Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1930, Síða 3

Fálkinn - 01.02.1930, Síða 3
FiLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aöalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverö: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Aldrei er alinenningur jafn samtaka ura að skemta skrattanum og fyrir kosningar. Jafnvel grandvörustu heiðursmenn hafa hamskifti og láta öllum illum látum, eins og illur andi væri hlaupin í þá. En mest kveður að þeim, sem standa í fylkingarbrjóstum stjórn- inálaflokkanna og svo vitanlega hlöð- nnum. Á fundum þykir mest að þeim kveða, scm láta út úr sjer flest gíf- uryrðin og eigi hika menn við, að Bta málstað sinn sjer í hag og ófegra niálstað andstæðinganna, þannig að fáfróður áheyrandiiin fái algjörlega skakka hugmynd um það, sem um cr barist. Og blöðin seilast langt út fyrir takmörk velsæmisins, í leitinni að vopnum og nota með ljúfu geði þau vopn, sem á málaþingi eru engu geðslegri en eiturgas í liernaði. " Umræður um málin þykja ekki nægja þegar dregur að kosningunum. Bá eru það umræður um menn, sem nauðsynlegastar þykja. Og er þá eigi sjaldan gripið til þess, að fara með uylgjur og óhróður um einstakar persónur, helst þannig, að eigi varði við lög, þó stundum vilji bera út af því i kosningahitanum. Ókunnugur áhorfandi, sem eigi væri kunnugur hardagaaðferðunum við kosningar hjer á landi mætti lialda, að flestir þeirra, sem við þau mál eru riðnir, væri stórglæpamenn, eða að minsta kosti mjög miklir viðsjálsgripir. Bvo kemur kjördagurinn. Stjórn- málaflokkarnir leigja sjer hóp'a af bifreiðum lil þess að flytja á kjör- staðinn „liáttvirta kjósendur“ sem þeir telja sjer víst atkvæði lijá. Far- lama gamalmenni og sjúklingar eru reknir á kjörstaðinn til þess að Segna „hinni æðstu borgaralegu skyldu“ —- sem þeir sjálfir, margir hverjir hafa ekki gert sjer neina grein fyrir hvernig þeir eigi að rækja. Kunugir telja, að aldrei hafi verið meira kapp í kosningum hjer en í þetta sinn, og að aldrei hafi þátttak- an verið meiri i bæjarstjórnarkosn- ingum. Og þó var óvenju mikið um veikindi í bænum. Athæfi blaðanna hefir aldrei verið verra en nú, mann- skemmingarnar og skítmenskan al- drei verri af sumra hálfu. Og svo er þetta bætt upp með því, að draga guðstrú og kristindóm inn í þennan óþverra. Beikna foringjarnir rjett? Er menn- "igarstig almennings eins lágt og þeir gera ráð fyrir? Því hardagaað- ferðin síðasta er miðuð við skríl. Bókin um Amundsen. ---x--- Sú bókin, sem út liefir komið i vetur í Noregi og einna mesta athvgli hefir vakið, er bókin um Roald Amundsen, „Roald Amundsen, sont han var“. Höf- undurinn, norski blaðamaður- inu Odd Arnesen, er sá meðal hlaðamanna hjer í Noregi, sem þekti Amundsen hest, og engum var kanskje hetur trúandi til þess að gefa nákvæma, sann- gjarna og látlausa lýsingu af Amundsen en honum. Enda verður ekki annað sagt, en að honum liafi tekist það frábær- lega. Bókin um Amundsen er ekkert skrum eða oflof á mann- inn látinn. Hún er svo blessun- arlega látlaus. Höfundurinn segir frá æfiferli Amundsens — og einmitt í því, hve nákvæm frásögnin er í hvívetna, liggur aðalgildi bókarinnar. Bókin um Roald Amundsen mun fara um allan heim og verða lesin af æskumönnum allstaðar, því hún er saga einhverrar þeirrarmestu hetju, sem uppi hefir verið á vorum tímum. Jeg ræð öllum unglingum til að lesa þessa