Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1930, Qupperneq 3

Fálkinn - 27.09.1930, Qupperneq 3
F A I. K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. I'rumkvxmdastj.: Svavar Xljaltested. Aöalskrifstofa: Bnnknstræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daRa kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. BlaðiS kemur út hvern laugardag. Askriflarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. AuglíjsingaverO: 20 aura millimeter flerhprtsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. „Hversvegna er verið að troða fje i þessi skáld og listamenn, — verið að ala slíkt fólk fyrir fje, setn tekið er af almenningi, sem vinnur fyrir lifsuppeldi sinu í sveita sins and- litis?“ Á þennnn hátt spyrja stundum ýms- ir, og það meira að segja fólk, sem hálda mætti að kynni að forðast fá- viskuna. En þeir eru margir menn- irnir sem mæla alt á þenna mæli- kvarða, sem miða alt við eflir tekjur í peningum; hinir færri, sem mæla verkin eflir þyí, live miklu þau niiðla af fegurð og httgsjónum. Og er þó síðari mælikvarðinn merkari, þvi að peningarnir eru stundlegir en listin eilíf, eins og öll sönn vísindi, en þau miða að því að þekkja heiminn og alt sem í honum er. Enda eru listir og vísindi oft nefnd í sömu andránni. Ef einhver maður gerði veiðitæki, sem væri helmingi aflasælla en þau sem nú þekkjast, eða ef annar gerði heyþurkunarvjel, sem væri ódýr í rekstri og gerði bændur óháða rosa og óæri, þá mundi hann fá heiðurs- laun af ríkissjóði, sem trygðu honum óhyggjulausa daga æfilangt. Því þarna er um hagnýt vísindi að ræða. En hann biður í fæstum tilfellum um nokkur heiðurslaun, eftir að hann liefir unnið verkið, því að honum er innan handar að fá einknleyfi fyrir uppgötvun sinni og græða á henni meira fje, en nokkur heiðurslaun mundu ncma. Hinsvegar verða ekki tekin cinka- leyfi á ritlist eða annari list, önn- ur en þau, sem timinn og sagan gefur — eftir ó. Og eigi heldur á hinum hreinu visindafrekum. Pasteur fjckk cngin einkalcyfi fyrir uppgötv- un sinni, en þó muiidi vera hægt að selja hana dýrar en flest í heimi, ef hún væri vara einkarjettarskrif- stofu nú, og allir hefðu þá reynslu, sem þeir hafa nú, um það, hvers virði hún er. — Ef rithöfundar gælu selt eliifan rjett til verka sinna — svo sem bera bæri — mundi ríkur maður á sinni tíð hafa fjenast á, að leggja erfðagóss sitt í kaup á Heims- kringlu Snorra, þó hann hefði gold- ið honum scm svaraðn öllum jarðftr- verðum íslands fyrir. Rjettur rithöf- undar á verkum sínum, nær í flest- um löndum ekki nema til svo sem mannsaldurs eftir dauða hans. En samt er farið að iðka það, að „gera Hthöfunda að hlutafjelagi“, flokkur manna geldur þeim kaup. til lifsvið- urværis og hirðir svo ágóðann. Og þeir sem hamast gegn rithöfunda- styrk segja: Já, jeg vil kaupa hlut í svona, manni, hanri borgar sig. — Guðmundur Pálsson, steinsmið- ur Bergstaðastræti 38, verður áttræður á morgun. Teitur Þorleifsson f.v. útvegs- bóndi á Hlöðversnesi á Vatns- leysuströnd verður áttatíuára 1. oklober n.k. ÍÞRÓTTASKÓLI JÓNS ÞORSTEINSSONAR. Fyrir nokkrum árum stofnaði Jón Þorsteinsson kennari íþróttaskóla sinn. Var hann þá nýkominn frá út- löndum, en þar hafði hann dvalið við íþróttanám. Þegar heim kom tók hann að kenna iðkanakerfi hins heimsfræga heilsufræðings I. P. Miiller og kallar því skóla sinn Miillersskólann. Jafnframt hefir Jón starfað afar mikið fyrir íþróttafjelög hjer í bæ og víðar um land og hafði m. a. með höndum allan undirbúning og stjórn fimleikasýningarinnar miklu á Al- þingishátíðinni. Og hann hefir ver- ið stjórnandi glímuflokkanna ís- lensku í ferðunum til Noregs, Dan- merkur og Þýskalands. í haust færist skóli Jóns í aukana. Verða þar fjögur námskeið í vetur og tilhögun þannig, að sem flestir geti notið þeirra. Eitt er fyrir stúlk- ur, 15—22 ára og annað fyrir pilta ó sama