Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1930, Page 11

Fálkinn - 18.01.1930, Page 11
FÁLKINN 11 Yngstu lesendurnir Trjeskórnir hans Marteins litla. Einu sinni bar það við — þaS er svo langt síðan, að allir hafa gleymt hvenær það eiginlega var — í litlu þorpi,, sem lijet svo skritnu nafni, að enginn gat horið það fram eða munað það, að þar átti lieima dreng- ur, sem hjet Marteinn. Hann var sjö ára gamall. Hann átti hvorki föður eða móður en var á vegum frænku sinnar. Hún var bæði ágjörn og harð- lynd og fanst Marteinn vera sjer til mikillar byrði. Hún andvarpaði þungt í hvert sinn sem hún jós súpu á disk handa honum. En vesalings drengurinn litli var svo góður, að honum þótti vænt um gömlu konuna samt, enda þótt að hann færi að skjálfa í hvert sinn sem honum varð litið á stóru bú- konuvörtuna með fjórum löngu hár- unum, sem hún hafði á nefinu. Allir þorpshúar vissu, að frænka Marteins átti sjálf húsið, sem hún var í og aulc þess ullarsokk, sem var úttroðinn af gullpeningum. Þessvegna var hún látin borga skólagjald fyrir hann, en þó hafði hún prúttað gjald- inu svo langt niður, að kennari drengsins var argur út í hana fyrir, og ljet það bitna á Marteini. Meira að segja espaði kennarinn hina drengina, sem voru synir rikra for- eldra, upp á móti veslings föður- leysingjanum svo að hann átti elcki sjö dagana sæla í skólanum. A aðfangadagskvöld fór kennarinn með alla lærisveina sina í kirkju og svo átti liann að fylgja hverjum og einum heim til sín á eftir. í þetta sinn var allmikill harðinda- vetur og liafði snjóað marga daga fyrir jólin og brunagaddur var á að- fangadaginn. Skóladrengirnir komu þvi allir kappklæddir, með loðhúfur niður fyrir eyru, í tveimur eða þrem- ur jökkum með tvenna belgvetlinga og á þykkum stigvjelum. En Marteinn vesalingurinn var í sömu fötunum, sem hann gekk i sýnkt og heilagt; liann skalf af kulda og til fótanna var hann i götóttum sokkum og með trjeskó. Þegar vondu fjelagarnir sáu hvað han var fátæklega til fara fóru þeir að hlæja að honum og skopast að honum á ýinsan hátt, en Marteinn litli var svo önnum kafinn við að blása í kaun og verkjaði svo mikið í frostbólguhnútana á höndunum, að hann gaf þvi engar gætur. í kirkjunni var yndislegt. Hún var öll uppljómuð með fallegum ljósum, og drengirnir hrestust við liit- ann í kirkjunni og fjörguðust við hljóðfærasláttinn, svo að þeir fóru að pískra saman. Sonur borgarstjór- ans hafði fengið afar stóra og feita gæs. Hjá hæjarstjórnarformanninum var litið jólatrje á kassa og á grein- um þess hjengu glóaldin og fleira gott. Þetta og margt fleira voru drengirnir að tala um. Marteinn litli vissi af reynslu, að gamla ágjarna frænka hans mundi láta hann fara í rúmið í kvöld, án þess að gefa honum nokkurn jóla- mat, en í sakleysi sínu og sannfær- ingunni um það að hann hefði verið góður og duglegur drengur alt árið, vonaði hann fastlega að jólasveinarn- ir myndu ekki gleyma lionum. Hann einsetti sjer að setja trjeskóna sina fram í eldhús þegar hann færi að hátta, svo að jólasveinarnir gætu látið gjafirnar þar. Guðsþjónustunni var lokið; söfn- uðurinn, sem var farið að langa í jólamatinn, flýtti sjer heim og allir drengirnir gengu, tveir og tveir sam- an á eflir kennaranum úl úr kirkj- unni. En frannni í skrúðhúsinu, á köld- um steinbekknum, lá drengur í hvít- um slopp og steinsvaf. Þrátt fyrir kuldann var hann berfættur. Þetta var enginn betlari, því kjóll- inn hans var nýr og fallegur og á gólfinu hjá honum lágu ýms smiða- tól. Bjarminn frá stjörnunum fjell á andlit hans og lokuð augun. Andlit- ið lýsti óumræðilegri blíðu. Og löngu ljósgulu lokkarnir voru eins og