Fréttablaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 14
14 23. september 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Hvað gerir Már? Upplýst verður um stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans á fimmtudag. Vextirnir standa í tólf prósentum en síðast hallaðist nefndin heldur að hækkun en lækkun. Niður- staðan varð þó að halda vöxtunum óbreyttum. Sú breyting hefur orðið frá síðustu vaxtaákvörðun að Már Guðmundsson er orðinn seðla- bankastjóri og þar með formaður peningastefnu- nefndar. Nú bíða margir spenntir eftir að sjá hvort sýn Más á stöðu mála sé önnur en forverans norska, Sveins Harald Øygard, og að þess gæti í ákvörðun nefndarinnar. Hvað finnst Davíð? Óhætt er að fullyrða að ekki bíði færri eftir að sjá hvernig öðrum forvera Más í embætti, Davíð Oddssyni, mun hugnast vaxtaákvörðunin komi til þess að hann verði ritstjóri Moggans. Þar yrði jú skrifað af djúpri þekkingu um efnahagsmál og talsverðri reynslu af vaxtaákvörðun- um. Hvað segir Svandís? Svandís Svavarsdóttir er umhverfis- ráðherra. Nauðsynlegt er að minna á það endrum og eins enda hefur heldur lítið farið fyrir henni síðan hún tók við embætti í apríl. Var annað uppi á teningnum á meðan Svandís var í borgarstjórn. Á Jafnréttisdögum, sem hefjast í Háskóla Íslands í dag, mun Svandís flytja fyrirlestur um mikilvægi þess að tryggja aðkomu kvenna að ákvarðanatöku um loftslagsmál. Hún flytur fyrirlesturinn á táknmáli. bjorn@frettabladid.is Mörg hundruð milljarða skuld-binding fellur brátt á trygg- ingasjóð innstæðueigenda, án þess að innstæða sé fyrir skuld- bindingunni. Til að standa undir skuldbindingum þarf ríkið að afla sjóðnum fjár. Dómstólar hafa ekki skorið úr um skyldur íslenska rík- isins til að ábyrgjast trygginga- sjóðinn. Skyldur ríkisins sam- kvæmt EES-rétti eru að innleiða tilskipun um innstæðutryggingar sem leiðir til þess að íslenska ríkið verður að standa á bak við trygg- ingasjóðinn. Yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda á alþjóðavettvangi ýta undir þessa túlkun. Standi ríkið ekki við alþjóðlegar skuldbinding- ar og gæti jafnræðis innstæðu- eigenda, óháð búsetu, fær Ísland vart þá aðstoð frá alþjóðastofnun- um sem þarf til að vinda ofan af afleiðingum hrunsins. Takmörkun á greiðslubyrði stendur Megininntak fyrirvara við ríkis- ábyrgð, sbr. lög nr. 93/2009, er að komi til þess að reyni á ábyrgð- ina verði greiðslubyrði ríkissjóðs ekki svo þungbær að endurreisn fjármálakerfis og efnahagslífs verði stefnt í voða. Ekki reynir á ríkisábyrgðina ef tryggingasjóður innstæðueigenda stendur í skilum. Dugi eignir sjóðsins ekki til er það lykilatriði að greiðslubyrði ríkis- ins verði ekki hærri en sem nemur ákveðnu hlutfalli af vexti vergrar landsframleiðslu. Um það eru við- semjendur nú sammála. Þannig er það hagur kröfuhafa að íslenska ríkið nái sér hratt út úr kreppunni, ella verður tæplega um fulla end- urgreiðslu á lánunum að ræða á tilskildum tíma. Mikilvægt er að skilja á milli lánasamninganna annars vegar og ríkisábyrgðarinnar hins vegar. Ríkisábyrgð ekkert annað en trygging fyrir tilteknum skuld- bindingum. Það er lánveitenda að meta hvort ábyrgð skv. lögum nr. 93/2009 veiti fullnægjandi trygg- ingar fyrir láninu og hvort unnt sé að líta svo á að á gildistíma lag- anna sé um fullnægjandi trygg- ingu að ræða. Verði lánið ekki að fullu greitt 2024 hafa lánveitend- ur væntanlega heimild til þess að gjaldfella eftirstöðvar enda er þá skilmálum lánasamnings um tryggingar ekki fullnægt. Íslenski löggjafinn getur á þessum tíma lengt gildistíma ábyrgðarinnar ef þörf krefur eða lagt fram aðrar tryggingar sem kröfuhafar geta samþykkt. Skuldbinding til staðar þótt ábyrgð falli niður Bresk og hollensk stjórnvöld geta valið að samþykkja þau skilyrði sem Alþingi setti við veitingu rík- isábyrgðar. Skuldbindingin er til staðar óháð gildistíma ábyrgð- arinnar