Fálkinn


Fálkinn - 05.01.1929, Blaðsíða 14

Fálkinn - 05.01.1929, Blaðsíða 14
14 FÁLKINM ísafirði, Akureyri og Seyöisfiröi. iiiiimMiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiitimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiimmiiiiMiiimiiiiiiiiii Holmblaös spil eru þau, sem allir vilja helst. Lang- skemtilegustu spilin. Notuö mest — endast best. — Höfum einnig jólakerti, súkkulaði o. fl. Litla Bílastööin Lækjartorgi Bestir bílar. Besta afgreiðsia. Best verð. Sími 668 og 2368. í Bingen við l\ín var þrítugur læknir nýlega tekinn fastur, grunaður um að hafa gefið unnustu sinni eitr- | Durkopp 1 n = saumavjelar, stignar og E | handsnúnar, hafa ágæta | | reynslu hjer á landi. | | Verslunin Björn Kristjánsson. | Ávalt mestar og |H bestar birgðir fyr- irliggjandi af allsk. karlmanna- og A unglingafatnaði. || VÖRUHÚSIÐ E Reykjavík Jón Björnsson & Co. | éiiiiMiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiniiié að súkkulaði. Höfðu þau verið trúlof- uð uni nokkurt skeið, en koin frem- ur illa saman. Læknirinn sendi unn- ustunni súkkulaðipakka, og eftir að hún hafði etið af honum lagðist hún fárveik og andaðist skömmu síðar. Voru leifarnar af súkkulaðinu rann- sakaðar og kom þá í ljós, að eitur var í þeim. Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. hann var að fara út úr vagninum, og sett- um einn af okkar mönnum í sætið hans og skipuðum honum að aka stanslaust tii stöðv- arinnar. Við höfum símað og skipað að láta lögreglumenn umkringja vagninn undir eins og hann kemur að stöðinni. —• Hversvegna sagðirðu mjer ekki fyrr hvað var á seiði? spurði Rocke, eins og eðli- legt var. —- Af því að þú hefðir eyðilagt alt með því að vera stöðugt að gá að Londe, svaraði Windergate. Auk þess er þetta lögreglunnar verk en ekki þitt. Við þurftum að hafa þig fyrir beitu, til þess að vinna þínu eigin máli gagn. Það hlægilega í málihu — ef hlægilegt skal kalla — var það, að tvífari þinn gaf lyftustúlkunni loforð, sem þú ekki efndir, þegar til kom. Þessvegna kom hún að finna þig, og blaðraði svo frá öllu saman, af því að hún var þjer gröm fyrir svikin. -— Já, það hefir hún gert, stelpuskrattinn. En Londe, — þið skuluð ekki halda annað en að hann sleppi út úr. vagninum áður en hann kemur til stöðvarinnar. — Mig grunar, að það geti orðið erfitt, svaraði Windergate. Jeg hafði tvo leynilög- reglumenn á bifhjólum til að fylgjast með hifreiðinni. Hinn hló, dálitið kuldalega. — Þið farið að eins og lögreglumenn, sagði hann háðs- lega. Jeg vildi, að jeg hefði vitað, hvað þið ætluðust fyrir, þá skyldi jeg hafa gefið ykk- ur betri ráð. - - Hvað meinarðu? spurði Windergate. — Jeg meina, svaraði hinn með fyrirlitn- ingu, að þið hafið ekki einn einasta mann í öllum ykkar hóp, sein hefir hálft vit á við Londe. Ef þið haldið, að hann geri sjer að góðu að sitja rólegur í leiguvagni, þangað til kornið er til Marylebone-stöðvarinnar, þá er- uð þið stórgáfaðri en jeg hefi haldið hingað til!! — Hann hefir ekki nein ráð til að sleppa, sagði Windergate. Fjelagi hans leit út um vagngluggann. Þeir voru komnir að staðnum sem hann hafði valið sjer. — Það hefir þú heldur ekki, sagði hann og rak hníf, sein hann hafði snögglega dregið upp úr vasa sínum, inilli herða leynilögreglumannsins. Daníel Rocke varð fyrstur manna til að heimsækja Windergate. Hann sat upp við dogg, og leit vesaldarlega út, en var þó á batavegi. Þeir heilsuðust með handabandi, hálf-sneypulegir. — Vitfirringurinn hefir gabbað okkur enn, stundi Windergate. — Og gerði næstum útaf við mig í tilbót. Það munaði ekki nema fertugasta hluta úr þumlungi. — Þig grunaði ekki neitt? spurði Rocke. —- Ekki vitund. Jeg var jafn viss um, að það værir þú, sem kom labbandi og