Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1928, Blaðsíða 7

Fálkinn - 14.07.1928, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 OOOOo 0Q° oooooooooooooooooooo? po ->000000000000000000000 o OOoSoooooooooooo„oooooooooo0oOOO O OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO o § O OO o O O o o o o o oo ÓHAPP o £o í vor varð jeg fyrir alvarlegu óhappi i samkvæmi. — — — Þessi leysingaralda í hjúskaparlífinu gengur fram af mjer. Jeg verð að gerast ihalds- maður í þeim sökum. Jeg botna ekkert í þessu með alla hjóna- skilnaðina. Það er í rauninni ekki siðferðishliðin, sem er aðal- atriðið fyrir mjer — allir eiga nóg ineð sitt eigið siðferði. En það er misgáningurinn sem af þessu hlýtst, í hvert sinn sem maður er boðinn i ekta sam- kvæmi, þessi nístandi hræðsla við að rugla saman frúnum, Gætu þær ekki? — að minsta kosli í samkvæmum — tekið upp þann sið, að ganga með númer, frá 1 til 10 —• lítil silfur- númer um hálsinn, það er laglegt — fer vel og er nytsamlegt — ojá, en ef þær hafá verið giftar og skildar og giftar aftur og skildar aftur, yrði að hafa núm- erin ýmislega lit, t. d. úr gulli, silfri og kopar, eins og fyrstu, önnur og þriðju verðlaun á í- þróttamóti.. Já, þar er slæmt að verða fyr- ir svona óhöppum meðal fólks sem heyrir — og man. Jeg var boðinn í samkvæmi í vor, til fólks sem jeg þekki litið. Því fanst það þurfa að sýna mjer kurteisi og ljet mig því aldrei í friði. Jeg var seinn í boðið og illa upplagður og komst þessvegna i hrossabrestskap, sem ávalt dregur illan dillt á eftir sjer, hvort sem maður er gest- ur eða gestgjafi. Jeg heilsaði hjónunum, gaf mig á tal við fólkið og heyrði mín eigin orð, hávær og hlægi- leg, rjúfa þögnina dálitla stund. Svo þagnaði jeg og alt varð dauðahljótt. Mjer var fenginn seðill og á honum stóð, að jeg ætti að hafa frú Fíu Kristófer- sen til borðs. Jeg bað mann sem jeg þekti, að sýna mjer frú Kristófersen. „Það er konan hans Kristófersen málara", svaraði hann, — „litla ljóshærða frúin, sem situr þarna við liljóð- færið. Jeg setti upp sunnudags- bros, gekk að hljóðfærinu og hneigði mig fyrir þeirri ljósu. Frúin varð mjög forviða. „Jeg á ekki að hafa yður til borðs“, sagði hún. — „Jú“, sagði jeg hæversklega en glaðlega, „þjer verðið að sætta yður við það, jeg hefi það skriflegt hjerna á kort- inu mínu“. „Látið þjer mig sjá“, sagði hún og tók seðilinn og las. „Nei, þetta er ekki jeg, það er fyrri konan mannsins míns“, sagði hún og sneri við mjer bakinu og hjelt áfram að tala við mjónaliegan lítinn mann, sem kýmdi til mín. Jeg bað hrygglengjuna á henni fyrirgefningar og reyndi að láta, eins og ekkert hefði í skorist. Sonur hjónanna gekk fram hjá; jeg stöðvaði hann og bað hann um að sýna mjer frú Kristófersen, lyrri konu Kristó- fersen málara. - „Það er hluss- an þarna", svaraði hann og benti mjer á gríðarlanga, gremjulega konu, sem hímdi ein hjá pálma úti í horni og horfði með fyrirlitningarsvip alt í kringum sig. Jeg stikaði yfir gólfið á ný og hneigði mig fyrir fljóðinu undir pálmanum. Hún kinkaði kolli kuldalega: „Þjer fóruð húsavilt“, sagði hún með djúpri strigabassarödd, „þjer vonuðust eftir að það væri seinni konan mannsins míns! Og svo verðið þjer að láta yður nægja þá útskúfuðu. — Ekki þar fyrir, hún á vist ekki langt eftir hin, heldur!“ Þetta var upplífgandi inngang- ur að samræðu. Jeg reyndi að segja með nokkrum kurteisum orðum, að mjer væri gleðiefni að eiga að sitja hjá frúnni, en hún brosti með. svo tignarlegri fyrirlitningu, að orð mín urðu að muldri og ræskingum. Jeg góndi á hana ineð alvörusvip og sagði: „Vorið kom snemma í vor!