Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1930, Blaðsíða 3

Fálkinn - 12.07.1930, Blaðsíða 3
FÁLK I N N 3 I ■miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiKimiiimiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKimiiiiiB mm PggSSBflflBflRflHflflflHflflHflflflflflflHflflHHHflflfliHHHflflflflflflflHHflHflflflflflHflflflflflflí VALDAR VIRGINIA | TEOFANI-samkepnin fór þannig: | Mynd nr. 3.............1. verðlaun (500 kr.) — — 37 ....... 2. — (200 —) — — 30 .............. 3. — (100 —) | AUar myndirnar i samkepninni verða fyrst um sinn með ðllnm | | Teofani-cigarettnm. | ÍílllllllllllllllllllllllllllllllllllllllBIIIIIIIIIIIIBIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllíl VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjárar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Frumkvæmilastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga ki. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: A n I o n S c h j ö I h s g a d e 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Sá, sem ekki á mark að keppa að, kemst aldrei áfram. En sá, sem setur sjer mark, sem honum er ekki unt að ná, er heimskingi. Það verður að vera rjett hlutfall milli hæfileikanna og marksins, sem maður liefir sett sjer og því verður maður að seta mat á hæfiieika sina fyrst og setja sjer markmið eftir því, sem hann metur þá. Og þettá er erfiðast af öllu. Lítum á fljótfarna götu. Þar úir og grúir af fólki, öskrandi bifreiðum, lijólandi strákum. Allir vilja komast áfram sem fljótast, en stundum kem- ur það fyrir, að sá sem vildi flýta sjer mest verður seinastur. — Við er- um öll á fjölfarinni götu, akvegi lifs- ins, og við eruin aldrei óhult. Við er- um að flýtá okkur að markinu, og okkur finst, að því fjær sem markið er, því meira verðuin við að flýta okkur. En þessi flýtir er dýru verði keyptur. Hann er varasamastur allra þeirra fyrirbrigða, sem vjelaöldin liefir skapað. Hann skemmir mann- inn, gerir Vondan mann úr góðum. Maðurinn er ekki vjel. Máðurinn gerir vjelar, hann hugsar og skapar en hann má ekki verða að vjel sjált'- ur. Vjelin þykir góð þegar liún starf- ar sem hraðast, en það verður airlrei mælikvarði á mannsafrekið, að mað- urinn snúist svo eða svo mörg liundr- uð snúninga á mínútunni. Það þykir kostur á manni, að hanu sje iðinn og ástundunarsamur. En maðurinn sem vill flýta sjer meira en hann er maður til, er hörmulega staddur. Honuin misteks alt, verk hans verður fum og fálm, illa unnið og jafnvel verra en ógert. Hann fram- kvæmir hraðara en hann hugsar og verkið ber menjar þess. Maður á aldrei að fara í kapplilaup við timann. En hinsvegar þýðir ekki að reyna að stöðva rás tímans, reyna að drag'a úr hraðanum á því sem fram fer í kringum okkur. Sá sem vill reyna það dettur um koll sjálfur. En listin að lifa er í því fólgin, að sam- ræma sig því, sem fram fer í kring- um mann, fara hvorki of hægt eða of hratt og setja sinn eigin hraða i samræmi við það, sem hæfileikarnir eru til. Og muna svo það, að það er ekki alt undir hraðanum komið. „Kemst þó liægt fari“, sagði vilur niaður fyrir 900 árum. Og „aldrei skyldi seinn maður flýta sjer“, sogja uienn nú. Um víða veröld. ----X--- HEFND NEGRANS. Svo árum skiftir hefir iðnkongur- inn James B. Davis verið svo að segja einvaldur á trjámarkaðinum í Suðurríkjum Ameríku. Það eru ná 15 ár síðan haiin fyrst kom fram á sjón- arsviðið í Alabama, hann var þá yfir fertugt, átti konu og börn, en var pen- ingalaus með öllu. Hann kunni að meta gildi trjesins. FyrStu árin, sem hann dvaldi þar suðurfrá vann