Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 12.07.1930, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 Arfurinn frá Ameríku. Norsk saga. ÞaS var um Jónsmessu, sem hún Þuríður í Skagahlíð fjekk brjef frá honum Vjebirni syni sínum, sem átti heima vestur í Ameríku. Oð Vjebjörn skrifaði að nú œtlaði hann sjer að koma heim í ár, hún œtti búast við honum rjett fyrir jólin. Eftir hálft ár fengi liún að sjá liann og tala við hann — það var nærri því óskiljan- legt. Henni lá við að tárast i hvert sinn sem hún hugsaði til þess. Mánuð eftir mánuð hafði liún ekki verið með sjálfri sjer út af honum Vjebirni og þráð þetta brjef, sem átti að færa henni vissuna. Því að liann Yiebjörn hafði orðið að fara tilFrakk- lands í stríðið árinu áður. Seint um haustið liafði hún fengið stórt brjef úr höfuðstaðnum, frá einhverjum sem hjet Consulate General og í þessu hrjefi stóð, að sonur hennar hefði tekið þátt í stórri orustu og særst al- varlega, en væri nú i afturbata og úr allri hættu. Og loksins þegar brjefið frá Vje- birni kom, var eins og birti kringum hana. Henni fansf liún vera vöknuð af vondum draumi. Skógurinn i hlíð- inni varð eins og hann hafði verið í gamla dagaa og hún tók nú á ný eftir anganinni af smáranum í tún- inu i Skagahlíð, lieyrðist í þrest- inum og vellið í spóanum. Það var eins og öll náttúran væri að láta vel að henni. Haiin Vjebjörn skrifaði, að loks- ins hefði hann nú fengið heilsuna aftur, h s. g. og það jafnvel þó hann hefði fengið tvær byssukúlur í skrokk- inn þegar hann varð að gera árásina í stóru orustunni. Þá höfðu þeir bor- ið hann inn í kolsvarta kytru og svo hafði læknir komið og lýst allan skrokkinn á honum með geislaáhaldi, svo að hann hefði getað sjeð hvar kúlurnar voru og skorið þær burt. Það var eins og ískalt vatn rynni niður eftir bakinu á Þuríði gömlu barna sem hún sat i brakandi sól- skininu og var að stauta sig fram úr brjefinu, liegar liún las um þetta strið og læknirinn og kúlurnar. En það hefði svo sem getað farið ver fyrir honum Vjebirni veslingnum. Hann skrifaði, að eftir orustuna hefði tvö búsund Ameríkumenn legið stein- dauðir á vígvellinum. Og liún þakk- aði Guði fyrir, að ekki skyldi hafa farið Ver fyrir honum Vjebirni. í niðurlagi brjefsins stóð, að hann sendi lienni ljósmynd af sjer sam- dægurs og þar sæi hún liann í ein- kennisbúningnum. Hann hafði sent ljósmyndina í sjerstöku umslagi, skrifaði liann. En það liðu margir dagar þangað til Ijósmyndin kom. Hún hafði smámsaman sætt sig við bá tilhugsun, að þau myndu aldrei sjást aftur. Ameríka var svo óendan- lega langt i burtu, og nú voru liðin sj.Ö ár síðan hann fór vestur. Bara að hann vildi nú setjast að heima þegar hann kæmi. Því það var ekki hægðarleikur fyrir einstæðings kven- mannsrolu að reka bú, enda þótt jörðin væri ekki stærri en Skagahlíð- in var. Maðurinn hennar hafði drukn- að við timburflcytingu árið eftir að Þau giftust og þá var Vjebjörn ekki neina þriggja ára. Þá hefði nú orðið nieiri vandræðin ef hún hefði ekki átt annan eins dásemdar nágranna og hann Lárus i Rjóðri, Ríkasta mann- inn í sveitinni. Um heyannirnar þurfti hún ekki að biðja hann um að lána sjer hesta og reipi og mann til að binda. Hann gerði það sjálfur óbeð- inn — og meir að scgja sendi lienni tvo af vinnumönnum sínum. Og hún Arnbjörg Iitla; einasta barn- ið á Rjóðri kom nærri þvi daglega í Skagahlið, alveg eins og