Fálkinn


Fálkinn - 05.01.1929, Blaðsíða 7

Fálkinn - 05.01.1929, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 SA NÆSTI ' SAGA EFTIR JÚHANNES ÓR KÖTLUM Hiin sat i'yrir framan spegil- inn og horfði hugfangin á mynd sína. Ánægjulegri sjón en sjálfa sig hafði hún aldrei sjeð. Hún gat setið tímunum saman og fláðst að íegurð sinni, þessari ó- metanlegu náðargjöf, sein enginn gat virt til verðs. — Og hennar yndislegasta atvinna var, að fægja þetta mjúka hörund og laga þessa stærilá'tu lokka, sem ieiddu hina grandvörustu pipar- sveina í freistni. Þeir höfðu komið til hennar í tugatali, ungir og gamlir, fall- egir og ljótir, ríkir og fátækir. En hingað til hafði hún vísað þeim öllum á bug. Hún hafði haft gaman af að brjóta i þeim hrygginn, sjá þá skríða auð- mjúka í duftinu og engjast af ástarkvölum, hinum hræðileg- ustu kvölum sem til eru. Hún var sjerstaklega skraut- klædd i dag, því í dag var af- mælisdagurinn hennar. I dag var hún þrjátiu ára gömul. Hún hrökk alt í einu við og hvarf frá speglinum. Þrjátíu ára gömul. Það var sannarlega at- hugavert málefni. Hún tók nú fyrst eftir því, hvað aldur henn- nr var orðinn iskyggilega hár. hað gat verið varasamt að leika sjer ol' lengi. Hún var nú að vísu alveg eins falleg enn og þegar hún var tvítug. Að minsta kosti sagði spegillinn það, en eins og kunnugt er, er vandaður spegill allra hluta ólýgnastur. Hún fleygði sjer upp í legu- hekkinn og fór að hugsa málið alvarlega. Það var þó óþolandi, uÖ verða lítilsvirt piparkerling •eftir alt saman. Til þess hafði guð gefið henni alt of mikla nröguleika, í hinni harðvítugu samkepni ástalífsins. Eftir mikil heilabrot og bollaleggingar komst hún loks að ákveðinni niður- stöðu. Hingað og ekki lengra, sagði hún við sjálfa sig. Jeg tek þann næsta. — Og hún lijet því við höfuð sitt, fyrir framan spegilinn, besta vininn sem hún atti, að talca þann næsta, hver sem hann yrði. Það kom yfir hana sælukend 1 °, þegar hún var búin að taka þessa hátíðlegu, þýðingarmiklu ákvörðun. Hún kveikti sjer i yindlingi, settist í djúpan hæg- indastól og skemti sjer við að horfa á reykinn lilykkjast út í Joftið. Innan lítillar stundar var dyrabjöllunni hringt. Hún stóð UPP .og opnaði þegar. Úti fyrir stóð máður, sem hún bar engin kensl á. Hann var hár vexti, fríður mjög í sjón og tiginmann- 'ega til fara. Hann lyfti hattin- 11,11 kurteislega og spurði hvort þetta væri ekld frú Ingimundar- son. Nei, því miður var þetta fröken Ásmundsson og hún vissi ekki fil að nein frú Ingimundar- son byggi i þessu húsi. »*Ieg bið mikillega afsökun- ar“> sagði maðurinn, hneigði sig Ofí ætlaði að hverfa á brott aft- ur. ■ >Híðið ögn við, herra minn“, sagði fröken Ásmundsson í for- kunnar ástúðlegum róm. „Má ®kki bjóða yður innfyrir. Ef til vill gel jeg gefið yður nauðsyn- legar upplýsingar“. Maðurinn stóðst elcki þessa raun og hneigði sig aftur, mjög þakklátlega. „Jeg heiti Áki Arnfells“, mælti hann um leið og hann fór úr frakkanum sínum og gekk inn í stofuna. „Það er fagurt nafn“, svaraði ungfrúin og vísaði honum til sætis. „Fegurra er þó alt sem hjer er inni, þó þjer sjálfar, ungfrú, berið að vísu af því öllu saman“, mælti lierra Arnfells og brosti þýðlega. Fröken Ásmundsson