Fálkinn


Fálkinn - 05.01.1929, Blaðsíða 2

Fálkinn - 05.01.1929, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N GAMLA BÍÓ Bogmaðurinn, Leynilögreglusaga í 12 þáltum eftir Edgar Wallace. AÖalhlutverk leikur: Allene Ray, Walter Miller, Burr Mclntosh. Skáldsaga þessi hefir nýlega veriö þýdd á íslensku og er nýkomin á bókamarkaðinn hjer. Verður sýnd innan skamms. MALTOL Bajerskt ÖL PILSNER Best. Ódýrast. INNLENT ölgerðin Egill Skallagrímsson. (*iUu*J.fliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiuiiiiiiiiiiiiaiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiii ^Iffl|I,||,.ii,||.||,||,||,a|,||||||ai|a,|>,|||.|||||,>|,|.||||||||||a|||,||n|||1|i."|||i,||||||||i|a|||||1|||"||,|,,|,||||||||,||,|il«J|I[*J F. E Kjartaisson & Co. Seljum af heildsölubirgðum í Reykjavík frá S I G E L & Co. Þýskalandi: Fægilög Bónevax Fægismyrsl Silfurduft Ofnsverta Vjelaolía Hnífaduft Glansolía Skósverta Brjeflím Skógula Blek. iii iiiiiiiiiiiii(iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>iii>>>iiiiiiii>iiiini||||,|,,lliaiiailllia 111,11 lllliaillllll,|,,ail|l,|ll|liai •Ufltr ðmí .......................................... Snjóhlífar, ) ótal tegundir. — Lágt verð. s Haust- og vetrartískan í ár. 5 mm Skóhlífar — Helsingborg S og margar aðrar tegundir. Lárus G. Lúðvígsson | Skóverslun. •MMIIIIIMMIIMIIIIIIIIIIIMMIIIIIIMMIMMMMIIMIIIIIMMIIIIIMMIIMMIIMMIIMIIIMIIIIIlS NÝJA BÍÓ Víkingablóð. Sjónleikur í 9 þáttum frá hinu fræga Fox-fjelagi. Aðalhlutverk leika: George O’Brien, Virginia Valli, June Collyer o. fl. Þessi ágæta mynd verður innan skamms sýnd í Nýja Bíó. s. ir Vefnaðarvöru og fataverslanir. Austurstræti 14, (beint á mót Landsbankanum). Reykjavík og á ísafirði. Allskonar fatnaður fyrir konur, karla, unglinga og börn. Fjölbreytt úrval af álnavöru, baeði ! fatnað og til helmilisþarfa. Allir sem eitthvað þurfa sem að fatnaði lýtur eða aðra vefnað- arvöru, ættu að líta inn í þessar verslanir eða senda pantanir, sem eru fljótt og samviskusamlega af- greiddar gegn póstkröfu um alt land. s. JÓHANNESDÓTTIR Reykjavíkursími 1887. Ísafj.sími 42. K vikm yndir. Jarðgöng undir Ermasund. Um 120 ár eru liðin siðan franski verkfræðingurinn Matliieu lagði fyrir Napoleon mikla áætlun um jarðgöng undir Ermasund, og þó hefir þetta mannvirki ekki verið framkvæmt enn- þó. Veigamesta ástæðan sem and- stæðingar málsins gátu fært fram var lengi vel sú, að ef ófriður yrði milli Frakka og Breta yrðu jarðgöngin mesti hættugripur, vegna þess að þá mætti nota göngin til þess að korna her manns á milli landanna. Sú á- stæða er nú fallin fyrir löngu, því að það er auðgert að gera göngin þannig úr garði, að hvort landið sem er geti lokað þeim undir eins og til ófriðar kæmi. Mótbáran minnir á mótbáru Palmerston lávarðar gegn Súes-skurð- inum: „Það má ekki grafa hann og það er ekki hægt að grafa hann, þvi ef það yrði gert þá mundi verða ófrið- ur milli Englands og Frakklands um yfirráðin yfir Egyptalandi. Nú er Súes-skurðurinn orðinn 60 ára gamall og spádómur Palmerston ekki kom- inn fram ennþá. Mathieu lagði til, að jarðgöngin yrði gerð frá báðum löndum og mættust á Varnegrynningunum, sem eru i miðju Ermasundi. Er þar aðeins 15 metra dýpi og vildi Mathieu láta gera eyju þarna á grunninum og byggja borg. f jarðgöngunum átti að vera gangstjett, upplýst með Ijóskerum og