Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1930, Blaðsíða 8

Fálkinn - 27.09.1930, Blaðsíða 8
X F A L K I N N Á þessu ári liafa víða orðið eldsum- brot í jörðu, þó að alt hafi verið með kyrrum kjörum hjer á landi. Meðal annars hefir talsverður órói verið í Vesúvíusi, en það er nú ekki ný bóla. Hins vegar er Vesúvíus oft hæglátur, þó að hann vilji láta sjá að hann sje ekki dauður. Lætur hann sjer þá nægja að hafa „damp- inn uppi“ og stendur reykjarmökk- urinn stundum úr honum mánuð- um og jafnvel árum saman, án þess að hraun flóð komi svo að ieljandi sje, eða að skaðar hljótist af. Dreg- ur þetta ferðafólk að. Hjer er mynd frá Vesúvíus, tekin núna í sumar. )m. '"><■ i‘!Á :<M, »■!»•:. mmm iiíi Á myndinni hjer að ofan sjest veðhlaup á barnabílum við bað- stað einn suður í Evrópu. Eins og sjá má á myndinni er þátt- takan mikil. Bræðurnir Hunter liafa nýlega sett nýtt met í því að halda sjer á flugi, miklu hærra en það sem áður var. Hjer sjest vjel þeirra vera að fá sjer eldsneyti á flugi, úr annari vjel. Sjest bensínleiðslan milli vjelanna. Þessi mynd er frá indversku borginni Pesjavar, rjelt við landa- mæri Afganistans. Þar hefir alt verið í báli og brandi lengi og umsát um borgina, svo að hún er i hershöndum. Hjer sjest nýjasta farartækið og er það kallað halastjörnubíll- inn. Hann getur farið bæði á sjó og landi og í lofti, og maðurinn sem smíðaði hann segir hann geta flogið yfir þvert Atlantshaf. ♦

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.