Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1930, Blaðsíða 3

Fálkinn - 11.01.1930, Blaðsíða 3
FAL-KINN 3 A.S. NORSK-ISLANDSK HANDGLSKOMPANI j TELEGR.ADR. GERM. OSLO. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. BlaðiÖ kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 ú mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. I.ifið er dauðinn. Claude Bernard. ' Sá, sem tekur þessi orð í krislileg- um skilningi þarf eigi langt að leita til þess að finna þeim stað og fá skýringu á þeim. En einnig sá, sem tekur þau í tímanlegum skilningói hefir gott af að velta þeiin fyrir sjer — þvi í þeim felst merkilegt lögmál, sem allir verða að lúta. Hver einstaklingur fyrir sig lifir ekki nema stuttan spöl ára, hverf- andi stuttan. En þó fær hann tæki- færi til, að byggja ofurlítið við það sem fyrir var, eins og koraldýrið, sem bætir við smíði forfeðra sinna. Og ]jó það þyki smátt, sem liggur eftir margan manninn, þá gætir þess þó eftir á, það er liður í þróuninni, og Jjó sumum litist þannig á, að sá liður hefði betur mátt missa sig, þá er þó ekki svo, því að í sköpunarverki náttúrunnar er engum hlut ofaukið, en alt hefir sinn tilgang og markmið. Hjá öllum sanpast það daglega, að dauðinn er lifið. Við sjáum það á liárinu sem vex og klipt er af, eða af nöglunum. Og eins er það með oss sjálfa. Likaminn er sífelt að um- breytast, hann slitnar og verður að dauðum úrgangi, en endurnýjast jafn- ótt innan frá. Éf likaminn hefði ekki hæfileika til að endurnýjast þá mundi hann slilna og ganga til þurðar á örstuttum tíma. Efnisskiftingin í líkamanum losar hann sifelt við rusl- ið eða úrganginn, sem líkaminn get- ur ekki notað framar, en sækir hon- um jafnframt nýtt efni, lífgunarefni, sem byggja upp í skarðið fyrir það sem deyr. Á þann hátt er líkaminn sídeyjandi og sílifandi. Og það er nauðsynlegt líkamanum, að þar sje altaf að myndast nýtt líf. Iin til þess að þetta inegi ske verður dauðinn að vinna sitt verk og ryðja þau skörð, seni lifið geti bygt upp i. Þessvegna er dauðinn alls ekki óinerkara afl en lífið sjálft, eða rjettara sagt: lifið og ^auðinn eru tvö óaðskiljanleg öfl — syo óaðskiljanleg, að það verður ■lafiian að nefna þau í sömu and- ranni. Og eins er með andlega lifið. Þar spretta nýjar hugsanir fram af þeim sejn dauðar voru, þar er líka liring- ias og sífelt vixlstarf lífs og dauða — llÞphyggingar og niðurrifs. — Lif vort er árangurinn af dauða allra undanfarandi kynslóða. í lífi þjóð- íin,la er dauðinn skilyrði fyrir lífinu, dauðinn grisjar skóginn, þannig að nygræöingurinn geti vaxið. Hvað kosta villidýrin. ----x---- Síðan dýragörðunum fór að fjölga i heiminum, er það orðinn atvinnu- vegur margra að gera út veiðileið- angra til fjarlægra landa og ná þar lifandi dýrum. En villidýrakaup- menska er einhver áhætttumesta „út- gerð“, sem hægt er að hugsa sjer. Fyrst og fremst er undir hælinn lagt hvernig veiðin gangi og í öðru lagi vill oft reynast erfitt að koma dýrun- um lifandi á ákvörðunarstaðinn og venja þau við fangavistina. Að því er sumar dýrategundir snertir þá er það ekki nema lítið brot af dýrunum sem veiðast, sem lcomast lifandi i dýragarðinn, sem þau eiga að fara í, og þrífast þar. Auk dýragarðanna kaupa fjölleika- húsin allmikið af dýrum til tanin- ingar, og sumar dýrategundir eru keyptar allmikið af einstaklingum, einkum smærri dýr, apategundir, páfagaukar og aðrir fuglar, skjald- bökur og því um likt. Villidýrin hafa lækkað talsvert í verði á síðari árum, því þeim mönn- um fjölgar sífelt sem gera sjer það að atvinnu að veiða þau. Ennfremur liefir dýrakaupmönnum lærst betur og betur að liirða dýrin, svo að miklu minna drepst af þeim, en áð- ur. Þjóðverjar hafa forustuna i þessu og má sjerstaklega nefna þá Hagen- becks-feðgana í Hamborg, sem tvi- ínælalaust eru frægustu dýrkaup- menn veraldarinnar og eiga einn fullkomnasta dýragarð í heimi. Hjer fer á