akbraut fyrir hestvagna! En Napoleon sinti ekki þessu og þó Iifði hugmyndin á- fram; Tliomé de Gamond kom löngu siðar fram með nýja hugmynd, sem Victoríu Bretadrotningu þótti góð, — vildi hann sökkva víðri járnpipu niður i hafshotn og skyldi akhraut lögð innan i hepni. Aðra tillögu har hann fram þess efnis að byggja eins konar jarðgöng á hafsbotni. Verk- fræðingar nútímans hlægja að sumum hugmyndum lians, og víst er það, að þær voru alls ekki framkvæmanlegar á þeim tíma. Hann fjekk og áheyrn hjá Napoleon þriðja og loks kom þar að fjelag var myndað og enska stjórnin veitti sjerleyfi til verksins 1870. Þá kom stríðið milli' Þjóðverja og Frakka og með því hræðslan við það, að ókunnar þjóðir gætu gert innrás i Frakkland og náð jarðgöng- unum á sitt vald. Varð því hlje á þangað til 1876 að báðar stjórnirnar (Frakklands og Englands) gáfu sam- þykki sitt. Fjelög voru mynduð til þess að framkvæma verkið og var byrjað á þvi, og um 2 kílómetrar hafa verið grafnir frá livoru landi. Hefir ógrynni fjár þegar verið varið til verksins. En cnska stjórnin kipti að sjer hendinni og tók aftur leyfi sitt frá 1876 og síðan liefir staðið á samþykki hennar til þess að fá að halda jarðgöngunum áfram. Samkvæmt áætlunum þeim, sem nú gilda um jarðgöngin, ættu þau að verða um 50 km. löng og ganga frá Shakespearekletti við Dover til San- gatte í Frakklandi. Er þeim ætlað að liggja í kalksteinslagi, sem ekki dreg- ur vatn. En til frekari fullvissu er áætlað að grafa önnur göng undir að- algöngunum til þess að taka á móti afrcnsli frá þeim, ef með þyrfti. Sá maður sem mest liefir gert til þess að hrinda máli þessu í fram- kvæmd var sir Edward Watkins. Ljet hann byrja að grafa fyrir göngunum Englandsmegin og kostaði til þess of fjár. En við gröftinn fann hann kolanámur, svo auðugar, að járn- brautarfjelagið, sem hann stýrði, fjekk þar nægilegt eldsneyti til járn- brauta sinna um margra ára skeið. Um 100 manns, sem veiktust af eit- urgasi er liin hörmulega gassprenging varð í Hamborg i vor sem leið, hafa nú höfðað skaðabótamál gegn borg- arstjórninni i Hamborg. Myndin hjer að ofan er úr „Bog- manninum", kvikmynd, sem GAMLA BÍÓ sýnir innan skams. Er efni mynd- arinnar mörgum kunnugt hjer, því Herfloti Hússa hefir verið aukinn mikið síðustu þrjú árin. 1 Eystra- saltsflotanum eru nú þrír bryndrekar, 12 tundurspillar, 6 kafbátar og ýms fleiri smáskip. Auk þess allur strand- varnaflotinn og floti í Svartahafinu. Um þessar mundir er verið að lialda vetrarheræfingar í námunda við Leningrad. Taka hundrað þúsund manns þátt í æfingunum, sem eru umfangsmestu vetrarheræfingar, sem nokkurntíma hafa verið haldnar i Evrópu. Eitt af þvi sem þarna verð- ur rannsakað er það, livaða áhrif frost hafi á eiturgas og notkun þess. sagan hefir verið gefin út á islensku. Aðalhlutverkin leika Allene Ray og: Walter Mitler. VÍKINGABLÓÐ heitir mynd tekin af Foxfjelaginu, sem NÝJA BÍÓ sýnir innan sltamms. Er það stórfengleg mynd og ein sýningin þar: stórskip sem ferst úti á reginhafi, mun þeim sem sjá hana, líða seint úr minni- Aðalhlutverkin leika George O’Brien og Wirginia Valli. 350 unglingar frá Danmörku, Noregi og Sviþjóð hafa verið boðnir i kynn- isför til Bandarikjanna næsta sumar. Það cru Rotary-fjelögin vestra sem hafa boðið þeim heim.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.