Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1930, Síða 7

Fálkinn - 15.03.1930, Síða 7
F A L K I N N 7 Seldi jakkinn Saga eftir J. S. Fletcher. ÞaS var laugardagur og klukkuna vantaði fimm mínútur í eitt. Ledbit- ter fulltrúi byggingafirmans Watson & Metcalf hugsaði aðeins um það eút, að nú skyldi hann njóta hvíld- arinnar yfir helgina. f sama bili sem hann var að loka skúffunum á skrifborðinu sínu kom Sharman skrifstofustjjóri inn og vjek sier að honum: j.Þjer munuð liafa sjeð um, að til- boðið til Steel & Cardyke væri sent 1 gær?“ spurði hann. ..Já, í gær“, svaraði Lesbitter. „Jeg sendi það í gærkvöldi“. >.í ábyrgðarbrjefi, vitanlega?“ niælti Sharman. ..Já, i ábyrgðarbrjefi", svaraði Led- bitter. Skrifstofustjórinn tók bók, sem lá ó borðinu og fór að blaða í henni. ..Jeg finn ekki kvittun fyrir brjef- inu sagði“, hann. „Hafið þjer ekki fest kvittunina inn í bókina?“ „Hún er í vasanum á öðrum jakka ■ • • • heima", svaraði Ledbitter. „Jeg skal hafa hana með mjer á mánu- daginn“. „Gleymið þjer þvi ekki“, sagði skrifstofustjórinn. „Við verðum altaf að hafa kvittanirnar á reiðum hönd- uni. Þær eru það einasta sem við getum sýnt stjórninni til sanninda- merkis um, að við höfum sent til- boð“. Skrifstofustjórinn fór og Ledbitter Gýtti sjer út. Hann varð feginn að koniast burt og feginn því að skrif- stofustjórinn hafði ekki sjeð framan í hann. Því einmitt á sömu stund- inni sem liann fullyrti að hann hafði sent brjefið mintist hann þess, að hann hafði ekki sent það. Hann hafði gleymt því. Hann hafði stungið þvi 1 vasann þegar hann fór heim í gær °g ætlaði sjer að skila því sjálfur á Þósthúsið. En á heimleiðinni hafði hann lent í öðru og í morgun hafði hann farið í önnur föt, svo að nú lá orjefið heima hjá honum í jakkavas- anuni. Vitanlega var engin hætta á að það gæti misfarist, en nú flýtti hann sjer heim til þess að koma þvi sjer. Brjefið varð undir öllum ^Gngumstæðum að vera komið til hteel & Cardyke á mánudag fyrir khikkan fjögur. hedbitter bjó í litlu húsi í útjaðri ''alford-bæjar. Ilmandi steikarlykt fagði á móti honum þegar hann kom J"n i anddyrið. Konan hans kallaði tn hans, að maturinn væri tilbúinn °g að þau skyldu borða. Ledbitter kallaði á móti, að hann kauni undireins og flýtti sjer upp í ^efnherbergið. Hann fór að leita i Wæðaskápnum. Eftir svipstund kall- aoi hann ofan af loftinu: „Panney, hvar er gamli jakkinn minn? Sá brúni með röndunum?" „Gamli jakkinn", kallaði hún á rn°ti. „Þú sagðir um daginn, að hann v®rj þröngur í handvegunum og u° íeg slcyldi selja hann, því að þú Þ'yndir aldrei brúka hann framar. eg seldi hann í morgun með ýmsu oðrn dóti, og ....“ . hedbitter hljóðaði upp svo að und- u' tók í húsinu. Hann sentist niður stigann i tveimur skrefum. Frúin Var 1 þann veginn að hljóða af skelf- lngu, en hætti við, þegar liún sá hve folur hann var. „Þú — þú seldir liann. Drotlinn lnn! Hver keypti hann“. „Auðvitað hann Milson“, svaraði lrn Ledbitter. „En — en ....“ Ledbitter hafði þrifið hattinn sinn nf • otlð °t áðáur en hún gat sagt eira. Og liann var komin langt nið- j. strætið þegar hún hrópaði á eftir ntlIn: „Herbert, Herbertl" En Ledbitter fulltrúi hugsaði að- eins um eitt og sinti engu öðru og þaut á spretti inn í bæinn. Hann hjelt rakleiðis til skriflabúðar Mil- sons og rakst á sjálfan kaupmann- inn, lítinn mann og feitan með rost- ungsskegg. „Þjer keyptuð gömul föt af kon- unni minni i morgun! Ledbitter, Ak- asíuvegi ....