Fréttablaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 8
8 23. september 2009 MIÐVIKUDAGUR UMHVERFISMÁL „Uppsveiflan byrj- aði í fyrra og heldur áfram núna. Þetta er góð ávöxtun síðustu tvö árin og ánægjuleg,“ segir Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands. Rjúpna- stofninn sýnir mikil batamerki og vöxtur stofnsins takmarkast ekki lengur við einstaka landshluta. Fækkunarskeið rjúpunnar sem hófst árin 2005/2006 er afstaðið og stofnvöxtur sem náði nær ein- göngu til austanverðs landsins í fyrra tekur nú til landsins alls. Meðaltalsaukning fyrir öll taln- ingasvæði rjúpu var 26 prósent tímabilið 2008/2009. Heildarstærð varpstofnsins í vor var 225 þús- und fuglar og veiðistofninn eftir sumarið er talinn vera 810 þús- und fuglar. Þetta er mikill árang- ur á stuttum tíma því í samanburði við árið 2007 hefur varpstofninn tvöfaldast. Ekki þarf heldur að fara lengra aftur en til áranna 2002/2003 til að finna varpstofn í sögulegu lágmarki sem var þá metinn um 60 þúsund fuglar. Má geta þess að rjúpnastofninn er tal- inn hafa verið fimm til sex millj- ónir fugla þegar best lét. Ólafur segir að þegar uppsveifla hefst í rjúpnastofninum hérlendis þá vari hún í þrjú til fimm ár. „Það er vonandi að sú verði raunin nú, en hrunið er síðan óumflýjanlegt innan þeirrar tíu ára sveiflu sem einkennir þennan stofn og er nátt- úrulegt fyrirbæri.“ Veiðistjórnun á rjúpu sem nú er viðhöfð er þríþætt. Sölubann, takmörkun veiðidaga og hvatn- ing til veiðimanna um hófsemi. Ólafur telur að sátt hafi náðst um þessa tilhögun og að aldrei verði aftur snúið til veiðihátta á rjúpu sem tíðkaðist lengi. „Ég held að það verði ekki snúið til baka. Það sem þá ól á græðginni var mark- aður með fuglinn. Þá gátu menn sameinað skemmtilega útiveru og gróðavonina. Fyrir 2002 tíðkuðust blóðug fjöldadráp oft á tíðum sem ég trúi ekki að verði nokkurn tíma leyfð aftur.“ Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, gerir við- snúning rjúpnastofnsins að umtals- efni í nýjasta tölublaði félagsins. Þar segir hann að því verði ekki á móti mælt að veiði hefur áhrif á rjúpnastofninn, en lengi var því haldið fram að svo væri ekki. Áhrifin séu lítil á heildarstofninn en hafi meiri áhrif næst þéttbýli. Þetta sýni rannsóknir í nágranna- löndum. Hann samsinnir Ólafi um að veiðistjórnun á rjúpu sé í góðum farvegi, sem megi þakka samstarfi stjórnvalda og veiðimanna, og að siðbót veiðimanna sé staðreynd. svavar@frettabladid.is 1 Hvaða þjóðarleiðtogi ráfaði fullur á nærbrókunum um Washington í opinberri heim- sókn þar árið 1995? 2 Hvaða verktakafyrirtæki krefur Orkuveitu Reykjavíkur um 3 milljarða vegna van- efnda? 3 Hvaða ástsæli söngvari bauð í 75 ára afmæli í Laugardals- höllinni í gær? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 Farfuglar Sundlaugavegur 34 . 105 Reykjavík Sími 553 8110 . Fax 588 9201 Email: info@hostel.is . www.hostel.is Farfuglar bjóða sérstök tilboðsverð á gistingu í Húsadal og Kynnisferðir bjóða afsláttarverð á ferðum milli Hvolsvallar og Húsadals. Rétt er að benda á að þeir sem koma með morgunrútunni geta tekið þátt í göngunni og tekið síðan síðdegisrútuna til baka. Skelltu þér í Húsadal um helgina og upplifðu einstaka haustliti í þessari náttúruperlu. Boðið verður upp á haustlitagöngur með leiðsögn bæði laugardag og sunnudag. Göngurnar hefjast við þjónustuhúsið Dalsel kl. 12:30 og standa yfir í 2-3 klst. Farfuglar ❚ Borgartún 6 ❚ 105 Reykjavík ❚ Sími 552 8300 ❚ www.thorsmork.is Allar nánari upplýsingar um gistinguna, aksturinn, göngurnar og aðra þjónustu í Húsadal er að finna á www.thorsmork.is Einnig er unnt að fá upplýsingar í síma 552 8300 og í gegnum netfangið thorsmork@thorsmork.is Haustlitir í Þórsmörk Haustlitagöngur laugardag og sunnudag KJARNAFÆÐI KJÖTFARS FERSKT 398.