Fálkinn - 26.01.1929, Page 7
F Á L K I N N
7
SÁGA EFTIR
SIÖURÐ HELGASON
Það var sunnudagur um há-
vetur og þungbúið loft yfir höf-
uðstaðnum. Fjöllin suður á
Reykjanesskaga voru hortin í
sortann, Akrafjall var að hverl’a,
og það var eins og Esian ræki
kollinn upp undir skýin og
héldi þeim uppi. Það hafði rigul
um morguninn og pollar voru á
götunum. Forsjálir höfuðstaðar-
búar, sem ætluðu út, skimuðu
upp í loftið úr dyrunum, og
fengu sjer síðan regnhlíf eða
kápu. því að það var auðsjeð að
bráðum mundi rigna aftur.
En suður Laufásveg fór mað-
ur í þunnum frakka og leit
hvorki til hægri eða vinstri.
Hann öslaði forina með hend-
urnar í vösunum og klemdi
saman varirnar. Hann var væsk-
ill að vexti, beinn og bjartur yf-
irlitum. Hann starði framundan,
eins og hann væri að revna að
horfa á eitthvað, langt í burtu,
og augun voru blá og sakleysis-
leg. Við og við kom þjáninga-
svipur á andlit hans, en þess á
milli har mest á einlægri og
djúpri eftirvæntingu.
Þetta var Grímur, ungt skáld,
sem skrifaði smásögur og kvæði
og þótti góður í vinahóp.
Þennan dag var Grímsa órótt
og þannig hafði honum liðið
undanfarna daga. Eins og eld-
ingar höfðu hugsanir, sem hon-
um þóttu snjallar og stórfeng-
legar, l'logið gegn um vitund
hans. En það höfðu verið ein-
tóm brot og molar, og þegar
hann hafði tekið hlaðið og blý-
antinn og ætlað að fara að
skrifa, hafði andinn ekki viljað
koina yfir hann. Það sem honum
rjett áður hafði virst svo vel
hugsað, var alt í einu orðið stagl
og andlaust þvaður, að undan-
skildum örfáum setningum á
víð og dreif, sem voru eins og
Vandræðalegar stúlkur i stórum
hópi af kolakörlum. Honum þótti
það raunar eðlilegt, þegar hann
tór að hugsa um það, að það
sem hann skrifaði yrði eins og
hugurinn, alt í brotum.
„Jeg þarf að komast í dálítið
uhnennilega stemningu", hafði
hann svo sagt við sjálfan sig,
farið út og gengið niður í Aust-
urstræti. En þá varð honum kalt
a fótunum og um leið flúði öll
skáldskapargáfa. Næsta kvöld
fór hann í Bio, og þegar hann
kom heim aftur, hugði hann að
stundin væri komin. Hann orti
hverja vísuna á fætur annari og
sofnaði síðan, þreyttur og á-
nægður. En morguninn eftir reif
hann blaðið í tvent og henli því
1 þvottaskálina. Um leið fJaug
h°num í hug, að ef lil vill myndi
vinnukonan bjarga þvi frá glöt-
un og þurka það á brjósli sínu,
þótt ekki væri það merkilegt,
sfm á því slæði. Um kvöldið
Jjekk harin sjer neðan í því, en
það varð til þess, að hann var á
lótum fram eftir allri nóttu.
Þegar hann vaknaði, virtust
honum hugsanirnar öllu áiuitn-
ari en áður. Hann fann það, að
hann varð að yrkja og að hann
vantaði í rauninni einungis
formið, þessa fyrirlitlegu ytri
umgerð, sem hann var altaf í
vandræðum með, og honuin virt-
ist í eðli sínu ekki vera neitt.
Síðan hafði hann farið á fætur
og nú var hann á leið út úr
bænum.
Loks var hann kominn suður
á Öskjuhlíð og settist þar á bckk
við veginn, þar som útsýnið er
best yfir bæinn. Hann tók vasa-
bók og blýant up|) úr vasa sín-
um, stundi og leit í kringum sig.
Rigningarsortinn var nú lcominn
norður í Hafnarfjarðarhraun og
skýin voru altaf að dökkna.
„Þungbúið loft og þröngur sjón-
deildarhringur", hugsaði hann.
