Fálkinn - 05.01.1929, Blaðsíða 11
F Á L Ii I N N
11
Yngstu lesendurnir.
HJARTAÐ Á RJETTUM STAÐ
Fátækur drengur i London kom einu
sinni á sjúkrahús. Hann liafSi verið
sendur þangað eftir meðulum handa
veikri móður sinni. Meðulin voru lát-
in af liendi ókeypis, en fyrir fiösk-
una sjálfa átti að borga einn penny.
En liegar litli drengurinn átti að fara
að horga flöskuna fór hann alt í einu
að gráta; liann liafði nefnilega engan
penny til að horga með. Þegar hjúkr-
unarkonunni hafði tekist að hugga
drenginn og fá að vita um ástæðuna
til ])ess að hann fór að gráta, gaf hún
lionum penny fyrir flöskunni. Og svo
fói* liann með meðulin.
Hálfum mánuði síðar kom drengur-
inn á sjúkrahúsið og ieitaði uppi
hjúkrunarkonuna, sem liafði lánað
lionum aurana. Hann rjetti fram litlu
og ólireinu höndina og fjekk lienni
peninginn. Hjúkrunarkonan tók við
lionum en fjekk honum hann svo aft-
ur og sagði: „Þakka þjer fyrir, dreng-
ur minn, lilauptu nú út og keyptu
])jer súkkulaði eða köku“.
Þ& ijómuðu augu hans af ‘fögnuði,
því að það var orðið langt siðan hann
hafði bragðað sælgæti. En um leið og
hann gekk út úr hliðinu á sjúkrahús-
garðinum varð honum litið á spari-
hauka, sein liöfðu verið settir þar.
Hann liugsaði sig urn sem allra
snöggvast — það liafði komið vatn í
munninn á honum við tilhugsunina
uin sælgætið, en svo afrjeð hann alt í
einu nokkuð: hann stakk peningnum
í sparibaukinn og stökk svo út, eins
fljótt og fæturnir gátu borið hann.
VITUR DÝR.
Þið þekkið eflaust margar sögur af
þvi, að dýrin reynast stundum vitr-
ari og úrræðabetri en mennirnir. Til
dæmis sögur um liunda og liesta, sem
rata leiðina heim til sin eftir að liús-
hóndi þeirra er orðinn áttaviltur og
fleira því um likt. Nú ætla jeg að
segja ylikur frá noklcrum öðrum sög-
um, sem ekki eru siður merkilegar.
Það kom fyrir nýlega í bænum
Innsbruck, að stólpi, sem bar uppi
raftaug, hrotnaði í ofviðri. Raf-
magnið í leiðslunni var svo háspent,
að ef einliver liefði snert leiðsluna
hefði hann dáið. Nú komu tveir hund-
ar þarna að. Það var alveg eins og
þeir vissu, að það væri hættulegt að
snerta leiðsluna, því nú biðu þeir
þarna og geltu og ljetu illa að þeim
sem komu of nærri. Og þarna voru
þeir á verði þangað til tveir lögreglu-
þjónar komu að. Þá fóru þeir heim
og ljetu eins og öllu væri óhætt.
Stundum er eins og dýr viti ókomna
hluti. Það er alkunnugt, að hross sem
standa á beit i liaga að vetrarlagi,
konia stundum heim að húsum i besta
veðri og híma þar. Þá hregst sjaldan,
að óveður skellur á innan skamms.
Önnur saga merkileg er sögð af asna,
núna frá Etnugosinu síðasta. Hann var
á bæ ofarlega í fjallinu. Eitt kvöldið
Ijet liann svo illa, að elcki varð neinu
tauti við hann komið og var lieimil-
isfólkið að striða við hann alt kvöld-
ið og fram á nótt. En um miðja nótt
byrjaði gos i fjallinu. Fólkið skildi
atvikið svo, að asninn hefði fundið
gosið á sjer fyrirfram og liefði viljað
afstýra því, að fólkið sofnaði.
Þ ÚFU TITLING URINN.
Eflir IVAN TURGENJEV.
Jeg var að koma Iieim af veiðum
og hundurinn minn lirokkaði á und-
an mjer. Alt í einu stóð hann graf-
kyr, eins og liann yrði einhvers var.
Jeg fór að gá, og sá þá svolítill grá-
tillingsunga í götunni. Hann liafði
oltið út úr lireiðrinu sínu. Og þarna
lá hann og tisti ákaft og baðaði út
litlu vængjunum sínum.
Hundurinn læddist liægt að ungan-
um. En þá sá jeg að ungamóðirin
kom á fleygiferð, eins og steini væri
kastað og fleygði sjer rjett fyrir frain-
an trýnið á hundinuin. Hún tisti og
skrækti og ólmaðist þarna alveg við
nefið á hundinum. Hún ætlaði að
reyna að bjarga unganum sínum og
var við því húin að fórna lifinu fyrir
hann. Fuglinn skalf af liræðslu.
Þið getið nærri hve liundurinn hefir
verið ægilegur í auguin aumingja
fuglsins. Og þó hugsaði ungamóðirin
sig eklti augnablik um, að hætta sjer
Jil þess að frelsa ungann. Eitthvert
afl, sem var sterkara en uinhugsunin
um lífið hafði knúð grátitlinginn til
þess að fljúga að hundinuin.