forðum þeg- þau voru leiksystkin hún og hann ^jebjörn litli. Hún var gullfalleg stúlka, vist var um það, og skemtileg og ræðin var hún lika. Það var þvi ekki furða, þó að biðlana vantaði ekki að Rjóðri, en Arnbjörg hafði hryggbrotið þá alla, meira að segja hann Arnbjörn litla í Skerjavík, rík- asta bóndasoninn í sveitinni, hann með stóra nefið. Þuríður hafði komist að því, að Arnbjörg og Vjebjörn höfðu skifst brjefum á, ekki sjaldan. Þeim hafði altaf lcomið vel saman; þegar þau voru að alast upp hafði Þuriður stund- um sagt i gamni, að það mundi verða hjón úr þeim siðar meir.. En Þuríður vissi vel, að kotungssonur eins og liann Vjebjörn þorði ekki að beina augum sínum þangað sem hún Arn- björg var. Ónei — það hefði verið fásinna. Vjebjörn var ekki nema 16 ára þeg- ar hann fór til Ameríku og Arnbjörg var á líku reki. Seinna datt Þuríði í hug, að það hefði kannske vakað fyrir Vjebirni með Ameríkuförinni að verða ríkur þarna vesturfrá, hjá hon- um frænda sínum í Norður-Dakota. Og yrði hann ríkur þá gat vel hent, að Rjóðurbóndinn segði ekki nei við þvi að fá hann fyrir tengdason. Slik æfintýri hefðu oft gerst áður, bæði þar i sveit og annarsstaðar. Það leit út fyrir, að.Arnbjörg kynni vel við sig hjá Þuríði. Þegar leið að því, að von væri á Ameríkubrjefi þá var hún ekki fyr komin inn úr dyr- unum en hún spurði eftir brjefi frá Vjebirni. Meðan hann var í stríðinu var henni aldrei rótt. Stundum var liún alveg utan við sig af hugarangri. Og seinasta brjefið hafði hún þrí- lesið án þess að Þuríður fengi orð upp lir henni. Það var deginum ljós- ara að eitthvað var milli hennar og Vjebjörns, en Þuríður hafði aldrei fengið að vita neitt um það, jafnvel þó hún margspyrði hana og reyndi á alla lund að komast að þvi. Og aldrei hafði hún fengið að lesa brjefin hans Vjebjörns til Arnbjargar þó hún grát- bændi hana um það og væri svo for- vitin, að hún gæti elcki við sig ráðið. Nei, liað var eitthvað annað. Hún Arnbjörg litla hló bara og fór að tala um eitthvað annað. Þegar Arnbjörg hafði lesið síðasta brjefið hans Vjebjörns þá ljómaði lnin svo af kæti, að það var ánægja að horfa á liana. Og daginn eftir þeg- ar hún sagði frá, að nú hefði hún fengið brjef frá Vjebirni sjálf, þá var kæti hennar ennþá meiri; liún var með þeirri ofsakæli, að hún vildi láta Þuríði koma með sjer á Jónsmessu- leikina um lcvöldið. Og sannast að segja langaði Þuríði gömlu til að fara. — Það verður þá að vera eins og þú vilt Arnbjörg, svaraði hún — ljett er þann að lokka, sem langar til að hoppa, eins og þú veist! — Hver veit nema þú fáir að dansa lioppdans við liann Svarta-Leifa! sagði Arnbjörg með kesknishreim í röddinni. Hann Svarti-Leifi á Krossi var gam- all einhleypingur og hafði fengið við- urnefnið af þvi að hann var hrafn- svartur á hár og skegg og auk þess liafði liann ekki fyrir sið að þvo sjer oftar en þörf gerðist. „Jeg er vanur að þvo mjer einu sinni eða tvisvar i viku“, sagði liann vanalega. Sú kona var ekki til i bygðinni, sem vildi heyra hann eða sjá; einu sinni hafði hún Þuriður hryggbrotið hann, eins og svo margar aðrar. Þuríður og Arnbjörg voru i bestu flíkunum sínmn þegar þær fóru á Jónsmessuleikinn, útsaumaðri peysu með hvítri treyju undir og perlusaumi á boðangunum. Og með margar silfur- nælur á bringunni. Það voru ekki aðr- ar, sem meira kvað að en þær á dans- vellinum. Þuríður iðaði af fjöri eins og ung stúlka