„Hvílíkt ógnar þunglyndi er í
þessum dökku skýjum. — Tákn
mannlífsins". Síðan leit hann
yfir bæinn og reykjamistrið,
sem grúfði yfir honum. „Spill-
ing og eitur“ Augu hans hvörfl-
uðu hingað og þangað, um jörð-
ina, vota og gráa. „En sá munur
ef nú væri sumar, ef alt væri
grænt og líf og gleði hvert sem
litið væri, heiður himinn og sól-
skin. — Þá gæti jeg ort. Það er
myrkrið, sem gerir út af við
mig“. — Ekkert kom í hugann,
sem honum fanst hann geta
skrifað. Bókin og blýanturinn
duttu úr höndum hans ofan á
bekkinn.
En í sama bili heltist demban
yfir hann. Bókin vöknaði og það
leit út fyrir, að hann ætlaði strax
að verða holdvotur. Hann þaut
á fætur, skálmaði af stað niður
í bæinn og hugsaði nú um það
eitt að forða sjer undan rigning-
unni.
Þegar hann var kominn all
langt niður á Laufásveg mundi
hann alt í einu eftir því, að vin-
ur hans einn átti heima í húsi
þar spölkorn frá. Hann hugsaði
sjer, að flýja rigninguna inn til
hans. Rjett á eftir var hann
kominn að hurðinni og farinn
að knýja dyra.
„Hver er þar?“ heyrði hann
sagt fyrir innan höstum rómi.
Grímur sagði til sín. „Jeg er
drukna í þessu syndaflóði. Góði,
lofaðu mjer inn“.
Þá var lykli snúið, siðan var
þögn.
Þegar hann kom inn, sá hann
vin sinn liggja i öllum fötunum
uppi í hekk, sem var þar inni.
Hann var fölur og lá með lok-
uð augu. Hann opnaði augun
jafnvel ekki, þótt Grimur kæmi.
Ofninn var kaldur og hráslaga-
kuldi þar inni.
Grímur leit rannsóknaraugurn
á vin sinn, færði sig að bekkn-
um, fjekk sjer stól og settist nið-
ur. Hann leit aftur á vin sinn
og virti hann fyrir sjer frá
hvirfli til ilja, íbygginn og depl-
aði augunum.
„Góðan daginn, Jóhannes“,
sagði hann.
„Góðan daginn, G,rímur“, sagði
Jóhannes.
Grímur skimaði um lierherg-
ið. „Þú hefir verið að skemta
þjer í gærkvöldi eða þá i nótt“,
sagði hann ofur sakleysislega.
En þá færðist líf í Jóhannes.
Hann spratt upp og settist, hvesti
augun á Grím og hreytti út úr
sjer: „Skemta mjer!“
„Já, eða varstu ekki að því?“
sagði Grimur hálfgert í afsökun-
arrómi.
Jóhannes horfði á hann með
svo miklum fyrirlitningarsviþ,
að honum varð hálf órótt.
„Jeg vildi, að þú vildir hafa
þig burt. Það er raun fyrir
mig að hafa þig nálægt injer",
sagði Jóhannes.
Grímur vissi ekki livaðan á
sig stóð veðrið. Þeir höfðu lengi
verið alúðarvinir. Jóhannes hjelt
áfrain:
„Þú keinur hingað með jiilt
eilífa skilningsleysi og þína
endalausu heimsku. Jeg þari'
henriar ekki með núna“, og
hann grúfði andlitið í hendur
sínar, stundi og iitraði frá
hvirfli til ilja. Grími þótti sem
hann væri milli. tveggja elda, og
vissi hann ekki hvað segja
skyldi.
„Líf mitt er eyðilagt“, stundi
Jóhannes og Grímur heyrði að
honum var alvara.
„Hefurðu orðið fyrir ein-
hverju, Jóhannes minn?“ spurði
Grímur.
„Þú spyrð eins og þú hefir
vit til“, sagði Jóhannes og var
nú aftur orðinn vondur.
„Jæja, fyrst þú vilt ekki að
jeg spyrji, skal jeg heldur ekki
gera það“.
En þá var Jóhannesi öllum
lokið. „Vinur minn! sagði hann.
„Geturðu hugsað þjer hvernig
það er, að sjá vonir sinar og
drauma, og alt, sem maður vill
lifa fyrir, alt í einu hverfa i djúp
og myrkur. — Jeg sje ekkert
nema opið víti. — Jeg ætla að
drepa mig“.
Það kom fát á Grím, ósjálfrátt
ýtti hann stólnum sínum fjær
bekknum. „Hamingjan hjálpi
okkur! Hvað gengur að þjer?“
sagði hann.
