Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1929, Blaðsíða 3

Fálkinn - 16.11.1929, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 HYAÐAN KOMA LOÐSKINNIN / Norðnr-Amcríkii gerir fjöldi manna sjer dgraoeiðar að aívinnu og aðalverslunin þar norður frá er skinna- verslun. Veiðimennirnir hafast við í tjöldum eða smákofum og veiða dgrin mest með gildrum. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúi.i Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastrœti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Osló: Anton Schjöthsgate 14. BlaCið kemur út hvern laugardag. ÁskriftarverÖ er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársflórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. ALLAB ÁSKBIFTin GBEIÐIST FYBIRFRAM. Aiiglúsingaverð: 20 aura millimeter. Prentsmiðjan Gutenberg SRraóóaraþanRar. Það er staðrcynd, að verkið sem maðurinn vinnur þegar liann er i góðu skapi, vinst bæði fljótar og bet- ur en hitt, sem maðurinn vinnur dapur og í siæmu skapi. „Keep smiling!" segja Ameríkuinenn og á siðari árum hefir þessi regla verið prjedikuð af iniklu kappi — og reynst vel. Læknarnir segja, að glað- lyndið hafi áhrif á likamlega heil- brigði; mnturinn sem maður etur í góðu skapi meltist betur en maturinn sem maður etur i slæmu skapi. Og svo er lika fullyrt, að það frikki menn að vera i góðu skapi en hitt geri mann ljótan og gamallegan að vera i siæmu skapi, sbr. að vera „súr á svipinn". Allir munu hafa reynt það sjálfir hve mikill munur er á því að vinna verk silt ljettur í lund eða i slæmu skapi. Orsökin til skaplyndisins i það og það skiftið liggur oft i verkinu sem unnið er. Menn kviða fyrir að vinna þetta verk en lllakka til að vinna hitt. En menn finna lika til þess, að stundum veitist þeim ljett og ljúft að vinna það verk, sem þeim cr þraut að vinna í annað skifti. Þeir eru misjafnlega upplagðir, sem kall- að er. Nú er það viðurkent, að mað- ur með sterkum vilja getur haft mikla stjórn á lund sinni og getur í raun og veru ráðið lalsvert miklu um, hve vel liann er upplagður. Glaðlyndi maðurinn er oftar vel upplagður en dapurlyndur maður og bölsýnn. Honuin veitist alt ljettar, árangurinn af starfi hanas er fljót- teknari og starfið er betur unnið. Ilann þreytist siður og hann er at- hafnafúsari. Þessi árin er mikið talað um yng- ingartilraunir læknanna. En liafa menn alment veitt því eftirtckt live mikil ynging er i þvi fólgin að hlægja. Hvers vegna liggur það i blóði flestra manna að leita skemtana sem þeir geta lileg- ið áð? Vegna þess að þetta er inann- inuni jafn nauðsynlegt og þyrstuin manni valn eða hungruðuni inatur. Það er heilsubót. Hláturinn eyðir drunganum, sein yfir liuganum er, eins og sólin lirýst fram úr skýjum. Maður sem setið liefir i þungum hugsunum og látið sjer liða illa verður c-ins og annar maður ef hann fær tilefni til að hlægja og gleymir þá öllum raun- um i svip. Og úr því aö hláturinn bæði lengir og bætir lífið er það elcki að ófyrir- synju að minna menn á að nota þessa góðu heilsubótarlind. Að fáu þykir kvenfólkinu meiri ytri prýði en fallegum skinnkraga eða loðkápu. Skinn- in geta að vísu verið góð til hlý- inda þegar kalt er í veðri og eiga að því leyti fullan tilverurjett. En þau þykja jafnframt bera vott um, að konan sem er íklædd þeim hafi talsverð auraráð og þeim mun meiri, sem skinnin eru dýrari. Síðasta mannsaldurinn hefir notkun dýrra skinna aukist stórkostlega og við það hefir verðið á sjaldgæfum skinnateg- undum stigið úr hófi fram. En eigi skyldi maður halda, að notkun skinnanna sje nýtt fyrir- hrigði i heiminum. Hún er þvert á móti æfa gömul og hjá frum- þjóðum i kaldari löndum er hún í raun og veru jafn gömul þjóð- flokkunum sjálfum. Þeir notuðu skinnin af dýrunum sem þeir veiddu sjer til matar í fata stað, Jivi ekki kunnu þeir að vefa dúka. En sá er munurinn að þá voru skinnklæðin nauðsynja- vara, en nú eru þau óhófsvara, sem þeir gætu vel verið án sem mest nota þau. Það eru áraskifti að því hvaða skinn kvenfólkið kýs lielst. Eftir sumum skinnum hefir spurnin verið svo mikil, að legið hefir nærri að dýrunum sem skinnið var ai' hafi verið tortímt. Þannig er um bjórinn, sem í mörgum löndum hefir verið veiddur svo ötullega vegna skinnanna að hann er nær horfinn. Nú er hann einkum til í Canada og þaðan koma flest hinna dýrmætu skinna hans á heimsmarkaðinn. Þó má geta þess, að kvenfólkið á ekki eins mikla sök á fækkun þessa dýrs eins og karlmennirnir, því skinnið er einkum notað i Ioðfrakka karlmanna. Safala- skinn eru líka m jög eftirsótt vara og er því verðmeira sem litblær- inn á því er gráblárri. Þá eru bjarnarskinn, selskinn og sæ- Ijónaskinn allmikið notuð tii fatnaðar og er merkilegt hve lítið fslendingar nota af selskinn- um i vetrarfatnað þvi þau eru ódýr. Skinnið af chincilla-kanín- unni er mjög eftirsótt, kemur það einkuin frá Ameríku, en á síðustu árum eru ýmsar Evrópu- I>að er mjög vandasamt verk að veiða sœljón, ]>vi fiau eru slggg. Hjer sjest hópur stinga sjer lil sunds. Sieljón eru einkum við slrendur Kaliforniu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.