hók. V. F. SKIt-N SIGURÐAR JÓRSALAFARA. Hákon Shetelig prófessor i Bergen fullyrðir, að hann hafi. ásamt sænsk- um vísindamanni fundið skrin eitt æfagamalt, sem Sigurður Jórsalafari ljet á sínum tíma setja í kastalakirkj- una í Konungahellu. Seinna rændu víkingar frá Vindlandi skrini þessu og liöfðu burt með sjer, árið 1135. Sigurður Jórsalafari hafði verið konungur í 25 ár, er hann ljet byggja kastalakirkjuna og voru fluttir þang- að helgir dómar hans og þar á meðal skrínið góða, sem liann hafði fengið að gjöf frá Eiríki konungi Eymuna. Átta árum eftir dauða Sigurðar rændu víkingar frá Vindlandi í Kon- ungahellu. Var vígiskirkjan tekin, en Ratibor konungur Vinda vildi ekki láta ræna helgum dómum úr kirkj- unni og fjekk Andrjesi presti þá til varðveitslu. En víkingarnir virtu orð konungs síns að vettugi; brendu þeir kirkjuna en tóku prestinn og höfðu liann burt með sjer ásamt öll- um dýrgripum kirkjunnar. Andrjes prestur slapp þó úr höndum þeirra, að því er sagan segir. f dómkirkjunni í Kommin, sem er smábær á norðurströnd Pommern er gamalt skrín afarmerkilegt. Er það alsett smáplötum úr filabeini, sem testar eru með grind úr bronsi. Er skrín þetta liálfur meter á lengd og þykir fullsannað að dönsk vinna sje á því. Það geymir nú jarðneskar leifar Cordulu, sem var ein hinna 11,000 meyja, er liðu píslarvættis- dauða með Úrsúlu. Kirkja þessi var vígð fáeinum árum eftir að Vindar rændu Konungahellu. Prófessor Shete- lig telur afarmiklar líkur til, að skrín þetta sje liið sama, sem víkingarnir rændu í Ivonungahellu og höfðu með sjer til Ponmiern. Ef svo er þá er skrín þetta með elstu kirkjugripum sem til eru á Norðurlöndum. Maðurinn sem taiaði ekki við konuna sina i tvð ár. Iíona nokkur að nafni Fanney Silver, frá Clapton í Englandi, sótti um skilnað við mann sinn og bar það fvrir að hann hefði svikið sig. Það hafði liann þó í rauninni ekki gert, en málinu var þannig varið, að maður hennar hafði ekki mælt orð af vörum við hana í tvö ár. Þau giftu sig í júní árið 1925 og i apríl árið eftir fæddist þeim dóttir. Ekki virt- ist þetta vekja neina sérstaka samúð hjá manninum, því frá þvi í ágúst sama ár, hætti liann alveg að tala, þegar hann var heima hjá sjer. Frú Fanney kom fyrst fyrir rjett- inn og skýrði frá öllum málavöxt- um. Útmálaði hún píslarsögu sina með mjög sterkum litum. Frá því fyrsta hafði maðurinn verið alt ann- að en hliður við hana. Það hafði t. d. aldrei komið fyrir að hann ávarpaði hana með skírnarnafnihennar. Aldrei hafði liann viljað fara á skemtanir með konu sinni og barnið hafði hann ekki skeytt um hið allra minsta. Hann hafði gengið um heima fyrir eins og hann væri búinn að missa mál. Þegar hann kom heim að borða seltist hann orðalaust að borðinu og fór siðan aftur, án þess að segja svo mikið, sem þökk fyrir matinn. Hann hegðaði sjer á sama hátt þeg- ar liann gekk til sængur á kveldin og á morgnana, þegar hann fór til vinnu sinnar. Eiginmaðurinn ákærði mætti sjálf- ur fyrir réttinum og var honum ekk- ert sjerlega stirt um málbeinið þegar hann átti að fara að verja sig. Játaði hann þvi að hann talaði aldrei lieima hjá sjer, en har hann því við, að það væri af þvi að tengdamóðir hans kæmi svo oft til þeirra. Hún hefði öll völd þar á heimilinu. Sjálfur fengi hann engu að ráða og væri lítið tillit tekið til hans. Þetla hefði ergt liann svo, að hann ákvað að þegja upp frá