Fálkinn - 22.03.1930, Síða 7
F A L K I N N
7
Seldi j
Niðurl.
Brytinn sat yfir rommtoddíglasi í
klefa sínum þegar Ledbitter bar að
°g spurði önugur hvort hann og sá
sem brjefið hefði skrifað hjeldu, að
hann hefði ekki annað að gera en
a® endasendast um skipið og spyrja
eftir öllum þeim Pjetrum og Pálum,
sem þangað kœmu. En þegar Led-
hitter hafði laumað seðli í lófa hans
og sagt honum raunasögu sina,
bliðkaðist hann. Hann helti jamaica-
rommi i glas fyrir gestinn og lofaði
að gera sitt besta. En nú var ekki
ímnað fyrir hendi en að fara í land
og fá sjer gott rúm til þes að sofa
h Svo skyldi liann koma um borð
aftur daginn eftir klukkan tólf. Sagð-
!st brytinn þá skyldi hafa athugað
hvort Terry vœri um borð. Ef ekki
Veði Ledbitter að standa við land-
göngubrúna og hafa gát á þeim, sem
ka;mu á síðustu stundu.
Ledbitter var nauðugur einn kost-
UJ' að fara að þessum ráðum. Hann
för i land aftur leigði sjer herbergi
ö gistihúsi við hofnina, þreyttur,
tuæddur og i öngum sínum. Skipin
hvinu og öskruðu alla nóttina, svo
honum kom ekki dúr á auga.
Um morguninn snæddi hann kjarn-
góða máltíð og við það komst hann
* skárra skap.
Úti var hitasólskin og við það
hrestist hann einnig. Klukkan hálf
hu til hálf ellefu gekk hann fram
°g aftur á hafnarbakkanum og hafði
eat á öllum sem fram hjá gengu.
En hann sá engan rauðhærðan
Uiunn. Klukkan hálftólf fór hann aft-
1,1 út i skipið.
Brytinn hristi höfuðið þegar hann
Sa hann.
»Hjer hefir enginn komið ennþá,
sem lýsingin á við“, sagði hann. „Jeg
hefi athugað það sjálfur. En nú gctið
hjer sjálfur staðið við landgöngu-
hrúna og gætt að“.
Ledbitter stóð og starði. Hópar
koniu af fólki, en ekki einn einasti
Niuðhærður maður.
Brytinn vjek sjer að honum og
hvíslaði:
, »Við höldum á stað eftir tiu mln-
utur. Þjer verðið að fara að halda
1, hind. Ef hann kemur ekki núna
•'Jett strax þá ....“
J sama bili kom Ledbitter auga á
Jaugan slána, sem kom upp land-
góngubrúna með stóran böggul í
hendinni og annan á öxlinni. Hárið
v’ar eldrautt — vægast ságt. Ledbitt-
er greip í hann í örvæntingu.
Úier heitið Terry?“ mælti hann.
»Pjer komið frá Walford“.
, Sá rauðhærði glápti sakleysislega
a hann.
»bjer keyptuð jakka hjá Milson í
eíurmorgun.“ flýtti Ledbitter sjer að
\ri*a’ ^h'únan jakka. Konan mín seldi
* “lson hann. Það var brjef í vasan-
u*u, mjög áríðandi brjef. Hafið þjer
jundið það? Hafið þjer brjefið? Lítið
Wer eftir því þarna í bögglinum. Jeg
K,uga yður tíu krónur fyrir brjefið".
Rauði sláninn brosti.
”Vjer skilduð hafa fengið það fyrir
h neitl lasm“, sagði hann, „ef jeg
uefði það. En jeg hefi aldrei sjeð
I'etta brjef — og ekki hefi jeg jakk-
‘inn. pað vildi svo til að jeg seldi
íanu ásamt öðru drasli kunningja
Jnum, sem gisti á sama stað og jeg
1 nótt..“
Ledbitter lá við yfirliði. „Hvar gist-
1 l>jer? Hvað hjet maðurinn? Segið
mJer Það fljótr.
1 • jf^hús Brannigan’s, Orange-kaffi-
nisið ‘, sagði Terry. En nafnið á þeim
sem keypti draslið .... það man jeg
kk‘; ,það var litill kubbur“.
, V. u verða allir að fara í land, sem
vi«* iVÍ1'a. fara með“, var kallað bak
jöndjrfhhitter. „Allir óviðkomandi í
akkinn.