hann fyrir sjer með því að leggja ráð á með bændunum þegar þeir voru að versla með skóg sinn, en smátt og smátt fór ára erfitt starf átti hann stórt skóg- flæmi og stóreflis sögunarmyllur. Auk þess var hann margfaldur mil- jónamæringur og bjó i skrautlegri höll, þar sem ríkir og mikilsmetnir menn voru daglegir gestir lians. Og Davis nafnið varð smátt og smátt álitið eitthvert lieiðarlegasta og ör- uggasta verslunarnafn heimsins. En þá kom dálítið atvik fyrir, sem breytti skyndilega öllu saman. Það vildi svo til að einn af negrum þeim, sem unnu í sögunarmyllum hans var handtekinn fyrir eitthvert afbrot. Maðurinn var grjðar stór vexti og hinn gjörfilegasti. Þegar hann var leiddur burtu bað hann uin að mega tala við húsbónda sinn og fjekk hann það. — Hr. Davis, mælti hann, mynduð þjer ekki vilja ganga i ábyrgð fyrir mig? En Davis liristi hiifuðið. Negrinn stóð iim hríð þegjandi og augu lians brunnii af liátri. Síðan var hann leiddur burtu og miljónamæringur- inn hugsáði ekki frekar út i það. Nokkrum dögum seinna komu tveir ókunnir menn til Davis og báðu um að meg'a hafa tal af honum. Litlu seinna tók miljónamæringurinn hatt sinn og staf og fór með mönnum þessum, sem báðir voru leynilögreglu- þjónar. Á tröppunum sagði hann grát- andi við konu sína: — Þetta er liefnd negrans, náttúr- lega. Hvernig negrinn hafði komist að leyndarmáli hans vissi hann ekki. Ef til vill í ríkisfangelsinu i Norður Carolina. Þangað var Davis, sem sje fluttur til þess að afplána 20 ára fangelsi, sem búið hafði verið að dæma hann i. Hann hjet rjettu nafni John A. Cameron. Og undir því nafni gekk liann þangað til hann kom til Ala- bama. Hann hafði áður átt lieima i Balford og lifað fremur fátæklegu lífi með konu sinni og börnum. í næturbardaga, sem hann lenti í, hafði honum orðið á að skjóta mann nokk- urn og var dæmdur í 20 ára fang- elsisvist fyrir morðið. Tvo eiginleika liafði hann til að bera, sem hjálpuðu honum áfram. Hann var greinöur og ákaflega viðmótsþýður. Dag nokkurn þurfti að láta einhvern af föngunum vinna i lyfjabúð fangelsisins og Davis var fenginn til þess. Það hefði verið hægðarleikur fyrir Davis að flýja strax í stað. En hann gerði það ekki. Hann vann um hríð i lyfjabúðinni. En einn góðan veður- dag yfirbugaði frelsisþráin liann, liann laumaðist burtu og lifði nú um nokkura ára bil i ýmsum rikjum — þangað til hann kom til Alabama og kallaði sig þá James B. Davis. Nú er hann 00 ára, á 8 börn og vini marga. Vinir hans hafa ekki snúið við honum bakinu en vinna að þvi ölliiiii árum að fá liann lausan und- an hegningu. Og hvað geta ekki pen- ingarnir? í Mexiko var nýlega tekinn af lífi maður sem Quarcia hjct. Var talið að hann væri stigamaður, sem lög- reglan liafði lengi setið um fyrir alls- konar glæpi. Eftir á kom það á dag- inn, að maðurinn var alls ekki sá, sem hann var talinn vera, en lög- reglan huggar sig við, að hann hafi hafl ýmislegt annað á samviskunni, og þessvegna sje enginn skaði skeð- ur þó liann hafi verið tekinn af lífi. -----x---- Nýlega komst ljótur glæpur upp suður í Tjekkóslóvakíu. Hafði bónda- kona ein haft stjúpson sinn í fangelsi i svinakofa í tíu ár samfjeytt. Dreng- urinn hvarf fyrir tíu árum síðan, þá sex ára gamall og fyrst nú liefir komist upp, að hann hefir verið i svinakofanum altaf síðan. Konan lief- ir daglega fært honum brauð og kar- töflur, en aldrei talað orð við hann og engan hefir hann sjeð nema hana allan þennan tima. Þegar hann fanst var hann ótalandi. Hann hafði gleymt málinu í fangelsinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.