hristi loltkana hæversklega frá enninu og ljettur roði, sem fór henni einstaklega vel, flaug um vanga hennar. „Jeg er svo glöð á þessari stundu, því einmitt í dag er af- mælið mitt. Jeg veit það er bjánalegt að segja yður frá þessu, alókunnugum manni, en þegar maður er glaður fer oft svo, að maður segir jafnvel steinunum heldur en engum“. „Það gleður mig, ef jeg í þetta sinn hefi getað komið i steinsins stað“, mælti geslurinn brosandi, um leið og liann kveikti í vind- lingi, sem ungfrúin hafði fært honum. Fröken Ásmundsson kinkaði kolli og brosti bliðlega á móti. „Jæja. Svo það er einhver frú Ingimundarson sem þjer ætlið að finna. Nú lengi hefir engin kona með því nafni búið í þessu húsi. En fyrir fimm áruin síðan flutti hjeðan ekkja, sem hjet frú Ingimundarson. Mig minnir að hún færi til Ameríku". „En, með leyfi, ungfni. Þektuð þjer nokkuð þá Iconu?“ „Mjög lítið, því miður. Jeg vissi bara það, að maðurinn hennar sálugi liafði verið slátr- ari“. „Það er líka nóg. Það hefir einmitt verið konan, sem jeg er að leita að. í trúnaði get jeg sagt yður frá því, að þessi frú Ingimundarson var eitt sinn unnusta mín. Það er löng og sorgleg saga að segja frá því. Jeg var fátækur en slátrarinn ríkur. Og svo var hún auðvitað neydd til að eiga slátrarann. Jeg hvarf út í veröldina, til að reyna að gleyina sorg minni. En áður en við skildum hjetum við hvort öðru æfinlegri trygð. Fyrir sex árum síðan var jeg staddur í fjarlægu landi, og hitti þar þá af tilviljun mann einn hjeðan úr borginni, sem sagði mjer að þessi gamla vinkona mín væri nú orðin ekkja og byggi hjer í þessu húsi. Atvik hal'a valdið því að jeg hefi ekki getað leitað hennar fyrri — og nú er jeg orðinn fimm árum of seinn. Á morgun legg jeg af stað til Ameríku“. „Almáttugur! Það er þó ó- mögulegt!" andvarpaði fröken Ásmundsson og bljes reyknum út um nefið. „Ameríka er stór, herra minn, — alt of stór fyrir einn mann að leita þar að einni konu. Þar að auki eru fleiri kon- ur til en frú Ingimundarson, sem var að vísu orðin gömul fyr- ir tímann, þegar jeg sá hana siðast fyrir fimm árum“. Herra Arnfells tottaði vind- linginn sinn og horfði hugsandi á rauða rós í glugganum. „Má ckki bjóða yður eitt glas af víni“, sagði ungfrúin og stóð upp. „Þakka yður fyrir“, svaraði gesturinn. „En jeg skammast mín fyrir að níðast þannig sifelt á gestrisni yðar, fröken Ás- mundsson“. „Ó, minnist þjer ekki á slíkt, kæri herra. Mjer er miklu meiri ánægja en svo að návist yðar“. Þau settust að drykkju við lít- ið borð, eins og þau væru gainl- ir kunningjar, sem hefðu þekst alla sína æfi. Vínið var ljúffengt og herra Arnfells gerðist býsna skrafhreifur, þegar það tók að svífa á hann. „Jeg óska yður til hamingju ineð afmælisdaginn“, sagði hann. „Skál, yndislega ungfrú!“ „Skál! Og þakka yður fyrir!“ Svo fór hann að segja henni ýmsar sögur af ferðum sínum úti í löndum, en smám saman fengu þó samræðurnar ástúðlegri blæ. Og þar kom, að hún fór að sýna honum skartgripi sina og ýms önnur verðmæti. Hann dáð- ist mjög að því öllu saman og sagði að hún væri ekki að eins fögur, heldur lika bæði góð og rík. Loks trúði hann lienni fyrir því, að hann væri að hugsa um að hætta við Ameríkuferðina, þó með því skilyrði að hún yrði þá konan sín í staðinn fyrir frú Ingimundarson. Þetla var nú einmitt það sem ungfrúin var að bíða eftir. Hún fleygði sjer í útbreiddan faðm hans og and- varpaði af gleði. „Guð hefir sent mjer þig i al'- mælisgjöf, elsku Áki“, hvíslaði hún alveg frá sjer numin. „Ertu þá mín?