Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1928, Qupperneq 14

Fálkinn - 14.07.1928, Qupperneq 14
14 F A L K I N N iÍBteimMÍOL: REYKlAVÍ K ísafirði, Akureyri og Seyöisfiröi. , imiiHiiitimiHiimmmiiiimHHnaniiiiiimiiiumiimimiimiMinhwnwmmiiimminnMiiiii Hofum á boðstólum: Noregssaltpjetur og annan til- búinn áburö, gaddavír, girðinga- net, girðingastólpa úr járni, sáð- hafra, grasfræ, þakjárn,gluggagler. — Leitið upplýsinga um verð. — Best að versla við okkur. [ Þvottabalar . . . Kr. 3,95 Þvottabretti. . . — 2,95 Þvottaklemmur — 0,02 Galv. fötur . . . — 2,00 Kaffikönnur . . — 2,65 Katlar — 4,55 Pottar — 1,85 Sigurður Kjartansson. '□ 1 Laugaveg 20 B. Sími 830. J □ Þekkirðu landið? Hvaða staður er þetta? G e t r a u n I Svar: ....... Nafn: ...... Heimili: .... Póststöð: ... 11. Auglýsingar yðar 'bw.b“ Fálkanum. asaaaaaBBaaaaaaaoaaaaoaoct a a a a § a a a a a a a a a B a a Blanco. Fægilögurinn sparar tíma og pen- inga, rispar ekki, og er sýrulaus. Þessvegna er hann jafnt á gull, silfur, nikkel, plet og aðra málma. Vinnur fljótt og heldur hlutunum lengi fögrum. Einkasali á islandi: „Vörubúðin“. Heildsala. Laugaveg 53. Smásala. B B a a a a a o a a o a a a a a o a a a a a aaaaaaaaaoaaaaaaaaaaaaaaa Nesti frá okkur er frægt um alt land. GUUjOUL Seljið ekki tófuyrðlinga án þess að tala við íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. greifinn ai' Saban, þegar vinirnir tveir leidd- ust niSur eftir, fram með einu síkinu, — — mjer þykir fyrir þvi að hafa komið þjer í þetta bölvað klandur. Carr svaraði ekki. Það var ekki trútt um, að hann fyndi á sjer af wiskýinu, og augu hans gljáðu, annaðhvort af áfengisnautn eða hitasótt. —- 1 sjálfu sjer er ekki um neinn glæp að ræða af okkur hálfu. Mjer vitanlega varðar ekki við lög að taka sjer annarlegt nafn, nje heldur að rísa upp frá dauðum. — Ó, hvað hún er indæl, sagði Carr alt í einu. Sástu Ijómann í augum hennar, rjett eins og mýraljósin yfir mýrunum við Inver- ness .... — Svo þú ert þá ástfanginn líka, stundi ungi maðurinn með angurblíðu brosi. Þú virðist gleyma því, að hún er konan mín . . svona að nokkru leyti. Að minsta kosti eru vegabréfin okkar harðgift. Suzzi Lacombe og Jakob Harvis stendur þar skrifað. — Jeg er ekki ástfanginn, mælti Carr, næstum reiðilega, og dró að sjer handlegg- inn...... Konan er í mínum augum ekki annað en fagurt náttúrufyrirbrigði. Lokkandi og heillandi, eins og álfkona. En jeg skal halda blóðinu í skefjum. Min lifsbraut er þegar lögð. — Fyrirgefðu, vinur, ef jeg hef sært þig. Þú hefir hjálpað mjer i slæmri klípu, og jeg er þjer þakklátur af öllu hjarta. En það væri rangt, ef jeg færi að draga þig ennþá Jengra inn i þessa flækju. Því grunur ininn er sá, að nú sjeu vandræðin fyrst að hyrja fyrir alvöru. — Mjer finst nú einmitt, að nú sje í þann veginn að greiðast úr þeim, sagði Carr þur- lega. Nú hefirðu fengið gáfaða konu í lið með þjer. Þegar jeg kvaddi hana, trúði hún mjer fyrir nokkru, sem mjer finst vænlegt til að greiða úr flækjunni. En fyrst um sinn skrafa jeg ekki um það ineir. Suzzi Lacombe sagði mjer lika annað, hún benti mjer á leiðina .... — Leiðina hvert? — Já, Jeiðina inn i svolitið fyrsta flokks spilavíti. Jeg trúi ekki öðru en það hressi okkur upp að fá okkur dálítinn slag af trente et qunrnntc, eða þá allra helst af bac- cnrnt. — Jeg er nú ekki beint samkvæmisfær í þessum cheviolfötum, tautaði Philip. Auk þess hef jeg