Fréttablaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 16
 23. september 2009 MIÐVIKUDAGUR2 „Við höfum stundað þetta í nokkur ár og líklega er áhuginn bara með- fæddur,“ segir Birgir Kristinsson glaðlega en hann og Björn, bróðir hans, vinna báðir í fjölskyldufyr- irtækinu Tómstundahúsinu, sem selur fjarstýrða bíla. Þeir bræður héldu utan helg- ina 4. til 6. september síðastliðinn ásamt félögum sínum, Marteini Sigurðssyni og Sigurjóni Sigur- jónssyni, til að taka þátt í loka- keppni Evrópumótaraðar stórra fjarstýrðra bíla sem haldin var í Þýskalandi, nærri Nürburgring- brautinni. „Þetta var 24 tíma löng þol- aksturskeppni sem fimmtán lið frá nokkrum löndum tóku þátt í,“ útskýrir Birgir en þeir félag- ar skiptust á að keyra brautina og tóku tveggja tíma tarnir. Hvert lið hefur yfir að ráða einum bíl og svo fjölda varahluta enda margt sem getur bilað og brotnað í svo langri keppni. Bíl- arnir sem keppt er með eru enda engin venjuleg leikföng. „Þeir eru knúnir áfram af mótorum svip- uðum þeim sem eru í sláttuorf- um nema öflugri, þeir ganga fyrir bensíni, eru um 82 cm langir, vega um 10 kíló og geta keyrt yfir 100 km/klst,“ útskýrir Birgir. Fyrsta æfingin var á föstudegi og þá var farið með bílinn í tækni- skoðun hjá dómurum. Þá gáfust tveir tímar til að prófa brautina sem var við Off-road park sem er hluti af Nürburgring-svæð- inu. Eftir það var klukkutímalöng tímataka í stíl við gamla F-1 form- ið sem ákvarðaði hvar í röðinni bíllinn yrði við upphaf keppninn- ar daginn eftir. Sjálf keppnin hófst á hádegi á laugardeginum. „Keppnin var ræst með tilheyrandi æsingi, allir voru að berjast fyrir stöðu í braut- inni,“ rifjar Birgir upp. Íslend- ingunum gekk ágætlega en urðu þó fyrir nokkrum skakkaföllum. „Það brotnaði stýri þegar klukku- tími var liðinn, svo gekk hraðar á varahlutina og dekkin en við höfð- um hugsað okkur,“ segir hann. Um tíma voru þeir í neðsta sæti en gátu með seiglu unnið sig upp aftur og enduðu að lokum í tíunda sæti af fimmtán. „Við fundum lítið fyrir þreytu enda adrenalínið alveg í botni meðan á keppninni stóð,“ segir Birgir en keppninni lauk á hádegi á sunnudaginn. Tékkar voru efstir, Þjóðverjar í öðru sæti og Hollend- ingar í því þriðja. En á að fara aftur næsta ár? „Það væri mjög gaman en ræðst af því hvort við fáum einhverja styrktar- aðila,“ segir hann og bætir gletti- lega við: „Nema keppnin verði haldin hér á landi, hver veit?“ solveig@frettabladid.is Engin venjuleg leikföng Fjórir Íslendingar, þeir Birgir og Björn Kristinssynir, Marteinn Sigurðsson og Sigurjón Sigurjónsson héldu til Þýskalands á dögunum til að taka þátt í lokakeppni Evrópumótaraðar stórra fjarstýrðra bíla. Keppnin fór fram nærri Nürburgring-brautinni í Þýskalandi. MYND/ÚR EINKASAFNI Fjórmenningarnir voru vel stemmdir fyrir keppnina sem stóð í 24 tíma samfleytt. MYND/ÚR EINKASAFNI Gönguferð um fjölskrúðugt landslag eyjunnar Tenerife er á döfinni hjá Úrval-Útsýn í næsta mánuði. Fararstjóri er Margrét Árnadóttir. Margrét Árnadóttir er nýlega gengin til liðs við Úrval-Útsýn sem umsjónarmaður gönguferða og heldur í þá fyrstu hinn 10. októb- er. Þá verður hin fagra Kanaríeyja, Tenerife, lögð undir fót. Hún segir göngurnar alls ekki erfiðar, þar sé um margar skemmtilegar leiðir að velja og mjög fjölbreyttar. „Það er með ólíkindum hvað ein eyja hefur upp á að bjóða,“ segir hún og nefn- ir framandi gróður, flott gil og frá- bært útsýni. „Svo heimsækjum við hellisbúa,“ bætir hún við. Farið er á miðvikudegi og komið heim viku síðar. Gist verður á tveimur stöðum og alltaf komið heim á hótel að kveldi. „Þetta er bara lúxus,“ segir Margrét létt í máli. Verðið er 169.000 krónur og inni í því er allt; flug, gisting, fullt fæði og drykkir með mat, flutning- ur og fararstjórn. Margrét hefur mikla reynslu af fararstjórn og kveðst hafa gengið á fjöll síðan 1993, bæði hérlendis og erlendis. Hún telur það forrétt- indi að fá að labba á stuttbuxum um suðrænar eyjar þegar komið er haust hér á norðurhjara. „Þetta er yndislegur tími til að fara á og lengja með því sumarið og það er svo margt að skoða að hver einasti dagur verður ævintýri.“ - gun Gönguferðir í stuttbuxum „Þetta er bara lúxus,“ segir Margrét um væntanlega gönguferð um Tenerife. AUDI E-TRON er ofursportbíll sem gengur eingöngu fyrir rafmagni. Hann var kynntur á bílasýning- unni í Frankfurt fyrir skömmu. Eftirtektarverð ný leið til að losna á skjótan hátt við verki, streitu og vanlíðan. Námskeið: I) Fyrir alla – sjálfshjálp gegn verkjum og STRESSI Haldið: 29. September 9:00-17:00 II) Framhaldsnámskeið fyrir fagfólk Haldið: 30. September 9:00-17:00 Kennari: Daniel Benor, geðlæknir Wholistic Psychotherapist (Can), MD, Psychiatrist, ABIHM (US). Höfundur WHEE aðferðafræðinnar. Verð: Þriðjudagur 19000 krónur Tveir dagar 38000 Krónur Ef þú tekur með þér félaga færð þú 25% afslátt af námskeiðgjaldinu. „Ég hvet alla fagaðila sem vilja kynna sér þessa einföldu og árangursríku aðferð til að mæta„ Örn Jónsson, sjúkranuddari Upplýsingar veitir Lilja í síma 6990858 eða liljaogelli@internet.is LÆRÐU AÐ LOSNA VIÐ VERKI Á 7 MÍNÚTUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.