og dansaði eins og hún ættu tiu biðla í hópnum. Þremur dögum eftir Jónsmessu- skemtunina kom myndin af honum Vjebirni; þær fengu sína hvor hún Þuriður og hún Arnbjörg. Þuriði brá í brún þegar hún sá hana, því að fæturnar höfðu báðar verið teknar af honum Vjebirni rjett fyrir ofan linjen. Hún settist á kistuna sína og hágrjet eins og barn. En þegar Arnbjörg kom inn skömmu síðar var hún skelli- hlæjandi og huggaði hana með því, að myndin næði ekki nema niður undir hnjen. Ef að liann Vjebjörn hefði mist báðar fæturnar mundi hann liafa skrifað þeim um það, — þóttist liún viss um. En þó var enn efi eftir í hug Þuriðar; hún var ekki í rónni fyr en hún fengi svar við brjefinu, sem lnin skrifaði Vjebirni sama kvöldið, og sæi svart á livitu, að liann væri ekki örkumlamaður; kúlurnar tvær höfðu ekki gjört hon- um minsta mein, liafði hann skrifað. Það voru nálægt 35 ár síðan liann Knútur i Skagahlíð, föðurbróðir hans Vjebjörns, liafði farið til Ameríku. Þá var Þuríður svo lítil telpa, en hún mundi vel að hann var fáskiftinn og fámáll, langur og mjór og álútur, eiris og boginn nagli. Hann var ógiftur og einkennilegur í háttum og fólk sagði, að liann væri ekki með öllum mjalla. og af brjefum Vjebjörns þóttist Þuríð- ur skilja, að hann hefði elcki breyst eftir að hann kom vestur. Vjebjörn hafði skrifað, að það væri ekki sjer- lega gaman að vera með honum frænda sínum. Á kveldin sæti hann tímunum saman og glápti fram und- an sjer án þess að segja. eitt einasta orð. Svolítið hafði það verið skárra, þegar Vjebjörn náði i grammófón og fór að spila hallingdans og hoppdans; það gat Knútur hlustað á. Þá kom einhver lífglæta í augun á honum og harða andlitið mildaðist. En jasslög- in ameríkönsku gerðu hann bálvond- an og einu sinni hafði hann tekið hamar og mölvað i mjel margar plöt- ur af þeirri tegund, og sagt Vjebirni, að ef hann ljeti sig heyra fleira af slíku tagi, þá skyldu þær plötur fara sömu leiðina. Fyrstu 20 árin vestra hafði Knút- ur átt heima í dimmum moldarkofa, sem seinna var notaður fyrir svina- fjós. Hann hafði lifað eins og hund- ur. En nú átii hann skraúllegt stór- hýsi, að minsta kosti miklu stærra en þörf var á. Hann hafði reitt sam- an marga dollara og auðgast ár frá ári, en eitt var vist: hann liafði litla ánægju af peningum sínum. í september kom brjef frá Vjebirni. Knútur föðurbróðir lians hafði veikst og lá nú rúmfastur. Hann hafði of- boðið heilsu sinni fyrrum, er liann var að brjóta fyrir sjer ísinn í nýja landinu. Læknirinn liafði sagt að hann gæti ekki lifað nema nokkra mánuði og liafði beðið Vjebjörn um.adl að fara til næsta kaupstaðar og biðja málfærslumann að koma til gamla manssins. Málafærslumaðurinn átti að semja arfleiðsluskrá, og í brjef- inu gat Vjebjörn sagt frá því, að Þuríður og einkasystir Knúts, sem Lineyk hjet og var gift suður i Hringaríki ætti að erfa 25.000 dollara livor. Afganginn af reiðufje og alla jörðina hans Knúts þarna vestra, átti Vjebjörn að erfa. Svo að hann eign- aðist mörg þúsund dollara undir eins og Knútur fjelli frá. Þuriður var eins og i vimu i marga daga. Henni fanst óskiljanlegt, að hún gæti orðið svona fjáð — og hann Vjebjörn yrði ríkari en sjálfur bur- geisinn í Rjóðri. Mánuði síðar kom annað brjef frá Vjebirni. Hann skrifaði að nú væri Knútur dáinn og að jörðin hans væri seld. Fáum dögum siðar heyrði Þuríð- ur, að Vjebjörn hefði lagt ógrynnin