Fálkinn - 30.08.1930, Page 11
F Á L K I N N
11
Yngstu lesendurnir.
Peningarnir.
Fátækur bónili nokkur haföi einu
sinni sparaÖ saman 300 kr. Honum
bótti svo vænt um þessa eign sína,
sð hann fjekk krónunum skift fyr-
it’ tíu krónu gullpeninga, og ákvað
að nota ekki grænan eyri af þvi til
daglegra þarfa.
Dag nokkurn var hann rjetl hú-
inn að telja peninga sina og setja
þá aftur niður i budduna , þegar
einn af vinum hans kom og barði að
dyrum. í flýti kastaði hann budd-
unni niður í vatnskrukku, sem stóð
þar, svo vinurinn sæi peningana ekki
og fór svo með honum að útkljá á-
i'iðandi verslunarerindi.
Þegar þeir voru farnir hugkvæmd-
ist konunni að fara að sjóða súpu
9* l'eip hún krukkuna og fór með hana
ót i dyr og ætlaði að bíða eftir þvi
einhver færi fram hjá, sem hún
8®ti beðið um að fara fyrir sig út
að brunninum, til þess að sækja vatn.
Slátrarinn þar í þorpinu fór ein-
mitt fram hjá í þessu, og konan bað
hann að sælcja fyrir sig svolítið af
vatni. Slátrarinn var fús til þess.
Hún fjekk honum krukkuna og hann
lahbaði með hana niður að brunn-
inum.
Þegar slátrarinn kom að brunn-
inum heyrðist honum eitthvað
hringla í krukkunni, og þegar hann
fór að gæta betur að sá hann að
það var gull. Hann varð glaður
við og stakk buddunni á sig. En i
gleði sinni gleymdi hann nú alveg
krukkunni og vatninu, sem hann
átti að sækja. Hann keypti sjer feita
kvigu fyrir sína eigin peninga, en
fjársjóðnum stakk hann niður í háls-
inn á aumingja dýrinu, svo að hann
gæti fengið hann aftur þegar hann
slátraði kvígunni.
Á heimleiðinni mætti hann syni
sínum. Sagði hann honum frá ýmsu,
sem væri að gerast í bænum og
krefðist aðgerða hans, varð þvi
slátrarinn að snúa við aftur, en fjekk
syni sínum kvíguna og átti hann að
teyma hana heim.
Bóndinn, sem fyr er frá sagt, var
lika á leið heim i þorpi'ð ásamt vini
sínum. Hann mætti syni slátrarins
á leiðinni, og leist svo vel á kvíguna,
að hann bað hann að selja sjer hana
bauð hann unga manninum svo gott
verð fyrir hana að hann seldi hon-
um hana.
Þegar bóndinn kom heim komst
hann brátt að raun um að pening-
arnir voru horfnir. Yeslings bónd-
inn grjet það sem eftir var dagsins
yfir því að hafa tapað fjársjóðnum
sínum. Þegar hann var farinn að
jafna sig dálitið ákvað hann að slátra
kvminni og selja af henni kjötið.
Þegar hann fór að gera hana til
fann hann buddu sína í maganum
á henni. Hann varð frá sjer numinn
af gleði, tók hana og þvoði liana og
sagði við sjálfan sig: „f þetta sinn
hefi jeg fundið fjársjóðinn minn
aftur af hreinni tilviljun, og nú skal
jeg ekki skilja hann við mig framar,
en geyma hann hjeðan af i beltinu
mínu“.
Einn góðan veðurdag langaði hann
til að lauga sig í vatni, sem lá skamt
frá bænum. Hann fór úr fötunum
og lagði budduna þar hjá og steypti
sjer út i. .Én .þegar hann klæddi sig
í aftur gíeymdi hann að taka budd-
una með sjer.
Þegár hann var farinn bar hirði
þar að með fjárhóp sinn, hann fann
budduna og stakk henni á sig.
Bóndanum kom nú brátt buddan
í hug, og þegar hann fann hana ekki,
fór hann aftur að gráta og lofaði
sjálfum sjer því hátiðlega að hann
skyldi aldrei framar næla saman
peningum, en eyða jafnharðan öllu,
sem hann fengi á milli handanna.
