Fálkinn - 26.01.1929, Síða 13
F Á L K I N N
13
•lllDIIIMIIillllMllllllltlllllllllllllllllllliS
| Veðdeildarbrjef. |
" ——————————————————— m
S **
Bankavaxtarbrjef (veð-
deildarbrjef) 8. flokks veð-
deildar Landsbankans fást S
keypt í Landsbankanum
og útbúum hans.
S Vextir af bankavaxta-
brjefum þessa flokks eru
5°/o, er greiðast í tvennu
lagi, 2. janúar og 1. júlí
ár hvert.
Söluverð brjefanna er
89 krónur fyrir 100 króna
brjef að nafnverði.
Brjefin hljóða á 100 kr.,
500 kr., 1000 kr. og
5000 kr. 2
| Landsbanki Íslands i
•iMIIIIMIIIIÍIIMMIIIMMIMIIIIIIIIMIIIMia
Hreinar léreftstuskur
kaupir háu verði
Prentsm. Gutenberg.
0)
<D
+->
C
(Ö
>
0
O
Reykið einungis
P h ö n i x |
vindilinn danska.
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
>
3
(r)'
r+
»)
o.
Hver, sem notar
C E L O T E X
°s
ASFALTFILT
í hús sín, fær hlýjar og
rakalausar íbúðir.
Einkasalar:
Verslunin Brynja,
Laugaveg 24, Reykjavík.
>
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
REYKJAVÍK
ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði.
..............iiiiiiiiíiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuniiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Holmblaðs spil
eru þau, sem allir vilja helst. Lang-
skemtilegustu spilin. Notuö mest —
endast best. — Höfum einnig
jólakerti, súkkulaði o. fl.
£ Hempels botnfarfi
£ fyrir járn & trjeskip.
( Innan & utanborðs-
C‘ málningu.
( Einar 0. Malmberg.
C Vesturgötu 2. — Sími 1820.
)
)
I
súkkulaðið er að dómi
*
allra vandlátra hús-
mæðra langbest.
^álRinn
er víðlesnasta blaðið.
er besta heimilísblaðið.
MÐILIG DIGRADVOL
Eftir
PHILIPPS OPPENHEIM.
Milton kinkaöi kolli. — Það má kannske
kalla þær, svaraði hann. Ungi maðurinn
hafði augsýnilega eignast fje, skömmu áð-
ur, því hann hafði keypt sjer reiðhjól og
talsvert af nýjum fatnaði. Og fór út á hjól-
inu hjer um l)il á hverjum degi, síðdegis.
— Fór hann altaf í sömu átt, spurði Dan-
íel með ákafa.
-— Það gerði hann einmitt. Hann fór í átt-
ina til West-Shorebourough.
— Getuin við haft tal af yfirþjóninum?
Yfirþjóninn var sóttur. Höfuðsmaðurinn
ræksti sig: — Þjer verðið að afsaka, hr.
Rocke, að jeg bendi á það, að við erum hjer
að rannsalca hvarf Sir Francis Wortons.
Daníel kinkaði kolli. —• Við verðum að
rekja þetta aftur á bak, af ástæðum, sem
jeg skal fljóllega koma að. Jeg hefi ekki
annað áhugamál en að hjarga lífi yfirmanns
míns, og hefi engan tíma aflögum. En mað-
urinn, sem myrti þjóninn, er hinn sami,
sem nam Sir Francis burt.
Yfirþjónninn kom inn. Daníel lagði fyrir
hann spurningarnar með eldingarhraða. —
Hve niörg horð hafði þjónninn, sein myrtur
var, að annast?
—• Átta. Við eigum mjög annaríkt, sem
stendur.
— Munið þjer eftir, að nokkur gesturinn
við nokkurt þessara borða, veitti honum
sjerstaka eflirtekt?
Yfirþjónninn hugsaði sig um. — Það var
hjer miðaldra maður, sagði hann, — jeg
held jafnvel að hann hafi verið læknir —,
scm var vanur að gefa honum mjög ríflega
vikafje og tala talsvert oft við hann. Hann
átti heilsulausa konu, sem fór hjer um bil
aldrei út úí setustofunni. En þetta var fyrir
nokkrum vikum.
— Viljið þjer segja mjer nafn hans, og
hvers vegna þer hjelduð, að hann væri lækn-
ir. spurði Daníel og fór i yfirhöfnina.
— Maðurinn hjet Fox, og jeg hjelt hann
vera lækni af því, að hann var ol't að lesa
í „The Lancet".
Daníel benti honum að fara. — Hvaða
l'asteignasali hefir mesta verslun hjer um
slóðir? spurði hann lögreglumanninn snögg-
lega.
— „Fellows & Co“, svaraði hinn, — og
þeir hafa útbú hjerna í næsta húsi.
— Flýtið ykkur eins og þið getið, herrar
mínir, sagði Daníel, og iör sjálfur til dyra
á undan hinum. — Við erum orðnir of sein-
ir samt á þá skrifstofu ....
