Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1930, Blaðsíða 1

Fálkinn - 11.01.1930, Blaðsíða 1
Reykjavík, laugardaginn 11. janúar 1930. Páfadæmið i Róm var i upphafi ekki annað en einfalt bislm psdæmi, en bráðlega var farið að telja það einskonar yfir- biskupsdæmi og biskupinn í Róm aðalhöfðingja allrar kristin nar kennimannstjettar. Á kirkjuþinginu í Nicæa, árið 325 var páfinn viðurkendur yfirhöfðingi Italíu og smám saman tókst duglegum páfum, að auka völd sín, eigi aðeins andleg held- ur og veraldleg, því eins og kunnugt er, var ríki kirkjunnar eigi síður af þessum heimi en öðrum lijer á öldunum. Lengi hefir páfinn orðið að eiga í erjum við veraldlega þjóðhöfðingja, þangað til hann loks var sviftur öllum veraldlegum yfir- ráðum i Italíu árið 1870, er ríkið Italía sameinaðist. Hefir síð an verið kalt milli páfa og stjórnar ltala, og páfinn talið sig fanga i Vatikaninu og aldrei komið á almannafæri. En í fyrra tókst Mussolini að ná sáttum við þáfa, með því að viður- urkenna veraldleg yfirráð páfa yfir Vatikaninu, og skiftast á sendiherrum við hann. Er páfinn nú farinn að koma út fyr- ir páfagarð og hefir m. a. nýlega vígt kirkju eina nálægt Róm. Og nýlega komu ítölsku konungshjónin í heimsókn til páfans, í Vatikanið. Er myndin tekin við það tækifæri, I Italíukonungur og páfinn hittast.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.