Fálkinn - 09.11.1929, Side 14
14
F A L K I N N
SILKOLIN
er og verður
besta ofnsvertan
sem þjer fáið.
A.J. Bertelsen & Co., hf.
Reykjavík. — Sími 834.
Haust og vetrar Skófatnaður.
Meira, fallegra og ódýrara úrval
en nokkru sinni fyr. — T. d.:
Kvenskór, með lágum og hálfháum hælum.
Karlmannaskór, með hrágúmmísólum.
Skólastígvjel, á drengi og telpur.
Inniskór. Gúmmískór. Skóhlífar. O. fl.
Skóverslun B. Stefánssonar,
Laugaveg 22 A. Sími 628.
m
V. B. K. selur „ÓÐINN“ teikniblýantinn.
VINDLAR:
Danska vindilinn PHÖNIX
þekkja allir reykingamenn.
Gleymið ekki Cervanles — Amistad
— Perfeccion o. fl. vindlategundum.
Hefir í heildsölu
SIGURGEIR EINARSSON
Reykjavík — Slmi 205.
Kvensokkar í miklu
úrvali f Hanskabúðinni.
— Nei, þakka yður fyrir. Jeg ætla að eta
miðdegisverð þegar jeg er kominn hjeðan.
— Gott og vel. En jeg er ekki alveg viss
um, að það verði svo fljótt, svo yður væri
betra að fá eitthvað nú, ef ske kynni, að mið-
degisverðurinn kynni að dragast.
Án þess að bíða eftir svari Hughs fór
gamli maðurinn út og skömmu seinna kom
inn þjónn i einkennisbúningi með mat og
vín. Hugh, sem í raun og veru var orðinn
svangur, gerði þessari máltíð góð skil. Er því
var lokið, beið hann fullan hálftíma eftir
greifanum. Er hann kom aftur, sá Hugh þeg-
ar, að eitthvað hafði komið fyrir, sem hafði
ergt gamla manninn. Hann var órólegur og
hönd hans skalf er hann fitlaði við umslag,
sem var stórt mjög og með mörguin innsigl-
nm. Hann gekk nokkrum sinnum fram og
aftur um gólfið áður en hann talaði: — Þjer
hafið þegar sagt, herra Valentroyd, sagði
hann, — að þjer vitið ekkert um innihald
brjefsins, er þjer komuð með til mín, og auð-
vitað ber jeg ekki brigður á orð yðar. Jeg
vildi gjarna spyrja yður, hvort þjer hafið
farið með likt brjef til nokkurt annars stað-
ar, eða vitið til, að slíkt hafi verið gert.
— Jeg hefi ekkert annað brjef farið með,
svaraði Hugh, eins og satt var, og veit alls
ekki til, að neitt slikt brjef hafi verið sent.
— Voruð þjer eltur hingað i kvöld, herra
Valentroyd?
-— Eltur? endurtók Hugh hissa. — Nei,
ekki það jeg veit.
— Þá er, að minsta kosti einhver á hælum
yðar núna. Lögreglumenn mínir hafa sjeð
tvo menn, sem eru á vakki hjer í kring. Ann-
ar er velþektur njósnari i þjónustu bresku
stjórnarinnar — hinn er augsýnilega fjelagi
hans, því þeir hafa sjest vera að tala saman.
Til þess að gera yður auðveldara að lcomast
til baka til Halmene lávarðar, sting jeg uppá
því, að þjer farið hjer út um leynidyr gegn
um innanríkisráðuneytið. Þá bíður eftir yður
vagn á Piazza Vittorio, sem ekur yður til
Sforza Medici, en þar hef jeg fengið hrað-
lestina til að stansa yðar vegna. En á meðan
ætla jeg að láta taka þessa tvo menn fasta,
ineð einhverri átyllu. Fáeinir klukkntímar í
fangaklefa gera þeim ekkert til, en koma i
veg fyrir, að þeir geri yður nokkuð til miska.
Hugh varð hissa en um leið glaður yfir því
hvernig gamli maðurinn gat talað uin hætt-
urnar og vjelahrögð njósnara og handtökur.
Gamli maðurinn var næstum kátur í bragði,
er hann sagði: — Þjer sjáið nú, herra Valen-
troyd, að það var heppilegt að taka sjer dá-
lítinn bita. Áður en þjer komuð inn til min,
vissi jeg, að þjer höfðuð verið eltur.
Meðan Hugh var að koma brjefinu fyrir
í vasa sínum, gat hann eldci annað en dáðst
að skarpskyggni gamla mannsins og fram-
sýni. Hann sá, að ekki hafði orðrómurinn
logið um lcænsku hans. — Hann gekk á eftir
honum gegn um mörg göng og margar dyr,
sem gamli maðurinn opnaði með sjerstökum
lykli, er hann hafði á sjer og loks komu þeir
út í marmara súlnagöng, sem lágu að dóms-
málaráðuneytinu, og fóru niður breið dyra-
þrep, en þar beið stór bifreið.
— Á undan þessum vagni fer annar, með
lögregluliði í, mælti greifinni og annar svo
sem hundrað stikum á eftir yður. Vona að
sjá yður aftur. Addio.
