Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1930, Side 2

Fálkinn - 15.03.1930, Side 2
2 F Á L K I N N ------ GAMLA B í 0 --------- Fyrsti kossinn. Paramount sjónleikur i 6 þáttum, eftir skáldsögu Tristrams Tuppers. Aðalhlutverkin leika: GARY COOPER og FAY WRAY. Gullfalleg mynd og vel leikin. Sýnd bráðlega. PILSNER Best. ódýrast. INNLENT. \ ÖLGERÐIN EGTLTi SKALLÁGRÍMSSON. PROTOS BONVJELAR Ljettið yður hrein- gerningar til muna, með þvi að nota PROTOS. Sýnd og reynd heima hjá þeim er þess óska. Fœst hjá raftækja- sölum. 30S 305 ALLIR KARLMENN, sem vilja ganga vel klæddir til fótanna, ganga eingöngu á skóm og stigvjelum með þcssu merki. Við liöfum nú ný- fengið nýjar tcgundir af þcssum al- þekta skófatnaði, i viðbót við gömlu tegundirnar, þar á meðal lakkskó, mjög fallega og sterka. MMuu-makkc Lárus G. Lúðvígsson, Skóverslun. Æ ------ NÝJA BÍO ------------- Himininn logar. (Hetjan frá Klondyke). Stórfenglegur sjónleikur í 7 þátt- um eftir hinni heimsfrægu sögu Jack London. Aðalhlutverk: Milton Sills og Doris Kenyon. Oviðjafnanleg mynd. Sýnd í kvöld í Nýja Bíó. ! Hin dásamlega TATOL-handsápa mýkir og hreinsar hörundið og gefur fallegan ogbjartanlitarhátt. Einkasalar L Brpjélfsson & Rvaran Kvikmyndir. FYRSTI KOSSINN. Kvikmynd með þessu nafni verður sýnd bráðlega í Gamla Bíó með tveimur ágætis leik- urum, Gary Cooper og Fay Wray i aðal- hlutverkunum. Segir myndin frá ungum manni. Mulligan Tal- bot (Gary Coopcr), sem lieidur lifinu í gömlum föður sin- urn, sem hefir sól- undað öllum eigum sínum í svalli, og þremur bræðrum sínum, sem aldrei vinna ærlegt hand- tak. En fyrrum hafði Talbot-ættin verið með ríkustu ættum í landinu. Mulligan reynir á- rangurslaust að koma föður sínum á betri leið. Skömmu síðar deyr gamli maður- inn og er jarðaður i kirkjugarðshorni fátæklinganna. Við þetta ris ættar- metnaðurinn svo í brjósti MulliganS að hann strengir þess heit, að hann skuli koma bræðrum sínum til manns. Og hann fær þá til að lofa sjer, að lesa til embættisprófs, einn á að verða læknir, annar Iögfræðingur og þriðji prestur.^— Mulligan segist skuli útvega þeim fje til námsins. Hann fer á fund afa síns, i öðru riki, sem fyrir longu hafði afneitað þeim feðgunum og slitið sambandi við þá. Þegar þang- að kom,er afinn dáinn. Þá tekur Mulligan það örþrifaráð að ráðast inn í banka og ná þar í fje. Og seinna lieldur hann áfram að afla sjer náms- kostnaðar handa bræðrunum með ránum. Mulligan hefir um það leyti sem faðir hans dó kynst ungri stúlku, Önnu Marshall (Fay Wray) dóttur ríkasta mannsins i grendinni. Og þau unnast. Faðir hennar gerir alt scm hann getur til að stíja þeim i sundur og fer með stúlkuna til Evrópu til sex ára dvalar. En hún gleymir ekki Mulligan og um það leyti sem hún kemur aftur deyr faðir hennar, svo nú er 'hann ekki framar til fyrir- stöðu. En annað hefir komið fvrir. Mulligan hefir selt skip sem hann áttj til þess að endurgreiða hverjum og einum það, sem hann hafði rænt frá þeim. Þá fyrst komast ránin upp og Mulligan er kallaður fyrir rjett og eru allar horfur á, að hann verði sak feldur. En stúlkap lýsir fyrir <jöm- inúln hvötum þeiin, sem hann háfði haft: að koma bræðrum sinum til manns og reisa við álit ættarinnar. Og þegar bræður hans þrír, sem nú eru orðnir mikilsmetnir menn bera fram sama vitnisburð, er Mulligan sýknaður og þau Anna ná saman. Myndin er prýðilega vel tekin og efnið hugnæmt og sþennandi. Leik- stjórnina hefir Howland Lee annast. HIMININN LOGAR,- hin stórfenglega mynd frá Klondyke, gerð eftir sögu Jack Londons með Milton Sills í aðalhlutverkinu, verð- ur sýnd núna um helgina í Nýja Bíó. STÓRKOST- Norðmenn nokkrir LEGUR ORKU- eru um þessar FLUTNINGUR. mundir i samning- ------------- um við Þjóðverja um að leiða rafmagn frá þremur norskum fossum alla leið til Þýska- lands, til notkunar þar. Undirbún- ingi þessa máls er ennþá skamt kom- ið, en þó' er ráðgert að raforkan, sem hjcr er um að ræða verði um 600.000 kiióvatt og verði hún leidd suður eftir Sviþjóð til Trelleborg og þaðan með sæsima til Sassnitz og þaðan landleið til Lúbeck, en þar á að dreifa kraftinum til notenda. Er gert ráð fyrir að stofnkostnaður fyr- irtækisins verði um 500 miljón krón- ur eða rúmar 80 krónur fyrir kiló- vattið og þykir jiað ótrúlega ódýrt þegar á það er litið hve langar leiðsl- urnar eru. En kraftur sá, sem þess- um norska rafkrafti er ætlað að keppa við í Þýskalandi kostar frá 120—200 krónur á kílóvattárið. Arið 1022 var mikið um það rætt að flytja raforku frá Noregi til Danmerkur. En þá strandaði alt á þvi, að raforkan varð of dýr, nfl. 180—-210 kr. fyrir kílóvattárið, en það verð var ekki samkepnisfært við raforku framleidda með kolum i Dan- mörku: Verð það á raforkunni, sem nefnt er í sambandi við hinar nýju fyrirætlanir virðist ’þvi vera ótrú- lega lágt, enda þótt krónugildið hafi liækkað sfðan og umbætur hafi orðið á raforkufiutningi, því leiðin til Þýskalands er miklu lengri en til Danmerkur. ----x----- Heimsmel í bananaáti setti inaður um daginn suður á Floridaskaga, Hann át 168 banana á einni klukku- stund. Hann segir sjálfur svo frá, að hann hafi ekki tuggið ávextina, en gleypt þá heilá. ----x----- . . Kanada frainleiðir 9% af öllu hveitl í h’eiminum, 10% af hafra- framleiðslunni,. 10% af gull og silf- urframleiðslunni, 15% af trjámauks- framleiðslunni og 90% af nikkel- framleiðslunni. 600,000 bifreiðum var stolið í Bandaríkjunum árið 1929. En þar er um 42. hver bifreið, sem i gangi er þar í landi.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.