Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 01.02.1930, Blaðsíða 7
P Á L K I N N 7 Afdrifarík Bifreiðin hægði á sjer og stað- næmdist, þegar hún var komin nokkra nietra fram hjá uppljómuSum inn- Sanginum á Monarch Hotel viS Pic- cadilly. Bílstjórinn tók upp vindlinga- oskju og var í þann veginn aS kveikja sjer i vindlingi, þegar maSur einn ókunnugur vjek sjer að honum og ávarpaði hann. — Jeg held áreiðanlega, að það Sangi eitthvað að farþeganum yðar! Bilstjórinn leit hvatlega við leit fasl á manninn, sem stóð á gang- stjettinni. Það var prúðbúinn maður °g hinn höfðinglegasti. Bílstjórinn hoppaði út úr bílnum niður á stjettina og gekk að farþega- dyrunum. Rúðan var opin og ljósið frá gistihúsdyrunum fjell á andlit farþegans. Hann var i samkvæmis- klæðum. Andlitsfall hans var ein- kennilegt — augun starandi og munn- urinn hálf opinn, svo að bílstjórinn varð felmtraður og fleygði frá sjer vindlingnum og reif upp hurðina. — Er nokkuð að yður, herra minn? spurði hann og laut inn i vagninn. En ekkert svar kom og bílstjórinn tók i handlegginn á farþeganum. En alt í einu greip liann kvíði og hann sneri sjer að manninum, sem liafði ávarpað hann. — Hann virðist vera fárveikur, mælti hann — Það er víst best að Jeg aki honum á sjúkrahús. Hann skimaði í kringum sig og benti síð- an lögregluþjóni að koma til sín. — Hjer er eittlivað alvarlegt að, mælti ókunni maðurinn við lögreglu- þjóninn. Bílstjórinn heldur að far- þeginn sje veikur, en jeg lield að kann sje dauður. — Er hann dauður? át lögreglu- þjónin eftir og kom á hann. Hann keygði sig og snart við farþeganum. Já, þjer hafið rjett að mæla, herra minn, maðurinn er dauður. Það er kest að við ökum til Charing Cross. Mjer þykir leitt að þurfa að ónáða yður. — Eigið þjer við, að jeg komi með yður? spurði ókunni maðurinn. — Það get jeg ]}Ví miður ekki, jeg á í>ð mæta manni hjer á tilteknum tíma og —- — L'ögregluþjónnm’ gaf einum stjett- arbróður sínum merki og kom hann að vörnní spori. Þeir stigu báðir inn 1 bifrteiðina og hún ók hratt burt. El. 10 morguninn eftir gaf Philipps mynilögreglumaður forstjóra sínum skýrslu; — Sir Charles Redland hefir fnndist myrtur í leigubifreið! Með hvaða atvikum hefir það orðið? spurði forstjórinn. . ' Eitur, sprautað inn i handlegg- lnn, svaraði Philipps. ~ Það er best að fá fullkomna skýrslu hjá yður undir eins. Já. Bílstjóri einn, Parson — maðitr sem hefir besta orð á sjer — lok Sir Charles í vagn sinn við heim- ui hans í Knightsbridge. Bílstjórinn vnr Beðin að aka til Hyde Park og . a síðan hægt fram og aftur í garð- muni, milli Piccadilly-hliðsins og Marble Arch. Bilstjórinn ók þennan sPól tvivegis fram og aftur, en var sjðan beðinn að aka hægt til Monarch Hotel og staðnæmast nokkra metra ia dyrunum. Þar skyldi hann fá nýja . iPun. Bílstjórinn gerði eins og fyr- 'l hann var lagt og einmitt þegar ntnn staðnæmdist var það sem ó- kunni maðurin benti honum á, að eútlivað mundi vera að farþeganum. ~ Hinn dáni var þá aleinn í bif- •'eiðinni? — Já. ~~ Staðnæmdist bifreiðin nokkurs- staðar á leiðinni? 