Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1930, Blaðsíða 3

Fálkinn - 15.03.1930, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdas'-j.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sírni 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. BlaðiS kemur út hvern laugardag. AskriftarverS er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórSungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Aiiglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Stefnufesta þykir góS dygð og ber vott um manngildi. En vindhaninn er lítils metinn vegna þess að maður veit aldrei hvernig hann kann að snúast. Þetta er í raun rjettri góð kenning, en stundum fer framkvæmd hennar út í öfgar og leiðir það af sjer mesta skaða. Mennirnir eru nefnilega ekki al- fullkomnar verur, og verður því oft a, að taka upp stefnu, sem þeir viS nánari athugun verður ljóst að var röng. Vitrir menn og góðir eru þá fúsir að játa, að þeim hafi yfirsjest °g reyna ekki að dylja það, heklur hreyta verknaði sínum í samræmi við neynsluna. En þröngsýnir menn og þrálátir kjósa fremur að berja höfð- 'nu við steininn og halda til streitu þvi, sem þeir höfðu byrjað á, jafn- vel þó að þeir sjái að það var rangt. Og eki skortir, að mennirnir sem sau sóma sinn i því, að breyta stefnu sinni og skoðun verði fyrir ámæli. heir fá að liggja undir áhurði sjer verri manna, um að þeir sjeu virtd- hanar og flautaþyrlar. En hinir, >,sem ekki eru komnir hingað til að Uta sannfærast“ standa með pálm- ann í höndunum og segja: Jeg liefi aldrei breytt um skoðun! En nærsýnir eru þessir menn. Þeir síá ekki einu sinni það grundvallar- tögmál lífsins, að alt líf er þróun. °g þróunin er breyting. Hvernig fer l,ni aðstöðu þessara manna, sem aldrei hreyta skoðun, i heimi þróun- arinnar. Þeir þykjast standa eins og obifanlegir klettar úr hafinu, sem ekkert geti bifað. En verða þeir ekki einmitt að steingerðum nátttröllum, sem standa eftir á förnum vegi, eins °g forngripir liðinnar sögu, vegna þess að þeir kunnu ekki að samlaga sig tímanum, sem þeir lifðu á? „Hum: trinn, sem ekki skiftir skel, verður aldrei stærri“, segir máltækið, °g maðurinn, sem sniður sjer stakk, seni aldrei má breyta, hættir að vaxa. Heimurinn hefir ekkert gagn af nianni, sem lieklur því fram, að ver- óldin eigi að standa i sömu sporum °g hún gerði fyrir hundrað árum, því sá maður ver lífsþrótti sínum til þess arimgurslausta erfiðis að spyrna á móti heimslögmáli, sem hann ræður ekkert við. Og eins er um manninn, sem neitar að taka tillit til þeirra hreytinga, sem verða umhverfis hann eflir þvi sem árin liða, Hann vinnur lyrir gjg. Um víða veröld. ----X---- KEISARINN OG Alexander I. EINSETMAÐURINN. Rússakeisari ----------------— er sagður að hafa orðis sóttdauður 19. nóvember 1825. En strax eftir dauða hans fóru að berast sögur um, að keisarinn væri alls ekki dáinn. Þegar kista hans var opnuð 1866 og i annað skifli 1927 reyndist hún tóm. Iin haustið 1836 kom förumunkurinn Fedor Kusmitch til Síheriu og dvaldi þar til dauða sins, 1864. Þykjast margir vissir um, að munkur þessi liafi verið enginn annar en Alexander keisari. Rússneski funrstinn Bariatinsky, á- gætur sagnfræðingur og ættfræðingur hefir tekið sjer fyrir hendur, að rannsaka þetta dularfulla mál. Hefir hann nú lokið rannsóknum sínum og gefið út bók um þær. Furstinn telur allar líkur benda til, að Alexander keisari hafi alls ekki dáið 1825 held- ur horfið og lifað efri ár sín í Síber- íu undir nafninu Fedor Kusmitch. Leiðir furstinn fyrst rök að þvi, að keisarinn hafi verið orðinn mjög leið- ur á tilverunni i keisarastöðunni og þráð að mega ganga i klaustur. Kem- ur þetta fram í mörgum brjefum keisarans, frá árunum 1817 til 1825. Keisarinn dó i Taganrog i Suður- Rússlandi, að því er fullyrt var. Þeir sem sáu líkið, undruðust hve keisar- inn hafði breyst mikið