Endirinn á leiknum varð lalsvert sögu-
legur. Þegar þeir komu hossandi á bifreið-
inni eftir ósljetta veginum að vitanum, sem
nýlega hafði verið leigður hr. og frú Fox,
sáu þeir torkennilegan mann koma reikandi
út úr dyrunum og ganga í áttina til kletta-
brúnarinnar. Maðurinn var flibhalaus og
treyjulaus og vestislaus, hár hans var úfið
og göngulagið óstöðugt. Mennirnir þeyttust
út úr vagninum og til hans.
— Guði sje lof, að þú ert heill á húfi,
sagði Daníel. — Hvar er Londe? Hvar eru
þau?
Sir Francis Jienti niður fyrir klettinn með
skjálfandi fingri. Niðri á sandinum, mörg
hundruð fetum neðar stóð kona og horfði
upp. Lengra frá, fáeinar stikur frá landi,
var vjelbátur á hægri hreyfingu og miðja
vegu niður klettinn var maður að fara nið-
ur mjóan kaðalstiga. Eldur brann úr aug-
um Daníels er hann benti á manninn. •—■
Þarna er maðurinn, sem við erum að elta,
æpti hann grimdarlega. Þarna er maðurinn,
sem m'yrti unga þjóninn og .... — .... og
næstum mig líka, tók Sir Francis fram í.
Milton höfðuðsmaður leit brosandi fram
af klettinum. — Þetta á víst að vera sniðug
aðferð lil að sleppa, sagði hann kæruleysis-
lega, —• en annars hæfir hún hetur kvik-
myndum en daglega lífinu. Auðvitað kom-
ast þau burt, í hvaða átt, sem þau vilja í
þessum bát, það er að segja, svo langt, sem
bensínið leyfir, en sloppið geta þau ekki
heldur en þó handjárnin væru komin á þau.
Hver einastn strandvarnarstöð, hafnarstjóri
og vitavörður innan hundrað mílna fjarlægS-
ar verður búinn að fá lýsinguna á þeim
innan hálftíma. — Takið þjer vagninn og
gerið það, sem gera þarf, Stedan, skipaði
hann aðstoðarmanni sínum, som með hon-
um var. Það er líklega best að Windergate
fari með yður. Svo getið þið sent eftir okk-
ur seinna.
Aðstoðarmaðurinn kvaddi og flýtti sjer
af slað. Alt í einu stökk kona, rvkug frá
hvirfli til ilja, út úr leiguvagni, sem kom að,
og reikaði til þeirra. Þar var Ann komin,
lafmóð og föl af æsingu. — Hvar er hann?
spurði hún. Daníel tók í handlegg hennar
og benti niður fyrir klettabrúnina. Londe
var nú kominn langleiðina niður og fór æ
hraðara. — Hvers vegna standið þið hjer og
hafist ekki að? æpti hún, bálreið. — Langar
ykkur til að hann sleppi einu sinni enn?
Yfirlögregluþjónninn Ijet sem ekkert væri
um að vera. — Handjárnin eru sama sem
komin á þau, svaraði hann.
Ann leit á Daníel og benti á stólhólkana
á stiganum, sem voru festir í leifarnar af
gömluni trjebekk þar uppi. Danícl kinkaði
kolli og hljóp að bekknum. — Það kann að
vera rjett hjá yður, svaraði hann lögreglu-
manninum, — en jeg hefi sjeð þennan
mann sleppa þegar hann hafði ekki nema
einn möguleika sin megin, af hverjum
hundrað. Til hvers ætti maður að eiga
nokk.uð á hættu?
Yfirlögregluþjónninn hleypti brúnum. -—-
Honum fanst hann verða að segja eitthvað
í embættis nafni, til þess að láta til sín taka.
— Þetta væri morð, sagði hann.
—Já, einmitt, svaraði Daníel illgirnislega
og kastaði sjer á jörðina. Ef jeg hefði hitt
hann, augliti til auglitis, hefði jeg borað kúlu
í gegnum hann án þess að segja eitt orð.
En, eins og á stendur nú, verður maður
heldur að reyna hundrað feta fall ofan í
mölina.
— Guð launi yður fyrir það, stundi Ann.
— Daníel reif járnkrókana lausa og stig-
inn datt. Þeir hölluðu sjer fram af klettin-
um. Londe virtist snöggvast detta aftur fyr-
ir sig, og reyndi árangurslaust að gripa i
runna og nibbur, sem stóðu út úr klettin-
um. Loks snerist haann alveg við í loftinu
og datt niður með miklum hraða. Þau gátu
næstum heyrt dynkinn er hann fjcll í möl-
ina. Þar lá hann og teygði frá sjer limina á
grjótinu, heryfingarlaus og kyrr.
— Þetta fór vel, sagði Daníel grimdar-
lega. Við skulum fara niður og líta á liann.
Það er einstigi hjer rjett hjá.
Þetta var eitt hinna fáu 'dæma þess, að