eftir brot úr þýskum dýraverð- skrám og er verðið í ríkismörkum, cn hvert mark er nálægt 110 aurum islenskum: Indverskur fill, kvendýrið, altam- inn og gallalaus, eigi minna en 170 sm. á hæð, kostar 8000 inörk. Afrík- anskur nashyrningur með tveimur hornum er miklu dýrari, nfl. frá 30 til 50 þús. mörk, eftir gæðum. Tvæ- vetur flóðhestur kostar 14000 mörk og zebra-hestar 5—15 þúsund mörk, eftir aldri, lil og útliti. Lamadýr kostar 700 mörk en selir ekki nema 100—120 mörk. Ung sæljón frá Kali- forníu kosta 750 mörk. Verðið á ljónum og tigrisdýrum og leopörðum er mjög mismunandi. Karlljón frá Austur-Afríku, um 15 inánaða gamalt, kostar 3000 mörk, en kvenljón, 12 mánaða af sömu teg- und 2500 mörk. Fyrir yngri ljón er verðið lægra. Þessum ljónum fylgir ábyrgðarskírteini fyrir því að þau sjeu veidd í Kenya-hjeraði, en þar er besti ljóna-kynstofn í heimi. Hægt er að fá miklu ódýrari ljón en þetta, en þau eru alin upp á ljónabúum i Afríku og ekki nærri eins falleg eða heilsugóð og viltu Ijónin. Þessi ljón eru helmingi ódýrari en hin. Af tigrisdýrum eru Bengals-tigris- dýrin fallegust og dýrust; kosta þau um 6000 mörk. Ivventigrisdýr frá Sundaeyjum kosta um 4000 mörk og ef þau eru illa tent fást þau fyrir 500 mörkum minna. — Indverskir leoparðar kosta 600—800 mörk. Ulfaldar (drómedarar) eru seldir eftir stærð en ekki fást þeir fyrir minna en 750 mörk. Verðið á litlum öpum er mismunandi, t. d. fást stór- ir Hamadryas-apar (Mantel-bavian) fyrir 175 mörk, en chimpansar kosta alt að 3000 niörkum, eftir „gæðum <«g gáfuin“. En orangutangar og gor- illa-apar kosta miklu meira. Kroko- dílar eru seldir eftir lengd, eins og þeir væri álnavara. Krókódíll, sem er hálfur meter á lengd, fæst fyrir 30 mörk, en sje hann tveir inetrar kostar hann 180 inörk, eða hehningi mteira liver hálfur metri, og síðan hækkar verðið hlutfallslega eftir lengdinni. Fullþroska hýena frá Af- ríku kostar 800 mörk og indverskur broddgöltur um 100 mörk. Og svo eru fuglarnir. Iivítir svanir kosta 125 mörk parið, en svartir svanir 350 mörk parið. Hvítir stork- ar 40 mörk parið og rauður flamingo með græna fætur 350 mörk parið. Nandun, strútstegund frá Suður- Ameríku er allra fugla dýrust, því parið af þessum strútum kostar alt að 3500 mörk. HVESVEGNA GIFTIST EKKI PRINSINN AF WALES? Það eru minst tíu ár síðan heims- blöðin fóru að pískra um prinsinn af Wales og hjónabandið. Nú átti hann að vera trúlofaður þessari, nú hinni og svona fram eftir götunum. En spádómarnir rættust aldrei og prinsinn er laus og liðugur enn, þó hann sje orðinn hálf-fertugur. Því hann er fæddur 23. júní 1894. Allur heimurinn liefir gaman af að heyra, að erfingi stærsta lieimveldisins gifti sig, að undanteknum einum manni — og það er prinsinn af Wales sjálfur. Ensk kona, inrs. Graham, sem auð- sjáanlega er talsvert kunnug prins- inum, hefir nýlega ritað fróðlega grein um þennan inann, sem allur heimurinn vill að giftist, og gifting- arnar sjálfar. Hún segist skrifa eftir bestu heimildum, hvort sem það er nú nokkuð nema gort, en samt sem áður er rjett að birta sumt af því sem hún segir, ef ske kynni, að ein- hverjar íslenskar stúlkur væri að hugsa upp á prinsinn. Þvi eins og menn vita, þurfa þær alls ekki að eiga kong fyrir pabba, stúlkurnar, til þess að hugsa upp á Játvarð litla með árangri. Það er nægilegt að koiigablóð sje í þeim, — og það er í þeim öllum lijerna ef farið er nógu Iangt aftur í timann. — Fjöldinn allur af fögrum prins- essum, segir mrs. Graham, — komu til Englands og fóru þaðan aftur jafn ótrúlofaðar og þær komu. Dætur af frægasta enska háaðlinum gerðu sjer vonir um stund — árangurslaust. Annað fólk úr ensku konungsfjöl- skyldunni giftist og fjöldinn æpti heillaóskir sínar. En prinsinn af Wales lætur ekkert á sig fá — hann virðist vilja vera piparsveinn. — Jæja, er sagt að prinsinn hafi einu sinni sagt við góðkunningja sinn, — tólf tima