„Hann var rangeygður á öðru og
tileygður á hinu“ hrópaði Terry um
leið og Ledbitter barst niður brúna.
„Þjer getið þekt hann á því. Gangi
yður vel 1“
„Gistihús Brannigan’s, Orange-
kaffihúsið,“ endurtók Ledbitter hvað
eftir annað, er hann var kominn í
land og farinn að átta sig eftir síð-
asta áfallið. ,;Lítill kubbur -r- tileygð-
ur — rangeygður. Ja, herra minn
trúr!“
Ledbitter reikaði burt, án þess ð
hafa hugmynd um hvert hann fór,
þangað til hann rakst á lögregluþjón.
Hann benti á óendanlega langa húsa-
röð. „Þriðja gata á hægri liönd og
svo önnur á vinstri. Það er bölvuð
óþverra hola“.
„Hættuleg?“ spurði Ledbitter og
virtist standa á sama.
„Ja, nokkuð svo“, mælti lögreglu-
þjónninn. „Hvaða erindi eigið þjer
þangað — með leyfi að spyrja?"
Ledbitter var svo mikil fróun að
því að tala við fólk, að hann sagði
frá öllu saman.
„Þjer liafið verið fljótur i snúning-
um“, sagði lögregluþjónninn. „Ef
heppnin er með, náið þjer kannske
í manninn. Það getur líka farið svo
að þjer gerið það ekki. Flestir eru
þar ekki nema eina nótt og hverfa
svo aftur út í buskann. Má jeg gefa
yður eitt ráð. Takið ekki upp vesk-
ið yðar á ineðan þjer eruð þar. Það
þolir ekki að sjá veski, fólkið þar.
Ef þjer hittið manninn skuluð þjer
tala við hann úti á götunni“.
Ledbitter þakkaði og flýtti sjer svo
á leið til gistihússins. Þegar hann
loks kom að dyrunum var hann í
vafa um hvort hann ætti að þora inn.‘
í dyrunum stóð snöggklæddur mað-
ur og var að lesa í blaði. „Jeg sje
að þjer eruð ekki lögreglumaður, þá
hefðúð þjer ekki komið einn“.
„Eruð þjer gestgjafinn?" spurði
Ledbitter.
„Já,“ svaraði hinn. „En hvað viljið
þjer?“
Ledbitter fanst ráðlegast að segja
cins og satt var. Hann sagði enn sögu
sína og lagði áherslu á, að ekkert
verðmæti hefði verið í brjefinu. En
var þessi maður hjer?
Gestgjafinn stakk sig á seðlinum,
sem Ledbitter hafði rjett að honum.
„Sá rangeygði?" sagði hann og
kinkaði kolli. „Já, hann er hjer. Hann
liggur þarna inni og lirýtur. Nú skal
jeg ná í hann.
Ledbitter dró djúpt andann og með
eftirvæntingu. Eftir nokkrar minútur
kom litill vesællegur maður upp úr
kjallaranum og pírði með augunum
þegar hann kom út i sólskinið. Hann
leit rannsakandi á ókunna manninn
og færði sig svo nær. En hræddur
virtist hann vera, svo að Ledbitter
varð að gera sig svo blíðlegan sem
hann gat til þess að fá hann til þess
að segja nokkur orð.
Loksins tókst honum að fá hann
ineð sjer spölkorn út á strætið. Led-
bitter sagði honum hvað erindið væri.
En við svarið sem hann fjekk lá hon-
um við yfirliði i annað sinn. Sá til-
eygði hafði haft jakkann, en hafði
losað sig við hann aftur. Hann hafði
lent hjá veðlánaranum. En Ledbitt-
er gæti vel fengið seðilinn keyptan.
Sá tileygði stakk hendinni í vas-
ann og dró upp miða, sýndi Ledd-
bitter hann og útskýrði. Hann hafði
ekki fengið neina stórupphæð út á
jakkann. En það fengist aldrei lánað
nema fjórðungur verðs, svo ef Led-
bitter vildi kaupa seðilinn yrði hann
að horga ferfalda þá upphæð, sem
seðillinn tilgreindi, svo að eigand-
inn biði ekki tap.
Ledbitter neyddist til að kaupa.
Ilann dró upp bankaseðil og fjekk
lánsskírteinið i staðinn.
