Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1930, Blaðsíða 10

Fálkinn - 12.07.1930, Blaðsíða 10
10 F A L K I N N SOLINPILLUR eru framleiddar úr hreinum jurtaefnum, þær liafa engin skaðleg áhrif á líkamann, en góð og styrkjandi áhrif á meltingarfærin. — Sólinpiilur hreinsa skaðleg efni úr blóð- inu. SólinpiIIur lækna van- líðan er stafar af óregluleg- um liægðum og hægðaleysi. Notkunarfyrirsögn fylgir hverri dós. Verð aðeins kr. 1.25. -— Fæst hjá hjeraðslæknum og öllum lyfjabúðum. VAN HOUTENS konfekt og átsúkkulaði er annálað um allan heim fyrir gæði. Vandlátar húsfreyjur kaupa Laufás- smjörlíkið. Tækifærisgjafir i Fagurt úrval. Nýjar vörur. — Vandaðar B vörur. — Lágt verð. Verslun Jóns Þórðarsonar. ■ Fyrir kvenfólkið. Hveroio á eiginmaðurinn að vera? Blað nokkurt hefir nýlega snúið sjer til kvenlesenda sinna og spurt þær hvern eiginleika þær telji mik- ilverðastan hjá eiginmönnum sinum. Svör eru mörg og ákaflega margs- konar. Ástin er mjög nnðarlega á dygðalistanum — kemur það ef til vill af því að hún er álitin svo sjálf- sögð. Ein kona skrifar: — Konan leitar altaf viðurkenn- ingar hjá manni sínum. Og ham- ingja hjónabandsins og samræmi er mikið komið undir þvi að hann kunni að meta kosti hennar. Upp- örfunarorð af hálfu mannsins hjálpa margri konu og móður til að inna hin erfiðustu og vandasömustu verk af hendi. Nærgætni og viðurkenn- ing eða skilning álit jeg því mestu dygðina og bestan eiginleika. . . . Draundynd kona skrifar: — Það er fegurð og draumblæ, sem flest hjónabönd vantar. Hvers- vegna á hin yndislega tilfinning, sem einkennir tilhugalifið, strax að vera fótum troðið þegar fólk er gift? Jeg hýst við að sá eiginmaður, sem varðveitt getur tilfinning þessa i hjónabandi sínu sje viss um ham- ingju bæði hvað snertir sjálfan hann og konuna. Hin þriðja skrifar: — Jeg vil eignast mann með heil- brigðar skoðanir. Jeg trúi ekki á „stimamjúka“ eiginmenn, þó sum- ar konur virðist helst vilja hafa þá þannig. Sje hann stimamjúkur við mig, er hann það sjálfsagt lika við Góð ráð. Heltu nokkrum dropum af stein- olíu i hreinan ljereftsklút og nugg- aðu rúðurnar vel með þvi. Á þenna hátt er hægt að hreinsa glugga sína betur en með flestum öðrum fægi- efnum. Blandaðu dálitlu af steinolíu saman við vindlaösku, verður úr þessu á- gætur fægilögur. Gljáfægð húsgögn, . sem farin eru að slitna eða búin eru að missa mesta gljáann, má aftur gera þau aðrar konur. Jeg er heldur ekkert gefin fyrir daufgerða menn, þeir eru sjaldan mikiis virði. Sje mað- urinn alt of hæðinn er hætt við að hann láti háðið koma niður á mjer, og sje hann frægur verð jeg alveg útundan. En hafi hann heilbrigðar skoðanir veit jeg að hann muni vernda mig. Hann hjálpar mjer þá að stjórna börnunum og halda virðing minni gagnvárt þeim, hann heldur fram hinum góðu eiginleikum mínum gagnvart vinum mínum og kunn- ingjum, og hann mun gera líf mitt bjartara og auðveldara að lifa. Líf konunnar segja sumir að sje bygt úr mörgu smáu. En þannig eru jafnvel stórfenglegustu byggingar gerðar. Hjönaband, sem bygt er á gagn- kvæmum skilningi þolir mikla storma án þess að hætta sje á að það hrynji til grunna. Blaðið hefir sundurliðað svörin, og tekið meðaltal af dygðunum, eftir þvi á eiginmaðurinn að hafa eftirfylgjandi eiginleika: Nærgætni .............. 25% Skilning ............... 20% Þakklætistilfinningu . 15% Fegurðarsmekk og drauinlyndi .......... 10% Hjálpfýsi ............... 5% Hógværð ................. 5% Ást ..................... 5% Heilbrigða skynsemi 5% Skilning á hinu skop- lega í tilverunni .. 5% Trygð ................... 5% glansandi og nýleg á þenna hátt: Fyrst skal strjúka yfir þau með bómolíu, síðan er stráð yfir þau mulinni línsterkju og síðan eru þau nudduð vel með hreinum ljereftskiút mjúkum. Sinkmuni er ágætt að fægja með steinolíu. Til þess að koma í veg fyrir að stál- eða járnmunir ryðgi er ágætt að blanda til jafns karhólsýru og matar- olíu. ----x---- Salöt. Hrærð egg. Fjögur egg. fjórar matskeiðar af kjötseyði, tvær leskeiðar af smjöri, ein skeið af worcheslersósu,, ein te- skeið af ansjosulög, salt og pipar. Þetta er hitað yfir eldi þangað til það er orðið þykt. Fínskornu hangi- kjöti má blanda saman við ef vill. Ágætt með smurðu brauði. Salatið henrtar Þóru gömlu. Þrjú egg eru þeytt yfir eldi þang- að til þau eru orðin þykk, en ekki má láta þau sjóða. Síðan eru þau kæld og hrært saman við hálfum bolla af sítrónusafa, hálfri teskeið af sinnepi og þremur desil. af kremi. Út i þetta er siðan látið finskorið kál, epli, gularrætur og einhvers- konar fínskorið kjöt. Þetta er lagt ofan á brauð. Stundum höfð tómat- sneið undir. Fallegt að prýða fatið, sem brauðið er börið fram á, með salatblöðum eða persilla. Fólki til hægðarauka afgreiðir og send- ir Laugavegs Apotek öll meðul, hjúkrunargögn, gleraugu, hrein- lætisvörur út um alt land gegn póstkröfu. Sendið okkur beiðni yðar, og yð- ur verður strax sent það sem þjer óskið. Laugavegs Apótek Laugaveg 16. Reykjavík. Pósthússt 2 [ ■ ■ Reykjavík j ■ ■ ■ Simar 542, 254 Í ■ Og ■ 30»(framkv.stj.) 5 m Alíslenskt fyrirtæki. Allsk. bruna- og sjó-vátryggingar.j Hvergi betri nje áreiðanlegri viðskifti. ■ Leitiö uyplýsinga hjá næsta umboðsmanni. S Ferrosan er bragðgott og styrkjandi járnmeðal og ágætt meðal við blóðleysi og taugaveiklun. Fæst í öllum lyfjabúðum. Verð 2.50 glasið. M á I n i n g a-1 m m ■ vörur ■ ■ Veggfóður ■ ■ ■ Landsins stærsta úrval. : »MÁLARINN«! Reykjavfk. Best er að auglýsa I Fálkauura

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.