“ „Já, það held jeg“, svaraði Milson hægt. „Jeg gaf vel fyrir þau ....“ „Það kemur ekki málinu við“, tók Ledbitter fram i. „Það var brúnn jakki, með röndum. Jeg verð að fá hann aftur. Hann átti alls ekki að seljast". „Það er því miður ekki hægt“, sagði kaupmaðurinn og njeri á sjer hend- urnar. „Það var skrítið að tarna, jeg seldi liann fimm mínútum eftir að jeg liafði keypt hann, hann var ekki kominn lengra en á búðarborðið. Þá kom maður inn, sem vildi kaupa hann. liann vildi liafa þykk og hlý föt, því að hann ætlaði til Canada, sagði hann“. „Til Canada?“ æpti Ledbitter. „Er hann farinn?“ Milson bandaði með hendinni. „Jeg held það næstum", svaraði hann. „Eittlivað mintist hann minsta kosti á, að hann ætlaði í dag. Hann sagðist ætla í hjerað þar sem ís væri og snjór, sagði’ hann. Þesvegna yrði hann að hafa eitthvað til að verjast kuldanum. Og hann keypti meðal annars þennan jakka. Það var þykt og gott efni i honum“. Ledbitter stóð höggdofa og hreifð- ist ekki fremur en hann væri dauður. Nú skildist honum í fyrsta skifti á æfinni hvað átt er við með „ró ör- væntingarinnar". „Þjer vitið náttúrlega ekki hvar maðurinn á heima“, spurði hann. „Jú, ekki ber á öðru, það veit jeg“, svaraði Milson. „Jeg veit að minsta kosti hvar hann átti heima, því hann er eflaust farinn. Hann átti heima á sjómannaheimili Barcoe’s hjerna í götunni. Og hann var sjómaður og hjet Terry. Ledbitter þaut út án þess að kveðja. Hann fann sjómannaheimilið og ruddist þar gegnum heila þyrping af sjómönnum, sem stóðu við inngang- inn. í fordyrinu hitti hann háan mann og þrekvaxinn. „Hvað viljið þjer?“ spurði hann, og röddin var alt annað en mjúk. „Það mun ekki vera hjerna mað- ur sem lieitir Terry?“ stundi Led- bitter. „Jeg veit að hann hefir átt heima hjerna. Kaupmaðurinn hjerna skamt frá sagði mjer það. Jeg þurfti að ná i hnn undir eins ....“ „Svo þjer þurftuð það, nú? var svarað óþjállega og með semingi. „En það getur nú ekki orðið af því, — hann er farinn". „Hvert?“ „Til Canada", svaraði sá þrek- vaxni. „Það er spottakorn þangað“. „Hvert — hvað — hvaða leið fór hann?“ spurði Ledbitter. „Jeg meina .... vitið þjer úr hvaða höfn hann fer?“ Sá þrekvaxni krosslagði liendurn- ar á bringuna og mældi Ledbitter frá hvirfli til ilja. „Hvað varðar yður um það?“ sagði liann skætingslega. „Jeg er ekki van- ur að kjafta frá einkamálum gesta minna, sem öðrum koma ekki við. Jeg sje vel, að þjer eruð ekki snati frá lögreglunni, en þjer gætuð eftir útlitinu að dæma verið málafærslu- maður eða eitthvað í þá átt“. Ledbitter tók hann á orðinu. „Einmitt", greip liann fram í. „Við verðum að ná í þennan Terry. Það er vegna máls, sem er honum i hag. Það eru peningar, dálítill arfur, skilj- ið þjer. Bara að jeg nái í liann áður en hann fer“. „Nú, þá er það annað mál“, svar- aði sá herðabreiði. „Þá get jeg sagt yður að hann fór til Liverpool í morgun. Hann og fjelagi hans, sem heitir Scaby. Skipið á að fara i kvöld eða i fyrramálið, — þeir vissu