“ hvíslaði hann á móti. „Sál mín, hjarta mitt, alt sem jeg á, er þitt“. Og innan stund- ar var hún sofnuð við brjóst hans. — Þegar hún vaknaði aft- ur lá hún í legubekknum, en hinn góði gestur var .horfinn Brjefmiði datt á gólfið um leið og hún slóð upp. Á honum stóð skrifað með fallegri karlmanns- hendi: „Jeg þarf að bregða mjer í ferðalag, elskan mín, sem getur orðið nokkuð langt. Jeg tek með mjer það sem er ómerkilegast af því sem þú gafst mjer: gullúrið, gimsteinana og fleira smá- vegis. Það sem dýrmætast er neyðist jeg til að skilja eft- ir, þar á meðal sál þína og hjarta þitt. Þinn Áki.“ Fröken Ásmundsson gekk að speglinum sínum og grjet fyrir framan hann. í dag var hún þrjátiu ára gömul. Kvikmyndakonan fljúgandi. Amerikumenn kunna manna best að nota mátt auglýsinganna. Þegar ein- hver hefir orðið frægur fyrir iprótta- afrek, er lionum óðar hoðin staða við einhvcr |iau störf, sem gagn liafa af nafninu fyrir ]>að eitt, að ]jað cr frægt i augnablikinu. Og ]>að eru ekki sist kvikmyndafjelögin, sem geta Líkast smjöri! mm SmÍ0RLÍKÍ aooaoaoooooooooaoaoooeHðoo o o o o o o o o o o o o o o o o Verslið 1 o Edinborg. | o ooooooooooooooooooooooooo **------------------------- Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8b. Sími 420 hafa fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og end- ingargóðu veggfóðri.papp- ír, og pappa á þil, loft o.g gólf, gipsuðum loftlist- um og loftrósum. dregið að sjer athygli með slikum nöfnum. Hnefleikasigurvegararnir Dempsey og Tunney, sundkonan Gerlrude Ed- erle og Babe Rulli og margt fleira fólk fjekk liálaunaðar stöður lijá kvikmyndaf. jelögunum eftir að það liafði unnið íþróttaafrek sin. Stund- uin hefir þetta ekki komið að tilætl- uðum nolum, t. d. varð mikið tap á Ederle-myndinni, af því að stúlkan „tók sig illa út“ á kvikmynd. En Dempsey, Tunney og Babe Ruth komu vel fyrir sjónir á hvíta dúknum. Flugkonan Ruth Elder, sem í vor reyndi að fljúga yfir Atlantshaf en að vísu komst ekki alla leið, var þeg- ar ráðin í þjónustu kvikmyndanna. Paramountfjelagið náði í hana og um þessar mundir er hún að leika aðal- hlutverkið í kvikmynd móti Ricliard Dix. Myndin hcitir „Moran of the Marines" og gerist mikið af hcnni 'á flugi, svo áhorfendur fá tækifæri til að sjá flugkonuna i liennar rjetta umhverfi. ÁLLIR VERÐA AÐ STAFA. Mustafa Kemal vill gera liöfuðborg sina, Angora, að fyrirmyndarbæ Tyrkjaveldis. Hefir hann þvi fyrir- skipað, að enginn megi vera ólæs í bænum og allir eru því látnir læra að lesa. Embættismenn stjórnarinnar hafa verið settir til að kenna fólkinu að stafa. Ef einliver þrjóskast við að hlýða fyrirskipuninni er liann tafar- laust látinn i svartliolið. Þannig var kapteinninn Zulirussa nýlega dæmdur i árs fangelsi, af því að liann neitaði að læra að stafa. Þegar allir eru orðn- ir læsir i Angora, verður tekið til i öðrum borgum á sama hátt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.