Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1930, Side 2

Fálkinn - 17.05.1930, Side 2
2 F A L K I N N ------ GAMLA BIO ------------ Morðgátan mlkla. Stórfenglegur sjónleikur i 7 þáttum. Útbúið fyrir leiksvið af Rud. Meinert. Aðalleikarar: Worwick Wood, Maria Jacobini, Jean Angelo. Sýnd bráðlega. Allskonar sumarskófatnaður t. d.: Strigaskór, Sandalar, Hrágúmmískór á karla, konur og börn. Ógrynni af kven-götuskóm meö lágum og hálfháum hœlum. Altaf eitthvað nýtt. Skóverslun B. Stefánssonar Laugaveg 22A ■ Trjesmíðavjelar. ■ Þessar áfíætu triesmíðavjelar ■ fáið þjer hjá Eiiikl Hjartarsyni, [ Laugaveg 20 B, Reykjavík. Sími 1690. Pósthólf 565. Munið að tilkynna flutning. NÝJA BÍO Litia kærastan. Afar skemtilegur sjónleikur t 8 þáttum. Aðalhlutverk leikur hin heims- fræga ungverska leikkona Vilma Banky. Sýnd bráðlega. Fræðslufjelagið: t lanfli Lenins. Stórfengleg rússnesk kvikmynd í 9 þáttum, sem gerist á 10 ára af- mæli rússnesku byltingarinnar, innar, verður sýnd í Nýja Bíó, laugard. 17. maí kl. 7 e. h. Mynd þessi, sem er ein hinna frægustu rússnesku kvikmynda, hefir farið sigurför um heim all- an. — Hljómsveit Þórarins Guðmunds- sonar spilar valin lög undir sýn- ingunni. Á undan sýninguu verður flutt stutt erindi um rússneska kvik- myndalist. Aðgöngumiðar á kr. 1.00, 1.50, 2.00 og 2.50 verða seldir í ísafold hjá Eymundsen og í Hljóðfæra- húsinu og við innganginn. Kvikmyndir. LITLA KÆRASTAN. Vilma Banky er stórfræg leikkona ungversk, að góðu þekt frá ýmsum myndum, sem hún hefir leikið mcð Rudolph Valentino og fleiri frægum leikurum Um nokkurt skeið liefir hún ekki sjest á kvikmynd. Mun því mörgum gleði að þvi að fá nú aftur að sjá hana í hinni skemtilegu mynd, sem Nýja Bíó sýnir bráðlega og kall- ar „Litla kærastan". Eva Petrie er ungversk stúlka, sem kemur til New York til þess að leita gæfunnar. Hún er ákaflcga pokalega til fara þegar hún kemur og finst ósköp mikið til um alt, sem fyrir augun ber. Áður en langt um líður kemst hún þó inn í siði og háttu New York búa og eignasl marga aðdáendur. Töfra hún þá með hinu blíða brosi sinu og saklausu fegurð. En Eva litla lætur nú ekki taka sig með trompi, hún ætlar bara bara að eiga þann, sem henni sjálfri líst vel á. Og einn góðan veðurdag birtist hann með bilstjórahúfu á höfði. Það er auðvitað auðmaður en Eva veit ekkert um það. Kemur alls- konar misskilningur og ágreiningur milli þeirra en alt endar í lukkun- ar velstandi. MORÐGÁTAN MIKLA heitir iburðarmikil og stórfengleg mynd, sem Gamla Bió sýnir innan skamms. Hún er ein þeirra kvik- mynda, sem fer sigurför um víða veröld og er ekkert til þess sparað að gjöra slikar myndir eins vel úr garði og hægt er, enda leikarar allir mjög frægir og glæsilegir. Efnið er í stuttu máli þetta: Kona af háum stigum er óhamingjusöm í hjónabandi sínu. Hún verður ást- fanginn í nokkurskonar Don Juan, sem eingöngu vill ná ástum hennar til þess að geta sogið út úr henni peninga. Hún skýtur hann og er kærð fyrir morð. Laúsn morðgát- unnar verður þó öll önnur en menn hugsa sjer — og skal svo ekki sagt meira um það. Jean Angelo og Gre- gori Chmera, maður hinnar frægu Asta Nielsen, leika i mynd þessari af stórmikilli snild. ÓSKEMTILEGT ÆFINTÝRI. Nýlega kom fyrir atvik i Yonkers i írlandi, sem var svo hræðilegt, að jafnvel skáldunum með alt Sitt hug- myndaflug hefði aldrei dottið i hug að finna upp á slíku í bókum sínum. Verkamaður nokkur, Michel Corror- an, ætlaði að sofa á vinnustað sínum eina nóttina. Þegar samverkamenn hans voru farnir lagðist hann fyrir á plönkum i vinnustofunni og ætlaði sjer að hvílast um stund. Hann sofn- aði brátt. Hann hlýtur að hafa látið nokkuð illa í svefninum, því tjörufat, sem stóð á sillu fyrir ofan hann valt um koll og tjaran fór að vella yfir manninn. Vissi hann ekki neitt um neitt þangað til hann var orðinn hálfur grafinn i tjöru, sem farin var að storkna. Snemma um morguninn vaknaði hann við vondan draum og gat sjer til mikillar undrpnar ekki reist Olg ci ItClUl. lAclll 11 HUIU JUIUIL au — gat hvorki hreyft legg nje lið oS smátt og smátt fór hann að skilía hvernig í öllu lá. Hann var límdur við fjalirnar í sömu skorðum og þe£' ar hann lagðist fyrir um kveldiö- Hann reyndi nú af öllu afli að rifa sig lausan en allar tilraunir voru árangurslausar. Hár hann sat fast i tjörunni og hann gat sig hverg| hreyft. Hann gat ekki einu sinni opnað munninn til þess að hrópa * hjálp. Hann gat heldur ekki litast um eftir hjálp og nú var hann gripjnn af þeirri óttalegu tilhugsun að tjar- an hjeldi áfram að streyma yfir hann og að hún myndi þá og þegar k£efa hann. Þar sem hann hafði enga hufí' mynd um hvað tímanum leið, eða hve langt yrði þangað til fjelagar hans kæmu til vinnunnar var hann hálfbrjálaður af hræðslu. Loksins komu þó samverkamenn hans, var hann þá rænulaus blæddi úr honum víða, þvi tjaran hafði etið sig inn gegn um föt hanS' Eftir margar og miklar tilraun1 gátu þeir fjelagarnir losað hann uflU' an versta tjörufarginu og var bann fluttur nær dauða en lifi á sjúkrahnS'

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.