ekki fyrir víst hvort heldur. Þessvegna fóru þeir tímanlega hjeðan. Jeg heyrði að þeir voru að tala um, að skipið hjeti „Starnatic“ — annað farrými vitanlega. Þjer hafið máslce aldrei sjeð Terry? Stór sláni, rauð- hærður Með söðulbakað nef“. Ledbitter var horfinn. Hann þaut beint á járnbrautarstöðina. Og á lilaupunum voru þrjú orð á sveimi í höfðinu á honum: Terry — Liver- pool — Starnatic .... Terry — Li- verpool — Starnatic. Annað fyrir- fanst ekki i hans heilabúi. Konan og barnið voru gleymd. Alt var gleymt þangað til hann hafði brjefið handa á milli aftur. „Hvenær fer næsta lest til Liver- pool?“ spurði liann með öndina i hálsinum og rjetti peninga inn uin farseðilslúkuna. Afgreiðslumaðurinn leit á' klukk- una. „Ef þjer flýtið yður getið þjer náð í lest sem er á förum núna“, svar- aði hann og ýtti farseðlinum til hans ásamt peningunum sem umfram voru. Ledbitter hljóp. Nei flaug. Honum fanst ósjálfrátt að liann rækist á eitthvað á leiðinni. Lestarþjónn greip hann í fluginu og kom honum inn í vagnklefa í söniu andránni og lestin hjelt af stað. Þegar Ledbitter var kominn til sjálfs sín aftur fór hann að hugsa ráð sitt. Hann var í lestinni til Liverpool. Þangað var þriggja tíma ferð. Hann mundi komast til Liverpool um klukk- an fimm. Þar átti hann að finna skip sem lijeti „Starnatic“. Ef til vill væru fjögur til fimm hundruð manns á farþegalistanuin. í þeim hópi átti liann að finna mann, sem hjeti Terry og væri á öðru farrými. Iiannske væri heill hópur af Terryum með skipinu. Og kannske yrði „Starnic“ farin þegar liann kæmi. Ef svo færi gæti hann eins vel drekt sjer. Hann mundi misa stöðuna, vera dæmdur til glötunar. Þetta brjef var ekki al- ment brjef, það var skjal. Það varðaði viðskifti — hálfa miljón sterlings- punda að uppliæð. Honum mundi verða sagt upp umsvifalaust ef brjef- ið kæmist ekki til skila á rjettum tíma. Svo fór Ledbitter að hugsa mn kon- una sina. Nú, hún myndi lifa í von- inni um að liann skilaði sjer hráð- um. En hann yrði að senda henni símskeyti. Ef liann næði í brjefið i kvöld eða í fyrramálið, ætlaði hann að fara sjálfur með það beina leið til London og skila þvi sjálfur til við- takanda til þes að vera viss um, að það kæmist alla leið. Þangað til mætti Watson & Metcalf ekki vita neitt um, að brjefið hefði ekki verið sent. Hann þorði ekki að eiga á hættu, að stjórnin fengi að vita hvernig í öllu lá. Og þesssvegna varð liann að síma og segja konunni sinni fyrir um alt. Lestin kom á rjettum tima til .Liv- erpool og Ledbitter flýtti sjer á sim- stöðina. Þar sendi hann lengsta sím- skeytið, sem hann hafði sent á æfi sinni. „Er að leita að jakanum. Ef ókom- inn mánudagsmorgun síma á skrif- stofnuna og seg mig fjarverandi, í einkamálum. Gef engar upplýsingar. Kveðjur. Herbert“. Ledbitter liafði aldrei komið til Liverpool. Hann varð liræddur er liann sá live bærinn var stór, en reyndi að harka af sjer og láta ekki á því bera. Hann stöðvaði á götunni mann, sem eftir útlitinu að dæma gat verið sjómaður, og spurði hann hvernig hann ætti að fara að þvi að finna skip, sem heitir „Starnatic“. „Starnatic?