geislabaugur kringum ennið. En fæt- urnir voru bláir af kulda. Skóladrengirnir, sem voru svo vel ldæddir sjálfir, gengu fram hjá drengnum án þess að skifta sjer af honum. Þeir litu bara á hann með fyrirlitningu, eins og þetta væri flökkubarn. En Marteinn einn stað- næmdist og fór að horfa á þetta'ynd- islega barn, sem svaf þarna á bekkn- um. — Æ, sagði foreldralausi dreng- urinn við sjálfan sig, — þetta er hræðilegt. Aumingja drengurinn hef- ir ekkert á fótunum í þessum ógnar kulda. Og það' sem vcrra er: hann liefir hvorki sokka nje trjeskó, til þess að setja fram í eldhús í kvöld, svo að jólasveinarnir færa honum víst ekkert meðan hann sefur. Og Marteinn tók skóinn af hægri íætinum á sjer og setti liann hjá drengnum sem svaf og hjell síðan heim til gömlu konunnar, hoppandi á öðrum fæti. — Nú, þarna kemúr þú þá leting- inn þinn, sagði gamla. konan fok- Nond, þegar Marteinn kom inn á öðrum trjeskónum. Hvað hefirðu gert við hinn skóinn slæpingurinn þinn? Marteinn sagði aldrei ósatt og fór því að segja gömlu konunni frá þvi, sem slceð hafði. En gamla konan rak upp tröllslegan og illyrmislegan hlát- ur. — Nú, svo þú fleygir trjeskónuxn þínum í flökkubörn. Nú er mjer nóg boðið... Þú skalt hengja þig upp á að jólasveinninn leggur ekkert í skó- inn þinn, nema ef vera skyldi sófl til að hýða þig með — og á morg- un skaltu ekki fá annað en vatn og brauð. Um leið og hún sagði þessi orð Hvltlclæddu börnin á kalda steinb ckknum. Óvæntur glaðningar Pdsthússt. 2 : ■ ■ Reykjavik f ■ t Simar 542, 254 ; og : 309(framkv.stj.) S m ■ ■ ■ ■ Alíslenskt fyrirtæki. Allsk. bruna- og sjó-vátryggingar.; Hvergi betri nje áreiðanlegri viöskifti. ■ Leitið uyplýsinga hjá nœsta umboðsmanni. S Tækifærisgjaflr Fagurt úrval. Nýjar vörur. — Vandaðar vörur. — Láfít verð. Verslun Jóns Þórðarsonar. rak hún drengnum rokna löðrung og ljet hann inn í skonsuna, sem hann svaf i. Hann háttaði sig há- grátandi og loks sofnaði hann á svæflinum sínum, sem var gegnvot- ur af tárum. En morguninn eftir, þegar gamla konan vakanaði við eitt hóstakast- ið og fór ofan — mikil undur: Hún sá að eldhúsið var fuít af allskonar gjöfum, leikföngum, brjefpokum xneð sætindum í, spánýjum fötum — og ofan á þessu öllu stóð hægrifótar- trjeskórinn, sem Marteinn litli hafði gefið litla drengnum sem svaf. Martein litli kom hlaupandi þeg- ar hann heyrði gömlu konuna kalla og hann ætlaði varla að trúa sínum eigin augum, þegar hann sá allar giafirnar jólasveinsins. Alt í einu sáu þau prestinn koma lilaupandi. Hann hafði lika orðið var við barnið sem svaf á bekknum. Og nú sagði Marteinn honum alla söguna. Og þeim kom saman um, að barnið sem þeir höfðu sjeð, mundi hafa verið Jesúbarnið, sem öllum gerir gott og alla huggar. Ameríkumenn þykja ekki altaf vera rjett vel heima i sögu Evrópu. Til dæmis um þetta má nefna, að nýlega kom í Ameríkupóstinum brjef með þessari áritun: „Mr. William Shakespeare, Stratford on Avon, Englaml, Europe". í hornið á umslag- inu var ritað: „Einkamál", svo að ó- kunnugir skyldu ekki hnýsast í það. Brjefið var endursent til Ameríku ineð árituninni: „Viðkomandi and- aðist 23. apríl 1616“. Það kostar nú ekki minna en 25 dollara, að kyssast á almannafæri í Hankow í Kína. Kinverjar hafa sem sje sagt kossaflensinu strið á hend- ur og samið lög, sem mæla svo fyrir, að liver sá sem kyssist „utan dyra“ skuli greiða 25 dollara sekt tafar- laust. — Þau fyrstu, stem syndguðu gegn kossalögunum voru nýgift lijón, herra Clien-Chang-hang og frú. Þau urðu að borga sína 25 dollara hvort og lofa því hátíðlega, að „gera þenn- an skratta aldrei oftar“, j

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.