öll af peningum inn i sparisjóðinn þar í sveitinni. Og meðal þeirra var líka arfurinn hennar eftir hann Knút. Dag einn i nóvember stóð Vjebjörn öllum að óvörum í stofunni í Skaga- hlið. Þuríður þekti ekki þennan langa og skinhoraða gest, fyr en hann liafði sagt til nafns síns. En þó að hann væri lioraður var hann kátur og glaður og það kom brátt í ljós, að hann hafði ekki mist matarlyst- ina. Svo að vonandi tækist að koma honum í hold aftur. Auðvitað liöfðu lijónin i Rjóðri ekkert við það að atliuga, að þau sögðu þeim það nokkrum dögum síð- ar, Arnbjörg og Vjebjörn, að þau hefðu hugsað sjer að eigast. Og uin miðjan desember stóð brúðkaup i Rjóðri. þar var meira fjölmenni en elstu menn mundu í brúðkaupi. Hann Sigurður í Kleifum sagðist hafa talið meira en 60 breiðsleða fyrir utan kirkjuna, meðan verið var að pússa þau saman. Hann sagði frá þessu í búðinni á Uppsalabrú og sýndi jafn- framt stóran peningaseðil, sem hann Vjebjörn hafði vikið að honmn. Haustið eftir fluttust ungu hjónin inn í nýtt hús, sem Vjebjörn liafði látið reisa þá um sumarið. Hann bauð henni nxóður sinni að koma i hornið lijá sjer, en það vildi Þuríður gamla alls ekki. Hún treysti sjer alls ekki til þess, en sagðist vona, að hann gleymdi ekki að líta öðru hverju inn i gömlu baðstofuna í Skagahlíð, þar sem hann hefði leikið sjer þegar hann var barn. KlNVERSKUR METHÚSALEM. Elsti núlifandi Kínverji, Li-Chin Yun, heldur sem stendur fyrirlestra við háskólann i Tcliing-Tou, sem er höfuðborg i Sze-Tchouan hjeraðinu. Öldungurinn, sem er mjög þektur vísindamaður heldur þvi fram að hann sje 250 ára gamall. En svo illa vill til að Li-Chin, hefir ekki getað fært fullgildar sannanir fyrir þess- ari staðhæfingu sinni. Sjálfur þykist hann geta sannað að hann hafi lifað á stjórnartimum níu síðustu keisara Kínaveldis, og að hann hafi gengið í herþjónustu, sem sjálfboðaliði árið 1698, þá tæpra átján ára að aldri i her Kang-His, keisara. Og þykist hann liafa verið með þegar Tibet og Formosa voru unnin. Árið 1736 þyk- ist liann hafa verið við krýningu næsta keisara, og hafi liún verið mjög hátíðleg. Hann hafi þá verið dyra- vörður í keisaraslotinu. Átta sinnum hefir Li-Chin verið giftur, og flestar konur hans eru dauðar af elli. Hann hefir eignast 46 börn og lifir nú aðeins yngsta barnið Tsing, sem er 86 ára. Eftir að seinasla konan hans dó á miðri fyrri öld, liefir liann lifað einlifi. Li-Chin vakti seinast athygli á sjer um aldamótin 1900, í uppþotmn sem þá urðu í Kína. ----x---- Fyrir nokkru kom það fyrir á Humboldtsjúkralnisinu í Albany, að gera skyldi holskurð á 8 mánaða gömlu barni. En í ógáti hafði verið tekið barn, sem ekki þarfnaðist neins holskurðar og það skorið í stað sjúka barnsins. Barnið er nú gróið sára sinna, en foreldrarnir hafa höfðað skaðabótamál gegn lækninum, senx skurðinn gerði og hinum tveim hjúkrunarkonum, sem aðstoðuðu liann. ----x---- A síðasta ái'i framdi fleira fólk sjálfsmorð en nokkurntíma hefir ver- i'ð síðan 1916. Komu 18 sjálfsmorð á hverja 100.000 ibúa. Flest voru sjálfs- morðin i Sacramento í Kaliforniu, nfl. 54 á liverja 100.000 íbúa. Er verð- brjefahruninu í fyrrahaust kcnt um þesa sjálfsmorðsöld. Árið 1920 voru færri sjálfsmorð i ríkjunum cn nokkru sinni, á þessari öld, eða að- eins 12 af 100.00. Það ár var mikið hagsældarár fyrir atvinnu og kaup- sýslu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.