enda miða lánasamning- arnir við að skuldin verði að fullu greidd innan þess tíma. Nauðsyn- legt er að hafa í huga að sjóður- inn mun hafa tækifæri til að afla sér fjár á gildistíma ábyrgðarinn- ar. Það er eðlilegt að bresk og hol- lensk stjórnvöld séu ekki tilbúin til þess að fallast á það að íslenska ríkið geti einhliða lýst því yfir að eftirstöðvar lánanna, ef einhverj- ar verða, falli niður að 15 árum liðnum. Sá kröfuhafi væri vand- fundinn sem veitti samþykki fyrir slíkri ráðstöfun enda hefur skuld- ari þá vart mikinn hvata til þess að standa skil á láninu á lánstíma. Svokölluð dómstólaleið er opin fyrir þá innstæðueigendur sem telja sig hlunnfarna. Rétturinn til að höfða mál fyrir dómstólum er grundvallarmannréttindi. Stjórn- völd geta ekki takmarkað þann rétt með samningum. Réttarstaða flestra innstæðueigenda núna er sú að þeir hafa fengið greitt frá breska eða hollenska tryggingar- sjóðnum og því framselt kröfur sínar til þeirra. Með því að semja um hvernig endurgreiða eigi bresku og hollensku trygginga- sjóðunum er því komið í veg fyrir að afgreiðsla málsins tefjist. Þá vakna áleitnari spurningar með því að skjóta málinu til dómstóla, t.d. um heimildir til að mismuna innstæðueigendum eftir búsetu. Komist dómstólar að þeirri niður- stöðu að ríkinu beri að tryggja allar innstæður að fullu verða skuldbindingarnar mun hærri. Málaferli myndu að öllum líkind- um leiða til þess eins að ríkinu verður áfram synjað um erlenda aðstoð og endurreisnin dragist á langinn. Mikilvægari verkefni blasa við Alþingi og ríkisstjórn geta ekki einbeitt sér að vanda heimila og fyrirtækja fyrr en þetta mál er frá. Upprunalega var kveðið á um að samninginn skyldi stað- festa fyrir lok sumarþings. Þurfi að taka lögin aftur upp á þingi er sá samningur kominn í uppnám. Með því að viðurkenna heimild lánveitenda til að gjaldfella eftir- stöðvar samningsins um leið og ríkisábyrgðin rennur út, án þess að hafna því að greiða eftirstöðv- ar skuldanna er hægt að loka mál- inu. Þá verður hægt að sinna þeim málum sem mestu máli skipta. Dóra Sif er lögfræðingur og Silja Bára er stjórnmálafræðingur. Icesave – nú er mál að linni Hringdu í síma ef blaðið berst ekki DÓRA SIF TYNES OG SILJA BÁRA ÓMARSDÓTTIR Í DAG | Icesave-málið UMRÆÐAN Gunnar Bragi Sveinsson skrifar um samgöngur Í Fréttablaðinu 19. september sl. er viðtal við Gísla Martein Baldursson, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Af viðtalinu má ráða að nú styttist í kosningar í borginni og borgarfulltrúinn því farinn að setja sig í stellingar gagnvart keppinautum sínum og kjósendum. Í við- talinu er vakinn upp gamall draugur um hvort flytja eigi flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Vitað er að innan Sjálfstæðisflokksins eru mjög skiptar skoðanir um málið og því ljóst að átök eiga eftir að verða innan hans. Ég undrast að borgarfulltrúinn ætli að gera þetta mál að kosningamáli þar sem vitað er að óheyri- legur kostnaður fylgir hugmyndinni og ljóst að takmörkuðum fjármunum borgar og ríkis er betur varið í brýnni verkefni. Hið nýja máltæki „þetta er svona 2007“ á vel við um skoðun borgarfulltrúans þegar hann talar um lestarsamgöngur milli Reykja- víkur og Keflavíkur. Fjáraustur í ævintýri er búinn og ætti borgarfulltrúinn ef til vill að beita sér frek- ar fyrir því að samgönguleiðir út úr borginni, svo sem Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur fái þá athygli sem nauðsynleg er. Það er ekki einkamál borgarfulltrúans hvar flug- völlur er þjónar landsmönnum öllum er staðsettur. Það er mat margra að eitt af því sem gerir Reykja- vík aðlaðandi, sérstaka og aðgengilega er einmitt flugvöllur í göngufæri. Flugvöllurinn er örygg- istæki vegna nálægðar við sjúkrahúsin. Fyrir þá sem búa utan borgarinnar skiptir þetta miklu því hver mínúta getur skipt sköpum þegar bjarga þarf mannslífi. Flugvöllurinn