Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1971, Síða 14

Stúdentablaðið - 01.02.1971, Síða 14
HVER ER MAÐURINN ? Maður er nefndur Friðrik Gíslason. Hann eldar mat ofan í stúdenta á Garði og eys graut á diska þeirra. Blaðstjórn fannst því upplagt að ræða eilítið við Friðrik og fræðast um mötu- neytið á Garði, „túrisma" á íslandi og fleira. Friðrik tók málinu vel og bauð mér inn í „kamess“ við hliðina á hinu litla eldhúsi í kjallara Gamla Garðs. Við komum inn í örlitla kompu, sem er skrifstofa Friðriks, en var áður ruslakompa. Inni er skrifborð, stóll og hægindastóll, íleiri húsgögn kom- ast ekki fyrir. Mér er boðið sæti, sem ég þigg með þökkum, stálþráðurinn er settur af stað, og við byrjum. Spyrill: Hvernig er að kokka ofan í stúdenta, Friðrik? Eru þeir ekki alltaf kvartandi ? Friðrik: Ja, ég er nú búinn að vera hér í tvo mánuði, og enginn þeirra hefur hreitt í mig ónotum ennþá. þeir hafa tekið öllu brosandi, sem ég hef borið þeim á borð, og það er nú ekki algengt í svona mötu- neytum. Sp: Er ekki aðstaða hér til matargerð- ar fyrir neðan allar hellur ? Fr:Jú, það má nú segja það, þetta eldhús er alltof lítið fyrir allan þann fjölda sem hér borðar. Þetta væri ef til vill ágætt fyrir 30^40 manns, en þetta stendur allt til bóta þegar við flytjum í nýja húsið. Þar er líka fín aðstaða (og nú lifnar yfir honum) ég mundi segja að þar verði eitt bezta og fullkomnasta . eldhús í bænum, bæði að tækjum, staðsetningu þeirra og aðbúnaði öllum fyrir starfsfólkið. Til dæmis verða sturtur þar í kjallaranum, inn af búningsherbergjunum, en það er alveg nauðsynlegt á svona stað. Þessu er ekki einu sinni kom- ið svona haganlega fyrir á Loft- leiðahótelinu. Sp: Já, svo við stöldrum nú aðeins við á Loftleiðum, byrjaðir þú ekki með það hótel ? Fr: Jú, ég var þar aðeins viðriðinn, ég átti að heita hótelstjóri. Sp: Er ekki erfitt að koma af stað svona stóru hóteli, ráða starfsfólk og stjórna því? Fr: Jú, ég held að ég vildi ekki ganga í gegnum það aftur, ekki fyrir nokkurn pening. Þetta var líka gert í slíkum hamagangi allt sam- an. Það má segja að smiðirnir hafi ekki verið farnir, þegar fyrstu gest- irnir komu. Og starfsfólkið gat ekki byrjað, fyrr en gestirnir komu, þannig að hver maður var bara settur á sinn stað. „Hér átt þú að vera góði minn, og svo verður þú að bjarga þér.“ Þetta blessaðist svo einhvern veginn stórslysalaust. En það sem okkur vantar hér á hótelin er fyrst og fremst þjálfað starfsfólk. Sp: Þú ert eitthvað lærður utan kokka- mennskunnar, hef ég heyrt. yður MEIRA FYRIR PENINGANA Lægstu fargjöld á öllum flug- leiðum. Fljótar staðfestingar á hótelpöntunum og flugferð- um með beinu fjarritunarsam bandi (telex) beint við útlönd. IT-Ferðir. Einstaklingsferðir á hópferðakjörum með áætlun- arflugi. Ótrúlega ódýrar utan- landsferðir með leiguflugi. Fr: Jú, ég byrjaði að læra hjá Ragnari „á Skálanum“. Þar yfir pottunum fékk ég svo löngun til að læra meira. Ég átti nú enga peninga, svo að ég leitaði til Ragnars, en til hans leitaði ég alltaf með mín vandamál. Ég sagði honum að mig langaði utan, ég ætti nú ekki alltof mikið af peningum og svona nám væri dýrt. Hann var nú skjótur til svars, að vanda. „Farðu“, sagði hann. Ég sagði honum að ég ætti ekki mikla peninga, en hann sagði bara aftur, „farðu.“ Nú, ég útvegaði mér skólavist, pappíra og fór. Siðan hóf ég nám við einn frægasta hótelstjóraskóla í allri Evrópu, Lusenne, í Sviss. Þar var ég svo í þrjú ár og tók kokk og hótelstjórn. Ragnar sendi mér svo peninga allan tímann, og gerði mér þannig kleift að ljúka þessu námi. Það er sjaldgæft að menn styrki unga menn á þennan hátt, enda sýnir það bezt hvaða dreng Ragnar hefur að geyma. Eftir þriggja ára nám kom ég svo heim, með pappíra upp á vasann, sem hefðu gilt hvar sem var í Evrópu, nema hér. Ég hafði ekki tekið Iðnskólann með, og varð því að taka kokkaprófið upp á nýjan leik. Það var ömurleg heimkoma. Sp: Og þá hefur þú byrjað aftur hjá Ragnari ? Fr:Já, ég byrjaði aftur hjá Ragnari, fór síðan norður til Akureyrar, var þar eitt ár á hótel KEA, kom síðan aftur suður og tók þá við yfir- matreiðslumannsstarfi á Borginni, 14

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.