Fréttablaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 30
26 23. september 2009 MIÐVIKUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. land, 6. kúgun, 8. mál, 9. gapa,
11. guð, 12. strengjahljóðfæri, 14.
skammt, 16. ólæti, 17. bar, 18. orlof,
20. persónufornafn, 21. baktal.
LÓÐRÉTT
1. hróss, 3. stefna, 4. trjátegund, 5.
fæða, 7. klína, 10. stefna, 13. umfram,
15. rótartauga, 16. styrkur, 19. klaki.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. kúba, 6. ok, 8. tal, 9. flá,
11. ra, 12. sítar, 14. stutt, 16. at, 17.
krá, 18. frí, 20. ég, 21. last.
LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. út, 4. barrtré,
5. ala, 7. klístra, 10. átt, 13. auk, 15.
tága, 16. afl, 19. ís.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Boris Jeltsín.
2 Klæðning.
3 Ragnar Bjarnason.
„Ég er í skóla en hlusta oftast á
Rás 2 við heimavinnuna og þá
helst Poppland.
Aðalheiður Erlendsdóttir, stendur fyrir
pönksýningu í Kópavoginum.
Gísli Þór Guð-
mundsson, eða Gis
von Ice, er hættur
sem umboðsmaður
rokksveitarinnar Sign
eftir að hafa eytt mörg-
um árum í að koma
henni á framfæri
erlendis. Þetta er
annað áfallið sem sveitin verður
fyrir á skömmum tíma
því stutt er síðan
trommarinn Egill
Rafnsson sagði skilið
við hana eftir að bróðir
hans og söngvarinn
Ragnar Sólberg neitaði
að skrifa undir freist-
andi plötusamning við
þýskt útgáfufyrirtæki.
Stutt- og heimildarmyndahátíðin
Nordisk Panorama hefst um helg-
ina. Verk Friðriks Þórs Friðriks-
sonar verða áberandi og meistara-
verkin Rokk í Reykjavík og Kúrekar
norðursins verða bæði sýnd í bíó,
sem og Sólskinsdrengurinn með
tali Kate Winslet. Einnig er líklegt
að svokallaður opinn kvöldverður
með Friðriki og Lars Von
Trier fari fram í Norræna
húsinu á sunnudaginn.
Flughræddi Lars verður
auðvitað heima hjá
sér og mun slafra í
sig síld og tala við
Friðrik í gegnum
tölvuskjá.
Yfir 400 erlendir gestir mæta á
Nordisk Panorama. Þessi fjöldi
sýnir vel hversu vinsæl og mikilvæg
hátíðin er orðin en 72 myndir
keppa um verðlaunin. Einn af
starfsmönnum hátíðarinnar er
Bergur Ebbi Benediktsson sem
nýverið lýsti því yfir að hann væri
hættur í Sprengjuhöllinni.
Ætti hann að hafa í
nógu að snúast við
að sinna öllum
þessum gestum.
-fb, drg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Kvikmyndin Algjör Sveppi og leitin
að Villa verður frumsýnd á fimmtu-
daginn, en stjarnan Sveppi er strax
farinn að pæla í næsta verkefni.
Hann er ekkert að flækja hlutina
og breytir bara endingunni: fer úr
Algjör Sveppi í Algjör sveppur. „Já,
það stendur til að setja upp nýja
leikgerð eftir Gísla Rúnar Jónsson,
sem hann hefur gert upp úr plöt-
unni Algjör sveppur,“ segir Sveppi.
Platan kom út árið 1978 og er fyrir
löngu orðin klassísk. „Það er svona
verið að skoða handritið núna og
fikta í því,“ segir Sveppi sem mun
leika aðalhlutverkið. Björgvin Franz
Gíslason leikur á móti honum, Felix
Bergsson leikstýrir og Jón Ólafsson
sér um tónlistina. Sveppi segir að
frumsýnt verði fljótlega eftir ára-
mót en ekki er búið að ákveða hvar
verður sýnt.
En er Sveppi ekkert orðinn leiður
á að vera alltaf í barnasýningum?
„Ég neita því ekki að ég var kom-
inn með hálfgert ógeð eftir
Kalla á þakinu og Gosa, en
svo kemur bara alltaf eitt-
hvað nýtt ögrandi verkefni.
Dramatísku hlutverkin eru
heldur ekkert að heilla mig.
Mig myndi ekkert langa til
að leika í Sjálfstæðu fólki.
Mig langar ekkert að
leika í einhverju sem
mér finnst leiðinlegt.
Ég er söngleikjavitleysingur og
ætli Frank-N-Furter sé ekki bara
draumahlutverkið.“
En hvað með nýju bíómyndina
– er hún jafn góð og Skoppa og
Skrítla? „Þeirra mynd er fyrir
eins árs og upp úr, en mín er
fyrir þriggja ára og upp úr,
svo þetta er ekki samanburð-
arhæft,“ segir Sveppi. „Þótt
myndin sé fyrir börn verður
að vera eitthvað fyrir fullorðna
líka. Eftir að ég fór að fara
með krakkana mína í
bíó fattaði ég að það
eru bestu myndirnar
sem maður hefur
gaman af að fara
á sjálfur, eins og
sumar þessara
Disney-mynda, Shrek, Toy Story og
Ice Age svo ég nefni eitthvað. Það
er sumt í Algjörum sveppi sem bara
fullorðnir skilja.“ - drg
Sveppi í nýju barnaleikriti Gísla Rúnars
DRAMATÍKIN HEILLAR
EKKI Sveppi mun leika
aðalhlutverkið í nýju
ALGJÖR SVEPPUR Plötuumslag meistara-
verksins frá 1978.