i andlátinu. Þykir sennilegt, að lik hafi verið fengið lánað til þess að sýna nær- stöddum að keisarinn væri dáinn, en að þetta lík hafi alls ekki verið látið i kistuna. Kistan var flutt til Pjet- ursborgar og útförin fór fram með allri þeirri viðhöfn, sem látnum Iceis- ara sæmdi, en harðbannað liafði ver- ið að opna hana eftir að henni var lokað i Taganrog. Vitnisburðir lækna þeirra, sem undirskrifuðu dánarvott- orðið, eru mjög ósamhljóða, og einn þeirra neitaði að hafa skrifað undir vottorð, sem honum var sýnt. — En haustið 1836 kom inaður einn ríðandi til Iíransno-Ufismk í Perm- hjeraði. Hann var á að giska 60 ára og var á ljómandi fallegum gæðingi. Kom hann til járnsmiðsins og þurfti að láta járna hestinn upp. Járnsmið- urinn fór að skrafa við hann, en hinn svaraði fáu, svo að smiðnum og ná- grönnum hans þótti maðurinn grun- samur og fóru með hann til lögregl- unnar, sem heimtaði að hann segði til nafns síns. Ivvaðst maðurinn heita Fedor Kusmitch en hafa gleymt öllu um fortíð sína, liver hann væri og hvaðan hann kæmi. Hann sagðist vera ó flakki, en lögin bönnuðu flakk og var maðurinn þvi dæmdur til 20 högga hýðingar með linútasvipu og’ síðaii sendur til afbrotamannaný- lendunnar í Toinsk. Upp frá þeim degi er liægt að rekja feril hans alt ti) þess er hann dó 1864. Ganga marg- ar sögur um hann og ber öllum sam- an um, að hann hafi verið lærður maður og af tignum ættuin. Hann kunni fjöldamörg tungumál, var þaulkunnugur stórmálum Ev- rópu og virtist þekkja lífið við hirð- ina í Pjetursborg út og inn. Fanga- vörðurinn fór með liann eins og höfð- ingja og ljel hann sjálfróðan um flest. Eftir 5 ár var hegningin afplánuð og nú settisl Fedor að í kofa með öðr- um manni er var látinn laus um sama leyti og hann. Bændurnir leituðu til hans hundruðum saman og hann bað fyrir þeim og varð sálusorgari þeirra. Hann var ráðunautur þeirra um flest og kendi börnum þeirra að stafa. Eitt sinn kom Athanasius biskup i Irkutsk til einsetumannsins. Bóndi einn, sem var viðstaddur samfundi þeirra segir, að Fedor liafi fallið á knje er biskup kom inn. Horfði bisk- up á hann um stund en rak siðan upp óp og fleygði sjer flötum fyrir fram- an Fedor. Þeir töluðu saman eins- lega margar klukkusundir og þegar biskupinn fór „hneigði hann sig og beygði fyrir munkinum, eins og það væri keisarinn sjálfur“, segir bónd- inn. Þá er ennfremur vottfast, að skömmu áður en Alexander annar tók ríki gerði hann sjer ferð til Síberíu til að liitta þennan einsetu- mann. — Hermaður einn, sem á yngri árum hafði sjeð keisarann á hersýn- ingu, mætti Fedor munki á gölu i Tomsk löngu siðar. Þegar liann kom auga á munkinn hrópaði hann: Þarna er keisarinn! En Fedor vjek sjer að honum og sagði: Ekki er jeg keisari, heldur aunnir landshornamaður, en varast skalt þú að breiða út ósannan orðróm, því það gæti kostað þig lifið! — Hjer er fátt talið af því, sem Bariatinsky fursti segir fráibók sinni. Hún er skrifuð þannig að lesandinn verður sannfærður um, að keisarinn hafi alls ekki dáið fyr en 1864 en horfið með brögðum úr lifandi manna tölu haustið 1825, til þess að losna við hirðlífið, keisaratignina og alla þá ábyrgð sem henni fylgdi, til þess að geta helgað sig einverunni og lif- að í kyrþey. ----x---- BARNI MISÞYRMT. í Vinarborg var ------------------fyrir skömmu skiafað mikið um óskemtilegt atvik, er þar kom nýlega fvrir. Lítil fimm ára gömul telpa var pind til dauða af föður sínum. Johan Halaska hjet maður. Hafði hann fyrir nokkrum árum gifst stúlku sem Matliilde Stodols lijet. Var hann áður búinn að eignast barn með sömu slúlku og hjet telpan Antonie. Litla stúlkan átti ekki sjö dagana sæla i foreldra húsum. Meðan hún var hjá móður sinni leið lienni nokkurnveg- in þolanlega, enda þótt móðirin van- rækti hana mjög. En þegar faðir- inn kom að heimsækja þær mis- þyrmdi liann henni á allar