Fálkinn


Fálkinn - 27.07.1929, Síða 4

Fálkinn - 27.07.1929, Síða 4
4 FÁLKINN Fangi gœlir niff barnið siit. Iilefinn er alt annað en óvistlegur. fangana fá viðurværi, sem alls ekki var fóllci bjóðandi, klefar þeirra voru rakir, daunillir og dimmir og hættulegir heilsu fang- anna. Lengi vel var ekkert við þessu sagt, en nú hefir löggjöf- unum skilist, að þeir hafi eigi heimild til að láta fólk í fang- elsi, sem heilsu þess stafar hætta af. í stóru löndunum eru sjerstök fangelsi fyrir kvenfólk. Hefir meðferð á kvenföngum lengi verið mannúðlegri en á karl- mönnum. En þó má fullyrða, að engin þjóð hafi íhugað þetta mál, fangelsisvist kvenna, eins vel og Þjóðverjar. Og árangur- inn af þeim íhugunum má sjá á fangelsi því, sein nýlega hefir verið bygt fyrir kvenfólk, í ná- grenni við Berlín, og sem telja má nýung í fangelsisbyggingum, — svo ólíkt er það öllu því, sem menn hafa fram að þessu kallað fangelsi. Þó er húsaskipunin lík því í þessu fangelsi, sem gerist um flest önnur, að því leyti að hús- næðið gefur tök á, að einangra fangana eftir þörfum. Er þetta óhjákvæmilegt, að minsta kosti fyrst í stað, meðan það er ekki fullsjeð hvernig hegðun fangans muni verða. Af myndunum, sem birtast með þessari grein má meðal annars sjá, að mikil áhersla hefir verið lögð á, að hafa her- bergin sem allra björtust. Þetta má meðal annars sjá af mynd- inni af föngunum við klefadyrn- ar, eða af myndinni af stigan- um, sem fangarnir eru að ganga upp og inn til sín, eftir að dags- verkinu er lokið. Af báðum inyndunum sjest, að nóg ljós er í fangagarðinum. Þegar fang- arnir fá að hreifa sig úti, þá er þeim lofað að vera saman, en ekki einangraðir hver fyrir sig eða fáir í hóp. En þó verður að játa, að garðvistin úti virðist vera fremur ömurleg, eins og sjá má af einni myndinni. En fang- arnir fá tækifæri til meiri hreyf- ingar en þeim veittist í þessari útivist í garðinum. Allir fangar yngri en 30 ára fá tækifæri til að læra leikfimi og iðlta hana og er leikfimiskerfið sniðið eftir því, sem best er talið hæfa fólki, er býr við miklar innisetur. Þá er kenslan í fangelsunum talin mikils virði. Eigi aðeins ungling- ar heldur líka fullorðnir njóta kenslu í ýmsu því, sem þeir hafa ekki haft tækifæri til að læra áður, og kenslan í þessu nýja fangelsi er stórum frjáls- legri en venja er til í öðrum fangelsum. Myndirnar af kenslu- stund í fangelsinu er þvi líkust, að hún sje tekin í algengri skólastofu, þegar frá er skilið, að þarna sjest fullorðið fólk á skólahekkjunum, eigi síður en unglingar. / kenslustund. T H E R M A »Therma« Fabrik fiir electrische Heizung A/G., Schwanden, er ein af þeim raftækjaverksmiðjum sem þekt er um alla Evrópu, og viðurkend fyrir að skara fram úr hvað vöru- vöndun snertir. — Hin stærstu iðnaðarlönd í álfunni, svo sem t. d. Þýskaland, kaupa rafmagnstæki af Therma. Allir þeir sem ætla að kaupa eitthvað sjerlega vandað, spyrja um „Therma". Snúið yður til: JÖLÍUS BIÖRNSSON, raftækjaverslun, eöa ELECTRO CO., Austurstræti 12, Reykjavík. Akureyri. Eigi kemur ósjaldan fyrir, að kvenfólk elur börn í fangelsun- um. í venjulegum kvenfang- elsuin eru börnin tekin frá mæðrunum þegar í stað, en þarna er svo í haginn búið, að sjerstök deild er fyrir mæður Útiuerunni er lolcið. Fangarnir á leið í klcfana. með ungbörn. Fá börnin að vera hjá mæðrunum ef þær óska þess, nema því aðeins að heilsu barnsins stafi hætta af, að vera hjá móðurinni. Þetta þýska fangelsi er ennþá einstakt í sinni röð. Og víst er um það, að fjöldi kvenna lifir frjálst við margfalt verri kjör en konurnar sem þarna lenda. Á alþjóðavcrslunarþinginu, sem haldið verður í Amsterdam í júlí- mánuði, munu verða rædd ýms mál- efni viðvikjandi bilasamgöngunum í heiminum og lögð fram nákvæm skýrsla um ]>ær. Það er talið að nú sjeu til 31 iniljón bíla í 62 löndum og þessir bílar hafa lagt undir sig veganet, sem nema 9,5 milj. kílómetra. Til þess að halda við öllum þessum veguin og byggja aðra nýja þarf 8800 miljónir króna, en skattnrinn af hinum ýmsu tegundum mótorvagna, nemur nú 4200 miljónir króna. í úthverfi Berlínar er músabú, sem án efa er liið stærsta i lieimi af þvi tagi — það elur upp hvitar mýs. Þar sem nú meðgöngutími músarinnar er aðeins 8 dagar, telur eigandi bússins, að innan eins árs liafi hver músa- hjón eignast fimtíu afkomendur. Veikindi geta þó litað reikning bónd- ans dálítið. Búið selur að meðaltali fimtíu þúsund mýs á ári. Þær eru mest seldar til kaupmanna eða efna- fræðisstofa, þar sem gerðar eru ýms- ar tilraunir með þær. Dálítill slatti fer til dýragarðanna, þar sem þær eru fæða fyrir slöngur og fugla, en þar sem grámúsin, sem er miklu ódýrari, dugir eins til þess, þá er ekki svo sjerlega mikill markaður á því sviði. Meðal verð fyrir livíta mús er 30 pfenningar. Frú Helen Eichenberger í Tulsa í Oklaliama í Ameríku hefir síðustu 29 árin verið gift sjö sinnum. 15. ágúst í fyrra sótti liún um skilnað við Eichenberger, en tólc umsóknina aftur. En ekki leið samt á löngu áður en hún sækti um skilnað á ný og eigin- maðurinn er fús til þess að losna við hana, svo að sennilega líður ekki á löngu þangað til hún fer að sjá sjer út áttunda eiginmanninnn. Frá Sidney hefir lieyrst að stjórnin liafi ákveðið að efla kvikmyndaiðn- aðinn í Ástralíu og hafi þessvegna lofað 25000, 20000 og 5000 dollurum fyrir best gerðar kvikmyndir í Ástralíu. Fyrir bestu myndina er lieitið 25000 dollurum. Verðlaunafjeð er tekið af skattinum, sem lagður var í fyrra á allar erlendar myndir, sem sýndar yrðu i Ástralíu. Fjórtán leikhússtjórar urðu gjald- þróta í Bcrlín siðastliðinn vetur og hafa orðið að loka leikliúsum sínum. Málafærslumaður nokkur í Indiana- polis, sem nýlega er dáinn, liefir á- kveðið, að þeir 50000 dollarar, sem hann láti eftir sig, skuli standa ó- hreyfðir í 200 ár. Á þeim tima munu þeir með rentum og renturentum verða orðnir 160 miljónir dollara. Þá verður sennilega einhver ánægður yfir langa-lauga-langafa.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.