77 Já, hún varð að bíða örlítið hjá otc'i Bitz, vegna umferðar. ' ^ir Charles hefir vitanlega bú- hattaskifti. ist við, að einhver mundi koma inn í bifreiðina í Hyde Park, úr því hann ljet aka hægt, og auðvitað liefði ó- kunnugur maður getað stigið út úr bifreiðinni eins og inn í hana, án þess að vekja eftirtekt, mælti for- stjórinn. — Sir Charles var ekki kunnur að því að vera i þingum við kvenfólk — heldur þvert á móti. Hinsvegar ljek orð á því, að kona hans, lady Redmond hefði umgengni við ýmsa karlmenn. Samkomulagið milli hjón- enna hafði stundum verið slæmt og á- stæðan til þess var einkum talin • sú, að lady Redmond var mikið með manni einum, sem heitir Holmwood. — Er hægt að sanna sakleysi hans? — Nokkurnveginn. Holmwood og lady Redland viðurkenna, að þau liafi verið saman i annari bifreið einmitt á þeim tíma, sem þelta gerð- ist. Þau voru á leið til Ritz og ætl- uðu að snæða miðdegisverð þar. Jeg hefi sannspurt að þau komu þangað og virtist liggja vel á þeim. Siðan óku þau saman til Knightsbridge. Jeg til- kynti þeim sjálfur hvað skeð hefði. — Og hvernig tóku þau þvi? — Hann virtist verða steini lost- inn og liún þaut upp eins og naðra og sakaði hann um að hafa myrt manninn sinn. Hún virtist vera geng- in af göflunum og seinast rak liún liann út. —- Hvað haldið þjer um þetta? —• Jeg er ekki viss um að æsing- in, sem hún komst í hafi verið eðli- teg að öllu leyti, mjer fanst hún liálf uppgerð, svaraði Philipps hugsandi. — Gaf Mellington ofursti nokkra skýring á því, hversvégna hann var á Piccadilly i gærkvöldi? Þekti hann Sir Chartey? — Nei, en hann þekkir hinsvegar la^ly Redland og Holmwood. Hann átti að snæða miðdegisverð með ein- um kunningja sinum og var þegar samkvæmisklæddur, en af því að þeir áttu ekki að liittast fyr en eftir klukkutíma þá fór hann að ganga um í Piccadilly ti! þess að drepa tímann. Jeg held —----- — I þessum svifum var hringt í sím- ann og Philipps tók heyrnartólið. — I>að er frá sjúkrahúsinu, sagði hann við húsbóndá sinn. Lady Red- land hefir sent þjón sinn þangað til þess að spyrja um, hvort hún geti ekki fengið fötin af bónda sínum lieim. Forstjórinn einblíndi sem snöggv- ast út í bláinn og mælti svo: — Nei jeg held að við látum ekki fötin af hendi. Segið fólkinu á sjúkrahúsinu, að skila til sendilsins að fötin muni verða send heim til frú Redland eftir nokkra daga. Og biðjið um, að fötin verði send hingað heim til mín undir eins. Það er best að þjer haldið á- fram atliugunum yðar og komið svo til mín aftur í kvöld og segið mjer hvers þjer hafið orðið vísari. Það er langt liðið á dag, er Philipps kom aftur. Var hann hinn daprasti og sagði, að sjer hefði ekkert orðið ágengt. — Jeg á von á lieimsókn á hverri stundu, mælti forstjórinn brosandi. Mig fór að langa að taka í taumana eftir að jeg hafði sjeð fötin hans Sir Charles. Hann benti á fötin, sem lágu í hrúgu á borðinu. Jeg á von á hon- um Parson, bílstjóranum. Þarna kem- ur hann. — Tyllið þjer yður, Parson. Jeg skal ekki tefja yður lengi. — Jeg vona, að jeg verði ekki fyrir óþægindum af þessu, mælti Parson