Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.02.1971, Side 11

Stúdentablaðið - 01.02.1971, Side 11
Á kóræfingu. Ljósm.: Björn Pálsson. ast landi og þjóð. Þær upplýsingar fengust, að gnótt verkefna væri þar, en jafnframt, að þar væri lítil auðs von. Til íslands kom hann haustið 1935 og leizt satt að segja ekkert á blikuna. Reykjavík var þá öðruvísi útlits en nú. Veður var leiðinlegt, rigning og sólar- leysi, en það birti og hann sá hlutina í réttu ljósi. Dvölin í höfuðstaðnum varð ekki löng að þessu sinni, því að tindirlagi Páls ísólfssonar fór hann norður til Akureyrar og kom þangað sem kallaður með tónslistarmenntun sína. í fjögur ár var hann á Akureyri. Hann var byrjaður að skilja málið, sem fyrst var svo skringilegt, orðin minntu ekki lengur á sápukúlur. Hann las nú dagblöðin og íslendingasög- urnar, en Dr. Halldór Halldórsson svaraði spurningum hans, og Þórarinn Björnsson, þá frönskukennari, las með honum ljóð eftir þá Einar Benedikts- son og Grím Thomsen. Sigurður skóla- meistari var honum einkar vinveittur og átti þátt í því að greiða götu móður hans, er hún kom hingað til lands. Það var síðar hún, sem hvatti Dr. Róbert til að fara aftur til Reykja- víkur, því þar væri tónlistarlífíð fjöl- þættara. Þeim líkaði mjög vel á Akureyri og alltaf er Eyjafjörður honum jafn fagur og fyrst, þegar hann sigldi inn eftir honum, og sá sveitina kringda Qöllum og firði, baðaða í tæru lofti og sól- skini. í Reykjavík settist hann að og hefur haft í mörg horn að líta, eins og kunn- ugt er. Talið berst að menningu þjóða, og eftir nokkrar umræður segir hann: „MENNING ER MINNING.“ Við erum vissir um, að Dr. Róbert er vel að stúdentastjörnunni kominn. Það er liðið á dag. Við þökkum góðar mót- tökur og kveðjum. Dr. Róbert fylgir okkur til dyra. Hlýleg kveðjuorð hans fylgja okkur þaðan. Björn Magnússon og Gunnar Þorsteinsson. 11

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.