Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1930, Blaðsíða 14

Fálkinn - 12.07.1930, Blaðsíða 14
14 F A L K 1 N N VINDLAR: Danska vindilinn PHÖXIX þekkja allir reykinfíamenn. Gleymið ekki Cervanles, Amistad, Perfeccion o. fl. vinillategundum. Hefir í heildsölu Sigurgeir Einarsson Reykjavík — Sími 205. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! Brasso ber sem gull af eiri af öðrum fægilegi. Fæst alstaðar. ■■■■■■■■■■■■■■■■ íiXlfvirkt Sir Bezti eiginleiki^ * FLIK=FLAKS • er, að það bleikir þvottinn við suðuna, án þess að skemma hann á nokk- ÍÆ urn hátt gfl K Ábyrgzt* áð laustlfl sé við klór. I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN er satt — mjer hefir aldrei sinnast við hana. Þú getur borið mig fyrir þvi Gabríel, en ef þú heldur að þú getir ekki látið þjer semja við konuna, þá skaltu ekki giftast henni. Lífið er ekki nógu langt fyrir þesskonar helvíti". Gahríel, sem var sakleysis sjálft, lofaði að hann skyldi aldrei láta sjer verða slikt á, og eftir það þögðu báðir. Þannig leið upp undir hálftími. Gabriel var að sinna ýms- um húsverkum. Hann brosti með sjálfum sjer eða hleypti brúnum eins og hann vfleri að rökræða í huganum eitthvað mikilsvarð- andi mál. Loksins sneri hann sjer aftur að rúminu. „Setjum svo, að einhverjum skyldi detta í hug að gefa þjer tiu þúsund dollara, dóm- ari“, mælti hann; lieldurðu að þú mundir þá geta horgað upp skuldir þínar og kom- ist aftur til konu þinnar í Maine“. „Reyndu bara“, sagði dómarinn. „Reyndu mig, það er það eina sem jeg bið um. Nei, en slíkt kemur ekki fyrir. Hver ætti svo sem að fara að gefa mjer tiu þúsund doll- ara, jeg hefði gaman af að vita það?“ Gabríel lækkaði dálitið róminn áður en hann svaraði. „Ef enginn annar vill það, þá getur vel ver- ið að jeg geri það. Hefi jeg ekki sagt þjer það áður að jeg á von á peningum? Þegar jeg fæ þá skal jeg borga ferð þína heim og koma þjer aftur á rjettan kjöl“. „Segðu þetta ekki, Gabríel, kallaði hann með bjóðandi rödd. „Reyndu ekki að leika mig þannig. Jeg vil ekki hafa það. Þú hef- ir ekki reynst mjer illa síðan jeg lagðist, og jeg vildi ekki þurfa að segja neitt ljótt um þig en ef þú ætlar að fara að reyna að telja mjer trú um þennn vitlausa heilaspuna þinn ennþá einu sinni, og reyna að halda þvi fram að þú eigir eftir að verða miljóna- mæringur, þá get jeg ekki komist lijá að verða reiður og illorður við þig. Ef þú ert ekki alveg tilfinningalaus þá ættirðu nú að játa að þetta er ekki annað en lygi alt sam- saman“. Gabríel stakk hendinni í vasann þar sem hann geymdi ávísanaheftin og skjölin sem hann um daginn hafði fengið og sem sönn- uðu til fulls staðliæfingu lians. „Svo þú lialdur ennþá' að það sje lýgi, dómari? mælti hann blíðlega. „Lýgi?, náttúrlega er það lýgi“, svaraði liinn, „og enginn veit það betur en þú sjálf- ur“. „Jæja, gott og vel, jeg segi ekkert um það“, mælti Gabríel með sjerstakri áherslu“. Mundu það dómari, þegar þú hugsar til þessarar viðræðu. Mundu það, að jeg segi ekki neitt“. Seinna þegar sjúklingur hans var sofn- aður, náði Gabriel sjer í skriffæri og sett- ist niður við að sjóða saman merkilegt skjal, sem hann kallaði erfðaskrá sína. Um morg- uninn, undirritaði hann það með miklum hátíðasvip í viðurvist tveggja sjúklinga, sem komnir voru í afturbata, og næstu dagana gekk hann flautandi og brosandi út undir eyru, hann bygði með sjálfum sjer himin- gnæfandi loftkastala fyrir hina nýju framtíð sina. En kastalarnir áttu eftir að hrynja og framtíðin átti að verða nokkuð á annan veg en hann liafði hugsað sjer. Snemma morg- uns næsta laugardagskveld var lækninum stefnt til kofans, þar sem maður sá, sem ver- ið hafði hægri hönd hans á liinum hræðilegu veikindatímum hafðist við. Þegar hann kom, sá hann strax, að það, sem hann hafði óltast mest var þegar komið fram, þvi Gabríel var nú lagstur í sömu veiki og hann liafði forðað svo mörgum úr klónum á. Læknirinn, sem ekki var eins mikill liarðjaxl eins og Iiann leit út fyrir, settist niður og hágrjet. Þeir liöfðu nú unnið saman hvor við annars hlið í svo margar vikur, og voru orðnir hinir mestu mátar, svo það að sjá Gabriel vera gripin af hinum hræðilega óvin, sem hann liafði haldið að þeir væru búnir að yfirbuga, var honum ofraun. Tveim dögum seinna liafði Gabríel fengið óráð og var mjög þungt haldinn. Hvernig svo sem tilfinningar nýlendubúa kunna að hafa verið áður en pestin braust út, þá er víst um það, að fréttirnar um veikindi hans voru þeim hið mesta lirygðarefni, því jafn- vel hinn kaldlyndasti vissi að hann var í meiri þakklætisskuld við hann, en hann fengi nokkru sinni fullgoldið. í hinu mikla dauða- stríði, sem nú hófst, varð þakklæti þeirra ekki mikils virði. Seint um kvöldið á þriðja degi vissi læknirinn, sem varla liafði yfir- gefið sjúklinginn andartak frá því liann lagð- ist, að ekki lá annað fyrir en dauðinn. Að nokkru leyti var það að kenna því hve Gabri- el var veikbygður að eðlisfari, en aðallega af því, að hann hafði lagt alt of mikið að sjer við hjúkrunina. Honum hrakaði óðum. Þegar komið var fram undir dögun rjenaði honum nokkuð og kallaði þá á læknirinn. „Læknir“, sagði liann. „Jeg býst við að jeg eigi ekki langt eftir. Og að sumu leyti finst mjer ckki heldur jeg kæramig svo mikið um að lifa lengur, og þó, eftir hálfan mánuð ætlaði jeg að fara heim — heim til Ríkjanna aftur, það liafði ekki verið Gabríel Dollman, Ilornstrandafíflið, en Dollman, miljónamær- ingur i Chicago borg.“ „Þey, þey!‘“ mælti læknirinn lágt, hann hjelt að aftur væri fallið óráð á Gabríel. „Ligðu kyr og reyndu að sofna svolítið!“ „Því þá það?“ spurði Gabríel. „Jeg fæ nóg að sofa hjer eftir býst jeg við. Nei, jeg þarf að tala við yður á meðan jeg get. Styngið hendinni undir koddann minn og þjer munið finna blaðapakka. Jeg ætla að biðja yður að taka hann til handargagns. Eitt af því er erfðaskrá mín. Þjer sjáið að jeg hefi gert yður að skiftaráðanda, og jeg þykist þekkja yður svo vel nú orðið a ðmjer sje óhætt að treysta því að alt verði framkvæmt svo sem jeg óska þess.“ Læknirinn gjörði svo sem fyrir hann var

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.