Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1930, Síða 6

Fálkinn - 27.09.1930, Síða 6
6 F A L K I N N 'MPITAN GENERAL L'N 18 LL LMEHU OE 153S MJEfifO EN 26 13E JUNiO OE I54L V ; ' ‘ , . ■■■ Hjer sjást Perúbúar á ferð. — Áður en brautarlestin leggur á fjallið eta farþegarnir sig metta af ávöxtum. Francesco Pizarro, sem stofnaði hið náverandl Perú-riki liggur í gler- kistu þeirri, scm sjest hjer á mgndinni, í dómkirkjunni í Lima, sem cr höfuðborg Perú. Lamadýrið er áburðarhestur Perúbúa. Á því er silfrið og koparinn flutt úr Andesfjöllum á járnbrautarstöðvarnar. ■ FUNDADOR DE LlMA Steinolíulindir i Perú. sjálfur drotnari landsins og sveik konung sinn. En æfi hans lauk með því að hann var myrtur; þótti mörgum það makleg mála- gjöld eftir öll morðín, sem hann hafði fremja látið meðal sak- lausra manna. Síðan þessi tiðindi gerðust eru nú liðin 400 ár. En aðeins hundr- að eru liðin siðan Perú var við- urkent sjálfstætt ríki, eftir langa sjálfstæðisbaráttu sem það liáði gegn Spánverjum ásamt ná- grannaríkjunum. Ttókst þá loks að koma Spánverjum á dyr. En þessi sjálfstæðisöld liefir gengið skrykkjótt. Eitt sinn átti Perú í stríði við Chili, sem reyndist of- jarl,‘og byltingar hafa verið svo að segja daglegt brauð. íbúar Perú eru um það bil að helmingi Indíánar en hinn helm- ingurinn eru allskonar kynblend- ingar og ber þar mest á Indíána- blóði. Þykja þessir kynblending- ar fremur tartarafengin lýður. I þeim hluta landsins sem að sjó liggur er talsvert af svertingjum og Kínverjum og hafa þeir bland- ast hinum, svo að ættfærslurnar verða stundurn flóknar og koma víða við. Stjómarskipun Perú er mjög þjóðræðiskend — á pappírnum. En það gengur illa að láta hlýða því, sem á pappírnum stendur. Þó að víða gangi mikið á um kosningar þá mundu jafnvel æst- ir kosningasmalar í Reykjavik fara hjá sjer ef þeir sæju hvern- ig þeir hafa það kringum kosn- ingar í Perú. Um helmingur af öllum forsetum ríkisins hefir ekki verið kosinn lögmætri kosn- ingu en rikt í skjóli hersveita sinna og byssustingja. PRENTSTOFA, heftistofa-pappIrssála Maður nokkur sem heitir Williain Hall fór í sumar i stáltunnu niður Niagarafossinn og slapp ómeiddur frá ferðinni. Hafa margir reynt að fara niður fossinn í tunnu áður en jafn- an misheppnast. ----x----- Lindberg flugkappi hefir eignast strák og þrír stjörnuspekingar hafa þegar spáð fyrir honum. Einn kemst að þeirri niðurstöðu að hann verði leikari, annar er ekki í neinum vafa um að hann verði flugmaður og sá þriðji segist hafa lesið í stjörnunum að hann verði frægur íþróttamaður, sennilega hnefleikakappi. Hverjum á að trúa? ----x---- Sunnudagshuglciðing, frh. af bls. 5. sálmum, lofsöngvum og andleg- um ljóðum, og syngið Guði sæt- lega lof í hjörtum yðar“. Kol. 3, 16. Ríkur í Guði, ríkur af orði með sælan frið í sálu þinni, lof- gerðar söng á vörunum, blómstr- andi grein á hinum sanna vín- viði, hlaðinn ávöxtum andans, — slík eru kjör þín kristni mað- ur, slík eru gæði þín, Guðs barn, í samfjelaginu við son han? Jesúm Krist. ---—X—*

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.