“ sagði maðurin, „Það er víst frá Norður-Canadafjelaginu. gangið þjer niður Water Street, þar er skrifstofan. Þjer getið ekki vilst, það er stórt hús“. Ledbitter fann húsið fyrirhafnar- lítið. Það var lieil höll. Hann hafði altaf lialdið að afgreiðslur eimskipa- fjelaga væru í smáskúrum niður við höfnina. Skrifstofuþjónn kom fra mað disk inum. Ledbitter hugsaði sig um sem snöggvast en skýrði svo frá hvernig í málinu lá. Hann sagði frá jakkan- um, brjefinu og manninum, sem hann yrði að finna. Skrifstofuþjónninn brosti vingjarnlega. „Það verður erfitt verk mælti hann með samúð. „Það eru 5—6 liundruð útflytjendur með skipinu í þetta sinn. Það verður litið betra en finna saumnál i samfellu". „Já, en jeg veit hvað maðurinn heitir“, tók Ledbitter fram i, „Hm! Nöfnin eru ekki mikilsvirði“, sagði skrifstofuþjónninn. ,„Sumir lieita Smith þegar þeir fara hjeðan en Brown þegar þeir koma á næsta áfangastað. Ef þjer farið um borð i „Starnatic" og spyrjið eftir manni, sem heitir Terry, gæti farið svo að þótt tíu Terry-ar væru um borð þá vildi enginn gefa sig fram. Þeir mundu lialda, að lögreglan væri á hnotskóg eftir þeim“. „Hvað á jeg að gera?“ andvarpaði Ledbitter í öngum sínum. „Starnatic" liggur fyrir festum nið- ur á ánni. Skipið er með stórum reyk- háfum með grænum hring. Það fer ekki fyr en kl. eitt á morgun eða kannske kl. hálfeitt. Þjer getið farið um borð í kvöld ef þjer viljið, en jeg liefi ekki trú á að það stoði neitt“. Hvernig stendur á því“, spurði Ledbitter. „Maðurinn ætlar með þvi“. Skrifstofuþjónninn ypti öxlum. ,Margir koma ekki um borð fyr en á síðustu stundu“, mælti liann. Útflytjendurnir mega sofa um borð í nótt ef þeir vilja. En flestir þeirra kjósa fremur að vera í landi og skemta sjer, síðustu nóttina sem þeir eru í Englandi. Aðeins þeir, sem enga peninga hafa til þess að skemta sjer fyrir, koma mn borð í kveld. Hinir ekki fyr en á siðustu stundu á morgun. Og sumir koma alls ekki. Svo þjer skiljið að ..“ Ledbitter skildi og varp þunglega öndinni. Þessu liafði hann ekki gert ráð fyrir. „Hvað á jeg að gera?“ spurði hann. „Jeg lijelt að vandinn væri ekki ann- ar en sá að fara um borð og spyrja eftir manninum og ..“ „Já, það halda líka flestir," sagði skrifstofuþjónninn með spekingssvip. En nú skal jeg segja yður hvernig þjer skuluð fara að. Jeg skal skrifa nokkur orð til brytans. Þjer farið um borð einhverntima í kvöld ■— ekki of snennna — og segið brytanijm frá hvernig í öllu liggur. Ef maður- inn er um borð, mun brytinn hafa uppi á honum. Ef ekki, þá farið þjer aftur um borð í fyrra málið. Jeg býst varla við að liann komi fyr. en á síðustu stundu“. Ledbiter þakkað fyrir ómakið fjekk brjefið til brytans og fór. Klukkan var tæplega sex. Fyrsta kastið hafði hann ekkert að gera. Datt honum þá í hug að langt væri síðan liann hefði bragðað mat og fór inn á ó- brotið veitingahús og keypti sjer ó- dýra máltið. Siðan reikaði liann nið- ur að ánni og kom auga á „Starna- tic“ — skipið með svarta reykháfn- um og græna hringnum. Hann gekk fram og aftur á bryggjunni lengi vel, og glápti á hvern mann, sem fram gekk í von um að finna rauðhærða Terry. Klukkan tiu leigði liann bát og Ijet róa sjer út i skipið. Það var farið að rigna og það var kalt. Hon- um leið afar illa. Niðurl.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.