“ Samræðan hjelt þessu stryki, með klyf jabandshraða og löngum þögnum á hverjum áningarstað. Við settumst að borðum. Þessi harmsaga, sem mjer hafði verið úthlutað, nöldraði um, að hún hefði fengið ljelegt sæti. Hún drakk stórt glas af rauð- víni i einum teig og leit ögrun- araugum í kringum sig. „Ófínt fólk“, sagði hún í hálfum hljóð- um, „vinið er skolp“. En svo kom hún auga á kunningja sinn, sem sat hinumegin við borðið — jeg gat varla sjeð hann fyrir stórum túlípana á borðinu hún lagði sig á bringuna frami yfir stóra diskinn og brosti eins og í æfintýri. „Nei, ert þú hjerna, það er gaman, þá er þó einn máður hjerna sem hægt er að tala við“. Og hún talaði svo rækilega, að aldrei hefi jeg heyrt eins langar setningar í sjónleik. Jeg var alveg óþarfur þarna. Loks fanst henni hún mega til að gefa sig svolitið að mjer, því hún hallaði sjer vingjarnlega að mjer og sagði: „Þetta er maður- inn minn — fyrverandi —- ó, hann er svo sætur“. Svo laut hún fram aftur og sagði: „Sessunaut- urinn minn vill gjarnan kynn- ast þjer“. Jeg lyfti glasinu, hneigði mig, heilsaði og brosti og sá nú lítinn pervisalegan mann hinumegin við blómvöndinn. Og með því að jeg hafði einsett mjer að vera kurteis og ástúðlegur, sagði jeg að mjer findist mikið til um málverkin hans og að jeg vonaði að hann hjeldi bráðlega sýningu aftur. Að vi.su mintist jeg þess ekki, að hafa nokkufntíma sjeð málverk eftir hann, en ein- hverntíina hafði jeg lesið grein eftir Emil Thoroddsen, þar sem Kristófersen var skammaður niður fyrir allar hellur. Og svo fór jeg að tala um nýju stel'n- urnar í málverkalistinni og sagði að lokum: „Það eruð þið málar- arnir, sem hafið mest til biunns að bera í endurnýjungu list- anna, Ivristófersen!“ Og jeg teygði mig fram og kinkaði kolli til ófjelega manns- ins balc við túlipanana. En nú tók jeg eftir, að allir sein næst sátu gláptu á mig. Og sá ófje- legi varð eins og morðingi í lraman og sagði: „Jeg er enginn málari, jeg heiti Sjursen lögmað- ur“. Svo sneri hann sjer að sessunaut sínum og nöldraði eitthvað um, að það væri ógeðs- legt að vera í samkvæmi með af- glöpum, sem drykkju sig fulla áður en þeir væru búnir að jeta sig sadda. Jeg dró mig í hlje bak við blómvöndinn og leit kvíðandi á Harmsöguna. Loksins skotraði hún til mín öðru auganu og sagði: „Lögmaðurinn er fyrri maðurinn minn — jeg skildi við hann vegna — málarans. Við hötum hæði þessa nýju gæsa- sparksmálaralist. Þjer hafið eyðilagt kvöldið fyrir mjer“. Eftir þetta var iítið um gaman milli okkar. Það kann að vera að það hafi verið þessvegna, að jeg drakk fullmikið þetta kvöld — jeg gerði það til þess að kom- ast í skap. Og þegar við höfðum staðið upp frá borðum og jeg muldrað nokkur óskiljanleg orð, eins og maður gerir við slík tækifæri, bölvaði jeg mjer upp á, að jeg skildi finna þann rjetta Kristófersen, svo að jeg vissi deili á allri fjölslcyldunni og gæti greint hana að framvegis. Fyrst fór jeg til gestgjafans, sem var víst búinn að gleyma að hann hefði boðið mjer, þvi hann virtist hissa á að sjá mig. J.cg spurði hann hvort hann gæti sýnt mjer síðari fráskilinn mann frú Kristófersen, en hann hristi höfuðið og sagðist ekki skilja mig, því núverandi fyrri niaður frú Kristófersen væri Hansen og fyrri kona hans hefði heitað Ropan áður en hún giftist. Jeg fór þá til frúarinnar og spurði, hvort hún gæti sýnt mjer seinni fráskilinn mann frú Kristófer- sen, manninn sem hún átti eftir að hún skildi