hikandi. Jeg á konu og börn og------ — Við höfum engan grun á yður, svaraði forstjórinn . — Gerið svo vel að skýra okkur frá öllu, sem við þar, frá því að þjer tókuð á móti Sir Charles í bifreiðina og þangað til þjer sáuð að hann var dáinn. Bítstjórinn sagði frá og forstjórinn skaut við og við spurningum inn i. Ekkert nýtt virtist koma fram og Parson var leyft að fara. Þegar Philipps kom aftur, sagði forstjórinn honum brosandi, að nú ætti liann von á Mellington ofursta. Og skönimu siðar koni hann. Melling- ton var i samkvæmisklæðum eins og kvöldið áður og yfirfrakkinn var ó- hneptur. — Gerið þjer svo vel að fá yður sæti, sagði forstjórinn alúðlega. Phil- ipps — viljið þjer ekki taka við hatt- inum ofurstans. Ofurstinn hafði lotið fram til þess að leggja liattinn á borðið, þar sem föt myrta mannsins lágu, en Philipps tók nú hattinn og hengdi hann upp á snaga. — Jæja, hvaða upplýsingar get jeg gefið yður? spurði Mellington. — Jeg hefi undirskrifaða skýrslu yðar um það, sem gerðist í gær, mælti forstjórinn. — Mjer datt í hug, að þjer vilduð máske bæta einhverju við? Þetta er alt svo dularfult, að livaða smáræði sem er, gæti orðið okkur að liði. Forstjórinn rýndi í skýrsluna og spurði svo: — Þjer sáuð Sir Cliarles greinlega gegnum rúðuna? — Já, mjög greinilega, svaraðl Mellington. — Var hann með hanska á hönd- unum? — Nei. — En með hatt á höfðinu? — Það held jeg. — Þjer þekkið lady Redland, er það ekki, herra Mellington? — Jeg hefi hitt hana nokkrum sinnum, svaraði ofurstinn. — Án vituhdar mannsins hennar? — Hvað eigið þjer við? — O, jeg er aðeins að rannsaka, skiljið þjer. Og þessvegna þarf jeg að tala við fólk, sem þekkir lady Redland vel. Og þjer þekkið hana betur en þjer viljið vera láta. — Hvað kemur það þessu máli við? spurði Mellington. Mjer er ó- liætt að segja, að jeg er ekki eini maðurinn, sem þekkir hana vel. — Nei, það er líka til maður, sem heitir Holmwood — þjer þekkið hann ef til vill líka? — Ekki úeitt að ráði, svaraði Mel- lington og ypti öxlum. — Mjer er lit- ið um þann mann. Forsetinn dró skjal upp úr skrif- t:orðsskúffu sinni: Þétta brjef lá í skjölúm Sir Charles á skrifstofunni lians. Jeg skal lesa það fyrir yður: „— Verið í bifreið í Hyde Park, á svæðinu milli Piccadilly-hliðsins óg Marble Arcli; þá skal jeg gefa yður sönnun fyrir kunningsskap kon- unnar yðar og Holmwoods. — Ráð- hollur vinur“. —- Hvað kemur þetta brjef mjer við? spurði Mellington. Leynilögreglumaðurinn svaraðiengu en tók rólega upp pipuhattinn, sem lá ofan á fötum Sir Charles, er lágu samanbrotin á borðinu. — Þjer voruð ekki alveg viss um, hvort Sir Charles hefði verið með hattt á höfðinu, sagði lögreglumað- urinn hugsandi og góndi upp í loftið. Síðan leit hann skyndilega á hatt- inn í hendi sjer.