Fálkinn - 14.07.1928, Síða 6
6
F A L K I N N
Frú M. Brock Nielsen.
Frú Margrethe tírock Niclsen
hcfir í vikunni sem leið haldið
nokkrar leikdans-sýningar i
Gamla tíio. Leikdansins er nýj-
ung hjer á landi. og má fagna
]>ví, að jafn afburðagóður full-
trúi þessarar listar og frú fírock-
Nielscn er, varð fgrst til þess að
koma hingað og sýna hann.
Hlutverkaskráin var mjög stór
og fjölbrcytt, þar skiftust á al-
varlcgir dansar og sJcemtidansar,
cindansar úr ýmsum lieims-
kunnum leikjum og sjerkenni-
lcgir dansar ýmsra þjóða, svo
sem rússneskir og spanskir. Var
öllu jafn vel fagnað af áhorf-
endum, enda að verðlcikum.
Sjerstaka athygli vöktu tveir
dansar indvcrskir, aruiar undir
hinu undurfagra lagi Rimski
Korsakoffss „Chanson Indoue“.
Pá var mcðferðinni á dansinum
„Gamalt málverk“ cða á „Dansi
Anitru“ stórfengleg, þó að þau
tvö hlutvcrk sjcu jafn ólilc og
dagur og nótt. En það er naum-
ast rjett að nefna nokkurt þeirra
hlutverka er frúin hefir leyst af
hendi, sjcrstaklega, því í öllum
þcirra getur liins sama, ótrúlcgr-
ar leikni og fullkomnu valdi yfir
jafnt hinum smæ.stu hreifingum
scm öðrum, cinkar smekklegrar
og listfengrar mcðferðar, þar
sem hvergi er brugðið út af
reglum þeim, sem samvislcusamt
listafólk setur sjcr og aldrei
freistast til að grípa til þess,
scm almenningi mundi ef til vill
geðjast betur en hin nákæmu
tök á hlutverkunum. Koma frú
Brock Nielsen verður áreiðan-
lega minnisstæð þeim sem sáu
hana í þetta skifti, og mun ef-
laust verða til þess, að auka á-
huga fyrir þessari listgrein, scm
enn er ung hjer í landi þó göm-
ul sje annarstaðar i heiminum.
} kvöld hefir frúin siðustu sýn-
ingu sína, og þarf eklci að cfa
að þá verður hvcrt rúm skipað
i salnum. Sýning þessi hcfst kl.
(>y2 en ekki 7x/2, þvi tími sá, sem
frúin hefir haft til liinna fyrri
sýninga er i stytsta lagi og sýn-
ingarskráin í kvöld mjög löng
og fjölbrcytt.
Knattspyrna við Skota.
Skotsku knattspyrnumennirnir.
Fyrir tæpri vilcu kom 16 manna
flokkur skotslira knattspyrnu-
manna til Reykjavikur. Hafa þeir
háð knattspyrnu við Knattspyrnu-
fjelag Reykjavíkur, Val og Víking,
og farið skemtiferðir að Álafossi
og til Þingvalla. í kvöld verður
dansleikur haldinn fyrir þá áHótel
Island og á morgun kappleikur við
Fram eða Háskólastúdcnta. Þá
verður einnig farin á morgun
slcemtiferð til Viðeyjar. Á þriðju-
daginn keppa þeir við úrvalsflokk
fjelaganna hjer liin fyrri en fara
austur að Sogi á miðvikudaginn.
Á fimtudaginn verður síðasti kapp-
leikurinn háður við annað úrvals-
lið íslensku fjelaganna. — H jer
birtist að ofan mynd af skotska
flokknum „Glasgow University
Club“. Eru flestir mennirnir frá
Glasgow en nokkrir frá Edinborg.
Fararstjórinn er Mr. McDonald, en
nöfn flokksmanna eru þessi T.
Blair, markvörður (3 frá vinstri í
efstu röð), T. Treverror og R. tí.
McLeod bakverðir, T. Gowans, W.
T. A. Rankin og R. Steele fram-
verðir, A. Borland, G. Nicholson,
A. tí. Elder, J. Devlin og McFarlane
framherjar, en til vara eru í lið-
inu T. Ándersen, W. Findlcy, T. A.
Tach og T. O’Hara. Gripirnir scm
sjást á myndinni eru 'The Scottish
Amateur Cup og verðlaunaskildir
,,Scottish University Champion
ship“ og Queens Park Inter-Uni-
versity“, en þessa gripi vann fjelagið í fyrra. — Á myndinni af K. R.
eru aðeins sjö af þeim, sem lceptu við Skotana í fyrsta kappleiknum,
nfl. Sigurjón Pjetursson markvörður, sem varð fyrir því slysi að fót-
brotna í fyrsta leiknum, Signrður Halldórsson, Kristján Gestsson,
Daniel Stefánson, Guðjón Ólafsson, Þorsteinn Einarsson og Gnðjón
Einarsson. — Leikirnir luifa verið mjög góðir, þegar veður hefir ekki
amað að, og þykja Skotarnir leika mjög fimlega og af kunnáttu. I
kappleiknum milli Iínattspyrnufjelags Reykjavíkur og Skotanna
fcngu Skotarnir tvö mörk og hinir eitt. Var þá öhentugt veður, of
mikill stormur, og varð leikurinn lakari fyrir þá sök en ella mundi.
Kappleikurinn við, Val fór svo, að Skotar unnu með 6 mörkum gegn
einu. Var það, skemtilegur leikur, en lá um of á Valsliðið. Verður
fróðlegt að sjá liver úrslit verða á viðskiftum Skota og úrvalsliðs-
ins. Það leynir sjer ekki að islensku knattspyrnufjelögunum hefir
farið mikið jfram, síðan þau áttu við skotska knattspyrnumenn sið-
ast, cn þó má cnn betur ef duga skal.
Knattspyrnuf jelag Reykjavikur.
Jón A. Jónsson, álþingismaður,
verður fimtugur 17. júlí.
e_>