Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1930, Blaðsíða 1

Fálkinn - 15.03.1930, Blaðsíða 1
Reykjavik, laugardaginn 15. mars 1930. 16 slður 40 aara. nn SKÆÐUSTU VOPNIN. 4 flotamálaráðstefnunni í London eru það einkum Bretar og Bandaríkjamenn, sem vilja banna notkun kafbáta í hernaði. Er þetta mjög skiljanlegt hvað Breta snerfir, því þeir eru mesta verslunarþjóð heimsins og sannað er af reynslu síðustu styrjaldar, að engin skip gerðu kaupskipaflota þeirra og hlutlausu þjóðanna eins margar skráveifur og kafbátar Þjóðverja. Lá nærri að þeir lokuðu um eitt sinn siglingaleiðum að Bretlandi, eftir að hinn ótakmarkaði kafbátahernaður hófst. Kafbátahernaðurinn er einn- l9 ómannúðtegasti sjóhernaðurinn sem þekkist, þar er vegið aftan að saklausum sjómönnum, skipin skotin í kaf undir þeim, stundum með svo litlum fyrirvara, að skipsmenn hafa ekki ráðrúm til að forða sjer í bátana áður en skipið sekkur. Eru margar hörmungarsögur iil frá meðferð kafbátanna á kaupskipum í siðasta ófriði. Og að kafbátarnir sjeu skæð vopn sannast af viður- eign þeirra við slærðar herskip, sem þeir hafa sökt að kalla má á svipstundu. — Hjer að ofan sjást fin\m af nýjustu kafbátum Bandaríkjamanna, hver með eina fallbyssuna á þilfari.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.