- Veiðistjórnun skilar tilætluðum árangri Rjúpnastofninn sýnir mikil batamerki og áætlaður varpstofn hefur rúmlega tvöfaldast frá árinu 2007. Aldrei verður aftur snúið til magnveiði fyrri ára, segir sérfræðingur. Árangur hefur náðst með samstarfi stjórnvalda og veiðimanna. RJÚPUR Í VÍÐIDAL Rjúpnastofninn náði fimm til sex milljónum fugla þegar best lét. Stofninn var aðeins 60 þúsund fuglar fyrir fáum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEIÐI- OG VARPSTOFN RJÚPU 2005-2009* ár varpstofn veiðistofn veiðitillögur NÍ veiði umfram ráðgjöf 2005 220.000 760.000 70.000 89.300 28% 2006 180.000 500.000 45.000 56.500 25% 2007 110.000 440.000 38.000 39.000 3% 2008 170.000 650.000 57.000 53.100 -7% 2009 225.000 810.000 71.000 HEIMILD: ÓLAFUR K. NIELSEN. Auglýsingasími – Mest lesið MENNTUN Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir það að reka skóla eftir lögmáli fram- boðs og eftirspurnar geta komið niður á hugvísindum. Þetta kom fram á málfundi Sagnfræðingafé- lags Íslands í gær um hugvísindi á krepputímum. Framlög til mismunandi greina háskóla eru ákveðin eftir reikni- flokkum og eru hugvísindi lang- neðst í þeim flokki. Katrín sagði að verið væri að endurskoða þetta kerfi í ráðuneytinu. Íris Ellenberger, formaður Sagn- fræðingafélagsins, lagði á það ríka áherslu að vísindasamfélagið tryggði sjálfstæði sitt, bæði gagn- vart atvinnulífinu og ríkisvaldinu. Ríkisstjórnin hefði afhent atvinnu- lífinu námið í góðærinu. Standa yrði vörð um vísindalegt frelsi. Viðar Hreinsson, framkvæmda- stjóri Reykjavíkurakademíunnar, sagði hugvísindafólk hafa brugð- ist í aðdraganda kreppunnar. Þeir hefðu til að mynda ekki gagnrýnt „vitfirrt gjálfur“ Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um eðlisþætti Íslendinga umfram aðrar þjóðir. Skortur á gagnrýnni hugsun væri á ábyrgð hugvísindanna. Margir sem tóku til máls kvört- uðu yfir því að hugvísindin hefðu lengi verið fjársvelt og nú væru sóknarfæri í þeim geira. Ráðherra sagði ljóst að tími hinna herskáu hugvísindamanna væri upp risinn. - kóp Hugvísindamenn vilja endurmeta afstöðu til mismunandi menntunar: Herskáir hugvísindamenn BOÐAR BREYTINGAR Katrín Jakobsdóttir menntamálaáðherra sat fund Sagnfræð- ingafélagsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STÓRIÐJA Alcoa er eina fyrirtæk- ið sem lýst hefur áhuga á að fjár- festa í orkufrekum iðnaði í Norð- urþingi. Þetta segir Gunnlaugur Stefáns- son, forseti sveitarstjórnar Norð- urþings, og átelur stjórnvöld fyrir að hafa ekki samband við heima- menn. „Það er ekki talað við okkur, bara um okkur,“ segir hann. Viljayfirlýsing Alcoa, Norður- þings og ríkisstjórnarinnar um byggingu álvers á Bakka við Húsa- vík rennur að óbreyttu út í næstu viku. Fram hefur komið að VG er andsnúið framlengingu viljayfir- lýsingarinnar en stuðningur er við málið innan Samfylk- ingarinnar. Í yfirlýsingunni er kveðið á um áframhaldandi rannsóknir á hagkvæmni þess að reisa og reka álverið. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur ítrekað sagst frekar vilja sjá orkuna í Þingeyjarsýslu nýtta til annarrar atvinnustarfsemi en álvers. Gunnlaugur furðar sig á end- urteknum ummælum Steingríms í þá veru enda hafi ekki einn ein- asti aðili gefið sig á tal við sveit- arstjórnina og lýst yfir áhuga á að nýta orkuna til atvinnuuppbygg- ingar á svæðinu. „Ég hef hins vegar heyrt af mörgum sem vilja fá þessa orku annað,“ segir hann og bendir á að orkuþörf álvers í Helguvík og hugsanlegra gagnavera á suðvest- urhorninu hafi ekki verið full- nægt. - bþs Aðeins Alcoa hefur lýst áhuga á að fjárfesta í orkufrekum iðnaði í Norðurþingi: Átelur stjórnvöld fyrir sambandsleysi GUNNLAUGUR STEFÁNSSON DÓMSMÁL Ríflega tvítugur maður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir stórhættu- lega líkamsárás á Akureyri í maí. Maðurinn sló konu á þrítugs- aldri í andlitið með glerglasi, með þeim afleiðingum að hún hlaut fjölda skurða í hársvörð, á enni, á vinstra gagnaugabein, kinn- bein og eyrnasnepil, og tognun í vinstri kjálkalið. Unnt þótti að skilorðsbinda refsinguna vegna ungs aldurs árásarmannsins og þess að hann játaði brotið skýlaust. Hann féllst á að greiða konunni hálfa milljón í bætur og er ekki á sakaskrá. - sh Dæmdur á skilorð: Slasaði konu með glerglasi VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.