Fálkinn


Fálkinn - 05.01.1929, Blaðsíða 3

Fálkinn - 05.01.1929, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen oa Skúli Skölason. Framkvœmiastj.: Svavab Hjaltbsted. AOalskrifstofa: Austurstr. 6, Heykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa t Osló: Anton Schjöthsgate 14. BlaCið keinur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mánuCi; kr. 4.50 á ársfjórCungi og 18 kr. árg. Erlendis 20 kr. Allar áskriftir greiOist fyrirfram. Augiýsingaverð: 20 aura miliimeter. ^tfmfiugsunarveri ~! Útvarpið er orðið eitl ínerkasta menningartæki nútimans. Allar hjóð- ir sem menningarþjóðir vilj'a lieita, hafa tekið það í þjónustu sína og opnað þúsundum og miljónum manna aðgang að fróðleik og skemtun, sem þeim var áður bönnuð hlutdeild i. Frjettirnar berast á vængjum iofts- ins til hinna afsketustu staða, og þeir sem áður urðu að fara á mis við þær eða fengu þær margra vikna gamlar, standa nú jafnfætis honum, sem best stóðu að vigi. Söngur, liljóðfæraslátt- ur og fyrirlestrar, sem stórhorgarbú- arnir einir gátu veitt sjer, er nú orð- in sameign allra þeirra, sem eiga sæmilegt viðtæki. Allir voru sammála um, að fáum þjóðum væri eins mikil nauðsyn á lit- varpinu og einmitt fslendingum. Hjer á landi býr fróðleiksfús þjóð við meira strjálbýli og verri samgöngur en nokkur l>jóð önnur. Hjer eru póst- göngur viða aðeins einu sinni á liverjum þremur vikum allan veturinn og póstfiutningar- svo hægfara, að hlöðin eru stundum orðin margra vikna gömul er þau koma á áfanga- staðinn. Hjer er minna um fyrir- lestrafræðslu en í flestum öðrum löndum, vegna þess hve fólk á erfitt með að koma saman. Og hjer er hljómlistarment lítil sein engin und- ir eins og komið er út fyrir höfuð- horgina. En það sem liöfuðborgin liafði að bjóða af þessu tagi, gat orðið sam- eign allra landsmanna, undir eins og góð útvarpsstöð kæmi i Reykjavik. Og meira cn það. Hið besta sem stór- þjóðirnar liafa að bjóða af söng og hljóðfæraslætti, gat orðið eign al- mennings hjer — nýr heimur gat opnast. Einstaklingar rjeðust í að koma hjer upp útvarpsstöð. Það kom á daginn, að til þess að reka útvarpið á þann hátt að það næði vinsældum þurfti miklu meira afl, en fjelagið átti. Og það kyrktist í fæðingunni. Nú hafa lög verið sett um það, að landstjórnin komi hjer á útvarpi og reisi fullkomna stöð. En lengra er málið ekki komið ennþá. Allir þeir sem eignast hafa viðtæki bíða óþolin- móðir eftir framkvæmdum. Og hinir, sem ekki hafa eignast viðtækin híða eflir því, að góð stöð komi. l>að er mikið talað um, að fólkið sœki til kaupstaðanna vegna þess að sveitalífið sje svo dauft og fábreyti- legt. Með útvcrpinu hverfur þessi á- stæða. Sveitirnar standa þá jafnt að vígi og kaupstaðirnir. Útvarpið getur ráðið miklu um, að fólkið tolli i sveitunum. UKRAINE - LAND DAUÐANS Ukraine-stúlkur i þjóðbúninguni. í hausl varð hungursneyð svo mikil í Ukraine, að miljónir manna höfðu ekkert til fæðis. Stjórnarfar hefir verið ilt þar í landi síðustu árin og í sumar varð alger uppskerubrestur, svo að nú í haust voru í landinu 732.000 fjölskyldur, sem stóðu uppi alveg matarlausar þegar veturinn og kuldinn gengu í garð. Ukraine — eða Litla Rúss- land, sem það var kallað fyrir stríðið — er 461.000 ferkílómetr- ar að stærð, en mannfjöldinn 28—29 miljónir. Það er eitt ríkjanna í ráðstjórnarsamsteyp- unni rússnesku. Á land þetta sjer gamla sögu. Sænsltir víking- ar stofnuðu riki í Kiew á 9. öld og stóð það um hríð með mikl- um blóma. En nágrannar þess girntust það, bæði Pólverjar, Tyrkir og Stóru-Rússar. Fóru svo leikar, að hinir síðastnefndu lögðu landið undir sig. En Litlu-Rússar eða Ukraine- búar gleymdu því ekki, að þeir höfðu einu sinni verið sjálfstæð þjóð. Á 19. öld var sterk þjóð- ernishreyfing í landinu, en stjórnin í Pjetursborg bældi hana niður með harðri hendi og fjöldinn allur af þjóðernissinn- uin var dæmdur í útlegð. -— Ástandið var slæmt í landinu um þessar mundir, því lítið var þar gert atvinnuvegunum til bóta, eins og víðast í löndum Rússakeisara. Landið var gott og frjósamt og þar eru ein hin bestu kornræktarhjeruð Rúss- lands, en samgöngum var svo ábótavant, að ba'ndum varð lítið úr framleiðslu sinni. Fljótin voru helstu samgönguleiðirnar og eru enn þann dag í dag, en þegar þau spillast snemma hausts koma bændur ekki af- urðuin sínum á inarkað. Þegar úti var • um þátttöku Rússa i heimsstyrjöldinni sögðu Ukraine-búar sig úr lögum við Rússa og Peltsjura hershöfðingi lýsti yfir sjálfstæði Ukrainebúa og stofnun „lýðveldisins Ukra- ine“, 18. desember 1917. Kom þetta land fram sem sjálfstæður aðili við friðarsaniningana í Brest-Litovsk og fjekk viður- kenningu miðveldanna fyrir full- veldi sinu. En eftir að styrjöld- inni lauk, ineð fullum ósigri miðveldanna haustið 1918 var landið sameinað Galisiu undir nafninu „hið mikla lýðveldi Ukraine“ og borgin Kievv var ákveðin höfuðstaður ríkisins. En þetta nýja ríki fjekk ekki viðurkenning hinna sigrandi stórvelda. Peltsjura og her hans átti i vök að verjast, eigi aðeins gegn bolsjevikum, heldur einnig gegn Pólverjum og gegn Denikin hershöfðingja, sem átti þá í ó- BrauOi er útbfftt <i strœtiinum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.