Fálkinn - 05.01.1929, Blaðsíða 13
F Á L K I N N
13
•IHIIIHIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIItllg
1 Veðdeildarbrjef. |
S laiiiiiitiiiiiiii’iaiiaiiBiiBiiBiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiii g
mm mm
Bankavaxtarbrjef (veð-
deildarbrjef) 8. flokks veð-
S deildar Landsbankansfást S.
mm mm
keypt í Landsbankanum
og útbúum hans.
S Vextir af bankavaxta-
brjefum þessa flokks eru
5%, er greiðast í tvennu
lagi, 2. janúar og 1. júlí S
ár hvert.
Söluverð brjefanna er
89 krónur fyrir 100 króna
brjef að nafnverði.
Brjefin hljóða á 100 kr.,
500 kr., 1000 kr. og
5000 kr.
| Landsbanki Íslands i
mm 3
•IHIIIIHIIIIIIIIHHIIIIIIIIHHHIIHHIIIIIÍ
Tollstjórnin i Finnlandi telur, að
siðasta árið hafi verið smyglað inn í
landið um 6 miljón lítrum af spiritus.
◄
◄
◄
◄
◄
◄
<
◄
◄
◄
◄
◄
• '
Hver, sem notar
C E L O T E X
og
ASFALTFILT
í hús sín, fær hlýjar og
rakalausar íbúðir.
Einkasalar:
Verslunin Brynja,
Laugaveg 24, Reykjavík.
]árn
Stál
Eir
Kopar.
Einar 0. Malmberg.
Vesturgötu 2. — Sími 1820.
súkkulaðið er að dómi
allra vandlátra hús-
mæðra langbest.
Ávalt fjölbreyttar birgðir af
HÖNSKUM fyrirliggjandi.
HANSKABÚÐIN.
RÆBILiG DÆGRADVÖ
u
Eftir
PHILIPPS OPPENHEIM.
Klukkan rúmlega ellefu sama kvöld gerð-
ist dálítill viðburður á götu einni í útjaðrin-
um á Hampslead. Þetta var stutt gata með
húsum báðu megin, sem stóðu spölkorn frá
sjálfri götunni, en fyrir framan þau voru
töluvert stórir garðar. Trjen, sem voru fram
með gangstjettinni, skygðu dálítið á götuljós-
in. Við eitt trjeð sat ung stúlka, sem var
auðsjáanlega að rakna úr yfirliði. Á enni
hennar var skurður og sár á hálsinum. Hún
var náföl, og auðsjáanlega mjög skelfd. Hjá
henni stóð lögreglumaður í einkennisbún-
ingi, með vasabók í hendinni. Annar mað-
ur, sem hefði getað verið læknir, stóð hinu-
megin við hana og stúlka úr næsta húsi og
maður með henni, biðu skamt frá og
horfðu forvitnislega á. Stúlkan var að hress-
Æist það mikið, að hún gat talað.
— Jeg heiti Amy Kinlake, sagði hún, —
og kenni að leika á hljóðfæri. Jeg var á leið-
inni heim, úr húsi hjer rjett hjá. Svo náði
leiguvagn í mig, rjett hjerna, og út úr hon-
um kom maður og gekk til mín. Jeg hjelt
þetta væri einhver, sem jeg þekti, annars
hefði jeg æpt upp. Maðurinn kom til mín og
tók ofan. Alt í einu greip hann mig og hjelt
vasaklút fyrir vitin á mjer. Jeg fann vonda
lykt — það var klóróform, eða eitthvað því
líkt, og ....
— Haldið þjer áfram, ef þjer getið, sagði
lögregluþjónninn.
— Jeg gat ekki hreyft mig — var alveg
inattlaus. Mjer fanst hann ætla að lyfta
mjer upp i vagninn og rak upp hljóð, sem
þessi herra hefir víst lieyrt. Maðurinn hefir
líklega orðið hræddur. Hann hrinti mjer frá
sjer, og jeg datt á gangstjettarbrúnina.
Leiguvagninn fór leiðar sinnar.
—• I hvaða átt? spurði lögregluþjónninn.
— Hann beygði inn í Laburnum Road,
fyrir augnabliki.
— Getið þjer lýst manninum? spurði lækn-
irinn. - Jeg hefi sent eftir vagninum mín-
um og get ekið yður heim. En segið okkur
fyrst hvernig hann leit úl, ef svo færi, að
þjer mistuð meðvitundina aftur. Jeg sá hann,
að vísu sjálfur, en mjer þætti betra að fá
yðar lýsingu á honum lika.
— Við sáum hann líka, sögðu hjónaleysin,
sem stóðu hjá.
— Verður mjer ilt aftur? spurði stúlkan.
—- Það er mjög ósennilegt, svaraði lækn-
irinn. En svefnmeðalið, sem hann hefir not-
að við yður, þekki jeg alls ekki, svo jeg get
ekki sagl hver áhrif þess kunna að verða.
