Fálkinn - 14.07.1928, Qupperneq 13
F Á L K I N N
13
Veðdeildarbrjef.
Bankavaxtabrjef (veðdeildar-
brjef) 7. flokks veðdeildar
Landsbankans fást keypt í
Landsbankanum og útbúum
hans.
Vextir af bankavaxtabrjefum
þessa flokks eru 5°/0) er greið-
ast í tvennu lagi, Q. janúar og
1. júlí ár hvert,
Söluverð brjefanna er 89
krónur fyrir 100 króna brjef
að nafnverði.
Brjefin hljóða á 100 kr.,
500 kr., 1000 kr. og 5000 kr.
Landsbanki Íslands
Hreinar léreftstuskur
kaupir háu verði
Prentsm. Gutenberg.
SVENSKA
AMERIKA LINIEN
Stærstu skip Norðurlanda.
Beinar ferðir milli
Gautaborgar og Ameríku.
Aðalumboðsmaður á íslandi:
Nic. Bjarnason, Rvík.
Leðurreimar
Strigareimar
Reimalásar
Einar 0. Malmberg.
Vesturgötu 2. — Sími 1820.
)
)
)
•)
)
)
◄
i
<
<
<
<
Hver, sem notar
C E L O T E X
og
ASFALTFI LT
í hús sín, fær hlýjar og
rakalausar íbúðir.
Einkasalar:
Verslunin Brynja,
Laugaveg 24, Reykjavík.
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
u>
<u
Reykið einungis
>
3
$ P h ö n i x s
(u
O
Ð>
Q-
vindilinn danska.
Ávalt mestar og
§ bestar birgðir fyr-
irliggjandi af allsk.
I
karlmanna- og
|H unglingafatnaði.
J VÖRUHÚSIÐ
L".........
Ávalt fjölbreyttar birgðir af
HÖNSKOM fyrirliggjandi.
HANSKABÚÐIN.
«§» ogo ogo HÚSMÆÐUR. Drjúgur er Mjallar-dropinn. Styðjið innlendan iðnað.______________oga ogo ogo
Fjárhættuspilarinn.
Eftir ÖVRE RICHTER FRICH.
Rjett seiu snöggvast var eins og Suzzi La-
coinbe ætlaði að falla í yfirlið aftur. Hún
lokaði augunum, en opnaði þau aftur að
vörmu spori.
— Mjer finst þessi skrípaleikur ætla að
fara að verða full-langur, sagði hún með
skjálfandi rödd. Jeg þekki sjálf Jakob Har-
"vis vel. En þjer eruð ekki hann, þvi hann
■er dáinn íyrir löngu, að því er sagt er.
Philip Marie hneigði sig kurteistega. —
I3að veit jeg eins vel og þjer. En jeg hefi
erft nafnið hans. Það gaf mjer ræningi í
Boulogneskóginum, hjerna eina nóttina.
Hann rændi mig fötum og skartgripiun, en
bætti mjer upp missirinn með því litla, sem
hann átti sjálfur . . og svo nafninn sínu.
Vegabrjefið er í vasa mínum og þar er líka
hrjel' frá yður. Þá skiljið þjer máske hvers-
vegna jeg er hingað kominn. Vinur minn,
Carr, þekti yður áður, og nú viljum við vita
hvaða samband er á milli mín og yðar.
Síðustu orðin voru sögð í gletnitón og
Suzzi virtist verða rólegri. — Nú fer jeg að
skilja alt, sagði hún brosandi .... þjer er-
uð áreiðanlega ekki sá maðnr, sem viljið
gera ungri stúlku mein eða koma á hana ó-
orði. Að þjer komið með Mr. Carr er nóg
trygging þess, að þjer komið eltki í illum til-
gangi. Ef þjer vitið nokkuð um æfi mina, þá
vitið þjer líka, að jeg er dálítið taugaveikl-
uð. Því jeg get búist við að verða tekin föst
hVenær, sem vera skal. Lögreglan hefir ver-
ið á sveimi í kringum mig síðasta mánuð-
inn og allir hafa spurt mig: Hvar er Jakob
Harvis? Og nú kemur til mín maður, sem
segist vera sá hinn sami Harvis. Þá getið
þjer skilið, að þetta er meira en nóg að þola
fyrir eina kvenvæflu. Sjerstaklega þegar
vegabrjef Suzzi Lacoinbe er ekki í einu fyr-
irmyndar lagi. En .... mjer þætti gaman
að komast til botns í þessari flækju ....
Alexis, farðu fram í eldliús og hitaðu te ....
Meðdansari hennar, sem hingað til hafði
^taðið hjá með angistarsvip, flýtti sjer út.
— Þetta er ungi Rússinn, sem dansar með
mjer, sagði Suzzi, til skýringar. Á dans-
skránni er hann kallaður „tígrisdýrið“, sök-
um grimdar sinnar .... En svona lítur hann
út í húri .... Nú skulum við athuga málið.
Jeg hefi grun um, að ekkert þeirra nfna, er
Jakoh Harvis notaði, sje rjett, eða hvað hald-
ið þjer, Mr. Carr?
