Fálkinn


Fálkinn - 05.01.1929, Blaðsíða 5

Fálkinn - 05.01.1929, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. Menn minnast úr æsku frá- sögninni um það, er tveir af lærisveinum Jesú voru á leið til Enunaus, daprir í huga yfir því að hafa mist læriföður sinn. Þeir höfðu fengið vitnisburð um, að Kristur væri upprisinn: höfðu verið spurðir hversvegna þeir leituðu „hinna lifandi meðal hinna dauðu“. En þeir átta sig ekki ennþá á hinum mikla við- hurði kristninnar, sem þeir þó áttu að vita fyrir, — að Kristur væri upprisinn. Og Jesús slæst í för með þeim á veginum. En „augu þeirra voru haldin, svo að þeir þektu hann ekki“. — — — Kristnir menn á vorúin dög- um vita allir um upprisu Krists cg trúa á hann krossfestan og upprisinn. En samt er eins og þeir sjeu sömu lögum háðir og lærsveinarnir, sein guðspjallið segir frá. Þeir eru daprir í huga, þeim finst Kristur horfinn úr augsýn, finst hann ekki cins ná- lægur og hann var þeim, þegar þeir i bernsku lærðu biblíusög- urnar sínar, finst svo margt, sem við ber í lífi þeirra vera þess eðlis, að guð sje þar ekki alt í öllu. „En augu þeirra voru haldin, svo að þeir þektu hann ekki“, stendur í guðspjallinu. Kristn- Um mönnum á öllum öldum hef- ir verið eins farið og sagt er frá um lærisveinana tvo og eigi á þessa sist við á vorum dögum. Augu vor eru haldin, svo vð vjer þekkjum hann ekki. — Alstaðar er Jesús nálægur, í öllum störfum vorum, alt sjer hann sem fyrir oss her. Kær- leiksverki hans var ekki lokið með dauða hans á krossinum, heldur hefir hann ávalt siðan verið ár-naðarmaður vor hjá Guði. Hann er alstaðar nálægur, hvort heldur það er í velgengn- inni, þegar lífið leikur við oss eða í mótlætinu, þegar oss finst alt svo erfitt og mótdrægt, og ])egar oss finst eins og almætti Guðs hal'i gleymt okkur og vjer af veikleika förum að efast um, að Guðs verndarhönd sje yfir oss. Alt þetta kemur af því, að augu vor eru haldin, svo að vjer þekkjum hann ekki. Við þekkj- um hann ekki í mótlætinu, en gleymum honum í meðlætinu. Hann, sem er með oss að eilifu. Við rennum augunum yfir lið- ið ár og horfum fram á ]iað næsta — frain í komna tímann og óvissuna. Við gerum upp það sem liðið er og leggjum áætlanir fyrir hið ókpmna, hvað við æthim að gera og hvernig það eigi að vera. En er það ekki oft svo, að þetta sje gert án þess, að hafa þann með i ráðum, sem öllu ræður, hann sein cr með oss bæði í vöku og svefni, hann sem gleðst yfir hverri göfugri hug- sjón, sem við ásetjum okkur að framkvæma, en grætur yfir því, sem vansæmir hvern þann, sem heita vill Guðs barn. Við reynum við áramótin, að gera oss grein fyrir því, sem varðar jarðneska lífið. En er okkur jafn umhugað um, að gera oss grein fyrir því, hvort við á liðna árinu höfum þokast nær því marki, að komast í tölu þeirra, sem Guðs riki erfa? Ef augu vor væri ekki svo haldin, að vjer þektum Krist, er hann slæst í för mcð oss, mundum vjer fyrst og fremst hugsa um það eina nauðsynlega, er vjer gerðum upp reikningana við sjálfa oss og legðum fram- tíðaráætlanirnar. Þá mundum vjer fyrst og fremst leita Guðs ríkis og hans rjettlætis og trúa fyrirheitinu um, að þá mundi alt annað veitast oss. Bækur. KAFBÁ TAHERNAÐ URINN heitir hók, sem kom út sköminu fyrir jólin. Er ]>að fyrsta frumsamda hókin á íslensku um eitt hið ægilegasta vopn ófriðarins mikla. Liggja ]>au drög til útkomu liennar, að þýskur maður, Árni Óla. Julius Schopka, Scm tók jiátt í ófriðn- um sem skipverji á kafbátnum „U. 52“ ilentist hjer eftir ófriðinn o}; er nú verslunarstjóri í Hcykjavik. Hafði liann haldið all nákvæma dagbók um J>að sem á dagana dreif allan Jiann tíma, sem liann var á kafbátnum. Voru pessir viðhurðir nægt efni i góða bók og fróðlega, ])ví „U. 52“ varð einn JUI.IUS SCHOPKA. af afrekadrýgstu kafbátum Þjóðverja i ófriðnum og háði marga hildi. Hafð- ist hann einkum við í Norðursjó og kringum Hjaltland og Orkneyjar, fór einnig i herferð suður í Miðjarðarliaf og suður með Afríkuströndum og sökti fjölda skipa. Meðal heirra var norska ísiandsfarið Flora. Seinasti stórvið- burðurinn er á daga kafbátsins dreif var sá, að liann sökk á liöfninni í Kiel með nokltrum hluta áhafnarinn- ar, þar á meðal Juliusi Schopka. Arni Óla blaðamaður hefir fært sögu kafbátsins .i letur og stuðst við dag- bækur og frásögn Scliopka. Er frá- sögnin ijós og skipuleg og rás viðburð- anna fylgt í rjettri timaröð, svo að lesandinn fær ]>arna samanhangandi sögu af einni grein ófriðarins. Er ]>að á l)orð við hestu skáldsögu að iesa sum atriðin úr hernaðarsögu kafháts- ins. Frásögnin er injög látlaus og hvergi verður maður ]>ess var, að reynt sje að gera viðburðina ægilegri en þeir voru i raun og veru, en hitt er og vist, að margt af því hefir verið ægilegt, sem bar fyrir skipverjana. Einmitt vegna þess, að frásögnin öll her merki þess, að hvergi sje hallað rjettu máli, er vcrulegur fengur að bók þessari, svo og vegna ])ess, að les- andinn fær þarna lýsingu, sem er ljós og skiljanleg vegna þess að öðrum efnum er þar livergi blandað inn i. Sem lýsing á þvi hvað kafbátahernað- urinn i raun og veru var, tekur hók- in fram mörgu af ])ví, sem ritað hefir verið um það efni á eriendum mál- um. Og hafa höfundarnir báðir lieið- ur af bókinni. JUST BING: VÉRDENS LITTERATURHISTORIE. Norski bókmentafræðingurinn Just Bing hefir skrifað sögu heimsbókment- anna og er 1. bindi ritsins komið ut og hefst með Homer en lýkur með enskum bókmentum um 1600. Bók- mentasaga ]>essi er einkar skipulega rituð og aðgengileg. Er þar i liverjum kafla gefið yfirlit yfir hvert tímabil og lýsing á einkeunum þess og síðan iýst helstu skáldum. Fyrstu sex kafl- arnir segja frá bókmentum Grikkja, er sá fyrsti um Homer, annar um sorgarleikina grisku, þriðji um leiklist Grikkja, fjórði um gamanleiki Grikkja, fimti um griskar bókmentir í óbundnu máli og sjötti um bókmentir Hellcna. Þá koma tveir langir kaflar um upp- haf latneskra bókmenta og blómgun þeirra, en næst segir frá bókmentum Gyðinga og bibiiuritunum, bókment- um frumkristninnar, Austgota, ridd- arakvæðum o. fl. Höfundur lýsir greinilega miðaldabókmentunum og segir frá bókmentum Evrópulandanna fram á aldamótin 1600. En eigi minn- ist hann einu orði á norrænar bók- mentir, og er það einkennilegt, úr því að ritið er alraenn bókmentasaga. Bókin er skemtilega og alþýðlega rituð, svo að telja má víst, að marg- ir þeir, sein annars