Fálkinn


Fálkinn - 08.12.1928, Blaðsíða 1

Fálkinn - 08.12.1928, Blaðsíða 1
Rúmenskir bændur í kröfugöngu. Merkir citburðir hafa gerst í stjórnmúlalífi Rúmeníu síðastlið ár. í nóvember í fyrra aiulaðist sá maður, sem um langt skeið hafði ráðið í landinu, en það var Joel Bratianu forsælisráðherra. Tók við völdum eftir hann bróðir hans Vintila Bratinau, sem í engu tilliti vor jafnoki bróður síns. Átti hann þegar i hinum mestu vandræðum, því að við öflugan andstöðuflokk var að etja, þar sem var bændaflokkurinn undir stjórn ágæls stjórnmálamahns, Maniu að nafni. í febrúarmánuði í fyrra urðu svo miklar skærur milli flokkanna á þingi, að við sjálfl lá, að borgarastyrjöld mundi hefjasl í landinu. Hófst það með þeim hælti, að einum af þingmönnum bændaflokksins var meinuð þingseta, og hurfu allir bændaflokksmenn af fundi um hríð, svo að ekki var hægl að hatda lögmæta fundi. t marsmánuði var bændafundur haldinn i Bulcarest og streymdu þangað fylkingar búandkarla úr öllu ríkinu, og i maí voru enn haldnir mótmælafundir þar sem krafist var ýmsra umbóta á stjórnarfarinu og þess ennfremur, að Brantianustjórnin færi frá völdum. En liún sat meðan sælt var. En loks hef- ir hún látið undan síga, og er nú farin frá. Maniu bændaforingi hefir tekið við stjórn, og fyrsta verk stjórnarinnar var það, að boða til nýrra kosninga lil þess að skera úr, hverir flokksforingjarnir eigi meiri ítök hjá þjóðinni. Er talið vafa- laust, að Maniu muni sigra. Myndin sýnir kröfugöngu bænda úr einu hjeraðinu til Búkarest.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.