í sólarhring verð jeg að vera eins og þjóðin vill að jeg sje, hina tólf tímana vil jeg vera eins og sjálfum mjer þóknast. Ef jeg gifti mig, neyddist jeg til þess að vera eins og konan mín vildi, þessa tólf tíma, sem jeg á sjálfur. Þetta er þá ástæðan til þess að prinsinn giftist ekkil En samt sem áður hefir prinsinn ekki fortekið að gifta sig, svo enska þjóðin þarf ekki að örvænta enn. . . Hann hefir nefnilega nefnt þær kröf- ur, sem hann geri til konu, ef hann vill eiga hana. Fyrsta krafan er sú, að konan geti látið mann sinn í friði. — Jeg þekki þó enga manneskju, segir mrs. Gra- ham, sem gæti verið svo hyggin. Sú einasta sem jeg get liugsað mjer er „Mary Ann“ hans Disraeli, sem gift- isl mikilmenni, ljet hann í friði og var aðeins til þégar hann óskaði þess, en annars ekki. En er sú kona til annarsstaðar en í slcáldsögum? Það hefir verið sagt, að prinsinn væri ástfanginn af stúlku, en liún væri af svo lágum stigum, að hann mætti ekki giftast henni. En þetta vcit enginn nema þeir, sem nákoinn- astir eru prinsinum af Wales. Enginn af ensku konungssonunitin hefir umgengist jafn margar stúlkur og ríkiserfinginn sjálfur. En þetta er fremur vegna þess, að hann vill kynnast fólki, en af hinu, að hann hafi gaman af að umgangast kven- fólk. Hann hefir eflaust oft orðið ástfanginn, en liefir aldrei gleymt ráði, sem vinur móður hans gaf hon- um þegar hann varð 19 ára: Davíð — mundu, að ef þú verður ástfanginn, þá farðu til stúlkunnar, sem þjer líst næst best á, og talaðu við hana I hálftima. Ef ástin til þeirrar bestu cr ekki hjöðnuð þá — já, þá ertu í raun og veru ástfanginn. En svo vill prinsinn líka heimta það, að konan hans sje falleg. Og liun á að vera dökkhærð. Honuin líst best á stúlkur, sem eru ekki mjög mjóslegnar, og sem að sýna það ut- an á sjer, þrátt fyrir alla hæversku- siði, að þær sjeu greindar og vilja- sterkar. Einn af þektustu listamönnum Ameríku, teiknarinn og málarinn Henry Clive hefir látið sjer uin munn fara eftirfylgjandi orð um kven- fólkið: „Fegurð er ekki fólgin eingöngu í fallegu útliti. Það er ekki nóg að hafa frítt andlit og fagran vöxt. Til þess að ná fullkominni fegurð þarf líka fagra sál, hreina og góða skap- gerð, þægilega rödd og fallegan lík- amsburð. Það er ekki til sú rödd, sein ekki má lagu og þjálfa, ef nauðsyn ber til. Vín gerir enga rödd fegurri. Frá alda öðli hafa karlmennirnir dáðst að lög- un kvenlegs líkama. Ætla mætti því að konunni væri kappsmál að við- lialda þeim línum, sem þeim er fengnar af hendi náttúrunnar. En gera þær það? Síður en svo, heldur reyna þær nú að klæða sig eins karl- mannlega og auðið er. Marg oft hefir náttúran gefið kon- unni undra fagurt andlit. Samt sem áður eru það altof margar nú á tím- um, sein liylgja meðfædda fegurð undir þykku farðalagi". Svo niörg eru þau orð. Skyldu þau eiga við okkur lijer? ----x----- í Fasistablaðinu „Impero“, sem er aðalmálgagn Mussolini stóð fyrir nokkru síðan þessi klausa: „Það er nú kominn tími til að brjóta á bak aftur eldgamlar bábiljur um að hver og einn eigi að hugsa með eigin höfði“. Eins og kunnugt er liugsar Mussolini sjálfur alt það, er hugsa þarf fyrir ítali. Allir aðrir eiga ein- ungis að trúa. Sendiherraritari fas- istastjórnarinnar í Bologna. Augusta Turati skýrir ennþá betur þessa skoðun. Hann segir: „Við eigum að trúa á fasismann eins og hvern ann- an guðlegan mátt. Við eigum að trúa II Duce eins og við trúum á guð al- máttugan. Við eigum að trúa mögl- unarlaust og hiklaust. Unglingarnir eiga að trúa og hlijða“. — Eins og sjá ina af þessu miðar fasisminn að því að neina burtu mannlegan heila. En skyldi nú Mussolini takast það betur en kirkjunni hefir tekisl það í öll þessi ár? Hjónaband. - Þú hefir elcki ástæðu til að kvarta, góða mín; jeg fer með þig eins og engil. Já, að vissu leyti; þú lætur mig aldrei fá ný föt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.