ekki hafa gaman af bókmentafræðslu, muni lesa hana sjer tii Ánægju. — H. Ascliehoug & Co. liefir gefið bóltina lit og er útgáfan liin vandaðasta, á ágætum pappír og prýdd fjölda góðra mynda. O. E. RÖLVAAG: PETER SEIER. Höfundur bókár þessar er norskur mentamaður i Ameríku og liefir iiann áður skrifað nokkrar bætur, er lýsa lifi norskrá landnema vestra. Hciti bókar þessarar segir til um, að sögu- iietjan heiti Peter Seier. Þegar mað- nr iýkur lestri hókarinnar finst manni þó, að hann iiafi eiginlega ekki komið frekar við söguna en ýmsar aukaper- sónurnar, cn liinsvegar verður móðir iians sú persónan, sem minnistæðust er. Er mætavel lýst baráttu hennar fyrir lífinu á præriunum vcstra, með barnahópinn sinn, eftir að liún hefir mist manninn sinn, sem hefir orðið úti i byl. En jafnframt berst liún fyr- ir þvi, að börn hennar gleymi ekki ættjörð sinni, tungu og siðum. Sú barátta verður til lítils og hún sjer afkomendur sina verða að Ameriku- mönnum og gleyma þjóðerni og tungu er þau vaxa. Höf. lýsir einnig itarlega trúmálasundrungunni og ofstækinu hjá landnemum vestra. GrýD U M V I Ð A VERÖLD. RETLARARMR í TOIÍIO fylgjast vel með kröfum tímans. Þeir liafa öflugan fjelagsskap og hef- ir fjelagið nú fyrirsltipað, að vinnu- tími þeirra skuli ekki vera nema þrjár stundir á dag. Viðurkenna þeir þó, að ]>essi ráðstöfun sje ckki sprottin af ieti heldur sje liún gerð vegna þcss, að „vinnuframboðið" i þessari grein sje svo mikið. Borginni er skift í sex hverfi og starfa ákveðnar betlara- sveitir í liverju hverfi — þrjá tima i einu. Undir cins og þeir eru liðnir verða „vaktaskifti“ og næsti betlara- flokkur tekur við. ÍÞRÓTTIR FYRIR ÞRJÚ ÞÚS. ÁRUM. í eyðimörkinni miili Kartagó og Utica hafa menn fundið rústir af 3000 ára gömlum leikvangi. Þar hafa kpm- ist fyrir 300.000 áhorfendur, svo að þetta iiefir ekki verið neitt smásmíði. Við leikvanginn hefir fundist* minnis- merki yfir frægan linefleikamann, sem verið hefir eftiriætisgoð manna á þeim timum. Stendur á minnismerkinu, að þessi hnefaleikamaður hafi fengið hærra kaup fyrir einn bardaga, cn embættismenn fengu i árslaun. Svo heimurinn hefir ekki verið svo ólikur sjálfum sjer fyrir 3000 árum. cflffiöst yéar yeía aufiisí um 23°\o. Enskir læknar sem sjerstaklega hafa rannsakað þreyfu, hafa orðið þess vísari að við notkun Sanatogen aukast af- köst mannsins um 23°/o. Danskir Iæknar hafa í sjerstökum yfirlýsingum stað- fest, að notkun Sanatogen slyrki bæði líkama og sál. Læknar um víða veröld hafa í yfir 24.000 yfirlýsingum kveðið upp hagstæða dóma yfir Mmimíaákn Þjer ættuð sjálfur að notfæra yður þessa staðreynd og bæta yður upp eydda orku og taugastyrk með því að nota Sanatogen. Þjer áorkið meiru og færið sál yðar nýjan styrk! I pökkum frá kr. 1,85 í öllum iyfjabúðum. Veröiö hefir veriö lækkað aö mun. Ef þjer óskið frekari upplýsinga þá fyllið út miðan hjer fyrir neðan og sendið hann til A/S Sanatogen Co, Köbenhavn V. ________Sct. Jörgensallé 7.____ öendið m|er ókeypis og burðargjaldsfrítt: Sanatogen-sýnishorn og bækling. Nafn: ........................ Staða: ........................ Heimili: ......«

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.