— Au revoir, og kærar þakkir, svaraði
Hugh, og steig upp í vagninn, sem þegar fór
af stað.
Það var að dimma er vagninn ók f amhjá
vínbrekkunum, og við ljósin frá honum gat
Hugh sjeð annan vagn nokkru framar og er
hann leit aftur fyrir sig, sá hann framljósin
á vagninum, sem á eftir var. Hann fann sig
öruggan og þakkaði í huga sínum gamla
manninum fyrir þessar ráðstafanir hans.
Þegar hjer um hil klukkutími var liðinn,
rann vagninn að járnbrautarstöð, er var rjett
hjá veginum, og maður, sem setið hafði hjá
ökumanninum, opnaði dyrnar og sagði: —
Sforza Medici, yðar hágöfgi, — lestin kemur
eftir fáar mínútur.
Hugh þakkaði honum og steig út. Auðsætt
var, að liúist var við honum, því stöðvar-
stjórinn kom fram sjálfur, með bukti og
beygingum, með Ijósker í hendi og vísaði
Hugh inn í skrifstofuna, þar sem hann
fræddi hann á því, að lestin væri innan tín
mílna og kæmi á hverri stundu. Hann neyddi
Hugh til að drekka glas af víni, og til þess
að angra ekki náungann, sem vildi sýnilega
vera sjer meiri mönnum til geðs, tók Hugh
boðinu. Stöðvarstjórinn talaði með mikilli
mælgi um vínuppskeru ársins, og allar þær
framfarir, sem orðið hefðu í landinu, siðan
núverandi alræðismaður koinst til valda, en
meðan hann talaði athugaði hann Hugh i'or-
vitnislega. Slíkt hafði aldrei komið fyrir áð-
ur, að hraðlestin hefði verið stöðvuð fyrir
útlending, og hann skyldi sjá um, að annar
eins maður þyrfti ekki yfir neinu að kvarta,
það er til hans kasta kæmi.
Skröltið i lestinni heyrðist brátt í fjarska
og þeir gengu út á pallinn og Hugh steig u]»]»
í lestina, og var honum þegar vísað inn í
klefa þar sem enginn var fyrir. Er hann var
sestur niður, var dyrunum lokað og lestin fór
af stað. í tvo klukkutíma sat hann þarna ó-
áreittur, en þá opnuðust dyrnar snögglega og
tveir menn komu inn og settust í yztu sætin,
inilli Hughs og dyranna. Hugh horfði á þá
forvitnislega og þeir á hann. Ekkert orð var
sagt — og mennirnir voru ekki fyr sestir en
inn kom járnbrautarþjónn og með Iionuni
tveir menn í venjulegum búningi en með
skammbyssur í höndum. Járnbrautarþjónn-
inn ávarpaði mennina tvo: — Herrar mínir,
þessi klefi er ekki handa hverjum sem er, og
jeg hið yður því að fara út hið hráðasta.
Mennirnir muldruðu einhverja afsökun í
hálfum hljóðum og höfðu sig burt þegar í
stað. Þjónninn hneigði sig fyrir Hugh og bað
hann afsaka þetta ónæði, fór síðan út ásamt
fjelögum sínum, en Hugh sat eftir og velti
fyrir sjer í huganum þessum viðburði. Loks
komst hann að þeirri niðurstöðu, að tilraun
hefði verið gerð til að ná í brjefð, sem hann
hafði meðferðis, og liann fylltist enn á ný að-
dáun á lögreglunni, sem verður að Stofna
sjer í allskonar hættur án þess að hafa þá
vernd, sem hann hafði nú. Hann óskaði mest
af öllu að vera kominn aftur út á skútuna.
Brjefið, sem hann hafði í vasanum og var ó-
byrgur fyrir, gerði hann órólegan. Samt bar
ekkert frekar við það sem eftir var leiðarinn-
ar, og loks kom hann inn í hina illa lýstu
járnbrautarstöð í Leghorn. Hugh stökk út á
pallinn og ætlaði að fara að ná sjer í vagn.
en þá kom til hans maður, sem liafði verið
með honum alla leið í lestinni og mælti:
Það er verið að ná í vagn handa yður, herra
Valentroyd, og þjer eruð vel verndaður, svo
ekkert er að óttast. Hugh þakkaði homim og
steig inn í lokaðan vagn og aftur tók hann
eftir því að annar vagn var á undan og þriðji
á eftir honum, og meðan farið var um hina
skuggalegu götu milli stöðvarinnar og hafn-
arinnar, tók hann cftir því, að miklu styttra
var á milli vagnanna en verið hafði á milli
hinna á þjóðvegnum. Þegar komið var á
liryggjima, sá Hugh Ijósin ó „Valnum", en
þar eð hann vissi ekki hvernig skyldi gefa
merki, ætlaði hann að fara að ná í ferju-
mann, en þá kom enn i ljós umhyggjusemi
þeirra Latiniumanna, því förunautur hans
bljes í pípu, og samstundis var svarað af
sjónum; síðan var gengið niður þrep, en þar
beið tollbátur, sem skyldi flytja hann á
skipsfjöl. Fylgdarmaðurinn óskaði Hugh
góðrar ferðar og báturinn skreið af slað.
Á hátnum voru nokkrir tollembættismenh