— — Hundurinn stóð kyr og færði
sig hægt og liægt undan. Ætli liann
hafi skilið, hvernig ástatt var?
Jeg kallaði á hundinn og fór burt
með einhverri sælutilfinning. Þið skul-
uð ekki hlægja að því. Jeg var svo
lirifinn af hetjudáð litla fuglsins og
móðurást lians. Og jeg sá, að ástin
er að minsta kosti sterkari en dauð-
inn. Ástin cr stærst af öllu.
Hjerna er mcrkileg teikning. Sýndu
nú hvað þú ert glöggur og dragðu
heina línu yfir inyndina þannig, að
linan gangi gegnuin 7 af svörtu depl-
unum.
kominn svo mikill mannfjöldi þarna
í kring, að öll umferð stöðvaðist. ,
Eftir tvo tima voru flugurnar búnar
ineð alt sælgætið, og þá loksins komst
umferðin á götunni í sam lag. Flug-
urnar höfðu tept umferðina í tvo
tíma.
Herbergjalaust gistihús.
Ferðamenn sem koma til New
York og setjast að á gistihúsun-
um miklu við Broadway, kvarta
undan því, að það sje varla hægt
að sofa þar fyrir liávaða, og
„ljósagangi". Þarna er alt fult af
rafljósauglýsingum, sem ltviknar
og slöknar á til skiftis, svo að
það gerir óþægindi inni í her-
bergjunum, jafnvel þó þykk tjöld
sjeu fyrir gluggunum. Og svo er
hávaðinn af götuumferðinni ekki
góður, sjer í lagi fyrir aðkomu-
menn úr smábæjunum, sem ó-
vanir eru gauraganginum í New
York. — Einn gistihússtjórinn
varð þess var, að gestum fór sí-
fækkandi á gistihúsinu hans og
honum duldist ekki hver ástæð-
an var. Og einn góðan veðurdag
sagði hann upp öllu starfsfólki
sínu og hætti gistihúsrekstrinum.
En í staðinn leigði hann hverj-
um sem hafa vildi pláss fyrir
ljósaauglýsingar á gistihúsþak-
inu. Og nú hefir hann miklu
betri atvinnu af þessu en að
hýsa fólk. Og hægari atvinnu.
Hann þarf ekkert að gera nema
að innheimta leiguna fyrir aug-
lýsingarplássin.
Nicaragua-skurðurinn.
Innan skamms verður byrjað á
að grafa nýjan skurð milli At-
lantshafs og Kyrrahafs, gegn um
Niacaragua. Bandaríkin fengu
með samningi árið 1903 land það,
er skurðurinn á að liggja um, til
99 ára. Á skurðurinn að liggja
frá Greytown við Atlantshaf til
Britto við Ivyrrahaf, en á þeirri
leið er stórt vatn, sem skipa-
leiðin liggur um. Panamaskurð-
urinn er „aðeins“ 78 kílóinetrar
á lengd en þessi skurður verður
330 kílómetrar, og siglingin um
hann tekur 36 klukkustundir, út-
hafanna á milli, en aðeins 8
stundir um Panamaskurðinn. Á-
ætlað er, að skurður þessi kosti
alt að 4000 miljón krónur.
Bandaríkjastjórn er þeirrar skoð-
unar, að vinda beri bráðan bug
að því að grafa skurðinn, því
umferðin um Panamaskurðin er
orðin svo mikil, að hún má
ekki meiri vera. Auk þess eru
skriður altaf af falla í Panama-
skurðinn við og við, og má bú-
ast við, að þær geti tept umferð
um skurðinn þegar minst varar.
FLUGURNAR OG SÍRÓPIÐ.
í smábæ i Þýskalandi vildi það til,
að stúllca, sem verið hafði inni í búð
og keypt sjer siróp á flösku, datt á
götunni og braut flöskuna. Sírópið
rann út á götuna, og undir eins og
flugurnar fundu lyktina komu þær
þarna að, fyrst fáar en síðan þús-
undum saman. En þetta voru bíflug-
ur og .fólkinu þótti svo skritið að sjá
allan hópinn, að áður en varði var
-Í^f^%
uMrnmmmmémr
S(mi 249. Reykjavik.
Okkar viðurkendu
niðursuðuvörur:
Kjöt....í 1 kg. lh kg. dóum
Kæfa....- 1 — Vi — —
Fiskabollur . - 1 — 'h — —
L a x...- 'á — —
fásl í flestum verslunum.
KaupiÖ þessar íslensku vörur, meö
því gætið þjer eigin- og alþjóðar-
hagsmuna.
Matar
Kaffi
Súkkulaði
Te
Ávaxta
Þvotta
M
Reyk
Úrvalið mest. Verðið lægst.
Verslun
Jóns Þórðarsonar.
_________________—*□
■rrzl
Kjavnfóðuv jf
\\ allar tegundir send-:
K um við hvert á land;
sem er gegn eftir-
\ kröfu. Mælum sjer-
\ staklega með okkar
Ll/baJH
l
Kvensokkar í miklu
úrvali í Hanskabúðinni.