þessu þegar hann væri lieima. Dómarinn var í vandræðum með málið, en komst þó seinast að þeirri niðurstöðu, að ekki væri liægt að telja þetta brot á hjónabandslöggjöf- inni. Maðurinn hefði aðeins snuðað sig undan vissum samlífsskyldum, og ákvað að fresta dómi um málið. Ekki alls fyrir löngu liefir málið verið liafið að nýju og fjekk frú Sil- ver skilnaðinn viðurkendan. Dóm- arinn kvað brot mannsins vera fólgið í því, að liann hefði ekki neitt sam- neyti við konu sína og virti hana ekki einusinni viðtals. Maðurinn hefði liagnð sjer eins og vjel, en ekki eins og heiðarlegum eiginmanni sæmdi. Var hann dæmdur til að sjá fyrir konu og barni. —•—x-—— Á eyjunni Malekula, sem er ein af Nýju-Hebrideseyjum eru konur í lágu verði. Þær eru hvorki seldar fyrir gull og silfur, heldur fyrir 20— 30 grísi, eftir því hve myndarlegar þær eru, GOFUGLYNDI. Persónurnar í sögunni sem hjer fer á eftir eru prestur, dvergur og liettúðardrós. Presturinn er blindur, dvergurinn með herðakistil og kvens- an gömul og drykkfeld. Eitt kvöld: hittast þau öll á Avenue de la Motte- Piquet í París; var presturinn þar á> gangi með leiðsögumanni, dvergur- inn var að koma frá vinnu, en kvensan hafði setið á krá og drúkk- ið koniak og eter. Þeim verður star- sýnt á prestinn, en vitanlega verður hann þess ekki var; liann hafði ver- ið blindur í 25 ár. Fyrir 20 árum hafði alt verið öðruvísi. Þá var kvensniftin ung, fögur og lieiðvirð stúlka. Presturinú var foringi í hernum og dvergurinn var kryplingur þá eins og núF En kvenfólkinu leist vel á hann, eins og oft vill verða, því dvergar eru kvennagull. En dóttir ráðsmannsins á landsetrinu þar sem hann vann henti gaman að lionum og vildi ekki líta við honum. Hinsvegar gaf •* hún syni húsráðandans hýrt auga. Hann var þá orðinn liðsforingi. Og þau höfðu stefnumót saman hann og ráðsmannsdóttirin. Einu sinni, er þau voru saman í garðinum, varð dverg- urinn svo liamslaus af afbrýðisemi, að hann skaut á liðsforingjann. Sjón- taugarnar biluðu og liðsforinginn misti sjónina. Við rjettaryfirheyrsluna mætti liðs- foringinn með svart bindi fyrir aug- unum. — Þjer jaekkið manninn sem skaut, aftur, segir dómarinn. — Nei, herra dómari, svaraði liðs- foringinn. — Þjer voruð i þingum við dóttur ráðsmannsins? — Nei, herra dómari. — Þjer vitið, að þjer verðið að segja sannleikann hjer. — Já, herra dómari. — Og þjer haldið fast við fram- burð yðar? — Já, herra dómari. — Hver var þá sá seki? — Jeg herra dómari. Stúlkan, Louise Deval fór að há- gráta og dvergurinn var eins og hon- um hefði verið rekinn löðrungur. — Getið þjer gert nánari grein fyr- ir þessari staðhæfingu? — Já, mælti liðsforinginn. Meðan jeg var sjáandi liefi jeg gert mörgum manni ilt. Það var ekki nema sann- gjarnt, að jeg misti sjónina fyrir þetta. Jeg hið alla, sem jeg hefi gert mein, að fyrirgefa mjer. Og nú geng jeg í klaustur til að bæta fyrir af- hrot mín. Kvenfólkið á áheyrendabekkjunum fór að snökta og greip til klútanna: —Hann er engilll Dómarinn sýknaði dverginn, en hvíslaði að meðdómendunum: asni! En þetta var alt fyrir 20 árum. Stúlkan hjelt áfram að eiga vingott við karlmennina og komst á afvegu. Kryplinguriun varð bolsjeviki og helti sjer yfir ungu mennina, sem taka kvenfólkið frá lægri stjettunum. En hlindi maðurinn er prestur og prjedikar kærleika til náungans.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.