Fréttablaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans Í dag er miðvikudagurinn 23. sept- ember 2009, 266. dagur ársins 7.14 13.20 19.25 6.58 13.05 19.10 Tilboðsdagar! Af bestu list Tilboðsdögum lýkur á morgun Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Hvar er þín auglýsing? 35% 72% BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé Fátt segir meira um manneskj-una en snoturt hjartalag. Það hvernig fólk kemur fram við þá sem minnst mega sín segir allt um hvernig manneskjur það er. Þannig segja fréttir af fólki, sem bregst við því að heimilislausir tjalda í nágrenni þeirra með því að hafa áhyggjur af áhrifum á sitt daglega líf, okkur ýmislegt um það fólk. Það fólk er uppteknara af sjálfu sér en góðu hófi gegnir. Það fólk ætti að opna augu sín fyrir eymd annarra, þrátt fyrir að þeirra eigin sé töluverð. Í SUMAR bárust fregnir af því að útgjöld til þróunarmála yrðu skor- in umtalsvert niður. Svo mikið að þau yrðu langt fyrir neðan við- mið þeirra þjóða sem við berum okkur við. Svo hefur reyndar alltaf verið, en nú er það svo langt fyrir neðan það sem tíðkast í Evrópu- sambandslöndum að til skammar horfir. Fregnir af þessu hafa furðu litla athygli fengið. Við frétta- menn höfum verið uppteknari af fréttum af efnahagshruninu sem snertir daglegt líf okkar allra. Við höfum lítið leitt hugann að raun- um þeirra sem þurfa að reiða sig á slíka aðstoð. HINN ágæti rithöfundur Jón Kalman Stefánsson vakti athygli á þessari staðreynd á síðum þessa blaðs fyrir nokkru. Því hvað sem umræðu um efnahagslega klafa, skuldafangelsi, veðsetningu framtíðar barna okkar og hlutfall skulda af vergri þjóðarframleiðslu líður, þá er staðreyndin sú að lífs- gæði hér á landi eru margfalt á við það sem tíðkast í þeim ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð. Og þó vissu- lega beri okkur að huga að þeim sem verst eru staddir hér á landi þá er leiðin til þess ekki að gleyma hörmungum meðbræðra okkar í fjarlægum löndum. ÍSLENDINGUM tókst ekki í miðju góðærinu að gefa til þróun- araðstoðar það sem nágrannaþjóð- ir gáfu. Okkur fannst merkilegra að reisa okkur hallir og lækka skattana okkar. Seinna gætum við hugað að heimsins verst stöddu börnum. OG NÚ bið ég lesendur að verða ekki typpilsinna og finnast undir- ritaður gera lítið úr eymd þeirra. Slík er ekki ætlunin. Gleymum því bara ekki, í okkar daglega basli, að til eru þjáningar sem við getum ekki gert okkur í hugarlund. Okkar minnstu bræður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.