Hjarðmaðurinn geymdi peninganna.
Dag nokkurn þegar liann stóð lijá
uppsprettu einni, sá hann riddara-
hóp þeysa að sjer. Hann varð smeik-
ur um að þeir myndu taka pening-
ana frá sjer og henti þeim i upp-
sprettuna. Það var orðið framorðið
og hann varð að fara aftur heim
með fjeð sitt.
Rjett þegar hann var farinn bar
bóndann að þessum sama stað, en
í sama bili koin hvirfilvindur og
þeytti hattinum af-honum svo hann
l'jell ofan i lindina. Bóndinn hljóp
að lindinni til að ná hatti sinum
og fann þá budduna.
Hann taldi peningana og fann að
í buddunni voru 300 krónur alls.
Hann var búinn að heita þvi að
safna aldrei peningum framar, svo
hann byrjaði strax að eyða þeim.
Ekki leið á löngu áður en hann var
búinn að eyða 200 krónum.
Hjarðmaðurinn átti skömmu
seinna leið inn í þorpið og gekk
fram hjá bænum, þar sem bóndinn
átti heima. Bóndinn bauð honum að
borða hjá sjer miðdegisverð. Og
meðan þeir voru að borða, sagði
hjarðmaðurinn honum frá því, að
hann hefði týnt buddu með 300
krónum í.
Bóndinn fór nú að efast um að
það hefðu verið hans eigin pening-
ar, sem hann hafði fundið, og fór
að hugsa um að hjarðmaðurinn
hefði kannske átt þá, og til þess að
bæta fyrir það, sem hann hafði gert
á hluta hans gaf hann hjarðmann-
inum 100 krónurnar, sem eftir voru.
Tók hann því með þökkum og
vonaði með sjálfum sjer að hinar
200 krónurnar kæmu ef til vill til
hans aftur á einn eða annan hátt.
En hann ákvað nú að vera varkár-
ari og gæta betur eigna sinna og
liolaði nú innan staf og kom pen-
ingunum fyrir innan i honum. En
ekki vildi betur til einu sinni þegar
hann stóð á fljótsbaklca nokkrum,
„Fundurinn".
Gleðilegur endurfundur.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Alíslenskt fyrirtæki.
Allsk. bruna- og sjó-vátryggingar.j
Hvergi betri nje áreiðanlegri viðskifti.
Leitið uyplýsinga hjá næsta umboðsmanni. ■
■
■
a
■
■
M á I n i n g a-!
vörur
■
■
Veggfóður
■
■
■
Landsins stærsta úrval. i
»MÁLARINN«
Reykjavík.
en það, að hann misti stafinn út í
og gat ekki með nokkru mögulegu
móti veitt hann upp úr aftur. Áin
rann alveg um þorpið og nú hittist
einmitt svo á að bóndinn var að
baða sig í ánni þegar stafurinn kom
syndandi til hans. Hann tók hann
og fór með hann heim. Iíona lians
var að elda mat og vantaði eldivið,
svo bóndinn tók stafinn og braut
hann. Gullpeningarnir hrundu niður
i kjöltu hans. Hann taldi þá og voru
það rjettar hundrað krónur. Eyddi
hann þeim á skömmum tima.
Nokkrum dögum seinna kom hjarð-
maðurinn aftur til bóndans, Var
hann mjög niðurdreginn og utan við
sgi yfir að hafa týnt stafnum með
gullpeningunum og sagði bóndanuin
frá því.
„Segðu m.’er nú hvernig þjer lilotn-
uðust peningarnir í fyrstu“ sagði
bóndinn.
Hjarðmaðurinn sagði nú eins og
var að liann hefði fundið þá við vatn-
ið. Bóndinn brosti og sagði: „Það var
jeg sem gleymdi buddunni á vatns-
bakkanum, og það var líka jeg, sem
fann liana í uppsprettunni. Hundrað
krónurnar, sem jeg gaf þjer var af-
gangurinn af því, jeg fann lika 100
krónurnar og nú Iiöfum við skemt
okkur við þær siðustu dagana".