ekki annað en þessa 800—900 franka, sem mjer tókst að reita af þjer í écnrté. —• O, það er öllu óhætl, tók Carr l'ram í, óþolininóðlega. Við verðum að skríða í felur áður en lögreglan nælir í okkur. í spilavíti þarf ekki annað en að hafa ávísana- heftið sitt í lagi. Og mitt nægir okkur báð- um. Þú veist, að þegar jeg hef drukkið wis- ký, verð jeg að spila. Og spilamenskan skerpir hugsunina hjá mönnum af okkar tagi. Svo getum við hyrjað á hinu spilinu á morgun með nýjum kröftum. Ungi maðurinn leil undrandi á vin sinn. — Þú ert einhver allra einkennilegasti mað- ur, sem jeg hef fyrir hitt. En þú hefir rjett að mæla. Við fjárhættuspilararnir verðum að fá það af æsiugi, sem við þurfum — ann- ars sljóvgumst við. — Auk þess verðurðu að æfa þig í hlut- verki Jakohs Harvis. Þú verður að muna, að hann er lifandi, þrátt fyrir alt. Fjárhættu- spilarinn Jakob Harvis, skilurðu? Um langt skeið hefir hann ekki verið nema hugtak. Nú á hann að verða hold og blóð, skilurðu það? — Nei. Eftir því sem jeg best veit, var hann inyrtur við Spánarstrendur. Það ættir þú hest að vita sjálfur. — Það er ekki hægt að myrða bugtak, sagði Cárr rólega. En sleppum því. Á morg- un tökum við að róta betur upp í því máli. — Eins og þú vilt, sagði ungi inaðurinn. Jeg fyrir mitt leyti er ekkert frábitinn einu „bac“. Og jeg skal ekki neita því, að mjer finst eins og önnur og ný sála sje að smeygja sjer inn í skrokkinn á mjer. Þegar hjer var komið samtalinu voru vin- irnir komnir inn í dimma hliðargötu með skuggaleguin timburhúsum. Þeir staðnæmd- ust fyrir framan stóra, járnbenta hurð i skugganum. Carr þreif í dyrahamar, og höggin bergmáluðu drauðalega inni í göng- unum. Nokkrar mínúlur liðu. Síðan opnað- ist hlemmur, sem þeir höfðu ekki tekið eft- ir áður, og kringlótt rautt andlit kom í Ijós. — Hvers óska herrarnir? spurði rám rödd fyrir innan. Carr svaraði ekki, en rjetti nafnspjald inn um gatið. Rauði hausinn hvarf, en hvíslingar heyrðust fyrir innan. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefir spjaldið ver- ið fyrirtaks töfralykill, því á næsta vetfangi voru útidyrnar opnaðar. — Herrarnir eru velkomnir sagði dyravörðurinn rámi og hneigði sig djúpt. Þeir gengu inn löng. göng og komu loks í forsal, þar sem mað- ur einn sat, kumpánalegur á svip, og svældi úr langri krítarpípu. Hann stóð upp þegar gestirnir komu inn og náði í tvær pípur af sömu gerð, rjetti þær Carr og vini hans og hneigði sig klunnalega. — Velkomnir, sagði. hann á flárri Hollensku, .... i „Tuttugu krítarpípna klúbbinn“. — Jeg þakka svaraði Carr á sarna máli. — Hvaða tóhak? spurði Cerberus hinn digri. — Tonnenbojer. Honum virtist líka svarið. Hann tók nið- ur af hillu stóran bauk og bauð gestunum, en þeir tróðu i pípur sínar, þótt þeim þætti þessir inntökusiðir all-kátlegir. Siðan svældu þeir allir uni di’ykklanga stund í mesta bróðerni. Þá lagði Carr 20 gyllini á borðið. Litli maðurinn kumpánlegi sópaði þeim til sín, lagði frá sjer pípuna og bað hina gera slíkt hið sama. Síðan tók hann allar pípurnar og kastaði þeim í stórt steinker. —- Til hamingju, sagði hann, og opnaði dyr inn í geisistóran sal. Sá salur var að öllu leyti með nýtisku útbúnaði, og stakk mjög i stúf við gainla húsið óásjálega. Grænt Ijós skein frá afarmikluin lömpum, ofan á ein sex græn borð. Það var engum hlöðum að fletta um hverskonar salur þetta var.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.