Stúdentablaðið - 01.02.1971, Side 9
homosexualítet og kynlíf yngra fólks.
Ég dró þá ályktun af þessum setning-
um, að þannig væri víðar pottur brot-
inn í hegningarlögunurm íslenzkir stúd-
entar þyrftu að taka þetta fyrir og
sundurgreina.
— Við sendiráðstökuna í Stokk-
hólmi, sem þið studduð, var lýst yfir
nauðsyn á sósíalískri byltingu; er þetta
almenn skoðun innan S.Í.N.E. ?
— Það er vissulega rétt, að hluti af
S. í. N. E. meðlimum álí tur, að nú verandi
þjóðfélagskerfi sé úr sér gengið; þjóð-
félagslegt jafnrétti rúmist þar ekki
lengur auk þess, sem það sé félags-
lega staðnað.
— Mótar ekki þessi afstaða allar
aðgerðir, sem þið þurfið að fram-
kvæma ?
— Ég hef ekki heyrt enn, að S.Í.N.E.
hafi verið fundinn einhver þægilegur
pólitískur staður innan flokkakerfis-
ins, þó að reynt sé að festa hverja
hræringu við ákveðinn bás. Það sem
fyrir okkur vakir er að vekja áhuga og
hvetja til aðgerða. Sérhver slík aðgerð
eða aðgerðarleysi er pólitískt mál. Við
verðum að blanda þjóðfélagsmálum
verulega inn í þetta.
— í hvaða átt hníga þá hugmyndir
ykkar um nýtt og betra þjóðfélag?
— Eftir því sem ég hef kynnzt, þá
ber flest ungt fólk framtíðardrauma í
brjósti; drauma, sem byggjast á jafn-
ræði eins og til að mynda að allt mis-
rétti í sambandi við eignaréttinn hverfi.
Það er hins vegar grundvallaratriði,
að þetta verði ekki á kostnað ein-
staklingsfrelsisins; við leggjum mikið
upp úr því. Þó að við tölum um
sósíalískt þjóðfélag, þá er langur vegur
milli þess og þjóðfélaganna austan
járntjalds. Sósíalískt þjóðfélag setur
félagslegar þarfir ofar öðru. Beina
formúlu fyrir slíku þjóðfélagi höfum
við ekki.
— Þú minntist á einstaklingsfrelsi,
en sá íslenzkur stjórnmálaflokkur, sem
sumir kenna við „íhald“, byggir stefnu
sína á einstaklingsfrelsi. Er hugsanlegt
að samræma skoðanir ykkar á þessu
sviði?
— Nei, vegna þess, að einstaklings-
frelsi, sem byggist á eignarétti, byggist
á frelsi þeirra, sem eiga, en ekki þeirra,
sem eiga ekki. Okkar einstaklingsfrelsi
er þveröfugt. Það er frelsi þeirra, sem
ekki hafa aðstöðu til þess að taka sér
þetta frelsi.
—í umræðum um nemendahreyfingu
hefur greinilega komið fram andstaða
ykkar við fulltrúalýðræði?
— Jú, við erum að vissu leyti tor-
tryggnir á fulltrúalýðræði; það kemur í
veg fyrir, að einstaklingarnir sjálfir
standi fyrir sínum verkum. Þeir ýta
sínum eigin áhugamálum yfir á full-
trúana. Fulltrúalýðræðið hindrar póli-
tíseringu fjöldans. Auk þess er oft unnt
að efast um meirihlutann, þegar full-
trúarnir eru kjörnir. Ekki einungis
þennan nauðsynlega fjölda, heldur þær
skoðanir, sem hann hefur. Hinar ýmsu
skoðanir koma ekki í ljós eða eru
skekktar með áróðri. Fulltrúalýðræðið
hefur á vissum tímum verið nauðsyn-
legt, en ég er inni á því, að koma eigi
á beinu lýðræði í þjóðfélaginu.
— Telur þú ekki hættu á því, að þetta
beina lýðræði verði einungis lýðræði
fyrir hina sterku, fyrir þá, sem ráða
yfir fjármagni eða búa yfir ríkari
félags- og forystuhæfileikum en aðrir?
— Ég geri ráð fyrir því og það er
raunar öruggt, að í borgaralegu þjóð-
félagi þýðir slíkt form alræði hinna
riku. Eina hættan ef hættu skyldi kalla í
sósíalísku þjóðfélagi er sú, að hinir
hæfileikamestu verði valdir til forystu.
Ef menntamál og upplýsingastarfsemi
í þjóðfélaginu eru hins vegar í eðlilegum
farvegi, þá ætti ekki að vera hætta á,
að þeir hæfustu tækju sér einræðisvald
og yrðu þegnum sínum hættulegir.
- Þ
9