„Þetta er bara í starfslýsingunni,
maður verður að fórna sér fyrir
listina,“ segir Jörundur Ragn-
arsson leikari sem gengur nú um
með hatt eða húfu meðal almenn-
ings. Ástæðan er ekki sú að hann
sé haldinn einhverjum sjúklegum
áhuga á höfuðfötum, síður en svo.
Jörundur er nefnilega kominn með
skalla. Þó ekki af fúsum og frjáls-
um vilja eða af því að það er svo
töff heldur vegna þess að persóna
hans í leikverkinu Heima er best,
sem frumsýnt verður á föstudag-
inn í Borgarleikhúsinu, er með rak-
aðan skalla.
Jörundi hefur ætíð þótt vænt
um hárið sitt en þarf nú að raka á
sér kollinn næstu mánuðina. Hann
segist loksins skilja gremju Jóns
Gnarr, mótleikara síns í Vaktar-
seríunni, en eins og alþjóð veit þá
rakaði Jón á sig skalla fyrir hlut-
verk Georgs Bjarnfreðarsonar.
„Ég finn alveg svakalega til með
honum núna. Ég hitti hann í gær
og hann lýsti yfir samúð sinni með
mér,“ segir Jörundur og bætir því
við að honum hafi þótt Jón væla
fullmikið yfir skallanum á sínum
tíma. „En núna, þegar maður er
kominn með þetta sjálfur, þá er
þetta meira en að segja það. Maður
er farinn að fjárfesta í höttum og
húfum og maður getur ekki farið í
sund svona.“
Jörundur er ekki í vafa um að
þetta sé um það bil það heimsku-
legasta sem hann hafi látið hafa sig
út í. Og ekki vekur skallinn mikla
hrifningu heima fyrir þar sem
mótleikkona hans í verkinu og unn-
usta, Dóra Jóhannsdóttir, ræður
ríkjum. Sjálf þurfti hún að dekkja
á sér hárið, sem Jörundi finnst nú
bara smámál miðað við það sem
hann þarf að þola. Og Dóra hefur
mjög ákveðnar skoðanir á skall-
anum. „Henni finnst þetta ekkert
sérstaklega flott. Þetta var fynd-
ið í tíu mínútur en nú er ég bara
ofboðslega asnalegur. Enda ætla ég
að ganga um með hatt, líka heima
hjá mér.“ freyrgigja@frettabladid.is
JÖRUNDUR RAGNARSSON: NÚ SKIL ÉG GREMJU JÓNS GNARR
Sköllóttur eins og Georg
MIKIÐ Á SIG LAGT Jörundi Ragnarssyni fannst fyndið að vera með skalla í tíu mínútur. Nú sé hann bara asnalegur. Menn leggi þó
ýmislegt á sig fyrir listina.
„Tökunum er lokið og ég er bara
kominn heim. Þetta var ekki stórt
hlutverk og ekki langur tími í
tökum, bara nokkrir dagar,“ segir
leikarinn Sigurður Skúlason. Eins
og Fréttablaðið greindi frá í sumar
var Sigurður ráðinn í kvikmynd
rússneska leikstjórans Aleksandr
Sokurov. Tökur fóru fram í tveim-
ur gömlum kastölum í Tékklandi.
Mikil leynd hvíldi yfir handritinu
á sínum tíma en nú er orðið opin-
bert að myndin er um Faust, mann-
inn sem seldi kölska sálu sína.
Sokurov skrifar sjálfur handrit-
ið sem er byggt bæði á leikritinu
eftir Gothe og skáldsögu Thomas
Mann. Myndin er hluti af fjórleik
rússneska leikstjórans um mann-
inn og valdið.
Þótt hlutverk Sigurðar sé
kannski lítið á pappírunum er það
nokkuð stórt í samhengi hlutanna.
Því hann er pabbi Fausts. Sigurður
vildi samt sem áður lítið tjá sig um
kvikmyndina en sagði þetta hafa
verið einstakt tækifæri fyrir sig
sem listamann. „Sokurov er alveg
frábær maður, eiginlega bara frá-
bær manneskja og það var virki-
lega gaman að sjá hvernig hann
vinnur hlutina. Það var allt mjög
vel gert, hann er mikill nákvæmn-
ismaður og vandvirkur og hugar að
öllu og öllum af mikilli umhyggju,“
segir Sigurður.
Sokurov, með tökulið sitt, er
síðan væntanlegur til Íslands í lok
október og verða þá teknar upp
lokasenurnar fyrir Faust. Aðalleik-
arar myndarinnar koma einnig til
landsins en heimildir Fréttablaðs-
ins herma að Þingvellir muni koma
þar töluvert við sögu. Sokurov fór
þangað í tengslum við RIFF-kvik-
myndahátíðina fyrir þremur árum
þegar hann var heiðursverðlauna-
hafi og heillaðist af staðnum. Fimm
íslenskir leiklistarnemar á síðasta
ári við leiklistardeild Listaháskól-
ans koma við sögu í þeim tökum en
Saga film þjónar tökuliðinu. - fgg
Einstakt tækifæri Sigga Skúla
Í HLUTVERKI PABBA FAUST Leikstjór-
inn Aleksandr Sokurov heillaðist af
frammistöðu Sigurðar Skúlasonar
í áheyrnarprufum og fékk hann til að
leika pabba Fausts í mynd sinni.