er tenging landsbyggðar við stjórnsýslu og stofnanir. Það er vitanlega sjálf- sagt mál að flytja sjúkrahúsin, stjórnsýsluna o.fl. út á land svo borgarfulltrúinn o.fl. geti þá flogið frá Keflavík til að nýta sér þá þjónustu. Eins og áður segir þá er útspil borgarfulltrúans forleikur fyrir prófkjör sjálfstæðismanna. Því er vert að kalla eftir skoðunum félaga hans í borgar- stjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, eru þau á sama máli? Verður flugvöllurinn stóra prófkjörs- og kosn- ingamálið? Gleymum því ekki að meðan Reykja- vík er höfuðborg Íslands þá er borgarstjóri ekki bara borgarstjóri kjósenda í Reykjavík heldur allra landsmanna. Hver er hennar skoðun? Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Forleikur á flugvöll! GUNNAR BRAGI SVEINSSON O rðin sparnaður og niðurskurður hafa verið brúkuð meira meðal þjóðarinnar undanfarið ár en allnokkur misseri þar á undan. Víða hafa þessi orð sést í verki, bæði á heimilum og fyrirtækjum þar sem dregið hefur verið úr útgjöldum til að mæta minnkandi tekjum. Hjá opinberum aðilum, ríki og sveitarfélögum, tekur lengri tíma að venda skútunni en eftir áramótin næstu þegar þau fjárlög og -áætlanir sem unnar verða nú í haust, taka gildi mun sparnað- ar sjá verulega stað. Það er óhjákvæmilegt. Niðurskurðurinn sem fram undan er verður ekki sársaukalaus. Eftir því sem á næsta ár líður mun sá raunveruleiki sem við blas- ir næstu árin verða ljósari. Sá raunveruleiki mun birtast í minni þjónustu á ýmsum sviðum, meðal annars bæði í menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu. Meðal þeirra verkefna sem virðast liggja vel við höggi niður- skurðarhnífsins eru ýmis forvarnarverkefni. Þau láta oft lítið yfir sér og tekist hefur að láta slík verkefni hverfa svo lítið beri á. Þróun reykinga á Íslandi er dæmi um það hvernig upplýsingar og forvarnir leiddu til þess að þeim ungmennum sem byrjuðu að reykja snarfækkaði, auk þess sem þeim fjölgaði sem tóku ákvörð- un um að hætta að reykja. Skaðleg áhrif reykinga eru alltaf að koma betur og betur í ljós, og þau einskorðast ekki við reykingamennina sjálfa heldur koma þau einnig niður á hinum sem eru í návígi við reykingafólkið. Forsjárhyggja er vinsælt orð í umræðum um forvarnir gegn reykingum og skorður við þeim. Það var mikið notað í aðdraganda þess að reykingabann var sett á opinberum stöðum. Sú aðgerð gekk þó betur þegar upp var staðið en menn höfðu þorað að vona og reykingamenn voru ótrúlega fljótir að laga sig að þessum nýja veruleika. Reykingabannið hér var ekki séríslenskt fyrirbæri heldur tókum við þátt í bylgju sem fór um heiminn. Smám saman hefur svo komið í ljós að heilsufarslegur ávinningur er meiri en nokkur hafði gert sér væntingar um. Á dögunum hreyfði heilbrigðisráðherra við þeirri hugmynd að ekki væri sjálfgefið að selja tóbak í verslunum. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og forræðishyggjutalið fór á flug. En spyrja má á móti hvort eðlilegt sé að selja banvænt efni á svo aðgengilegum stöðum eins og í matvöruverslunum og söluturnum. Ekki síst með tilliti til þess hversu aðgengilegt tóbakið er þar með unglingum. Boð og bönn mega þó alls ekki leysa af hólmi allt það góða fræðslustarf sem unnið hefur verið til forvarna gegn reykingum undanfarna áratugi. Það er til mikils að vinna að leitast við að fá sem flest ungt fólk til að taka upplýsta ákvörðun um að byrja ekki að reykja, bæði með tilliti til heilsufars hvers og eins og alls þess kostnaðar sem fellur á skattborgara vegna heilsufarsáhrifa reykinga. Þessar fáu krónur mega því ekki lenda undir hnífnum á komandi misserum. Þrátt fyrir að líklega sé tómt mál að tala um að einhvern tíma verði hér reyklaust Ísland þá eiga yfirvöld alltaf að stefna að því marki. Spöruð króna er kostnaður á morgun. Það getur verið dýrt að spara STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.