Þetta var sorglegasti sunnudagur-
inn sem Ledbitter hafði lifað á æfi
sinni. Hann reikaði um strætin í Liv-
erpool, eirðarlaus. Hann þorði ekki
heldur að brúka peninga. Útgjöldin
höfðu ekki verið lítil hjá honum síð-
an hann fór að heiman. Og fulltrúi
í verslun gengur ekki með þúsundir
í vasanum hversdagslega. Um nóttina
kom lionum elcki dúr á auga og strax
um morguninn fór hann til veðlán-
arans. Hann lagði seðilinn á borðið
og greiddi lausnargjaldið. Tveimur
tímum síðar liafði hann jakkann lang-
þráða milli handanna. Hann skalf af
ákefð meðan hann leitaði í vösun-
um.
Tómir — tómir — tómir!
Veðlánarinn horfði með atliygii á,
og spurði hvort liann saknaði nokk-
urs. Ledbitter svaraði ekki. Hann
þeytti jakkanum á borðið og þaut út.
Hann reikaði áfram og komst af til-
viljun á járnbrautarstöðina. Nú var
öll von úti. Það var úti um hann.
Verslunin mundi reka hann formála-
laust. Og hann og konan hans og Elsa
litla kæmust á vonarvöl — yrðu betl-
arar. Svona var þá vilji forlaganna.
Nú stóð honum á sama um alt. Hann
var búinn að vera — svo mikið var
vist!
Nú mintist hann þess, að hann
þurfti ekki að fara til London. Hann
hafði ekkert brjef að færa. Jæja, þá
hafði hann að minsta kosti svo mikla
peninga afgangs að hann gat jetið
sig saddan.
Og án frekari umhugsunar gekk
hann inn í veitingaskálann á járn-
brautarslöðinni og bað mn flesk með
eggjum, öl og snaps. Svo tók hann
dagblað, og þarna sat hann i klukku-
tíma og át og las.
Þremur tíniúm síðar kom hann inn
i stofuna heima lijá sjer. Konan hans
sat þar og var að sauma húfu handa
telpunni.
Frú Ledbitter rak npp óp og fleygði
sjer um hálsinn á honum.
Ledbitter losaði sig með hægð úr
faðmlögunum og horfði hvast á hana.
„Fanny" mælti hahn „Það er úti
um okkur. Það var brjef í vasanum
á jakkanum, sem þú seldir. Jeg hafði
gleymt að láta það í póstinn. Jeg fór
alla leið til Liverpool til a.ð reyna
að liafa upp á.því, en það er horfið.
A morgun vcrð jeg rekinn“.
Frú Ledbitter faðmaði hann að sjer
aftur.
„Herbert!" sagði hún. „Ef þú hefð-
ir aðeins beðið eina sekúndu áðuren
þú þaust út. Jeg kallaði á eftir þjer,
en þú leist ekki eihu sinni við. Jeg
fann brjefið i jakkavasanum áður en
jeg seldi jakkann. Jeg fór vitanlega
undir eins með það á pósthúsið.
Hjerna er kvittunin. Það var ómögu-
legt að komast að því að segja þjer
það. Þú þarft ekki að óttast hús-
bændurna. Jeg símaði til þeirra, og
sagði að þú værir lasinn“.
Ledbitter tók við kvittuninni.
Starði á hana um stund. Svo hneig
hann aftur á bak i stólinn. Ledbitter
fulltrúi var í þann veginn að fá vfir-
lið í þriðja sinn siðustu tvo dagana.
Rússneska stjórnin hefir bannað
blöðunum að gera einstaka leikend-
ur og meðferð þeirra á hlutverkum,
að umtalsefni i leikdómunum. í
dómnum á aðeins að tala um leik-
ritið sjálft og hvernig áhoríendur
hafi tekið því. Er þetta i samræmi
við kenningar bolsjevika, um að
einstaklingsins eigi að gæta sem
minst, en heildarinnar sem mest.
Leikendurnir cru ekki meira en svo
ánægðir með þetta. Að visu er ekki
gaman að fá skammir en hitt fínst
leikendum lika óskemtilegt að
þeirra sje að engu getið, svo að al-
menningur viti naumast deili á þeim.
PÍSLAULEIKIRNIR í Árið 1634
OBERAMMERGAU. — gekk pest
--------------------- víða um
Þýskaland. Þrjátíu ára stríðið hafði
þá staðið i 16 ár og allskonar eymd
fylgdi því einkum hungur og drep-
sóttir. Þá var það að íbúarnir i smá-
bænum Oberammergau í Bayern
gerðu það heit, að sýna leikrit, sem
bygt væri á píslarsögu Krists tiunda
hvert ár, ef guð vildi þyrina bæn-
um við pestinni.