lundir. Hann þoldi ekki að sjá barnið, barði það og rak út og hræddi telpuna svo að hún liætti alveg að dafna. En þó kastaði fyrsl tólftunum eftir að foreldrarnir giftu sig. Faðirinn kom oftast fullur heim og ljet þá Antonie kenna á vendinum. Hann lamdi hana og sparkaði i liana svo hún var flak- andi i sárum og blá og marin um allan líkamann. Hún komst brátt að raun um að til litils var fyrir liana að gráta, þá var hún bara ennþá ver leikin. Nágrannarnir liöfðu grun um að barninu væri misþyrmt, en væri hún spurð um það þagði hún eins og steinn, þorði ekkert að segja. Þann- ig leið ár. Antonie var fimm ára gómul, lítil, aumingjaleg og lirædd eins og mús. Kvöld nokkurt þegar Johan kom fullur heim að vanda, lentiþeimhjón- um saman. Nágrannarnir lieyrðu nú alt i einu barnið gráta óskaplega. Þeir lieyrðu að eitthvað datt á gólf- ið og svo varð dauðaþögn. Dagána næstu sá enginn Antonie. Fólkið fór nú að gruna margt og gerði lögregl- unni viðvart. Það var gerð húsrann- sókn heima lijá Halaska og eftir miklar leitir fanst lík Antonie litlu hræðilega útleikið bak við legubekk. Hafði faðirinn þrifið hana úr rúm- inu og skemt sjer við það að henda henni í gólfið hvað eftir annað þang- að til liún gat ekki staðið lengur upp. Og dó hún skömmu seinna. Hinir grimmu foreldrar liöfðu sið- an troðið líkinu bak við legubekk- inn og ætlað sjer að reyna að fela það seinna þegar færi gæfist. Sitja þau nú í fangelsi og bíða dóms fyr- ir hin ógurlegu hryðjuverk. ----x---- SKUGGAR FOR- í kringum 1855 bjó TÍÐARINNAR. maður að nafni —------—--------- Pierre Emile L’- Anglier í Glasgow. Hann var versl- unarmaður. Var hann áslfanginn í ungri stúlku, Magdalene Smith, en hún bar ertgar slíkar tilfinningar i brjósti til hans. Samt voru þau lals- vert saman og hann kom heim til hennar og þau urðu smátt og smátt allgóðir kunningjar. En áður en langt um leið varð Magdalene svo leið á Emile að henni fanst hún ekki geta þolað nærveru hans. Neitaði hún nú að hafa meiri kunningsskap við hann og bað hann að láta sig hafa aftur nokkur brjef, sem hún hafði skrifað honum. En þau vildi hann ekki láta af hendi. Sum brjefin fundust skömmu seinna heima hjá honum að honum látnum. Hann dó snögglega úr arsenikeitrun. Var Magdalene á- kærð fyrir að hafa valdið dauða hans. Var henni borið á brýn að hafa bruggað honuni eitrið í kaffi, sem liann hafði drukkið lijá henni. Rann- sókn stóð yfir i níu mánuði og olli mikilli deilu um alt England hvort hún mundi vera sek að morðinu eða ekki. Sumir hjeldu þvi fram að hún myndi vera sek aðrir trúðu fastlega á sakleysi hennar. Magdalene var sýknuð. Bjó hún mn tíma heima hjá föður sinum og leit- uðu margir ráðaliags við hana en hún neitaði öllum. Nokkru seinna fluttist hún frá Glasgow til þess að forða sjer undan slúðursögunum, sem um hana gengu. Settist liún að í Lundúnum og giftist skönmiö seinna einum af forkólfum jafnaðarstefn- unnar í Englandi. Ekki leið þó á löngu áður en farið var að kvisast liver hún væri og varð henni brátt óvært þar. Þá flutti hún til Ameriku og hjelt nú að hún fengi að vera í friði fyrir morðmálinu. En einn góð- an veður dag kom til hennar forstjóri kvikmyndaflokks, hafði liann lieyrt æfisögu hennar og samið leik út af henni og vildi nú endilega að Magda- lena ljeki sjálf aðalhlutverkið. Bauð liann henni geysiháa þóknun en lnin vildi með ngu móti ganga að nein- um boðum. Fundu þá kvikmyndaleik- ararnir upp á því, að reyna að neyða liana til þess að leika. Hótuðu þeir henni því, að þeir skyldu sjá um að hún yrði landræk úr Bandaríkjun- um ef liún ekki ljeki með i kvikmynd- inni. Magdalene ljet ekki liræða sig. Hún var bláfátæk, en engin tilboð gátu freistað hennar. Varð forstjór- inn loks að gefast upp, aðallega af þvj hann var liræddur um að Magda- lene myndi koma upp um sig.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.