fór svo með mjer burt úr hópnum, og, að það sjert þú, sem jeg er að tala við núna. Þú veist hvernig alt gekk til? Það er einfalt, en að- dáanlega fífldjarft. Einmitt eins og vitfirr- ingur mundi leggja á ráðin .... Gefðu mjer eina matskeið af viskýinu þarna og dálítið sódavatn, Rocke. Jeg má fá það þrisvar á dag. Daníel mældi viskýið rausnarlega, hland- aði það södavatni og rjetti sjúklingnum, en hann rendi út úr glasinu í einum teig. Náunginn var húinn að vera á hælun- um á þjer í hálfan mánuð, hjelt Winder- gate áfram, — og hann hlýtur að hafa vit- að, að þú ætlaðir að borða hjá prófessor Mayer og hvenær þú myndir fara þaðan, hjer um bil. Enginn vafi er á því, að þetta tiltæki hans við stúlkuna var alvara, og þeg- ar hann fann, að það ætlaði að mishepnast, fór hann áleiðis til vagns síns. Þar sá hann, að annar bifreiðarstjóri var kominn í sætið, og skildi auðvitað hvernig í öllu lá. Hann skipaði honum svo að aka heim að húsi pröfessorsins og liíða þar í nokkrar minútur. Við höfðum sagt ökumanninum að fara hvert sem honum væri skipað, fyrst, en koma að lokum að stöðinni. Tveir menn á bifhjólum áttu að ná í bifreiðina á horninu á götunni, sem þeir og gerðu. Londe gekk upp eftir hellulagða stígnum, sem liggur upp að húsi prófessorsins, og faldi sig þar bak við runn. Eftir fimm mínútur komst þú út, hjelst, að prófessorinn hefði útvegað þennan vagn handa þjer og settist upp í hann undir eins. Maðurinn ók þig til lögreglustöðvarinnar, eins og fyrir hann hafði verið lagt. Londe kemur út úr garðinum og sjer hópinn, sem safnast hafði saman kringum stúlkuna. Hann sjer mig líka vera að lóna þar með minn vagn. Hann skellir aftur hliðinu hjá prófessornum og gengur til okkar, rjett eins og það sje af tilviljun. Það er mesta fifl- dirfska, sem jeg hefi nokkurnlíma heyrt um getið. Hann vildi eiga það á hættu hvernig jeg brygðist við, og auðvitað tókst honum það, eins og til var ætlast. Við töluðum sam- an á leiðinni til stöðvarinnar, og þú getur trúað því, að mig grunaði ekki neitt, eitt einasta augnahlik. Hann var lítið eitt loð- mæltur, en jeg vissi hinsvegar, að þú varst kvefaður. Svo alt í einu .... ja, þú veist það, sem eftir er. — Fyrri bifreiðarstjórinn gerði okkur mikil vonbrigði, sagði Daníel. Saga hans reyndist vera dagsönn. Londe náði í hann i Strand — hefir eflaust neytt þess, að hann er mannþekkjari — og bauð honum tiu pund til að gera það, sem fyrir hann yrði lagt, það sem eftir var kvöldsins. Maðurinn hafði aldrei sjeð Londe áður, og varð því ókkur að engu gagni. Windergate lá örlitla stund með hálflok- uð augu. Það hefir náttúrlega enginn sjeð Londe koma út úr vagninum? spurði hann alt i einu. — Engin lifandi sála, svaraði Daníel. Öku- manninn grunaði alls ekki, að neitt væri að, fyrr en hann kom til stöðvarinnar. Londe hvarf eins og dropi i hafið. Hjúkrunarkonan rak höfuðið inn um gætt- ina. Daníel stóð upp. —- Fallegar fjólur, sem þú hefir þarna, Windergate, sagði hann, og leit á skálina, sem stóð hjá rúminu. Windergate brosti hálf-kindarlega. — Það er fallega gert af ungfrú Lancaster að senda mjer þær, tautaði hann. — Hún ætlar að heimsækja mig eftir einn eða tvo daga. Daníel kinkaði kolli og fór, dálítið snögg- lega. — Jæja, vertu sæll, kall minn, sagði hann um leið. — Augnablik enn, það Windergate, og reisti sig upp til hálfs. — Aðeins eitt orð, systir .... — Við náuni í hann, Rocke, það skal verða .... mundu eftir því. Daníel ætlaði eitthvað að segja. Hjúkrun- arkonan skarst í leikinn, og var ósveigjan- leg. Hún hafði sjeð roðann í kinnum sjúkl- ings síns, og grimdarglainpann í augum hans. — Ekki fleiri orð núna, skipaði hún .... og henni var hlýtt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.