„Ef jeg gæti ásakað einhvern
annan en sjálfau mig“, sagði
Jóhannes, starði út í loftið og
var hræðilegur á svipinr. ,J<ig
skyldi tæta hann sundur ögn
fyrir ögn og hölbænir mínar
skyldu bera hann með sjer beint
inn í opið helvíti. En þvi er
ekki að heilsa“, og Jóhannes
hneig aftur út af á bekkinn.
Grimur horfði á hann efa-
blandinn.
„Huðsaðu þjer, Grímur. Hún
kom hjer í gærkvöldi og kvaddi
mig. Hún kemur aldrei aftur.
Jeg hef legið hjer í nótt og
kallað á hana. Svo komst þú“
Þá skildi Grímur. „Guð komi
til“, sagði hann.
„Jeg lief ekki hugsað um ann-
að en hana síðan jeg sá hana
fyrst“, sagði Jóhannes angurvær.
„Þetta kvenfólk. — Þetta and-
skotans kvenfólk“, sagði Grím-
ur. En Jóhannes varð eins og
óargadýr. Hann steytti hnefann.
„Haltu kjafti, eða jeg drep
þig“, öskraði hann.
Það var eins og stungið væri
upp í Grím. Þeir jiögðu báðir
um stund, en svo byrjaði Jó-
hannes aftur, bljúgur og hrygg-
ur:
„Manstu hvað hún var guð-
dómleg? Jeg þoli ekki, að henni
sje hallmælt. Vöxturinn, göngu-
lagið, andlitið, hárið, hendurn-
ar, brjóstið, hláturinn, röddin
og augun. Jeg ætlaði að gleyrna
augunum. Jeg hafði þekt liana
lengi. — Áður en hún þekti mig,
var jeg húinn að kyssa hana og
þrýsta henni að mier, í hugan-
um. Svo trúlofuðumst við fyrir
tveimur árum. — Tvö ár. -—• Á
hverju kvöldi þegar jeg hef
komið heim, hef jeg setið og
hlustað eftir, hvort jeg heyrði
ekki fótatakið hennar —• beðið
og hlustað. Þegar jeg gekk um
götuna spurði jeg sjálfan mig
aftur og aftur, hvort jeg myndi
ekki mæta henni. Þegar jeg beið
og hún kom ekki, vissi jeg að
hún myndi koma á morgun eða
daginn þar á eftir í síðasta lagi,
og jeg var gæfusamur bara af því
að mega bíða eftir henni úti á
stjettinni. Jeg þekti hvernig hún
opnaði dyrnar. •— Og brosið
hennar þegar hún kom inn —
það var meira en mannlegt. Jeg
skalf þegar jeg sá það. — Nú
er það alt horfið. Aldrei fæ jeg
að snerta hendur hennar, aklrei
varir hennar — aldrei“. Jóhann-
es livíslaði síðasta 'orðið og þagn-
aði. Drættirnir í andliti hans
slöpnuðu og það var hrygðar-
mynd að sjá hann.
Grímur hlustaði. Hann dró
djúpt andann og blóðið fór að
streyma með auknum hraða.
„Hugsaðu þjer, Grímur“, sagði
Jóhannes lágt. „Jeg veit það, að
á hverju kvöldi hjeðan af með-
an jeg lifi verð jeg að setjast
niður og bíða eftir því, sem
aldrei kemur, og hlusta eftir því,
sem jeg mun aldrei heyra fram-
ar. Hugur minn verður endalaus
þrá og iðrun, sem nagar mig og
sýgur úr mjer hvern dropa af
blóði.
„Sorg, sorg, heljar sorg“, taut-
að Grimur.
„Tíminn! Heldurðu kanske að
hann láti mig gleyma. Nei, tím-
inn er ekki til anuars fyrii mig
en kvalar. Hún var það eina sem
jeg átti, sem jeg ....“
Skömmu síðar var Grímur aft-
ur koininn út á götu. Hann gekk
eins og berserkur. Móður var á
honum, brúnirnar hniklaðar og
svipurinn harðneskjulegur eins
og hann gat orðið. Fingurna
kleindi hann utan um blyantírin
í vasa sínum. Hann þurlti að
hraða sjer heim.
Næsta laugardag las hann upp
í samkvæmi kvæði, sem hann
kallaði Sorg. Það var svo prent-
að í „Reykvíkingi“ og þótti lag-
legt.
oooooooooaoorioooaaooaooog
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
Verslið
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
Edinborg. |
o o
o o
ooooooooooooooooooooooooo