Fálkinn


Fálkinn - 19.01.1929, Síða 11

Fálkinn - 19.01.1929, Síða 11
F A L K I N N 11 \ Yngsiu lesendurnir. ÝMSIR LEIKIR. Sum ykkar eru kanske orðin leið á öllum leikjunum sem l>ið kunnið. Uti- leikjunum verðið þið nú reyndar al- drei leið á, en suma þeirra er ekki hentugt að fara i á vetrum, svo að jeg ætla að iýsa fyrir ykkur nokkr- um innileikjum, sem þið getið skemt ykkur við. Jeg skal nú ekki ábyrgj- ast að sum ykkar þekki ekki þessa leiki áður, því sum börn kunna svo marga leiki. En flest ykkar kunna þá ekki. Kartöfhihlaup. Þátttakendurnir fá hver sína teskeið. Svo raðið ])ið ykk- ur meðfram einum veggnum í stof- unni. A gólfinu meðfram veggnum á móti er raðað kartöflum, setn verða að vera nokkurnveginn jafnstórar. Svo er gefið merki, og þá blaupa allir til og reyna að ná hver sinni kartöflu t skeiðina, án þess að bjálpa til með hinni hendinni. Sá sem fyrst kemst aftur til haka að hinum veggnum með kartöfiuna i skeiðinni, hefir unnið. l.oftbehjinn á sinn slað. 'l'il þess að fara í þennan leik þurfið ]tið að hafa útblásnar gúminiblöðrur. l'ið raðið ykkur upp með vegg eins og í hinum leiknum en við vegginn á móti er raðað diskum. Svo fær hver keppandi úthlásinn gúmmíbelg og hlævæng, bú- inn til úr pappírsblaði. Nú er um að gera að feykja belgnum með hlæ- vængnum yfir þvert gólfið og verða fyrstur til að láta belginn komast í sinn disk. llner situr tengst? Þið raðið stólun- um ykkar i hring á gólfinu og setjist. Síðan er tekinn gamall púði eða sam- anhrotinn vasaklútur og látinn ganga mann frá manni, svo að ekki sje hlaupið yfir neinn. Á meðan er leikið á hljóðfæri — orgel, harmoníku eða grammófón. Sá sem púðinn er hjá þegar hljóðfæraslátturinn þagnar verður að ganga úr leik. Þannig er haldið áfram Jiangað til einn situr eftir með púðann. Jafnvægislist. Settu eldspitustokk upp á endann, þrjú fet þín frá tánni á þjer. Beygðu þig svo í öðru linjenu og reyndu að sparka i öskjuna með hinum fætinum, svo að hún velti um, án þess að þú missir jafnvægið sjálf- ur. Það er hægt að gera þetta, en lik- lega verðurðu að gera margar tilraun- ir, áður en þjer tekst það. Láttu hringinn ganga. Þátttakend- urnir raða sjer i hring og halda allir með háðum liöndum um langt band, sem liundið er saman i endann. En á handinu er hringur, sem menn eiga að láta ganga hönd frá hendi. Einn þátttakandinn stendur innan í þátt- takendahringnum og á að finna hvar liringurinn er. Það getur oft verið erfitt, ef hinir eru nógu leiknir í að skjóta hringnum á milli sin. Sá sem hringurinn finst hjá á að leita næst. Tóta frænka. ÆFINTÝRI HJERANS. Hjerinn hafði verið i vikingaferð í kálgarðinum bóndans og hoppaði kát- ur heirn til sin. Hann endasentist upp í skóginn og fjekk sjer svolítinn hlund undir burknablöðum, sem hann fann þar. Hann gerði sjest flet úr lilöðunum og innan skamms var liann steinsofnaður. En alt í einu þeyttist hann upp í háaloft. Hann stóð upp á afturfæt- urna og hlustaði með löngu eyrunum sinum. „Hvað gat þetta verið?“ Jú, ekki bar á öðru, þarna sá hann hundstrýni milli blaðanna. Hjerinn stóð á afturfótunum og snoppungaði liundinn á trýnið með framfótunum eins fast og hann gat. Svo tók hann til fótanna og flúði en hundurinn elti hann og gat glefsað i hann stöku sinnum. Og eltingarleikurinn stóð lengi, þagað til hundurinn var orðinn lafmóður og þreyttur — og liættan var afstaðin i þetta sinn. Þá settist hjerinn á bossann sinn og brosti út undir eyru: Nú tapaðirðu, skömmin þín. Og svo veiddi hjerinn tvær flær, sem sátu bak við eyrað á honum. En — nú hrökk liann i kuðung. Því rjett hjá sjer sá hann gráan kött, sem ein- blíndi á liann. Kötturinn var verri en bæði hundurinn og tófan, það vissi hjerinn vel. Hann hljóp eins og fæt- ur toguðu upp í urðina, en þar mætti hann — tófunni. —- En hvað það var gaman að hitta ])ig svona að morgni dags, sagði Rehhi og ljet skina í tennurnar á sjer. Aumingja hjerinn varð agndofa af liræðslu. Hann gat ekki hreyft sig. Itefurinn hafði dáleitt hann. En þá kom björgunin. Kötturinn kom fram á sjónarsviðið og nú fjekk tófan annað að hugsa um. Þvi tófan getur aldrei stilt sig um að aga skrambans kettina, sem stela svo mörgu frá henni úti á viðavangi. Þegar kötturinn sá refinn skaul hann upp kryppunni, lagði eyrun aft- ur og sperti rófuna beint upp í loft- ið. Augun urðu græn af lieift og kisa livæsti og færði sig liægt undan. Refúrinn hljóp heint á kisu, eii tennurnar á honuni gripu í tómt, því kötturinn skaut sjer undan eins og elding. Refurinn reyndi í annað sinn og svo veltust þau ])arna í áflogum, kisa og refurinn. Og í sama l)ili kvað við byssuskot. — Þarna sló jeg tvær flugur í einu höggi, sagði veiðimaðurinn. En hjerinn. Honum var engin vor- kunn, þvi þégar áflogin stóðu sem hæst, liljóp hann á burt og niður í kálgarðinn og át sig saddan i annað sinn. Cy— Líkast smjöri! $ s MJ0RLIKI gaooaaaoooöoöoöoocíooaooao Verslið Edinborg. 0000000000000000000000000 Komið og lítið á nýtísku hanskana í Hanskabúðinni. S ET-------- ^ Matar Kaffi Súkkulaði Te Avaxta Þvotta Reyk Orvalið mest. Verðið lægst. Verslun ^ Jóns Þórðarsonar. ^ _______________________^ig°3 Best kaup hjá Litla Bílastööin Lækjartorgi Bestir bílar. Besta afgreiðsla. Best verð. Sírni 668 og 2368.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.