðfélagskerf!
við sendiráðstökuna og aðgerðir náms-
manna hér heima, sem fylgdu í kjöl-
farið. Það er á þessu tímabili, scm þeir
eru neyddir til þess að taka ákvörðun.
Þessar aðgerðir endurspeglast í þjóð-
félaginu nú: í Þingeyjarsýslum ná
bændur ekki rétti sínum, nema með
beinum aðgerðum. Ég tel þær meir og
meir vera eina meðalið til þess að fá
fólk til þess að bregða við. Við höfum
jarmað í mörg herrans ár, en ekkert
gerðist. Okkar vandamál er ekki ein-
ungis það að fá hærri lán, heldur bein-
línis að fá námsmenn til þess að taka
þátt í svona aðgerðum. Að okkar dómi
hefði ekkert verið unnið við það, að
stjórnin hefði farið upp í menntamála-
ráðuneyti og setzt á gólfin, jafnvel þó
að við hefðum fengið hærri lán fyrir
bragðið, því að þá hefði þessi pólitíser-
ing ekki átt sér stað.
— Hver verða næstu verkefni í hags-
munabaráttu ykkar?
— Þau verða að tryggja að þessi á-
ætlun, sem við lögðum fram verði
hlýtt, þannig, að á árinu 1974 verði
námslánin 100% af umframfjárþörf.
Einnig þarf að hefja endurskoðun á
úthlutunarreglunum.
— Þið ætlið ekki að hefja baráttu
fyrir námslaunum?
— Nei, við höfum ekki treyst okkur
til þess, meðan við vitum það, að há-
skólamenn fara út í launakerfi, þar
sem launamismunur er mjög mikill;
það væri að berjast fyrir forréttindum.
— Þið hafið þá ef til vill í hyggju
að berjast fyrir launajafnrétti?
— Ég hygg að meirihlutinn álíti, að
tekjujafnrétti sé það sem koma á; ekki
kannski endilega launajafnrétti.
— Þú sagðir á fundi í vetur, að
hegningarlögin væru lögbundið of-
beldi; er þetta almenn skoðun í sam-
tökunum ?
— Ekki veit ég það; þetta höfum við
aldrei rætt. Þetta kvöld, sem þessi
fundur var haldinn, var mér einmitt
litið í hegningarlögin; ég las þar um
8