Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1930, Blaðsíða 10

Fálkinn - 15.03.1930, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Þú ert þreyttur daufur og dapur i skapi. — Þetta er vissulega í sambandi við slit lauganna. Sellur likamans þarfn- ast endurnýjunar. Þú þarft strax að byrja að nota Fersól. — Þá færðu nýjan lífskraft, sem endur- lífgar líkamsstarfsemina. Fersól herðir taugarnar, styrkir hjartað og eykur líkamlegan kraft og lífsmagn. I Iúsmæður! Gold Dust þvottaefni og Gold Dust skúringar-duft hreinsa best. Jónsson & Co. ••••••••••••••••••••••••••••••••••• • ' • - • Þjer standið yður altaf við að t biðja um „Sirius“ súkkulaði • og kakóduft. ; 2 Gætið vörumerkisins. Fyrir kvenfólkið. WQ Teið. Drykkurnn, sem hitar á veturnar en svalar á sumrin. Gamalt rússneskt orðtæki segir að teið „hiti á veturna, en svali á sumr- in“. Kvað orðtæki þetta stafa frá Kína og hafa borist með teinu þaðan. Þeir, sem tes neyta og þykir það gott munu verða sammála um að sjóðheitt te hiti, alveg inn að hjarta- rótum. En til þess að skilja hvað rússneski verkamaðurinn á við með því að teið svali á sumrin þarf mað- ur að vera kominn inn í testofu „Tsochajnia,, í Moskva brennheitan júlídag þegar hitinn er 35 gráður i skugganum. Fólkið bókstaflega hell- ir í sig hverjum sjóðandi tebollan- um á fætur öðrum þangað til svitinn drýpur niður á borðið úr votu hár- inu og rennvotar skyrturnar anga eins og hrossatað. Þá fyrst verður skiljanlegt hvað Rússinn á við með þvi að teið svali á sumrin. Vot föt- in svaia brennheitri húðinni. „Teið rennur gegnum sykurinn inn í munninn“, segir Rússinn. Það er eins og þegar við drekkum mola- kaffi. En til hægðarauka hafa þeir það þannig úti um sveitirnar í bað- stofunni „izban“ að þeir hengja snærisspotta upp í rjáfrið og binda í hann hnefastóran sykurmola. Hangir hann beint fyrir ofan mat- borðið; undir langvegg en fyrir framan mynd hins heilaga Nikulásar, þar sem lampi logar nótt og dag. Molinn er svo látinn ganga milli manna meðan á tedrykkju stendur. Húsbóndinn tekur fyrstur molann mjög alvarlega í hönd sér og sleikir hann áður en hann sýpur á glasi sínu, síðan sveiflar hann honum til húsmóðurinnar og gengur molinn síðan frá munni til munns alt í kringum borðið. Börn, vinnufólk og gamalmenni keima á honum til þess að fá sætabragð í munninn. Svona gengur það iðulega alt kveld- ið og það er um að gera að vera svo æfður í þessum leik, að hægt sje á sem stystum tíma að án sem mestum sætindum úr molanum helst meira en sessunauturinn. Á borðinu fyrir framan húsmóð- urina stendur hin spegilfagra tevjel „samovar“. í miðri vjelinni er járn- rör fult af brennandi trjákolum og halda þau vatninu heitu. Stundum vill svo til að kolin hlaupa í gjall og byrgja fyrir loftið, sloknar þá eld- urinn brátt og vatnið kólnar. Þá er það skylda karlmannanna að hirga eldinn við aftur. Gera þeir það á þann hátt, að þeir setja „samovar- inn“ niður á gólfið, draga af sjer annað stígvjelið og hvolfa þvi yfir rörið, draga þeir síðan stígvjelið upp og niður eins og fýsibelg og tekst þannig að lífga við eldinn og fá vatnið til þess að sjóða aftur. Þó tedrykkja rússnesku bændanna sje svona einföld og óbrotinn veit hann að „soðið“ te er óholt. Sjóðheitu vatninu „kipitok“ er helt yfir te- blöðin í tekönnunni, sem oftast er látin standa uppi á vjelinni. Trekk- ist teið þar en má ekki sjóða, því þá er álitið að drykkurinn breytist í eitur og verður að hella honum niður. Meðal mentaðra manna í Rúss- landi safnast fjölskyldan um borð- stofuborðið á kveldin. Börnin lesa skólafögin og foreldrarnir hvíslasl á um viðburði dagsins. Samóvarinn stendur á borðshorninu og syngur, hvert teglasið er tæmt á fætur öðru. Teið er altaf drukkið úr glösum. Á auðugri heimilium eru notuð teglös með skrautlegum silfurhönkum, svo ekki sje hægt að brenna sig á fingr- unum. „Hinn syngjandi samovar“ bregð- ur draumablæ á rússneska heimilið. Suðan minnir á fiðlutóna og hjá hinum þunglyndu rússum vekur þessi samorar söngur bernskuminn- ingar og æskudrauma. Rússnesku skáldin mörg, jafnvel Puschkin og Lermantaf hafa ort um sorgarsöng samóvarsins á vetrarkveldum. í Moskva og öllum öðrum rúss- neskum borgum er manni boðið te í hinum stærri búðum og öll meiri háttar mál eru að jafnaði rædd við tedrykkju. Á heimilunum er ávaxtamauk oft borið með teinu í stað sykurs. Stór skál eða nokkrar smáskálar eru látn- ar fylgja glösunum. Er dálítið af maukinu lirært saman við teið. Gul- aldin eru einnig stundum borin með og eru þau þá skorin í þunnar sneið- ar og ætlað til að setja bragð í teið. Mjólk og rjómi er aldrei notað. Það er Vesturlanda siður, sem hvorki Kinverjar eða Rússar myndu nokkurntíma vilja eyðileggja teið sitt með. GOTT RÁÐ. Það er oft vont að sjóða nýjan fisk án þess að hann detti í sundur. Má vel koma í veg fyrir þetta með því að hella dálitlu ediki út í vatnið um leið og það sýður. GOTT RÁÐ. Til þess að koma í veg fyrir að egg springi i suðunni er ágætt að strá svolitlu salti út í vatnið áður en eggin eru látin ofan í. er uppáhald kvenþjóðarinnar. iiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiii Eftir veikindi er I idozan[ besta styrkingarmeðalið. Fæst í lyf jabúðum. 6 S ii................ VAN HOUTENS konfekt í öskjum NÝTT HULDUMÁL. er l vafa. Karlmaðurinn getur hylt konuna á margan hátt. Hann getur „sagt það“ með óteljandi mörgu móti. Það er aðeins komið undir því, hve smekk- legur liann er og hve mikið pyngjan þolir. Öðru máli er að gegna um konuna. Það er oft erfitt fyrir hana að gefa smábendingar svo vel fari á. Nú hafa Parísarstúlkurnar fundið ráð til að bæta úr þessu. Nokkrar þeirra hafa myndað með sjer fjelag, sem þær kalla „Cigarettufjelagið“. Nota þær cigarettuna til þess að láta i ljósi tilfinnningar sínar gagnvart karlmönnunum. Hið nýja mál krefst þess að karlmennirnir sjeu vel viti bornir, — en það ætti varla að orðið því til fyrirstöðu að verði alheimsmál.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.