Skotinn leit í kring um sig með eftirvænt-
ingar angnaráði.
Suzzi stóð upp. — Jeg skil, Mr. Carr, yður
langar í whisky. Þessa sömu löngun hefi
jeð sjeð skína út úr augum karlmanna áður.
Carr stundi þungan. — Þjer eigið kollgát-
una, ungfrú, tautaði hann í eymdartón. Niu
mánuði ársins er jeg bindindismaður. En
svo hina þrjá mánnðina þjáist jeg af þess-
um ótætis þorsta. Já, við höfum öll okkar
leyndarmál, öll okkar syndir og yfirsjónir.
Sem sagt, þessa þrjá mánuði er jeg drykkju-
hrútur og fjárhættuspilari. Og í þetta sinn
eru því miður eltki liðnar nema sex vikur
af þessu syndarleyfi.
— Þjer eruð skrítinn maður, sagði Suzzi,
og setti whisky og sódavatn á borðið. En að
útlitinu eruð þjer heiðursmaður. Þjer sögð-
uð drykkjuhrútur og fjárhættuspilari. En
meðal þess háttar manna eru oft ágætis
menn .... En þjer, herra .... herra Harvis,
viljið þjer máske gefa mjer frekari skýr-
ingar, og ef lil vill sýna mjer þann heiður,
að segja mjer yðar rjetta nafn?
— Viljið þjer leyfa mjer að kveikja mjer
i sígarettu, sagði ungi maðnrinn hrosandi.
Það skerpir hngsnnina.
— Með ánægju, gerið þjer svo vel.
— Mitt rjetta nafn man jeg ekki, sagði
Philip Marie, og leit hugsandi á reykjar-
strókana. Þótt ekki sje jeg glæpamaður, hefi
jeg frá unga aldri orðið að gera mjer að
góðu að ganga undir fölsku nafni. Enda
skiftir mitt rjetta nafn minsta máli, nema
þá kannske örfáum mönnum. Eftir heims-
styrjöldina hafa allar höfuðborgir verið
sneisafullar af fölsknm titlum og falsspilur-
um. Jeg lifði árum saman sem aðalsmaður;
og skraddarar og veitingamenn skriðu fyrir
mjer.
— Nú, svo þjer voruð fjárhættuspilari?
spurði Suzzi.
Og er enn. Þannig hef jeg rúið 850
franka af vini mínum Carr á leiðinni frá
París íil Amsterdam. Það er ekki svo bölv-
að, þegar aðgætt er, að hann er ekkert bara
í lögum og hefir augun hjá sjer. Og ef þjer,
fagra og tilbeiðsluverða ungfrú, viljið koma
í teningskast við mig, skuluð þjer sjá, að
hinn nýfæddi Jakob Harvis er enginn hvít-
voðungur i listinni.
Dansmærin sýndi aftur á sjer lasleika-
merki. Nafnið Harvis hafði auðsjáanlega
ill áhrif á taugar hennar. Og ekki batnaði
úr skák er ungi maðurinn kastaði nokkrum
teningum fram á borðið. Hún laut fram og
þuklaði á fílabeinsteningunum. Síðan lagði
hún þá frá sjer og andvarpaði þungan.
— Rjett kæra ungfrú. teningarnir eru
falskir, enda hafa þeir verið í eigu fyrir-
rennara míns, sem nú er dauður.
Suzzi greip í handlegg hans með ákafa. —
Eruð þjer viss um það?
— Það er aldrei hægt að vera viss um
neitt. En eitt er víst, að maðurinn, sem átti
þessa teninga, er steindauður. Hvort hann
hjet Charles Latour eða Jakob Harvis skal
jeg’ekld um segja. En eftir vegabrjefinu að
dæma, finst mjer Harvis líklegra, og í þá átt
bendir líka myndin.
Carr hristi höfuðið. — Mjer finst hún
ekki líkjast manninum, sem hvarf frá
„Hollandia“, sagði hann.
Suzzi leit hvasst á gesti sína. Sjá mátti á
eftir, að sú rannsókn hafði fallið þeim held-
ur í vil. — Til þess að flækja ekki málið ó-
þarflega, sagði hún, -— ætla jeg að trúa ykk-
ur fyrir því, að fyrir hálfu öðru ári giftist
jeg manni, sem hjet Jakob Haiwis. Það fór
fram i Monaco og af einkennileguum á-
stæðnm. En jeg hefi fulla ástæðu til að
halda, að Harvis hafi ekki verið til nema á
vegabrjefinu. Eitt er þó víst, bætti hún við,
ineð töfrandi brosi, — að það voruð ekki
þjer, sem jeg giftist.
Þá stóð Philip Marie upp og mælti hátíð-
lega: Jeg er Jakob Harvis, og þjer skuluð
varast að vera of vissar um, að jeg gangi
ekki eftir rjetti mínum.
Unga stúlkan hló. En sá hlátur var óeðli-
legur.
22. Kapítuli.
— James minn góður, nú ertu kominn út
í dálítið vafasaman leik, sagði fyrverandi