Pestin kom ekki til Oberamrner-
gau og bæjarbúar hafa haldið heit
sitt. Píslarleikirnir í Oberammergau
eru nú elsta leikfyrirtæki i heimi.
Venjulega fara leikirnir fram þau
árin, sem ártalið endar á 0. En
vegna afleiðinga ófriðarins voru sein-
ustu leikir ekki háðir fyr en 1922.
Þeir næstu fara fram í sumar, hefjast
í april og standa þangað til í sept-
ember. Textinn að leiknum er að kalla
óbreyttlur frá þvi sem hann var
fyrst. Sama leikritið er leikið dag
eftir dag alt sumarið og um 300.000
manns koma viðsvegar að til þess
að horfa á þessa merkilegu leiki.
Leikendur eru óbreyttir hand-
verksmenn úr þorpinu, sem stunda
einkum allskonar listiðnað, sem svo
mikið er um í Bayern. Launin fyrir
leikinn eru lltil, svo að þau geta
varla freistað leikendanna. En það
þykir heiður að fá að leika hin meiri
hlutverkin, svo að óbeinlínis græða
leikendurnir. Gestirnir vilja gjarna
kaupa einhvern hlut, sem leikend-
urnir hafa búið til. Og þeir sækj-
ast um að fá herbergi hjá þessu fólki,
meðan þeir dvelja í bænum. Svo að
óbeinlinis er hagnaðurin mikill. Sjálf-
ur aðgangseyririnn að leiksýningun-
um skiftist í þrent. Fær bséjarsjóð-
ur einn þriðjunginn, annar gengur
til líknarstofnana en sá þriðji skift-
ist milli leikendanna. Launaflokkar
leikendanna eru fimm, efGr stærð
hlutverkanna og þeir sem eru í hæst-
uin launaflokki fá aldrei meira en
2000 mörk samtals hver.
Ymsar breytingar verða á leikfólks-
liðinu i sumar frá þvi sem síðast var.
Anton Lang leirkerasmiður, sem ljek
hlutverk Krists seinast, er orðinn
54 ára gamall og leikur ekki hlut-
verkið oftar. Nýi maðurinn í þessu
hlutverki heitir Aloy? Lang og er
Þjóðverji; var hann undirliðsforingi
i ófriðnum mikla og er sagður sann-
trúaður inaður. Hann er trjeskeri.
Þegar hann frjetti að hann hefði
orðið fyrir þessu vali fór hann beina
leið í kirkjuna til að þakka guði
fyrir. En nú er liann sem óðast að láta
stækka húsið sitt, því þegar gestirnir
koma í vor, verður ekki boðið eins
mikið í nokkur herbergi eins og hans.
Lang er algengasta nafnið í Ober-
ammergau — svipað eins og Jón hjer
á landi. í þorpinu búa mn 2200 sálir
og 100 af þeim heita Lang.
Nýr leikandi verður líka í hlut-
verki Maríu meyjar. Ilún heitir Anni
Rutz og er skrifstofustúlka i sögunar-
armyllu rjett fyrir utan bæinn.
Tilkostnaður er mikill við þessar
leiksýningar. Leikstjórinn fylgist vel
með nýjustu kröfum i leiklist og með
hverju ári er útbúnaðurinn gerður
fullkomnari, svo að menn hika ekki
við, að telja leiksýningar þessar
fullkomnustu útileiksýningarnar i
veröldinni. Á síðustu sýningum varð
talsverður fjárhagslegur halli, og til
þess að vinna hann upp hefir verið
ákveðið að hafa leikina aftur árið
1934, en þá er 300 ára afmæli
þeirra. Fjárliagsafkoman síðast varð
til þess, að nú hafa forráðamenn
leikanna samið við Ameríkumenn
um, að ferðaskrifstofurnar þar sjái
fyrir aðsókn. Hefir þetta rnælst mis-
jafnlega fyrir í Evrópu og komast
suinir svo að orði, að Oberammergau
„liafi selt sig Amerikumönnum“. En
víst er það talið, að Amerikumenn
hafi tekist á hendur að ábyrgjast
þann halla, sem verða kynni á leik-
sýningunum i sumar.