við Sjursen, og annan núverandi mann hinnar annarar núverandi frú Kristófer- sen — ekki frú Hansen heldur frú Ivristófersen — og þá svaraði hún: Nú, hann Kristófersen, sem ætlar að giftast henni Lullu Nielsen?" Jeg gafst upp í bili, dralck svo- lítið af wisky til þess að skerpa gáfurnar og lagði upp aðstoðar- laus til þess að finna Ivristófer- sen. Jeg leitaði alt kvöldið og hitti marga menn sem áttu margar konur, en enginn þeirra var Kristófersen. Jeg var svo varkár i spurninguin, að mjer vanst ekkert á. Og auk þess varð mjer sifelt erfiðara og erfiðara að bera fram nafnið Kristófer- sen. Um kvöldið sá jeg einu sinni báðar frúrnar Kristófersen, þá stóru og litlu, á legubekk og haldast í hendur. Harmsaga grjet yfir þeirri litlu og ljósu og muldraði: „nú skulum við verða vinir æfilangt“. Svo jeg fór að trúa, að það væri satt, þetta um Lulíu Nielsen. Seint .um kvöldið kom jeg inn í revkingastofu húsbóndans. Þar Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8b. Sími420 hafa fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og end- ingargóðu veggfóðri.papp- ír, og pappa á þil, loft og gólf, gipsuðum loftlist- um og loftrósum. ---------------------------------- sátu fjórir eða fimm háværir menn með hálffull glös og marg- ar tómar ropvatnsflöskur. Einn þeirra var frændi ininn. Hann kallaði til mín og sagði: „Komdu hingað og fáðu þjer glas, þú ert eitthvað svo angurvær. Við er- um allir einhleypir menn hjerna“. Og þá hlógu hinir, eins og hann hefði sagt það í fyndni, enda var hann giftur sjálfur, þó ekki ætti hann nema eina lconu. Jeg settist og það gladdi mig að vera kominn í kyrra höfn og jeg einsetti mjer, að láta Kristó- fersen og alt hans hyski eiga sig Og meðan jeg var að hella í glasið mitt fór jeg að segja þeim, að jeg hefði altaf verið að leita að þessum Kristófersen. „Hann er annar maður fyrstu konu sinnar, frú Ivristófersen I„ eftir Sjursen lögmann og annar mað- ur annarar konu sinnar, frú Kristófersen II., eftir Hansen og nú ætlar hann að giftast frú Lullu Nielsen, — jeg veit ekki hvort hann er annar maður eða þriðji í röðinni þar. Jeg geri ekki annað en rekast á alla þessa flækju, nema ekki Kristó- fersen sjálfan. Nú stóð rauðhærður maður, ekki alveg ófullur, upp. Hann studdist við borðið og nötraði af vonsku: „Herra minn —- þjer eruð roð- hænsni. Vi- viljið þjer biðja mig fyrirgefningar. Jeg er Kri- Kristófsjen. Viljið þjer biðja báðar frúrnar mínar fyrirgefn- ingar. Þje- þjer hafið engan rjett til að móðga konuna mina þó hún hafi verið gift Sjússen, og þó jeg sje ekki löglegur — laga- legur eiginmaður hennar þá þoli jeg ekki að hún sje óvirt í minni fi-viðurvist. Og hvað konuna mina snertir, þá þoli jeg það alls ekki, því þó hún hafi verið gift Hansen þá er hún jafngóð fyrir því, og nú heitir hún frú Kristófsjen og jeg þoli ekki að ein einasta frú Kristófsjen sje óvirt svo jeg heyri, þá skal jeg hundur heita í hausinn á mjer — Ivristófsjen, sjáið þjer! Og þjer eruð svo ósvífinn að dylgja með, að tilvonandi eiginkona ínín sje fráskilin, en þjer verðið nú að hafa aftur á með það og biðja mig fyrirgefningar skilyrð- islaust. Því jeg er fyrsti . frá- skildi tilvonandi eiginmaður hennar og jeg' skal láta yður vita það, að hann Nielsen varð sjálf- dauður og frú Nielsen >á elcki heima hjer heldur á hún heima í Hafnarfirði“. Jeg þóttisl skilja, að jeg hefði gert eitthvað rangt fyrir mjer og bað því innilega afsök- unar. Siðan drukkum við dús og Framh. á 15. síöu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.