En jeg vildi gjarnan heyra lýsingu yðar á
manninum. Jeg ætla á lögreglustöðina, þegar
eg hefi fylgt yður heim til yðar.
Stúlkan ætlaði eitthvað að fara að segja,
en alt í einu náfölnaði hún, eins og hún
hefði snögglega orðið hrædd aftur. Hún leit
á gangstjettarspottann að götuhorninu, þar
sem vagninn hafði horfið. Þar var maður á
gangi og fór hratt. Þegar hann nálgaðist, rak
hún upp óp.
— Þarna er hann .... Hann er kominn
aftur .... Látið hann ekki koma nærri mjer.
—- Verið þjer óhræddar, sagði lögreglu-
þjónninn. — Ef þetta er maðurinn, náum
við i hann og þjer getið verið rólegar.
Þau horfðu forvitnislega á manninn. Á
síðasta augnabliki, er hann sá hópinn á
gangstjettinni, liikaði hann. Lögregluþjónn-
inn gekk lil hans. — Gæti jeg’ talað eitt orð
við yður? spurði hann.
— Hvað er að? spurði liinn nýkomni, og
kom nær.
-— Þetta er maðurinn, æpti stúlkan laf-
hrædd. — Þetta er sá, sem dró mig inn í
vagninn.
— Það stendur heiina, þelta er sá sami,
sagði ungi maðurinn. Jeg sá hann greinilega
við ljósið.
— Það er hann, stundi stúlkan. — Látið
hann ekki koma hingað.
— Mjer er óskiljanlegl hvers vegna hann
hefir komið aftur, sagði læknirinn við lög-
regluþjóninn i hálfum hljóðum, -— en hins-
vegar er jeg viss um, að það er sá sami, sem
jeg sá halla sjer út úr vagninum.
— Þjer verðið að koma með mjer á stöð-
ina, sagði lögregluþjónninn við komumann,
og gætti þess vanölega, ef hinn kynni að
hreyfa sig á einhvern hátt grunsamlega.
— Má jeg spyrja um efni kærunnar?
spurði liinn.
— Þjer hafið ráðist á þessa ungu stúlku,
svaraði lögregluþjónninn.
— Bull, sagði hinn fyrirlitlega. — Jeg heiti
Daníel Rocke og er vel þektur i utanríkis-
ráðuneytinu og á þjóðminjasafninu, sem
sjerfræðingur i leyniskeytum og dulmáli.
Jeg kem beint hingað frá prófessor Mayer,
hjerna hinumegin við hornið.
Þá kom Windergate út úr myrkrinu, á-
samt einum liðsmanni sínum. — Jeg vil ná
í þenna mann, — þjer þekkið mig, lögreglu-
þjónn — Windergate frá Scotland Yard.
— Jú, rjett, sagði hinn og heilsaði.
Maðurinn, sem slapp þannig, var stein-
hissa, en opnaði þó elcki munninn, f^'rr en
hann var kominn upp í vagn Windergates. —
Hvern djöfulinn sjálfan á þetta alt saman
að þýða? spurði hann.
— O, það er bara einskonar samsæri, svaraði
hinn stuttlega. Jeg skal skýra það alt fyrir
þjer nú þegar, ef þú vilt. Það var saga lyftu-
stúlkunnar, sem beindi grun mínum í á-
kveðna átt. Það er gamli fjandmaðurinn okk-
ar, sem er á ferðinni, enn einu sinni, og jeg
skal játa, að hann er hættulegasti og kæn-
asli glæpamaður, sem jeg hefi nokkurntíma
fyrir hitt. Hann hefir lært ytra útlit þitt ut-
anbókar, og líkt það svo vel eftir, að ekki
var hægt að þekkja ykkur í sundur. Jafn-
vel mínir menn hafa látið gabbast. Hann
kom inn í skrifstofuna þina í þeim tilgangi
að drepa þig, en skaut þennan þýska ná-
unga, Ivaster, í þeirri trú, að hann væri þú,
og gekk svo út, eins og ekkert væri um að
vera. Svo komst þú inn, fimm mínútum
seinna, og lyftustúlkan myndi hiklaust leggja
eið út á það, að þú hefðir farið út rjett á
undan. Skilurðu þá samhengið? Og síðan
hefirðu, sem sagl, verið eltur. Mjer datt i
hug að eitthvað þessu líkt myndi ske. Við
vissum, að þú ætlaðir að borða hjá prófes-
sor Mayer og myndir koma hjer áður en
langt um liði. Londe hefir sennilega ætlað
að nema stúlkuna burt, og hefði auðvitað
gert það, hefði hann fengið næði til þess.
Að minsta kosti bjó hann sig til farar í það
gerfi, að hver maður hefði svarið, að þar
værir þú á ferðinni, en hætti svo við stúlk-
una þegar hann sá, að hann komst ekki burt
með liana og forðaði sjer.
— Og hvert förum við nú?
Til Marylebone lögreglustöðvarinnar.
Við tókum bifreiðarstjórann fastan þegar