aldri. Þessi námskeið eru eina stund á dag og standa í sjö mánuði. Þriðja námskeiðið er fyrir telpur, 10—13 ára og hið fjórða fyrir drengi á sama aldri. Þessi námskeið eru haldin annanhvern dag, en standa yfir í sjö mánuði. Leikfimi verður aðalnámsgreinin, svo og aðrar íþróttir. Verður æfing- unum hagað þannig, að nemendurn- ir geti haldið áfram að iðka æfing- arnar i heimahúsum að námskeið- inu loknu. Auk þessara fjögra nám- skciða verður tvisvar i viku fimleika kensla fyrir börn, 5—9 ára og Miill- ersskólinn starfar eins og áður. Verð- ur þvi æði vel áskipað i skólanum, enda hefir Jón fengið sjer aðstoðar- kennara, Ingibjörgu Stefánsdóttir. Jón Magnússon fyrv. bóndi að Bárugerði á Miðnesi, varð 8;t ára 25. þ. m. Valdimar Guðmundsson, skip- stjóri, varð fertugur í gær. Elliheimilið nýja verður vigt á morgun. Er það tvímælalaust ein af merkustu byggingum þessa lands og svo vandað í alla staði, að lcitun mun vera á öðru eins elliheimili meðal stærri og rikari þjóða. Alls eru í lnis- inu 125 herbergi og er frágangur þeirra eins og á bestu gistihúsum. Sjúkraherbergi eru þar þrjú, 7 bað- herbergi, 7 salerni og 5 kaffieldhús. Þvottahús og eldhús eru búin allra bestu nýtiskutækjum. — Umsjónar- maður heimilisins verður Haraldur Sigurðsson en ráðskona Sigríður Tómasdóttir. Yfirhjúkrunarkona verð- ur Ólafía Jónsdóttir frá Bústöðum og umsjón þvotta hefir færeysk stúlka Karolina að nafni, Aðrar starfsstúlk- ur verða tíu talsins. Hjer fer á eftir greinargerð sú, sem stjórn hælisins hefir samið og verð- ur lnin lögð í hyrningarstein þess við vígsluna ó morgun. Á næstu síðu birt- um vjer mynd af Samverjanefndinni, sem hefir haft allar framkvæmdir þessa merka nauðsynjamóls. Eru þeir þessir (taldir fró vinstri): S. Á. Gíslason, Júlíus Árnason, Flosl Sig- urðsson, Haraldur Sigurðsson og Páll Jónsson. Ennfremur birtum vjer mynd af Elliheimilinu. Skjalið, sem lagt verður í hyrning- arsteininn, er svo hljóðandi: Scint í júli 1928 var byrjað að grafa fyrir undirstöðum þessa húss. Þá var Kristján 10. konungur fslands en ráð- herrar íslands: Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra, Jónas Jónsson dómsmálaráðherra, Magnús Iírist- jánsson fjármálaráðherra. í bæjarstjórn voru: Knud Zimsen Bjarni Jónsson, framkvæmda- stj., Galtafelli, verður fimtugur 3. olclober. Frú Valdís Möller, Keflavík, verður 75 ára 30. þ. m. borgarstjóri, Agiist Jósefsson heil- brigðisfulltrúi, Guðmundur Ásbjörns- son kaupmaður, Guðrún Jónasson kaupkona, Hallgrímur Benediktsson heildsali, Haraldur Guðmundsson rit- sljóri, Jóij Ásbjörnsson h.r.málaflutn- ingsmaður, Jón Ólafsson, fram- kvæmdastjóri, Kjartan Ólafsson stein- smiður, Magnús Kjaran kaupmaður, Ólafur Friðriksson ritstjóri, Pjetur Halldórsson bóksali, Sigurður Jón- asson, Stefán Jóh. Stefánsson hæsta- rjettarmálaflutningsmaður, Theodor Lindal hæstarjettarmálaflulnings- maður og Þórður Sveinsson geð- veikralæknir. (Eftir þessari upptaln- ingu er tekið fram hvaða breyting- ar hafi orðið á stjórn lands og bæj- ar siðan). Ágrip af sögu þessarar stofnunar er á þessa leið: Árið 1913 kaus umdæm- isslúka Góðtemplarareglunnar fimm manna nefnd til að annast matgjafir handa fátækum börnum og gamal- mennum um tvo mánuði að vetrinum. Fyrstu tvö árin fóru þcssar matgjaf- ir fram í G.T.húsinu undir yfirum- sjón umdæmisstúkunnar. Seinna flutt- ust þær þaðan og meiri hluti nefndar-. innar hjelt áfram að annast þær á eigin ábyrgð, og fjekk sjálfboðaliða til að fylla tvö sæti, sem auð urðu L nefndinni, sem alment er kölluð „Samverjinn". Veturinn 1923—’24 voru siðustu matgjafir Samverjans. Sumarið 1921 hafði þessi sama nefnd skemtun og kaffiveitingar fyrir gamalt fólk í tjaldi á Ástúni. Ágóðinn af henni og svipaðri skemlun árið eftir varð 700 kr., sem lagt var í „Elliheimilissjóð“, Vígsla Elliheimilisins.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.