—- Hann var ekki með hattinn á liöfðinu, — þessi hatt- ur lá niðri í bifreiðinni og það er nafn innan i honum. Vitið þjer hvaða nafn? Mellington! — Það var eins og skelfing kæmi fram í svip Mellinglons sem allra snöggvast, en honum tókst vél að leyna skapi sinu ef leynilögreglu- maðurinn stóð upp og gekk að snag- anum, þar sem hattur Mellingtons lijekk og fór að skoða hattinn. —- Og í hattinum, sem þjer voruð að taka ofan rjett áðan stendur nafn Sir Charles, hjelt lögreglumaðurinn V erðlaunasamkepni. Samkvæmt auglýsingu Efna- gerðarinnar hafa þessi verðlaun verið dregin út, fyrir meðmæli með Lillu-ger- og eggjadufti: Guðrún Danielsdóttir Laugaveg 76 (I. verðlaun, 75 kr.), Guðm. Ó. Sigurðsson Ytri Njarðvík (II. verðl. 50 kr.), Maria Jónsdótir Hafnarfirði (III. verðl. 25 kr.). Ennfremur fyrir bestu meðmæl- in: Kristín Eiriksdóttir, Bræðra- borgarstíg 25 (75 kr.). áfram og byrsti róminn. Hvernig getið þjer útskýrt þetta? Er skýr- ingin sú, að þjer sjeuð „ráðholli vinurinn“, sem st.eig inn i vagn Sir Charles í Hyde Park og tók skakkan hatt er hann fór út aftur, — að það voruð þjer, sem lögðuð svo fyrir að aka að Monarch Ilotel og skutust út úr bifreiðinni á leiðinni og gerð- ust siðan svo fífldjarfur, að beina athygti bílstjórans að því, hvernig ástatt væri um Sir Charles? Mellington sat með hendurnar í vösunum ineðan lögreglumaðurinn talaði. Alt i einu sneri lögreglumað- urinn sjer livatlega að Philipps. — Fljótt! Sækið læknir undir eins. Han hefir tekið eitur! Hann liljóp til og greip í Melling- ton í sama bili og hann var að hniga niður af stólnum. í annari hendi hafði Mellington snrautu og btásýru- eimur breiddist um stofuna. ---------- Lögreglumaðurinn sagði svo síð'>r frá, að beiðni frú Redland um, að fá fötin hefði fyrst vakið grun sinn, og að hann hefði komist að hattaskiftunum er hann fór að ' skoða fötin. — Með lagi gat jeg svo komist að þvi hjá þjóni Mellingtons, að hann væri elskhugi lady Red- land. Holmwood var aðeiris verk- færi i hendi þeirra. Hver veit nema hann geti lært af þvi síðar? Hvalveiðafloti Norðmanna hefir meira en tvöfaldast á síðustu tveim- ur árum. Síðan 1929 hefir hvallýsis- framteiðslan auk'ist úr 164.000 tunn- um upp í 800.000 tunnur 1928, og siðasta ár var gert ráð fyrir að hún hefði orðið um 1.900.000 tunnur. Andvirði þessa lýsis er um 140 mil- jónir króna, en um 10.000 manns taka þátt í veiðinni. Nú eru hvalveið- arnár nær eingöngu stundaðar i suðurhöfum og eru liðin 25 ár sið- an Norðmenn fóru að stunda veiði þar. ----x---- Hinn 21. desember voru liðin 50 ár síðan „Et Dukkehjem“ eftir Ibsen var leikið í fyrsta sinni.Var það í kgl. leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Þá ljek frú Betty Hennings aðalhlut- verkið, Noru. Frú Hennings lifir enn og kernur fram á leiksviðið við og við. Á 50 ára afmæli Noru var frú Hennings sæmd riddarakrossi Ólafs- orðunnar norsku. ----x---- Presturinn Wm. M. Jones í New York er nýlega dauður. Sjómenn víðsvegar að könnuðust við sira Jones ög kötluðu hann „himnalóðs- inn“. Hann var altaf á vakki milli skipanna í höfninni, með gamla og slitna tösku og í henni var „Nýja Testamentið á 66 tungumálum. Hann varð 79 ára og af þeim árum var liann sjómannatrúboði i New York i 55. Heimsótti harin að meðaltali 4000 skip á ári og sjómennirnir hjeldu mikið upp á hann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.